Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 15
13 » * Baum _.___ < fL'HI1 „Hvernig náðirðu í það“. „Stolið! Á stöðinni munar þá ekki mikið um tuttugu skammta. Andlit hans afmyndaðist af bros grettu. Hann var taugaóstyrkur og eins og hann væri með sótt- liita. Helena staðnæmdist og horfði yfir borgina. „En hváð þetta er fallegt. Líttu á“. „Já, en þú ert miklu fallegri“. „Þú mátt ekki gera mig við- kvæma Firilei. Ég vil ekki fara að vola síðustu stundirnar". „Þú að vola! Þú sem ert svo sterk. Eða — ertu hrædd Hel- ena?“ „Eiginlega er ég það ekki. Ég hefi ekki nægilegt hugmyndaflug til þess. Ég er raunhæf í mér“. Það var farið að skyggja, þeg ar þau komu inn í skóginn, og það var þrúgandi heitt inni í grænu hálfrökkrinu. Fuglarnir sungu enn, allir í einu. Svo urðu þeir sííellt þöglari, og að síðustu stofnuðu þeir allir. í þögninni heyrðu þau sitt eigið skóhljóð frá mjúkum skógarsverðinum. Ein- hvers staðar að heyrðist lindar- niður. „í dag heyri ég allt svo glöggt, finn svo skýrt öll áhrif“, sagði Helena blíðlega. „Hjarta mitt er svo stórt, mér finnst ég verða þess vör í öllum líkamanum“. Rainer nam staðar, tók höfuð hennar milli handa sinna og horfði lengi í augu hennar. „Það er ólýsanlega fagurt, að vita þig bera barn undir brjósti, hvíslaði hann svo lágt, að naumast heyrð- ist, en Helena skildi hann og fylltist undrun og þakklæti. „Of ef — ef ekki hefði staðið þannig á“, sagði hún meðan þau héldu áfram. „Ef þetta hefði ekki komið fyrir, hcfðir þú þá haft kjark í þér til að lifa áfram?“. „Ég veit það ekki, get ckki sagt um það, en ég held þó ekki. Ég hefi alltaf gert mér í hug- arlund, að. ég mundi deyja ung- ur. Allt, sem á mig var lagt, var of erfitt. Sumir eru færir um að bera byrðar, — ég er það ekki, mér er aðeins ljóst þetta eina. að eins og allt hefur smátt og smátt snúist gegn mér, er mér engin leið að bera það. Yið skul um eklti tala meira um það. Við erum búin að athuga þetta hundr að sinnum. Það er ekkert ann- að fyrir okkur að gera, og það er dásamlegt að við mennirnir skulum eiga kost á slíku, að við höfum okkar frelsi til þess. Lífið er fangelsi með aðeins einum ó- læstum dyrum. Það er gott að að geta farið af frjálsum vilja“. „Já, það er satt. Það var fallegt sem þú sagðir um fangelsið Firilei. En það getur líka verið fagurt að lifa ekki áðeins að vera til, en lifa áfram af frjálsum vilja, þrátt fyrir allt“. „Þrátt fyrir allt! — þú leggur svo sterka áherzlu á þessi orð Helena", sagði Rainer og brosti. „Þú leikur sífelt hersönga. Ertu — Helena — ertu þá ekki alveg sammála mér um ákvörðun okk- ar — að það er hið einasta, sertt við getur gert?“ „Jú, ég er sannfærð Firlei, en þó fellur mér hálfilla, að allt skuli vera búið. Ég hef unnið svo mikið alla mína ævi, gert svo margt, sem var erfitt, og ekki notið mikils. Allt hefur það nú verið unnið fyrir gýg. Ekkert verður úr efnafræðinni, ekkert úr framtíðinni, allt búið. Ég get ekki að því gert, en mér finnst það skaði. Sjáðu til, það var allt- af eins og við tvö stæðum sitt hvoru megin við á. Ég vildi gjaman hafa styrkleika til að draga þig yfir á minn bakka, þar sem bjartara var, þar sem venju legt fólk er, svo sem eins og ég sjálf. En þú hefur dregið mig yfir á þinn bakka. Þú hefur orð- ið mér yfirsterkari. Ég er hjá þér, og við skulum ekki hugsa meira um það. Við skulum án þess að kvarta, ganga gegnum þínar dyr Firilei. Sjáðu, það er að verða komið kvöld. Ó, maður verður að njóta til fulls unaðar kvöldsins, sem maður aldrei lif ir aftur. Þú verður halda fast um mig þú verður að unna mér heitt, elsku Firilei". Grasið var þegar orðið dögg- vott. Fiðrildin blunduðu á hjarta grösunum með samanbrotnum vængjum, hundruð, þúsundir af hvítum fiðrildum, í húminu litu þau út eins og pínulitlir seglbát- ar á þokuhafi, eða ókunnar, ljós leitar draumasáleyjar. Þegar þau komu í skógarjaðar inn og ljósin í Berghof sáust niðri í dalverpi, nam Helena stað ar. Himininn var enn skýjaður, en þó mátti greina tunglið að skýjabaki, og daufan bjarmi lagði um sjóndeildarhringinn. Leðurblökurnar voru á ferli í átt ina til ávaxtatrjánni og rök gol- an bar með sér blómailm. „Bíddu — vertu alveg kyr“, hvíslaði Helena. „Nú sofa allir fuglarnir, ég get alveg fundið, hvernig þeir kúra sig niður í hreirunum og sofa. Þarna vildi ég gjarnan vera, geta falið mig svona vel. Ó, mig langar svo til að láta mér líða vel, þurfa ekki allstaf að vera sterk og óbifan leg Frilei. Ég er svo þreytt. Mig langar til að vera þreytt og geta hvílt mig, þurfa ekkert að gera lengur sjálf, lofa öllu að drasla. Nú vil ég láta mér líða vel, vera eins og litill fugl í hreiðri sínu og sofna. Verður það þannig?" „Já — já“, hvíslaði Rainer, „þannig verður það einmitt þann ig. Þú verður allt, sem þú óskar, fugl, blóm, stjarna, eða fræ í jörðunni, tré sem hlaðið er á- vöxtum — „Já helztu tré“. „Þú verður að treysta mér, ekki vera hrædd. Ekkert illt mun íramar henda þig, allt er að baki. Þú sofnar, og allt verð ur gott“. „Biddu við. Bíddu — Ég er ekki hrædd. Segðu mér bara hvernig það gerist. Ég vil gjarn- an vita það“. „Komdu, réttu mér hendumar — báðar. En hvað þær eru kald ar. Ó, Helena, í fyrsta skipti ertu lítil og veikgeðja, hvað það er yndislegt, hvað ég elska þig heitt fyrir það. Nú þegar dregur að lelðarlokum er hnn ónýti Firilei á réttum stað og getur hjálpað þér. Við förum niður að Berghof og höldum þar kvöldið eins há- tíðlega eins og við getum. Þegar við erum orðin þreytt, fáum við okkur eltthvað að drekka, svo að við komumst í léttara skap. Svo fylli ég sprautuna, tek handlegg þinn og gef þér skammtinn, bara pínu lítil stunga, sem þú veizt naumast af. Svo fylli ég spraut- una handa sjálfum mér. Þú verð ur syfjuð, ákaflega syfjuð og svo sofnum við útaf saman. Fyrst dreymir okkur ef til vill eitthvað yndislegt og fagurt, og svo — mun okkur ekki dreyma fram- ar. — Það er allt og sumt“. Frá skógarjaðrinum ganga þau niður grasbrekkuna. Það er sama brekkan og Helenu hafði eitt sinn dreymt, að hún lægi í, fal in milli blóma. Bak við veitinga húsið standa nokkur hávaxin grenitré. Heimilisrakkinn geltir í ákafa“. Rainer spurði með vel leiknu öryggi, hvort hann og kona hans gætu fengið herbergl yfir nótt- ina. „Auðvitað getið þér það“, svaraði veitingakonan. „Hér er algengt að ung hjón gisti”. Hvort hægt væri að fá að borða úti í garðinum svo seint, spurði Helena. Hún var svöng, og nú var enginn ástæða til að spara. Ljósker var sett upp í blóma- garðinum, þar var lagt á borð og í eldhúsinu var brasað og bakað handa hinum síðbúnu gestum. , Loftið var þrungið blómaangan. Golu lagði frá skóginum á sof- andi ávaxtatrén og hristi hún per urnar niður, er féllu með léttu liljóði til jarðar. Við verðum að fá blóm“, sagði Rainer óstykur, og þau fengu leyfi vertskonunnar til að tína liljur í garðinum. Allt var döggv- að, þögult og eftirvæntingarfullt. Hvert hljóð var einangrað og ein manalegt. Þau sneru til baka að borðinu með votar hendur, vona skóg og döggvað höfuð. Augu og hendur mættust. Þetta var brúðkaups- legt og þó svo fulit af kviða og ömurleik. Þau drukku vín, hið sæta, gullna vín þessa héraðs. Ennþá þorðu þau ekki að tala; þau voru hrædd. Þau voru svo ung og vildu þó deyja, þess vegna voru þau hrædd. Þau þrýstu sér stöðugt fastara hvort að öðru; au voru alltaf brosandi, en bros ið var aðeins gríma á fölvum á- sýndum þeirra. Þau borðuðu tít- ils háttar. Hún var ekki lengur svöng, aðeins þyrst. Þau báðu um aðra flösku af víni og klingdu hljóðlega glösunum. „Minni eilífðarinnar" — sagði Rainer hásri röddu. Þau dirfðust ekki lengur að líta hvort á ann- að. Þeim fannst eins og þau væru að drýgja glæp, fremja synd . . . Það heyrðist til einmana engi- sprettu úti í nóttinni. Rainer bið- ur um þriðju flöskuna og glös og óskar þess, að það sé borið upp í herbergið. Enn bærir golubytur- inn trén í garðinum, og ávextir hristast niður. Þau hika enn. Hin ir samanfléttuðu fingur þeirra losa takið og slakna. Rainer ná- fölnar snögglega. „Ég held, að tíminn sé kom- inn”, segir hann og rís skyndi- lega á fætur. Helena gengur á undan hon- um inn I húsið, varir hennar eru blóðlausar og saman klemmdar. ÞAÐ var snemma næsta morgun — klukkan ekki sex, að hringt var ákaft dyrabjöllunni, hjá Kranich bóksala, þar sem hann bjó ásamt móður sinni Hann stakk höfðinu út um gluggann og sá ungfrú Willfúer niðri á göt- unni og styðja sig við ljósa- staur. Hann klæddi sig í fáti og hljóp niður. „Kfanich”, sagði Helena, „það hefur nokkuð ægilegt komið fyr- ir. í Berghof — Rainer er dáinn, það þarf að ná í hann”. Hvíti þunni kjóllinn hennar var rennvotur upp að hnjám og allur rifinn og blettóttur. Hárið hékk í óreiðu niður á ennið, og liún rétti rétti ósjálfbjarga fram óhreinar hendurnar. Bakara- drengur, sem var að bera út brauð, glápti á hana. „Rainer dauður! Drottinn minn góður. Hvernig vildi þetta til? Og þér — ?” „Hann hefur fyrirfarið sér. Við vorum saman, en ég flúði”. „Komið, Helena. Þér verðið að reyna að vera róleg. Farið þér upp til mömmu og bíðið þar, meðan ég fer til lögreglunnar og ráðstafa. því nauðsynlegasta.” „Æi já — þakka yður fyrir”, hvíslaði liún og skjögraði inn í húsið. Hún sat í sofa úr kirsl- berjatré. Fugl kvakaði glaðlega í búri við gluggann, kaffiilm lagði um stofuna, og hin gamla móðir Kranich læddist um á tánum og spurði einskis. Annað slagið heyrðist gömul klukka slá. Svo ók bíll með tveim lögreglu þjónum heim að ibúðinni og He- lena var tekin föst. Hún situr í klefa sínum með hendurnar knýttar um hné sér og hugsar. Þannig getur hún setið tímunum saman, og í djúpum þönkum hugsað og lifað allt upp að nýju. Annað slagið leikur bros um varir hennar. Það er allt sam an gott, allt saman rétt og eins og það á að vera. Firilei er dá- inn; það er eins og það á að vera. Ég er lifandi, það er líka í lagi. Maður á aðeins að vera úthalds- góður og ekki hræddur. Það er mjög hljótt í klefanum, og það er Helenu mikils virði. Hún tínir saman brotin úr til- veru sinni og raðar þeim saman. Ofarlega á veggnum er gluggi með járngrindum og gegnum hann leggur daufa birtu inn í ldefann. Skugginn af grindunum færist smátt og smátt eftir veggn um, og í kyrrðinni heyrist kirkju klukkan slá. Þessi kyrrð er svo notaleg. Við og við gægist ein- hver inn um gatið á hurðinni. Það er henni mjög illa við. Hún situr hér í hvíta kjólnum, sem nú erónýtur og verður að byggja upp framtíð sína alveg frá gruntti. Til þess þarfnast hún kyrrðarý En úti í borginni gengur mikið á vegna atburðarins. Blöðin lýsa lionum bæði sem sálfræðilegum og glæpsamlegum viðburði. Um hann er rætt í fyrirlestrarsölun- ALÞÝ0UBLAOIÐ - 14. október 1962 /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.