Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedilct Gröndal,—Aðstoðarritstjóri ? Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: ,14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prenlsmiðja AJþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald Jtr. (•5.00 á mánuði. i lausasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. V ■ I Enn um F-102 KJARNORKUVOPN á íslandi voru til umræðu iutam dagskrár í neðri deild Alþingis í gær. Spurði Einar Olgeirsson um hinar nýju orrustuþotur varn iarliðsins, sem sagt er að geti flutt lítil kjamorku- skeyti, og hvort ekki væru komin hingað ‘til lands slík kjarnorkuvopn. Guðmundur í. Guðmundsson <varð fyrir svörum og sagði afdráttarlaust, að hér mundu engin kjarnorkuvopn koma á land, nema samkvæmt ósk eða með samþykki íslenzku stjórn- arinnar. Slíkt hefði ekki' komið til tals og væru hér engin slík vopn. Einar tók þessar upplýsingar Guðmundar gildar, og var nokkur munur á framkomu hans eða skrif- um Magnúsar Kjartanssonar, sem hefur sagt í Þjóíf viljanum, að Guðmundur ljúgi alltaf, þegar hann getur, og auðvitað hafi hann og Alþýðuhlaðið logið í þessu máli. Er athyglisvert, að foringi kommún- ista skyldi þannig gera Magnús ómerkan að sóða- skrifum sínum. Skórimpex Leðurskófatnaóur Gúmmískófatnaður Strigaskófatnabur 3 fulltrúar frá Skórimpex, Lodz, eru staddir hér og verða til viðtals á skrifstofum vorum næstu daga. j Þeir eru með ný sýnishorn af skófatnaði. Pólskur skófatnaður er ódýr, endingargóður og fallegur. Einkaumboð fyrir Skóriinpex. Íslenzk-Erlenda VerzlunarfélagiÓ h.f. Tjarnargötu 18, — Símar 20400 og 15333. y Að vísu hélt Einar áfram ýmsum skrítnum full- ' yrðingum um þetta mál, því hann mun seint af baki detta við að rangfæra varnarmálin. Hann sagði, að hér væru komnar fiugvélar, sem gætu borið kjarn- orkuvopn og væri því Keflavíkurflugvöllur til reiðu sem kjarnorkuárásastöð. Þarna sást honum yf:r eitt smáatriði. Orrustuflugvélar eru til varnar og hafa lítið flugþol. Ef reynt væri að nota F-102 til árásar á kommúnistaríki frá Keflavíkurflug- velli, mundu fiugvélarnar hrapa af eldsneytisleysi, áður en þær kærnust nálægt nokkrum slíkum lönd- um. Rússar geta verið rólegir þess vegna. Þessar flugvélar eru eingöngu búnar fyrir tæki til að skjóta niður aðrar flugvélar í nágrenni við bækistöð sína og geta aðe.’ns flogið nokkum hring umhverfis ísland. Þær eru eingöngu varnarvopn, en annan búnað hefur varnarliðið ekki. Einar spurði, hvort ekki’ gætu leynzt kjarnorku vopn í b'rgðum hersins í Keflavík. Að vísu eru sjálf vopnin ekki mjög fyrirferðarmikil nú á dögum, en engum heilvita manni dettur í hug að flytja kjarn- orkusprengjur eða koma nálægt þeim nema hafa umfangsmiklar varúðarráðstafanir við þær. Þar sem Íslendingar stjórna flugtuminum í Keflavík, yfir 1000 íslendingar eru daglega á vellinum, ís- lendingar afferma amerísku skipin í Reykjavík og allar flugvélar á vellinum, er ómögulegt að slíkar varúðarráðstafanir færu framhjá þeim. Það er sjálfsagt fyrir íslendinga að gæta allrar ‘varúðar í málum sem þessu, en málflutningur kommúnista hefur ekki verið annað en illkvittinn, ^persónulegur skítur í garð einstakra manna — og það gerir þjóðinni ekkert gagn í öryggismálum sín- >um. HANNES Á HORNINU ★ Fyrsta stóra íslenzka kvikmyndin. ★ Afrek Edda-film og ís- lenzkra leikenda. ★ Daður leikstjórans við Erotikina. ÞAÐ ER AFREKSVERK að hafa komið upp kviktnyndinni „79 af stöðinni". Það er afreksverk for manns Edda-Fihn og það er afreks- verk leikendanna. Hins vegar hafa orðið mistök við gerð kvikmyndar- innar, sem ekki er sök þessa fólks heldur leikstjórans, Danans, sem gerði myndina. Mistökin eru þó ekki á þann veg að þau dragi úr afrekinu lieldur reita þau all marga til reiði þannig, að þeir harma þau á svo góðu verki. ÞESSI KVIKMYND er sú b-jzta sem gerð hefur verið hvað viðvíkur efnisvali, leikhandri.ti og leik- Einnig má segja það sama um alia gerð myndarinnar. Ég varð því alls ekki fyrir vonbrigðuvn þegar ég sá hana á frumsýningu í Há- skólabíói sl. föstudag. Engum ein- um manni ber að þakka eins og Guðlaugi Rósinkranz, að kvikmynd in var gerð og að það tókst að koma henni upp. Hann reyndi að fá rit- höfunda til þess að gera kvik- myndahandrit að sögu Inririða, og þegar ekki tókst að fá neinn, réðst hann í það sjólfur. MÉR ÞYKÍR ÞAÐ að ófyrirsynju þegar einstaka gagnrýnendur eru að setja út á handrit Guðlaugs. Allt má að vísu gagnrýna, en hér er ekki um áberandi mistök að ræða Vitanlega varð hann að fylgja sög unni og mér sýnist sem Guðlaugi hafi yfirleitt tekist vel. Það er þó allra stærst í hlutverki Guðlaugs að takast mátti að afla þess fjár, sem til þurfti. En einmitt þarna komu miklir hæfileikar hans í ljós, sem einstaka sinnum reka hann sjálfan of langt. í sannleika sagt hefur hann unnið kraftaverk í þessu efni. Og það er aöalatriði þessa máls, því að segja má. að þetta sé fyrsta vel gerða og góða íslenzka kvikmyndin. LOFTUR GUÐMUNDSSON ijós myndari og Óskar Gíslason ijós- myndari hafa báðir gert íslenzkar kvikmyndir með íslenzku efni og iíslenzkum leikendum. En báðir voru frumherjar og áttu við nær ó- yfirstíganlega erfiðleika að stríða. ekki sízt á teknisku sviði, enda báru kvikmyndir þeirra þess merki. Edda-Film tókst að fá er- lenda me'nn til þess að íaka mynd- ina, — og erlendur leikstjóri stjórn aði tökunni svo og erlendir mynda smiðir. En leikararnir voru allir íslenzkir og umhverfið islenzkt. ÉG DRAP á það í upphafi að það hefði verið unnið afrek, en að nokkur mistök hefðu á orðið. Það má vel vera að þeir, sem telja sig sérfróða í kvikmyndagerð geti sett út á ýmislegt viðvíkjandi sjálfri tökunni svo sem ljósbrigði og við- horfum náátúru og persóna, en um þetta vil ég ekki dæma. HINS VEGAR TEL ÉG það galla á kvikmyndinni að í erotískum sen um ofgerir leikstjórinn mjög, smjattar og smjattar langan tíma ó viðburði, sem nóg var að bregða upp skyndimynd af og lætur sér það meira að segja ekki nægja, heldur endurtekur senuna skömmu seinna. Svíar og Ðanir tönglast oft í kvikmyndum sínum á slíku og því- líku, ofgera og ofmynda. Hér er það einnig gerli. Einhverskonar rófudingl framan í ósómann ræður hér um, en er byggt á algerum mis- skilningi á tilfinningum fólks. SYNING ÞESSARAR kvikmynd- ar er mikill og góður viðburður. Takan kostar um tvær milljónir og ég vona að vel takist hin fjár- hagslega hlið. Þetta er fyrsta raun , verulega kvikmyndin og það velt j ur á miklu að úrslitin verði góð. I Ef vel tekst mun framhald verða á. Guðlaugi tókst vel það, sem hann lætiaði sér og leikendunum tókst prýðilega. Það er ánægjulegt að sjá nú Önnu litlu Frank hvað hún er órðin þroskuð kona, mikil leik- kona. Þegar ég sá hana í Horfðu reiður um öxl varð ég hræddur um, að hún hefði mótast svo mjög af Önnu, að hún mundi ekki geta brotizt út úr vítahring þess hlut- verks. En það liefur hún sannar- lega gert. Hannes á horninu. Kirkjan.... Framh. af 7. síðu Á þessu þarf að verða breyting, en til þess að svo verði þjrf þjóðin að fara að hugsa um kirkju sína, vinna fyrir hana og efla, þá breyt- ast líka þessar tölur í eiahverjum fjárlögunum, — en hveoær? Gísli Sigurbjörnsson. 2 16. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.