Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 4
FRUMSÝNING í Háskólabíói 12. október 1962: „Heiðursgestir kvöldins“ Á efri myndinni: Krist- björg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arn- finnsson, ganga fram salinn að lokinni sýningu til að taka við þakklæti áhorfenda. Neðri myndin: Höfundur sögunnar — 79 af stöð inni — Indriði G. Þorsteinsson og frú koma til sýriingarinnar. UMSÖGN HÖGNA EGILSSONAR Frumsýning:: 79 af stöðinni. Eftir sögu Indriða G. Þor- steinssonar. Handrit: Guðlaugur Rósinkranz Leikstjórn: Erik Balling. Aðalleikendur: Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Amfinnsson. Tónlist: Jón Signrðsson og Sigfús Halldórsson. Tragedía I. (Kvikmyndin). Eg man, að þegar sagan Sjö- tíu og níu af stöðinni kom út fyrir nokkrum árum, las ég hana með mikilli ánægju. Það var eng- an veginn hægt að kalla hana stór brotið verk, en við fyrsta lestur virtist manni sagan gædd töfrum máls og þar að auki þeirri undarlegu kliðmýkt, sem gerir harðneskjulega og grófa hluti, hlýja og mannlega. Eg játa, að sagan á nú orðið ekki eins sterk ítök í mér og þá, en engu að síð- ur er hún merkur kafli í íslenzkri sérstæð og gædd viss- um töfrum, sem eru þannig unn- ir, að menn hljóta að deila ákaft gildi þeirra. Það vakti almenna forvitni manna, er það fréttist, að í ráði væri að kvikmynda söguna — og almennan fögnuð er mér óhætt að segja. Það er óneitanlega góðum áfanga náð í íslenzkri menning- arsögu er nýtt listform haslar sér völl í listskppun þjóðarinnar. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri, sem alþjóð þekkir fyrir óhemju dugnað að þeim málum, sem hann helgar krafta sina, — samdi handrit að kvikmyndinni, til leikstjórnar var fenginn dansk ur maður, Erik Balling, og ís- lenzkir leikarar frömdu í fyrsta sinni að marki þann galdur, sem kvikmyndaleikur er. Nú er frumsýningu lokið. For- vitni svalað að nokkru og unnt að leggja nokkurn dóm á verk- ið. Eftir að menn hafa lesið orð það, sem yfir þessum kafla stend- ur — tragedía — munu þeir ef til vill halda, að ég telji kvik- myndina algjörlega misheppnaða, svo er þó ekki, en í eðli sínu er myndin tragedía. í öðrum kafla þessarar umsagnar mun ég skrifa lítið eitt um tragedíu II. (frum- sýninguna). Það hefur mikið verið rætt um þann einstæða dugnað, sem gerði það kleyft að vinna myndina á svo skömmum tíma, sem raun bar vitni. Það hefur verið fullyrt, að þrátt fyrir allan hraðann, sem á verkinu var, eigi hvergi að sjást þess merki á myndinni. Getur ver- ið — en einhverjum kynni þó að detta í hug, að ýmsar senur mynd arinrVar hefði mátt vera meira yfirleguverk, ekki sízt klipping hennar. Klippingin liefur í aðalatriðum tekizt vel, sums staðar mjög vel, en þau atriði verða þó auðfundin, sem vinna hefði mátt betur. Annað atriði, sem menn hljóta að taka eftir, er sá grámi, sem hvílir yfir myndinni og stór- skemmir hana. Nákvæmari lýs- ingu virðist satt að segja mjög á- bótavant. Myndin er tragedía, eins og ég hef áður minnst á, og lögð er á- herzla á hið tragíska eðli hennar af hendi leikstjórans, en það er ekki alltaf gert á þann listræna hátt, sem mikið hefur verið bá- súnaður. Það getur verið gott og blessað, einkum fyrir höfundinn, að unnt er að segja það með sanni, að leikstjórinn hafi reynzt sögunni trúr, en það getur eyði- lagt myndina. Lögmál sögunnar og kvikmyndarinnar eru í sumum tilvikum svo gjörólík, að ekkert réttlætir nákvæma fylgispekt við söguna, í gerð myndarinnar. Mér er í þessu sambandi eink- um minnisstætt það atriði er Ragnar og Guömúndur leita helsingja uppi í Borgarfirði (Kaldadal í kvikmyndinni). í sög- unni flytur Guðmundur tölu um vorið og landið, sem er kliðmjúk og hlý og á þar vel heima. í myndinni flytur hann ræðu sína, en svo bregður við, að hún verð- ur flöt, ósannfærandi og óeðli- leg. Þar að auki er atriðið gert þannig að stórlega dregur úr áhrifum hins talaða orðs. Brjóst- mynd er sýnd af mönnunum, þar sem þeir hjakka upp og niður á óeðlilegum gönguhraða, meðan Guðmundur flytur mál sitt. Það hefði hiklaust verið áhrifameira, ef aðeins hefði sést andlit Guð- mundar (ef til vill með snöggum svipmyndum af andliti Ragnars) eða þá mennirnir hefðu sést allir og reynt hefði verið að fella rytma málsins að rytma göng- unnar. Við fáum að sjá ýmsar svefn- herbergissenur og ég hika ekki við að fullyrða, að þær eru unn- Framh. á 14. síðu 4 16. október 1962 - ALÞÝÐUBLADiD

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.