Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 13
HERÆFINGAR á vegum ' Atlantshafsbandalagsins fóru fram fyrir skömmu í Dan- mörku. í þessum æfingum sem frarn fóru á lótlandi tóku meSal annars þátt fall- hlífahersveitir. Myndin sýn- ir fallhlífarhermenn svífa til jarðar. íslandssýning Framhald af 8. síðu. ræða en eiginlega sölusýningu. reyndist vera mikill áhugi um vörutegundum og voru vcrulegar pantanir, einkum a prjónuðum og ofnum ullan'örum svo og listmunum. Yfirleitt reynd- ust vörurnar fyllilega samkeppms- færar bæði um verð og gæði. Aðalmarkmið sýningarinnar var tvíþætt. Á annan bóginn að vekja athygli á íslandi sem ferðamanna- landi og sýna það svart á hvítu að landið er ekki eins fjarlægt og úr- leiðis og margur hyggur og hefur margt að bjóða þeim, er vilja leita á norðurslóðir í sumarleyfum sín- um, benda á hina nær óþrjótandi möguleika til skemmti- og orlofs- ferða hér og þá ekki sízt hina hag- stæðu þjónustu flug- og skipafé- laga okkar. Það er álit þeirra, er að sýningu þessari stóðu að þessu markmiði hafi verið náð og væntanlega verð ur þessi tilraun til þess að hausti komanda verði aftur efnt til svipaðrar landkynningar- og vörusýningar og þannig fylgt eftir árangri þeim, er náðist að þessu sinni. IIBIÍ ■ NÁMSSTYRKIR SHHHUMMVMMHUMMHtM Skíðalandsmót í Neskaupstað STJÓRN Skíðasambands íslands hefur nýlega ákveðið að íela Ung- menna- og íþróttasamböndum Austurlands, að sjá um Skíðamót íslands á næsta vetri. Er gert ráð fyrir að landsmótið fari fram um páskana í Neskaupstað og Norð- firði. Mun það verða í fyrsta sinn. að meistaramót í íþróttum er hald ið á Austurlandi. Formaður Ungmenna- og íþrótta sambands Austurlands er Kirisfján Ingólfsson, Eskifirði, en.formaður Skíðaráðs U. I. A., er Gunnar Ól- afsson, Neskaupstað. EINS og mörg undanfarin ár. hefir Íslenzk-ameríska félagið milligöngu um útvegun náms- styrkja til Randaríkjanna. Er hér um tvenns konar styrki að ræða Annars vegar eru styrkir fyrir íslenzka framhaldsskólanemendur til eins árs náms við bandaríska menntaskóla á skólaárinu 1963— 1964 á vegum American Field Ser- vice. Styrkir þessir nema skóla- gjöldum, húsnæði, fæði, sjúkra- kostnaði og ferðalögum innan IBandaríkjanna, en nemendur bús jhjá bandarískum fjölskyldum í námunda við viðkomandi skóla. 1 Ætlazt er til, að þeir, er styrkina hljóta, greiði sjálfir ferðakostnáð frá íslandi til New York og heim aftur. Ennfremur þurfa þeir, að sjá sér fyrir einhverjum vasapen- ingum. Umsækjendur um þessa styrki, skulu vera framhaldsskóla- nemendur á aldrinum 16 til 18 ára, jafnt piltar sem stúlkur. Pe:M þurfa að hafa góða námshæV eika, prúða framkomu, vera vel hraust- ir og hafa nokkurt vald á enskri tungu. Á þessu hausti, fóru 17 námsmenn til Bandaríkjanna til eins árs dvalar, en frá því er styrk ir þessir voru fyrst veittir fyrir sex árum, hefur alls 71 íslenzkur fram haldsskólanemandi hlotið styrki til náms við bandaríska mennta- skóla á vegum félagsins. Hins vegar eru námsstyrkir fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla, en íslenzk- ameríska félagið, hefur um mörg undanfarin ár, haft samband við stofnun þá í Bandaríkjunum, In- stitute of International Education, Istofuna. er annast fyrirgreiðslur un útveg- un námsstyrkja fyrir erlenda stú- denta, er hyggja á háskólanám vestan hafs. Styrkir þessir eru veittir af ýmsum háskólum í Bandaríkjunum, og eru mismun- andi, nema skólagjöldum og/eða húsnæði og fæði, o. s. frv. Styrldrnir eru eingöngu ætlað- ir námsmönnum, er ekki hafa lok ið háskólaprófi. Þess skal getið, að nemendur, er Ijúka stúdents- prófi á vori komanda og hyggjast hefja háskólanám næsta haust er heimilt að sækja um þessa styrki, en hámarksaldur umsækjenda er 22 ár. Allar nánari upplýsingar um þessa námsstyrki, verða veittar á skrifstofu Íslenzk-ameríska félags ins, Hafnarstræti 19, 2. hæð á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 5—7 e. h. Umsóknir skulu sendar skrifstofu félagsins, Haínarstræti 19, fyrir 3. nóv. n. k. (Frá Íslenzk-ameríska féíaginu). Árekstur ENN einn árekstur varð í gær- dag á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þess er skemmst að minnast að í fyrradag hvolfdi bifreið á þessum sömu gatnamót- um, og árekstrar virðast vera þar með afbrigðum tíðir. Áreksturinn þama í gærdag, var milli bifreiðar og skellinöðru, sá, sem ók skellinöðrunni meiddist. eitthvað og var fluttur á Slysavarð ÞESSI mynd er tekin eft- ir að flóðunum miklu á Spáni linnti. Hér var áður járnbrautarbrú, en flóðið sópaði brúarstöplunum og brúnni burt og eftir hanga járnbrautarteinarnir í lausu lofti. Járnbrautarbrú þessi var á leiðinn milli Parísar og Barcelona. Námskeið í am- erískum og ensk- um bókmenntum PRÓFESSOR Hermann M. Ward frá Trenton State College í New Jersey í Bandaríkjunum, mun starfa í vetur sem sendikenn ari við Háskóla íslands á vegum Fulbright-stofnunarinnar og flyt tu* hér fyrirlestra og kennir ame rískar og enskar bókmenntir. Prófessor Ward heldur nám- skeið fyrir almenning, þar sem hann flytur fyrirlestra lun Modern American and .British Poetry. Verður námskeiðið haldið á mið vikudagskvöldum kl. 8,15 — 9. Fyrsti fyrirlesturinn verður fiuttur n.k. miðvikudag 17. okt. kl. 8.15 e. h., og eru þeir sem taka vilja þátt í námskeiðinu beðnir að mæta í VI. kennslustofu háskólans. KR SIGRAÐI Akureyri í undanúrslitum . bikarkeppn- innar ígær með 3:0. Öll mörk in voru skoruð í fyrri hálf- leik. mMMMMUMMMMMtMMMW REYKTO EKKI í RÚMINO! Háseipndafélag RcyKfsviKur Áuglýsingasímmn 14906 HLUTAVELTA Skátafélag Reykjavíkur heldur hlutaveltu í Skátaheimilinu við Snorrabraut í dag og hefst hún kl. 2. — Fjöldi góðra muna. Engin núll. — Gott happdrætti. S. F. R. ALÞYÐUBLAÐiÐ - 14. október 1962 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.