Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 16
 FJÖLMENNASTA ÞENGI SUJ LOKIÐ Sigurður Guð- mundsson var kjör- inn formaður 19 ÞINGI SUJ lauk í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði s.l. sunnu- dag’skvöld. Fráfarandi íormaður sambandsins, Björgvin Guðmunds- son, baðst undan endurkjöri sem formaður og var Sigurður Gu-'- mundsson kjörinn formaður í bacs stað. Aðrir í stjórn v.oru kjörnir: Hörður Zophoniasson, Hafnarfirði, varaformaður, Ásgeir Jóhannesson, Reykjavík, ritari, meðstjórnendur Unnur Stefánsdóttir, Árnesssýslu, Eyjólfur Sigurðsson, Reykjavík, Hrafnkell Ásgeirsson, Hafnarfirði, Karl Steinar Guðnason, Ilefiavík, Öriygur Geirsson, Reykjavík og Þórir Sæmundsson, Sandgerði. í varastjórn voru kjömir: Jóhann Þorgeirsson, Reykjavík, Sigþór Jó- hannesson, Hafnarfirði, Guðjón Finnbogason, Akranesi og Gunn- laugur Gíslason, Reykjavik, Fulltrúar SUJ í miðstjorn Al- ^þýðuflokksins voru kjörnir. Sig- urður Guðmundsson, Fjjörgvin Guðmundsson, Hörður Zophonias- son, Eyjólfur Sigurðsson og óskar Halldórsson. Þinginu lauk með hófi. í því flutti varaformaður flokksins, Guð- mundur í. Guðmundsson utanrik- DREGIÐ í A-FLOKKI DREGIÐ var í Happdrættisláni ríkissjóðs, A-flokki, í gærkvöldi. Hæsti vinningurinn, 75.000 krónur kom á nr. 51.760. 40 þúsund kr. komu á nr. 93.868. Og 10 þúsund krónur komu á nr. 42.797, 95.418, 119.225. isráðherra kveðjur formanns flokksins, Emils Jónssonar, .Tón Axel Pétursson, bankast]óri rifj- aði upp sitthvað frá dögum verka- lýðshreyfingarinnar og Stefán Júl- íusson las kafla úr skáldsögu sinni „Kaupangur". Þingið sóttu 65 fulltrúar frá 9 félögum en 13 félög eru nú í SUJ. Mun þetta þing háfa verið fjöl- sóttasta þing, er SUJ hefur haldið, en félögin senda 1 fulltrúa fyrir hverja 25 meðlimi. Þingið var vel heppnað og glæsilegt og einkennd- ist af einingu og sóknarhug innan unghréyfingarinnar. Hinn nýkjörni formaður SUJ,- Sigurður Guðmundsson sleit þing- inu. Þakkaði hann Björgvini Guð- mundssyni fyrir störf hans í þágu ' unghreyfingarinnar á undanförn- um árum, en Björgvin hafði setið i stjórn SUJ í 10 ár og þár af vérið sl. 6 ár formaður. AMVHWMWMMUMMtWMmW Litlu munaði Frá leik Fram ogr Keflvík- inga í bikarkeppninni. Mark- verði Fram, hefur mistekizl að góma boltann og hann rennur framhjá markinu, en litlu munaði. Lesið um Ieiki bikarkeppninnar í íþrótta- opnu í dag, síðu 10—11, þar er einnig skýrt frá öðrum- markverðum íþróttaviðburð- um helgarinnar, erlendum sem innlendum. I magakveisu BREZKI togarinn Notts Forest frá Grimsby, koni inn til ísafjarðar í gærdag. Hafði öll áhöfnin, að einum manni undanteknum, veikzt af hast arlegum niðurgangi og maga verkjum. Læknir frá ísafirði fór um borð, þegar togarinn kom. Komst hann að raun um að hér var ekki um neilt alvarlegt að ræða, því allir voru mennirnir hitalausir og engir þeirra höfðu uppköst. Togarinn mun stoppa a? minnsta kosti einn sólarliring á Isafirði, meðan áhöfnin er að ná sér eftir kveisuna. MHHUUUUHUHHUUtHUl Sjómælingar íslendinga og Bandaríkjamanna: Gerð ný og betri kort af Faxaflóa NÚ ER lokið sjómælingum þeim, sem islenzkir og bandarískir-'Sjó- mælingamenn hafa unnið að und- anfarnar vikur í Faxaflóa. Stór svæði á grunnmiðum liafa verið mæld, og miklar og nákvæmar upp lýsingar fengizt um dýpi, sker og boöa. Verða niðurstöðurnar síðan færðar inn á sjókort, sem líklega verður tilbúið næsta vor, og Ieysir þá af hólmi kort með mælingum, sem gerðar voru um síðustu alda- mót og eru orðnar ófullnægjandi. Það var á síðast liðnu vori, að sjávarútvegsmálaráðuneytinu barst beiðni frá varnarliðinu um að fá að gcra sjómælingar í Faxaflóa. Leyfið var veitt með því skilyrði ! að íslenzkir sjómælingamenn ! fengju að fylgjast með mælingun- j um og einnig að þeir fengju að nota til sinna þarfa allar þær upp- lýsingar, sem kynnu að fást. Tvö bandarísk sjómælingaskip áttu að annast mælingarnar, og á- ætlað var að byrja þegar í vor. Framkvæmdir drógust þó á lang- inn, og aðeins annað skipið, Re- quisite, kom. Skipherranna á því, Mc Kee stjórnaði mælingunum nf hálfu Bandaríkjamanna, en Gunn- ar Bergsteinsson annaðist mæling- ar, sem fóru fram um borð í varð- skipinu Þór. Með honum voru Arni Valdimarsson og Róbert Jens son. Sérstakar stöðvar voru settar upp á Malarrifi, Arnarstapa á Mýr- um og á Hraunsnesi fyrir sunnan Hafnarfjörð. Stöðvar þessar sendu út sérstök radíómerki, sem staðar- ákvarðanir voru gerðar eftir. Með notkun þeirra verða staðarákvarð ariirnar mjög nákvæmar, og mun- ar ekki meira en 10 metrum. Varðskipið Þór var notað við Frh. á 5. síðu. ★ BERLÍN 15. okt.: Tólf Austur- Þjóðverjum tókst í morgun að flýja til Vestur-Berlínar, herma fréttir frá Vestur-Berlín. tMmHHHHUMMmmmwi Alþýðuf lokkskonur: Fyrsti fundur- inn á haustinu KVENFÉLAG Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík, heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti n. k. miðviku- dagskvöld klukkan 8:30 i Iðnó uppi. Fundarefni: Ýms áríðandi félagsmál varðandi vetrarstarfið, þar á ineð'al rætt um námskeið og bazar. Á fundinum mætir Vestur- íslenzk kona, frú Laufey Ol- son, og segir frá líknar- og menningarstörfum innan kirkjunnar vestan hafs, en frú Laufey starfar þar að þeim málum. Erindi hennar fylgja litskuggamyndir. Alþýðuflokkskonur eru beðnar að mæta vel og stund víslega. iHtMMHHHHHHHHVHHm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.