Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 3
BELLA RÆÐ- VIO KENNEDY New York, 15. okt. (NTB —Reuter) ÞEIR Ben Bella og Kennedy Bandaríkjaforseti áttu í dag fund saman í Washington. Ræddu þeir um vandamál þau, sem Alsír á nú við að stríða, og er talið að Ben Bella hafi farið fram á aðstoð Bandaríkjanna við Alsír í einka- viðræðum, sem hanu átti við Ken nedy í dag. Það er álit stjórnmálamanna að Ben Bella muni einkum reyna að fá bandarísku stjórnina til að að- stoða 250 þúsund alsírska flótta- menn, sem nú eiga hvergi höfði sínu að að halla, tvær milljónir at- vinnulausra og tvær milljónir manna, sem ekki geta fengið neina menntun. Ben Bella og Kennedy forseti j gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í j dag þar sem þeir hvetja til frið-! samlegrar lausnar á alþjóðadeilu- máium og friðsamlegrar sambúðar þjóða heimsins. MYNDIN var tekin á Orly-flug- vellinum í París, þegar Ben Bella kom frá New Yrk. ÞAÐ VAR DAUÐASLYS Stefán Smári Kristinsson, sem féll út úr fólksbifreið á veginum hjá Lágafellsklifi í Mosfellssveit að- faranótt 30. september, lézt á Landaktosspitalanum um hádegis- 'bilið á laugardag. Við frumrann- Sókn á meiðslum Stefáns var tal- ið, að hann hefði ekki slasazt mjög alvarlega, en síðar kom í ljós mik- il meiðsl innvortis, sem leiddu liann til dauða. LÍV segir upp LIV hefur sagt upp samningum sínum við vinnuveitendur. Renna Samningar út 15. nóvember. EINS og við sögðuin í fréttum um daginn, hefur bandaríska flotanum bætzt enn eitt „atóinskip“. Þttta er freigátan „Bainbridge“, sem er 8.000 tonn. í fréttatil- kynningu, sem okkur hefur nú borizt um skipið. segir m. a., að það geti sig’.t tuttugu sinnum kringum hnötlinn án þess að taka eldsnevti og í re.vnsluför kom í ljX að það getur farið nærri 1.000 kíló- metra á tæplega 150 grómm • um af úraníum! Imaminn er enn á lífi. llann slapp frá Jemen og er nú í Saudi Ar- abíu. Engin atómvopn Framh. af 1. síðu borið og hagnýtt kjarnorkuvopn. Hins vegar væri það svo, að sam- kvæmt samkomulagi íslands og Bandaríkjanna og samkvæmt regl- um NATO þá yrðu ekki strðsett nein kjarnorkuvopn á íslandi nema ríkisstjórn landsins óskaði eftir því eða samþykkti það. Utanríkis- ráðherra sagði, að ekki hefði ver- ið farið fram á það við ríkisstjórn- ina, að kjarnorkuvopn yrðu stað- sett hér á landi og engar umræður hefðu farið fram um það mál. Á- standið í dag væri því þannig, að hingað væru komnar flugvélar, er flutt gætu kjarnorkuvopn, en þær hefðu ekki slík vopn og það hefði ekki komið til greina að þær yrðu búnar slíkum vopnum. Imam El Badr enn á lífi KAIRO, 15. október, (NTB- Reuter). IMAM Mohammed el Badr, sem var konungur Jemen fyrir' bylt- inguna, liggur nú á sjúkrahúsí í Saudi-Arabíu særður á fæti. St.iórn lýðvcldissinna hafði lýst því yfir strax eftir árásina á konungshöll- ina að el Badr hefði fallið í átök- unum, sem þá urðu og að lík hans lægi grafið undir rústum hallar- innar. Liðsforingi í lýðveldishernum Hussein el Sukkari, sem fyrir iíu dögum síðan gaf blöðum og út varpi nákvæma frásögn af því hvernig liann hefði drepið kon- unginn með skothríð úr vélbyssu, hefur nú komið með aðra útgálu af sögunni. Eftir því, sem Sukkari segii- nú klikkaði byssan og konungurinn komst undan með hjálp eins af þjónum sínum. A1 Sallal, ofursti, foringi upp- reisnarinnar í Jemen, sagði í ræðu í dag, að lýðveldisstjórnin harmi mjög að konungurinn skuli enn vera á lífi. Hann sagði einnig að stjórnir Saudi-Arabíu og Jór- daníu drægju nú saman her til að kollvarpa lýðveldinu í Jerr.qn. Einnig sagði hann, að á br»zka verndarsvæðinu Aden væri einnig verið að undirbúa innrás. Hann kvartaði yfir því, að brezka stjórnin skuli ekki enn hafa viðurkennt stjórnina í Jemen. sem væri studd af meiri hluta þjóðarinnar. Talsmaður brezku stjórnarinnar hefur svarað því til, að Bretar geti ekki viðurkennt stjórnina meðan ástandmála í Jemen sé í slíkri óvissu sem nú er. Tveir sæmdir riddarakrossi FORSETI Islands hefir í dag sæmt eftirfarandi menn riddara- krossi hinnar islenzku fálkaorðu. Kjartan Jóhannesson, organleik- ara, Stóra-Núpi fyrir störf að söng málum innan þjóðkirkjunnar. Guðmund H. Guðmundsson, bræðslumann, Reykjavík, fyrir sjó mennsku — og störf að félags- málum. HINN 19. september síðastliðinn, undirskrifaði Kennedy Banda- ríkjaforseti lög um frarr.lengingu til bráðabirgða til 31. septemer 1965 um höfundarverndarrétt á öllum hugverkum, sem ella hefðu fallið ur vernd, samkvæmt banda- rískum lögum. Framlenging þessi hafði verið samþykkt einhljóða á þingi Bai.da- ríkjanna, og er þetta bráoabirgða- ráðstöfun, meðan endurbætur á höfundalöggjöf Bandarík.:anna er í undirbúningi, en í ný'ju frum- varpi að höfundalögum þar i landi er gert ráð fyrir að lengja verndartímann úr 56 áruir. upp í 76 ár. Er ráðherrann hafði veitt þepsar upplýsingar, tók Einar Olgeirsson til máls á ný. Sagði hann, að þess- ar upplýsingar hefðu átt að koma fram fyrr á alþingi. Einar kvað Iítið öryggi vera í því, að það væri háð samþykki ríkisstjórnarinnar, að hér yrðu staðsett kjamorku- vopn. Ríkisstjórn Bandarikjanna hefði hvað eftir annað borið fram kröfur við íslenzku stjórnina í sam bandi við herinn hér og íslenzka stjórnin jafnan beygt sig fyrir þeim. Þegar Bandaríkjastjórn segði: Nú þurfum við þetta innau 24ra klukkustunda samþykkti ís- lenzka stjórnin það. Kvaðst Einar vilja spyrja, hvort þess væri að vænta, að það yrði borið undir al- þingi, ef ósk kæmi fram um aö staðsetja kjarnorkuvopn hér á landi. Utanríkisráðherra tók til máls á ný og sagði, að milli stjórnarflokk- anna og kommúnista væri ríkjandi grundvalIarskoðanamuHur í varn- armálunum. Kommúnistar vildu hér engar vamir hafa en stjórnar- flokkarnir vildu hafa hér varnir, er að gagni mættu koma, kæmi til hernaðarátaka. Ráðherrann kvaðst vona, að aldrei mundi til þess koma, að hér þyrfti að staðsetja kjarnorkuvopn. Kvaðst hann vona, að varnarsamtökum vestrænna þjóða mundi takast eins og hingað til að bægja ófriðarhættunni frá. Hins vegar væri ómögulegt fyrir sig eða núverandi ríkisstjórn að gefa bindandi yfirlýsingar fyrir framtíðina um það hvernig hugs- anleg beiðni um staðsetningu kjarnorkuvopna hér yrði afgreidd. Einar Olgeirsson tók til máls á ný og sagði, að varnarliðið hér væri ekki til þess að verja ísland heldur Bandaríkin. Ekkert gagn væri því í þeim vömum. er hér væm fyrir smáþjóð eins og Islend- inga. Utanríkisráðherra sagði, að hann vildi gjarnan hressa ofurlítið upp á minni Einars og segja honum, hvers varnarsamtök hinna vcst- rænu þjóða hefðu orðið megnug. Áður en Atlantshafsbandalagið hefði verið stofnað, hefði hinn al- þjóðlegi kommúnismi gleypt hverja smáþjóðina á fætur ann- arri í Evrópu en eftir að það hefði tekið til starfa hefði engin þjóð í Vestur Evrópu misst frelsi sitt. Atlantshafsbandalagið hefði því vissulega náð takmarki sínu og veitt smáþjóðunum vernd og ör- vggi. ' Ifc,; Fréttir í stuttu máli ★ NTB 15. okt.: Ben Bella kemur í opinbera heimsókn til Havana á Kúbu á morgun. Mikill viðbúnað- ur er hafinn í Ilavana til að taka sem bezt á móti honum. Komið hef ur verið fyrir fánum og spjöldum víðsvegar um borgina með mynd- um af Ben Bella og Fidel Castro. ★ ★ NEW YORK 15. okt.: Öryggis- ráðið samþykkti á fundi sínum í dag með öllum atkvæðum að mæla með upptöku Uganda í SÞ. Ugan- da hefur nýlega hlotið sjálfstæði eftir 60 ára yfirráð Breta. Það verð ur 110. aðildarríki SÞ. Sverre Strandli hefur enn einu sinni bætt norska metið í sleggju- kasti, kastaði 63,88 m. ★ MOSKVA 15. okt.: Hvirfilbyl- ur hefur valdið geysimiklu tjóni í bænum Khabarovs í austurhluta landsins. Hvilfilbylur þessi var yf- ir Japan þann 13. þessa mánaðar og olli miklu tjóni þar. Ekki hafa samt neinir látið lífið af völdum hans. WWWWHWMWOHHHHW Rússar reyna eldflaugar RÚSSAR hefja á morgun til- raunir með að skjóta á loft marg- þrepa eldflaugum. Ætlunin er að reyna að hæfa skotmörk á Kyrra- hafi, segir Tass-fréttastofan. Tilraunin er liður í geimrann- sóknum Rússa. Svæðið, sem til- raunin fer fram á, er fyrir suð- austan Hawaii-eyjar. Árið 1961 fóru fram samskonar tilraunir á Kyrrahafi og þá var einnig um að ræða rannsókn á skothæfni hinna öflugu eldflauga. Skip og flugvélar hafa verið vör- uð við tilraununum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. október 1962 ,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.