Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 9
Nýkomið - Nýkomið Mikið úrval af dömu- og unglingapeysum. Einnig millipils. Verzlunin ÁSA Skólavörðustíg 17' — Sími 15188. NÝJA FASTEIGNASALAN er flutt úr Bankastræti 7 að I júlí síðastliðnum dvaldi ég! meðal annars um tíma í Svíþjóð og hitti þá nokkra gamla kunn- ingja, þar á meðal listamanninn og Islandsvininn David Lundberg í Vanesborg. í Svíþjóð eins og víðast hvar annars staðar hafa flestir sumarfrí í júlí og dvelja þá eð mestu eða öllu leyti fjarri heimilum sínum og því voru ekki miklar líkur fyrir því að íinna fólk heima hjá sér á meðan á sumar- fríi stendur. Og þannig reyndist það líka eins og ég hafði búizt við, að flestir mínir gömlu kunningjar í Svíþjóð, sem ég hafði hugsað mér að heimsækja voru fjarverandi og þar á meðal David Lundberg. Mér gekk þó auðveldlega að fá vitn- eskju um dvalarstað Davids því að tveim dögum eftir að ég kom til Gautaborgar hringdi ég heim til hans og var svo heppinn að Anna kona hans var heima, en var að ferðbúa sig til manns síns sem far inn var fyrir viku íil Hallevíks strand. En þar eiga þau hjónin sumarbústað, sem þau dvelja í nokkrar vikur sumar hvert. í þetta sinn hittist svo á að David fór á undan konu sinni eins og áður er gétið til þess að undirbúa málverka sýningu, sem hann ætlaði að opna nokkrum dögum síðar. David hefur oft áður haft sýningar i sumarbú- stað sínum í Hallévíksstrand á þessum tíma árs og er það senni- legast vel til fallið þar sem ferða- mannastraumur þangað er mikill og sumardvalargestir margir. Áður en lengra er haldið vil ég að nokkru kynna David Lundberg fyrir lesendum. Hann er fæddur 2. júní 1895 í Hallersvíksstrand ( í því sama húsi sem er nú sumarbú- staður þeirra hjóna og faðir hans byggði og bjó meðan hann lifði). Faðir hans var kaupmaður í Hálle víksstrand svo og föður-afi hano. Faðir Davids kom nokkur sumur tíl íslands um síldveiðitímann til þess að kaupa hér síld. Hann lét verka hana (salta) hér og flutti til sins . heimalands. í tveimur slíkum ferð- um var sonurinn David með hon- 1 um og kynntist hann þá landí og j þjóð, sem hann ber hlýjan hug til j síðan. David hefur oft minnst á i þessar íslandsferðir við mig_ og 1 jafnan með gleði og ánægiu Árið 1947 gaf David íslendingurr. mál- I verk, „Tidlig Morgon“ sem myndin ) er af. En hvar það er niðurkomið veit i ég ekki og þótti mér það miður er hann innti mig eftir þvi í sumar, , að geta ekki upplýst liann um það. - Snemma segist David hafi fengið i áhuga á að teikna og mála en verið 1 nokkuð óráðinn að halda áfram. c Hann gekk í verzlunarskóla og l hugðist þá taka við verzlun föður - síns én hvarf frá því. David gerðist blaðamaður um skeið en fann litla fullnægingu í því starfi. Hann tók því til að mála og ferðaðist ti) ann arra landa og nú var ævistarfið hafið fyrir alvöru. David er einnig mjög músíkalskur og hefur hann í tómstundum sínum samið ljóð og lög. Eftir að David Lundberg giftist settist hann að í VSnesborg, bæ skáldsins, Birgirs Sjöberg.. Hállevíkstrand er um 400 manna kauptún á suð-vesturströnd eyjar- innar Orust, sem er þriðja stærsta eyja Svíþjóðar og er góðan spöl fyrir norðan Gautaborg, en er þó i „Bohuslan" en svo heitir héraðið kringum Gautaborg. Snemma dags laugardaginn 7. júlí tók ég lestina frá Gautaborg áleiðis til Hállevík- strand. Járnbraut gengur ekki fram í eyjarnar, en næsta járr,- brautastöð er Stenungssund. J>aðan tók ég áætlunarbílinn til Hálle- víkstrand. Á milli lands og Orust eru fjór ar miklu minni eyjar þær heit-t frá landi talið: Stenungsö, Kállö, Almö og Tjörn sem næst er Orust. Allar eru þessar eyjar líkar livað landslag og gróður snertir, enda er skammt á milli þeirra aðeins stutt ar brýr tengja þær saman. Til Hállevíkstrand kom ég eftir miðjan dag og dvaldi þar fram á sunnudag í góðu yfirlæti hjá þess um heiðurshjónum, sem ég kynnt- ist í Vánersborg fyrir 17 árum, er við hjónin bjuggum þar. Á leið minni um eyjarnar hafði, ég um þriggja stunda viðdvöl í Tjörn og skoðaði mig um. Þar kom ég heim á bóndabæ sem var rétt við þjóðveginn til þess að spyrja ym ferðir áfram til Orust. Orust er hæðótt og nokkuð hrjó- strug á köflum. Þó er þar mikill trjágróður, sem er að reinbast við að hylja gráar klappirnar. Sums- staðar virtist mér jarðvegurinn svo lítilfjörlegur, að þar myndi enginn gróður geta fest rætur, það var eins og tréin yxu upp úr ber- um klöppunum. Enda þótt hér væri ekki um stórvaxlnn skóg að ræða miðað við það, sem annars staðar í Svíþjóð gerist þá var mikil prýði að og ég óskaði að ísland væri sem mest klætt slíkum trjágróðri sem þama var. Á eyjunni eru mörg smærri þorp en Hállevíkstrand er þeirra lang stærst með um 400 íbúa eins og fyrr segir, en um sumarmánuðina er talið að þar búi um 2000 manns. Mörg bændabýli sá ég á leið minni þvert yfir eyjuna. Hállevíkstrand |er nú ekki lengur útgerðarstöð í þeirri merkingu sem áður var, þó ' enn séu þar eitthvað -stundaðar f isk veiðar. Þetta vinalega kauptún i hefur nokkuð skipt um svip frá því ! að vera útgerðarstöð eyjarskeggja I í það að verða meir og meir skemmti- og sxunardvalarstaður þreyttra borgarbúa. Stöðugur fólksstraumur er milli eyja og lands um þennan tíma árs og þá sérstaklega um helgar. Tjöld eru sett upp einkum við bað- og skemmtistaði. Víkur og vogar mora af bílum af mismunandi tagi árabátum, mótor- og seglbátum sem þeytast fram og aftur. Auk þess eru stærri skemmtiferðabátar sem hafa fastar ferðir — að minnsta kosti um helgar — frá Hállevíkstrand til ýmissa staða. Einn slíkur staður sem virtist vera eftirsóttur er lítil eyja suð-vestur frá Hállevíkstrand er „Kárringön" heitir. Tilsýndar að sjá er hún eins og keila. Þennan tíma, sem ég dvaldi á Tjörn og Orust var hið fegursta veður sól og hitinn sennilega um 20°. Þegar ég kvaddi þessar fögru ! eyjar lofaði ég sjálfum mér því, að ! koma þangað aftur, ef ég á leið aftur um Bohúslán. >■■>* ■ ■■■■ Friðjón Jnlíusson. Námsstyrkir í andaríkjum í Bandaríkjunum eru starfandi samtök, sem nefnast The Cleveland International Program for Youth Leaders and Social Workers, og hafa þau aðalsetur sitt í borg- inni Cleveland í Ohioríki. Starfa þau að æskulýðs- og barnavernd- armálum og þó einkum að því að styrkja þá, sem starfa að slík- um málum í öðrum löndum, til náms og þjálfunar í Bandaríkj- unum. Hafa samtök þessi haft >xána samvinnu við bandaríska utanríkisráðuneytið og önnur yfirvöld um starfsemi sína. iixi SSa! ■ ■■■■ ■ ■■■I ::::: inii ::::: »■■•■ ■■■■■ Samtök þau, sem hér um ræðir, jijij voru stofnuð árið 1956 og var jiiii starfsemi þeirra upphaflega bund- |||;[ in við borgina Cleveland, en síðan Hlj; hafa samtökin fært út kvíarnar jjjjj og reka nú starfsemi sína í fimm jjjjj stórborgum Bandaríkjanna, þar á jjjjj meðal Cleveland, Chicago og ijjjj Houston. Á þessu tímabili hafa sjjjj samtals 503 einstaklingar, sem jjjjj starfa að æskulýðs- og barna- jjjjj verndarmálum, frá 35 þjóðlönd- jjjjj í Evrópu, Asíu, Afríku og Suð- jjjjj ur-Ameríku, heimsótt Bandarlk- jjjjj Framh. á 14. síðu jijif LAUGAVEG 12 (Gengið inn frá Bergstaðastræti). Karlmenn og kvenfólk vantar okkur strax til starfa í frystihúsi voru. Hraðfrystihúsið Frost h.f. Hafnarfirði. Sími 50 165. ARðNVIÐUR í pokum til sölu. Skogræktarfélag Reykjavíkur Fossvogsbletti 1. Aðalfundur verður haldinn í félaginu ANGLIA fimmtu- daginn 18. þ. m. í Glaumbæ uppi kl. 8,30 e. h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál. Frestur til a5 kæra til yfirskattanefndar Reykjavíkur Út af úrskurðum skattstjórans í Reykjavík og niðurjöfn- unarnefndar Reykjavíkur á skatt- og útsvarskærum, kærum út af iðgjöldum atvinnurekenda, tryggingariðgjöldum og iðgjöldum til atvinnuleysistryggingarsjóðs rennur út þann 29. okt. n.k. Kærur skulu komnar í bréfakassa Skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24. þann 29. n.k. Yfirskattanefnd Reykjavíkur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. október 1962 <}

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.