Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 1
43. árg. - Þriðjudagur 16. október 1962 - 227. tbl. 3 þins: ÞING Sjómannasambands lilands, hið 3. í röðinni var haldið í Reykja vík dagana 13. og 14. þessa mán- aðar. Á þingið vorn kjörnir 28 full trúar frá 7 aðildarfélögum sam- bandsins og sátu þeir flestir þing- ið. Á þinginu voru gerðar margar ályktanir og samþykktir. Þingið mótmælir gerðardómslög- unimi.sem sett voru til lausnar sOdveiðideilunni í vor, sem leið, Þingið taldi, að leysa hefði mátt deiluna á heppilegri hátt, t. d. með því að ákveða að sömu kjör og áð- ur giltu. Varðandi hina almennu bátakjarasamninga taldi þlngið, að enda þótt skammur tími sé til uppsagnar að þessu sinni, verði ekki hjá komizt að segja þeim samningum npp, ef kauptrygging og önnur kaupákvæði í samning- unum fást ekki bækkuð í hlutfalli við þá kauphækkun, sem orðið hef ur síðan samningar voru gerðir. Þingið taldi nauðsynlegt, að sam- ið væru nm alla þætti bátakjira á sama tima. 3. þing S. S. í. taldi nauðsynlegt aS endurskoðun fari fram á upp- byggingu og formi samninga um kaup og kjör farmanna, þannig, aö hækkað sé mánaðarkaup og tíma- kaup fyrir aukavinnu, og sé mán- aðarkaupið miðað við 8 stunda vinnudag í vaktavinnu. Framh j 5. síðu Tepptist VARÐSKIPIÐ Albert átti að fara í gærmorgun með vistir í skipbrotsmannaskýlið, sem er í Keflavík við austanverðan Eyja- í'jörð. Átti að gera þetta á vegum slysavarnadeildarinnar á Akureyri. í gærmorgun gerði svo hið versta veður, svo ekki var talið fært að fiytja vistirnar. MYNDIN var tekin á ráð- stefnu Sjómannasvnbands íslands á sunnudaginn. Ráð- stefnan var að störfum og mikið annríki eins og mynd- in ber með sér. Mennirnir, sem sjást á myndinni eru frá vinstri: Karl E. Karlsson, Hilmar Jónsson, Jón Sigurðs son, formaður Sjémannasam bandsins, Sigfús Bja.'nas >n, sem var forseti ráðstef n _nn- ar og í ræðustólnum er Jó- hann S. Jónsson. Ljósm Al.þ.bl. Gísli Gests.s tvvvvi*vwvv»v»vvvvvvvwvvvvvvv» UM TOMVO ENGAR óskir um staðsetningu | herra á fundi neffri ileildar alþingis kjarnorkuvopna hér á landi hafa bor-i í gær. Var ráðherrann aff svara fyrir- ízt í ríkisstjórnarinnar, sagffi Guff- spurn frá Einari Olgeirssyni um þaff, mundur I- Guffmuudsson utanríkisráff nvort hinar nýju flugvélar varnarliffs ins á Keflavikurflugvelli væru búnar Alumíní- hér um UNDANFARNA tvo daga hafa dvalizt hérlendis tveir háttsettir fulltrúar frá stóru, svissnesku alúmíníumfyrir- tæki. Munu þeir bafa átt nokkrar viðræður við stór- iðjunefnd, en áttu að. halda heimleiðis í morgun. Þarf ekki að leiða neinum getum að því, að þeir hafa verið að ræða um möguleika á alúminíumvinnslu hér á íslandi. kjarnorkuvopnum. Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild. Sagði Einar, að Morgunblaðið hefði skrif að um það, að komnar væru til Keflavíkurflugvallar nýjar hrað- fleygar orrustuþotur, er flutt gætu kjarnorkuflugskeyti. Kvaðst Einar vilja beina þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, hvort hinar nýju flugvélar varnarliðsins vreru útbúnar kjarnorkuvopnum. Guðmundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra svaraði af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann, að það hefði verið Ijóst um nokkuit skeið, að flugvélar þær, er stað- settar hafa verið á Keflavíkur- flugvelli hefðu verið orðnar úrelt- ar miðið við þá tækniþróun, er átt hefði sér stað og því hefði bor- ið nauðsyn til þess að fá aðrar full komnari vélar til þess að leysa hinar gömlu af hólmi. Nýju vélarn- ar væru nú komnar og gætu þær 3. SÍÐA VIÐ erum ekki aff deyja ór hungri, íslendingar. Hins veg- ar hafa ýmsir áhyggjur af því, að þeir séu of feitir, og vafa- laust hefur ofát orðið ein- hverjum að fjörtjóni. Þess vegna vill Alþýðublað- iff gera það að tiilögu sinrti, að öll þjóðin staldri við í svip og hugsi til þeirra, sem ekki hafa nóg til hnífs og skeiðar —til barnanna, sem eru að deyja úr hungri. í fyrsta lagi ætti að skylda hvern mann í landinu, sem er í vinnu og tekur laun til að greiða 100 kr. í sekt fyrir það eitt að lifa í heimi, þar sem börn eru látin deyja tn hungri- Við skuluni ekki eftt einasta andartak láta okkur koma til hugar, að við hér get um skotið okkur undan ábyrgff á þessari vanvirðu, þótt svo vilji til þessa stundina að atl- ir séu saddir hér. í öðru lagi eiga menn að gefa til hjálpar hinum svöngu börnum sem svarar einum máls verð á viku- Það er allt í lagi aff láta sér nægja ýsu eða hafragraut í það skiptiff sjálf ir, og alveg gefið aff á öffrum dögum borðar maður þá sinn góða mat meff betri lyst en ella mundi og verður betra af honum. f þriðja lagi skulum vtð ekki bara gera þetta ernu sinni eða tvisvar, heldur halda því áfram sem lengst. Það eru nefnilega fieiri svöng börn til en þau/sem em að deyja f Alsír. Þaff svelta 600 milljónir barna í heiminum. Frétt Alþýffubiaðsins á sunnudaginn um hungurvof- una í Alsír vakti gífurlega at- hygli, og í gær voru blaðinu farnar aff berast rausnalegar gjafir til hjálpar hinum nauð- stöddu börnum. Verum nú samtaka, íslend- ingar. Sendið börnunum gjafir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.