Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 1
ÞÚSUND KRÓNA GJÖF AI/ÞÍÐUBLAÖINU hafa á tveimur dögum borizt að gjöf til hungruðn barnanua 14—15 þúsund krónur. Þar af barst því irá einum manni alls TÍU ÞÚSUND KRÓN- UE. Sá, sem sendi þá geysilegu gjöf, er Otto A. Michelsen, for- st.ióri, og er gjöf hans stórkostlegt fordæmi öðruin mönnum. Um leið og Alþýðnblaðið þakkar fyrir gjafirnar, vill það taka fram, að allar upphæðir, hvort sem þær eru stórar eða sniáar, eru jafn ve! þegnar. Safnazt þegar saman kemur. LEIK - en einn fórsf i Bjarnarvík 43.. árg. - Miffvikudagur 17. október 1962 - 228. tbl. VÉLBÁTURINN Helgi Hjálmars- son GK 278 fórst í fýrrakvöld í Bjarnavík, sem er um 4 km. yest- ur af Þorlákshöfn, og framhald af Þorlákshafnarberginu. Þrír menn voru á bátnum, og fórst einn ÞESSI mynd er tekin í gærkvöldi á heimili Hlöð- vers að Urðarstíg 10 í Hafn- arfirði. Báðir skipsbrotsmenn irnir voru eftir sig, en leið vel eftir atvikum. Eins og segir í fréttinni um slysið, hlaut Unnsteinn tnikimi skurð á höfuð, og báðir vorn þeir mikið marðir eftir að hafa lamizt upp við bergið. Hlöðver situr hægra megin. þeirra, Valgeir Geirsson, 26 ára | á eftir reið ólag yfir þá, og valt þá steinninn, sem Unnsteinn bélt í, á fætur honum og festist hann ger- samlega. Hlöðver hélt þó takinu á Unnsteini, sem eftir nokkra stund tókst að losa sig með því að fara úr stígvélum og fylgdu sokkarnir með. gamall. Hinir komust á land við illan leik, og urðu að ganga til Þorlákshafnar, en þangað komu þeir á miðnætti illa til reika og töluvert meiddir. Það var um klukkan 12 á hádegi í fyrradag, að vélin í Helga bilaði, og var báturinn þá 8 mílur út af Bjarnarvik, skammt austur af Sel- vogsvita. Skipstjórinn, Hlöðver Helgason lét þá kasta út akkeri, en bátinn rak hægt að landi. Skio- verjarnir reyndu nú að gera við vélina, en það tókst ekki. Þá sendu þeir út neyðarköll, en þau munu ekki hafa heyrzt. Enginn bátur var þarna nálægt og rétt um klukkan 5.30 urðu þeir að yfirgefa Helga, og fóru þá allir þrir um borð í gúmmí-björgunarbát. Auk fyrr- nefndra var á bátnum Unnsteinn Jónsson, matsveinn. Veður var ekki slæmt, en á þess- um slóðum er alltaf mikið brim, og var báturinn að veltast í brimgarð- inum í Wz tíma. í einu ólaginu, sem reið yfir hann, köstuðust þeir út, Hlöðver og Valgeir. Sá síðar- nefndi var með bjargbelti, en Hlöðver ekki. Hlöðver og Unn- steinn sáu Valgeir, er hann kast- aðist út úr bátnum, en síðan ekki meir. Hlöðver barst þegar upp að jbjarginu, og kastaðist upp að því 12svar eða 3svar. Að lokum tókst honum að ná taki á bjargsyllu, og skreiddist við illan leik upp á brúnina. Það e^ af Unnsteini að segja, að hann varð eftir á bátn- um, sem rak upp að berginu og lamdist við það aftur og aftur. Kom þá gat á bátinn, og varð Unn- steinn þá að skríða út úr honum. Útsogið tók hann þrisvar áður en honum tókst að ná taki á stór- um steini sem var í bjarginu. Þá náði Hlöðver taki á honum, en rétt Maðurinn, scm fórst, Valgeir Geirsson Þeir félagar fóru nú að skyggn- ast um eftir Valgeiri, en sáu hana hvergi. Þeír gáfust upp á Ieitinni, þegar fór að dimma. Lögðu þeir þá af stað gangandi, og f undu síma línuna, sem liggur á milli Selvogs og Þorlákshafnar og fylgdu henni. Þeir urðu að ganga 4 km. leið yfir hraun og klungur, og geta menn rétt ímyndað sér hvernig Framh. á 11. sttfu SÍMVIÐTAL VIÐ JÓHANNES GUNN- ARSSON, BISKUP í RÓM-SJÁ BAK „SUM BÖRN eru matarlaus allan daginn. Önnur ganga 5 mflur til þess að fá matarögn. Þetta er alltof algengt böl. Nærri helmingur barnanna deyr, áö'ur en skólaaldri lýkur..." Þetta eru nokkrar línur úr auglýsingu í stórblaSinu „Ðbserver" fyrir hálfum mánuSi, þar sem verið var aff skora á fólk að bregSa skjótt við til hjálpar- í þeirri auglýsingu eru dregnar fram í dagsljósiS at- hyglisverðar staðreyndir: AÐEINS 250 krónur nægja fyrir einni máltíð á dag handa fjórum börnum í heifen mánuð. Máltíð handa 4 börnum í mánub Þctía munar þau öllu, en þig engn. x Okkur, sem eigum heima þar í heiminum, þar sem tækni og lífsmöguleikar eru beztir, hættir til að halda, að okkar líf sé líf mannkynsins. En minnumst þess að 600 milljónir barna í heiminum svelta- Það munar þau ÖLLU en þig ENGU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.