Alþýðublaðið - 07.04.1921, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.04.1921, Qupperneq 1
1921 Fimtudaginn 7 apríl. 78. tölubl. Ræða Jóns Baldvinssonar í kosning-arréttarmálinu. (F.h) Þegar nú þetta ér upplýst fyrir háttv. nefnd, þá finsí mér hún vel geta snúið frá villu síns vegar og samþykt þessi ákvæði frv. Og það þvf fremur sem hægt er að svifta þessa fáu tr.enn fjarforræði sam- kvæmt heimild í fátækralögunum, ög þá missa þeir kosningarréttinn um leið, og þá gæti nefndin verið ánægð. Þegar þess er nú enn- fremur gætt, að kjósendur til bæj- arstjórnar í Reykjavík eru líklega eitthvað talsvert á 8. þús. — eða yfir átta þúsund — þá getur það ekki ráðið miklu um úrslit kosc inga, þó að þeim fáu hundruðum, sem sveitarstyrk þyggja, væri veittur kosningarréttur og væri bætt fyrir það margra ára rang- læti, sem þessum mönnum hefir verið sýnt. Eg held sannariega að sú tilfinning, að vera upp á aðra 'kominn, sé flestum þeirra nógu sár fyrir því, þó þeir séu ekki ifka sviftir öllum mannréttindum. Baslið og bágindin eru þeim nóg raun og áhyggjuefni, þó þessu sé ekki bætt þar á ofan, sem þar að auki getur ekki haft hina minstu skaðvænlegu þýðingu fyrir þjóð- félagið. Þó mér líki nú ekki vei og þyki næsta undarieg niðurstaða háttv. nefndar um þetta efni, þá eru þó ummæliu í sambandi við þetta mér talsvert ánægjuefni, sérstakl. þar sem neíndin talar um ákvæð- in í berkiaveikisfrumv. og breyt ingarnar á 77. gr. sveitarstjórnar- iaganna — sem mun reyndar eiga að vera fátækralaganna — og kallar þær breytingar „spor f rétta átt“ en þetta eru einmitt breyting- ar um að það skuii ekki yarða réttindamissi, þótt menn verði styrkþegar vegna veikinda, eftir því sem þar er nánar tiltekið. Og | það er ekki einasta það, sem gleður mig, að nefodin virðist hafa faliist á þessar breytingar á fá- tækralögunum, heldur Ifka hitt að hún virðist tilieiðanleg til að ganga enn iengra. Og eg er að hugsa um að nota þennan góða vilja háttv. nefndar í þessu efni, og vona að eg fái tækifæri tif þess bráðlega, að tala um þetta í góðu tómi við háttv. nefnd. Ein af ástæðum háttv. nefndar til að leggja á móti frv. er það, &ð það sé tæplega rétt að semja sérstök lög um kosningarrétt og björgengi fyrir Reykjavfkurkaup- stað út af fyrir sig, heldur beri að athuga þetta f sambandi við kosningar tíi bæjar- og sveitarstj. yfirleitt, svo að samræmi verði í lögum þessum um land alt. Eg er ■= dálítid hræddur um að nefndin hafi ekki athugað þessa hlið málsins nægilega vel. Við 1. umr, þessa mals var einhverju á þessa leið skotið fram af sam- þingismanni mínum, háttv. 3. þingm. Rvíkur. Og þó að honum sé nú trúað vel og tillögur hans þyki sumar vituriegar, þá skaðar ekki þó þær séu eittvað nánar at- hugaðar. En nefndin virðist hafa gleypt þessa flugu alveg athugun arlaust og notar hana nú sem á- tyliu gegn frumv. Það sem hefir vakað í þessu efni fyrir háttv. 3. þm. Rvíkinga, býst eg við að hafi helst verið sá erfiðisauki sem það hefir í för með sér, að semja kjörskrá eftir öðrum reglum til bæjarstjórnar- kosninga en tii alþingiskosninga, eins og nú er hér f Rvík. En nú skulum við athuga hvernig þessu er varið í öðrum kaupstöðum iandsins. í 3. gr. í bæjarstjórnaríögum Akureyrar, nr. 65, frá 14, nóv. 1917. segir svo: .Kosningarrétt hafa allir bæjarbúar, konur og karlar, sem eru 25 ára að aldri og hafa átt lögheimili í bænum 1 ár þegar kosning fer fram, og fulinægja að örðru leyti skiiyrðum fyrir kosningarrétti til Alþingis." Og í 5 gr. laga um bæjarstjóm ísafjarðar, mr. 62, frá 14. nóv. s. á„ er nákvæmlega sáma orðalagið og f lögunum fyrir Akureyri. Enn er i lögum nr. 26, frá nóv. 1918, um bæjarstjórn Vest- mannaeyja, 7. gr., tekið upp sam- hljóða ávæði úr bæjarstjórnarlög- um hinna kaupstaðanna. Og loks eru iög'nr 58., frá 28. nóv. 1919, um bæjarstjórn á Siglufirði. (Frh.j Eftirvinnan. Togarinn Ari kom inn í morg- un. Þegar átti að fara að skipa upp úr. hohurh. fýsti íramkvæmd- arstjórinn, Jón Sigurðsson, þvf yfir,. að þeir eink fengju vinnu, sem vildu vinna eftir kl. 6 (efljjr- vinnu) fyrir 1 kr. 50 aura um tfmann. Gáfu sig þá fram sveita- menn og nokkrir bæjarmenn og fóru ofan í lest og ætluðu a® byrja að vinna, Þustu þá til fé- lagsmenn verkamannafélagsins og kröfðust þess, að bæjarmenn yrðu Iátnir ganga fyrir vinnu, að öðruas kosti yrði skipið ekki afgrei&ft. Gekk framkvæmdarstjórinn þá fús- lega inn á það, og var þó teklð fram, að það yrði ekki unnið nema til kl. 6, þó þess þyrfti með, nema fynr kaup þáð, er félagssamþyktin ákveður. Héyrst hefir að H.f. Kveidúlfur hafi látið viana í gær með þvf fororði, aí> þeir einir fengju vinnu, sem vildu svíkja félagssamþyktina um eftir- vinnu og vinna fyrir 1 kr. 50 au. um tímatm. Verður þetta athugað af stjórn verkamannaféiagsins, og mun nát _

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.