Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 3
Rússar bíða eftir kosningum í USA Washington og Moskva, 16. okt. (NTB —Reuter) KENNEDY forseti mun hitta Gro- myko, utanríkisráðherra Rússa að máli n. k. fimmtudag, að Því cr blaðafulltrúi forsetans, Pierre Sa- linger, skýrði frá í dag. Talið er, að aðalumræðuefnið verði Ber- línarmálið. Samtímis þessu ræddi Krústjov forsætisráðherra við Roy Kohler, liinn nýja sendiherra Bandaríkj- anna í Moskvu, í fyrsta sinn í dag. Þcir ræddust við í þrjár stundir. Tiikynningin um hinn fyrirhug- aða fund kemur þegar almennt er búizt við af opinberri hálfu í Bandaríkjunum að Rússar búi sig undir nýjar aðgerðir í Berlínar- deilunni strax að þingkosningun- um í USA 6. nóv. afstöðnum. Þó er þetta ekki almenn skoðun á Vestnrlöndum, Bretar eru þessu t. d. ósammála. Því er haldið fram, að Sovétríkin hafi annaðhvort frestað að taka endanlega ákvörð- un um næsta skref í Berlínardeil- unni eða ákveðið að halda dyrun- um opnum fyrir nýjar samninga- viðræður. Tilboð sovézku stjórnarinnar þykir nú benda til þess, að Sovét- ríkin hafi ákveðið að lialda áfram diplómatískum samningaviðræð- um í því skyni að ná friðsamlegri lausn á B*rlinarmálinu. Grómykó, sem nú er í New York sem formaður rússnesku sendi- nefndarinnar hjá SÞ, ræddi Berlín armálið við Kennedy forseta í Hvita húsinu 1. október í fyrra. Utanríkisráðherra V.-Þjóðverja ræddi við embættismenn banda- ríska utanríkisráðuneytisins í dag um Berlínarmálið, í gær ræddi hann við Rusk utanríkisráðherra Afköst samyrkju búanna eru minni RÓM, 16. október, (NIB- Reuter). Þriðjungur landbúnaðarfram- leiðslu Sovétríkjanna kemur Irá litlum jarðeignum, sem eru í einkaeign og gefa tiltölulega meiri afköst en rílds og samyrk.ju- bú. Matvæla og landbúnaðarstofn- un SÞ (FAO), skýrði frá.þessu í dag. í skýrslu FAO segir, að verka- menn á ríkis og saniyrkjubúum verji nálega ijórðungi tima síns, til þess að vinna á litium jörðum, sem eru í einkaeign. Skýrslá FAO byggist á upplysingum írá' Sov.' t- ríkjunum. Ættingjar smábændanna hjálpa til og skv. nýlegu manntali er hér um 10 millj. manna að ræða. Hér mun ekki vera um samkomulag milli hinnar miklu oinstaklings- hyggju bændanna og Kennisetn- inga kommúnista. Þetta er í sam- ræmi við núverandi ste.nu Sövét- ríkjanna í efnahagsmaium. Einkajarðirnar framleiða ekki mikið af korni, segir í skýrslunni, aðallega kjöt, mjólk, egg og græn- meti. Frá þeim koma 46% græn- metis og 31% ávaxta. FAO telur meginorsök þessara háu talna vera þá m. a., að bænd- urnir séu iðnari, þegar þeir virni fyrir sig sjálfa. ANDREl GROMYKO 25 aura skattur af sígarettupakka Fékk 230 jb ús.króna sekt DÓMUR hefur nú fallið í Rláli skipstjórans á brezka togaranum Dragoon, sem tekinn var í land- helgi út af Arnarfiéði um helgina. Bæjarfógetinn á ísafirði dæmdi skipstjórann í 230 þúsund króna sekt, og afli og veív"rfæri voru gerð upptæk. Til vp " var skip- stjórinn dæmdur í 8 mánaða varð- hald. 1 Skipstjóri togarans -taldi ste alls ekki hafa verið fyrir innán landhelgi að veiðum, en viður- kenndi hinsvegar að hafa veriff með óbúlkuð veiðarfæri. Á FUNDI í Norræna krabbameins- félagasambandinu (Nordisk Can- cerunion) sem haldinn var í Hol- singfors 30. sept. —2. okt. sl. þar sem formenn og ritarar krabba- meinsfélags Norðurlanda voru samankoinnir til að ræða sameig- inleg áhugamál, skýrði fulltrúi ís- lands frá því, að Krabbameinsfélag íslands hefði á þessu ári farjð þess á leit við heilbrigðisyfirvöldin, að lagður verði 25 aura skattur á hvern sígarettupakka og rynni þeir peningar til Krabbameinsfélags ís- lands til að standa straum af kostn aði við baráttuna gegn krabba- meini. Einkum var gert ráð fyrir mikl- um kostnaði við að koma fræðslu um heilsutjón af reykingum inn í skólana, sérstaklega barnaskólana, áður en börnin byrja að reykja. Þessi tillaga hefur fengið góðar undirtektir hjá heilbrigðisyfirvöld- unum hér og hefur landlæknir þeg ar mælt með henni til heilbrigðis- málaráðuneytisins. Formönnum hinna norrænu krabbameinsfélaga þótti þessi til- laga svo merkileg og svo sann- gjörn, þar sem sýnt hefur verið fram á, að reykingar eru höfuð- orsök lungnakrabbameins, sem fer vaxandi á öllum Norðurlöndunum, að þeir samþykktu að útbúa sams- konar tillögu, hver í sínu landi, til að leggja fyrir rikisstjórnir sínar. Var ákveðið að ritarar allra nor- rænu • krabbameinsfélaganna skyldu koma saman í Stokkhólmi í næsta mánuði til þess að ræða þetta mál og undirbúa samræmdar tillögur hver í sínu landi um slík- an eignarskatt. og loks ræddi hann við Macnam- arra landvarnaráðherra í dag. Á morgun mun hann ræða við Ken- nedy. Næsta stig viðræðna vesturveld- anna um Berlínarmálið verður hinn 7. nóvember, er Adenauer kanzlari ræðir við Kennedy for- seta í Hvíta húsinu. Vilja Danir ab- eins aukaaðild? Kaupmannahöfn, 16. okt. (NTB-RB) FYRIRHU GUÐ aðild Dana að Efnahagsbandalagi Evrópu var mikilvægasta umræðuefnið í um- ræðum danska þingsins í dag. Mál- iff var ekki sízt tímabært vegna þess, að orörómur hefur verið uppi um það að undanförnu, að Danir muni láta aukaaðild að EBE nægja. Enda þótt margir haldi þessu fram hefur orðrómnum verið neit- að. Poul Möller þingmaður skor- aði á Krag forsætisráðherra að gera grein fyrir raunverulegri af- stöðu landsins vegna þessa orð- róms. TÓNLEIKAR ANN SCHEIN BANDARÍSKI píanóleikarinn, Ann Scliein, sem íslendingum er að góðu kunn, hélt tónleika í gær- kvöldi í Austurbæjarbíói á veg- um Tónlistarfélagsins. Ungfrúin en enn þroskaðri listamaður nú en þegar hún kom hingað' um árið. Leikur hennar í Fantasíu Schu- berts og sónötu Bartoks var stór- kostlegur, fór saman geysileg tækni og furðu mikill kraftur. Leikur hennar i sónötu Beethov- ens hreif ekki eins mikið, en var þó betri en margt annað, sem hér hefur þótt gott til þessa. Verk Schopens lék ungfrúin af kvenlegum næmleik og feikivel. Það var sannarlega ánægjulegt að heyra í þessum frábæra píanóleik- ara aftur, og er enginn efi á að hún verður alltaf aufúsugestur hér. G. G. Bretar á móti banni vi5 ■ Kúbusiglingum London, 16. október (NTB—Reuter) SF.RSTÖK nefnd, sem samtök skipaeigenda í Bretlandi hefur skipað, hélt því fram í dag, aff sett yrði fordæmi fyrir sameig- inlegar refsiaðgerðir ef Banda- ríkjamenn framkvæmdu tillögur sínar um bann varðandi vöruflutn- inga til Kúbu. Bandaríkjamenn hafa lagt til, aff ef skip reynisb flytja vopn til Kúbu verði ölluni skipum, er sigla undir sama fána, bannað að leita til hafna í Banda- ríkjunum. Nefndín leggur á það áherzlu, aff 1 með þessu yrði sett alvarlegt for- dæmi er hafa mundi mikla erfið- leika í för með sér fyrir alþjóða- siglingar. JÓDÍS Björgvinsdóttir, konan, sem varð fyrir leigu- bifreiðínni í Bankastræti að- faranótt 23. september s. 1. er enn meðvitundarlaus. Hef- ur hún því legið í dái í rúmar þrjár vikur. Líðan . hennar mun að öðru leyti óbreytt. Stokkhólmur, 16. okt. (NTB) ÚRSLIT kosninganna í haust og álirif þeirra á samstarf borgara- flokkanna settu svip sinn á ræður þær, er flokksleiðtogarnir héldu á fundum með þingflokkum sínuni, er þingið kom saman í dag. BæSi foringi hægri manha, Gunnar Heckscher og foringi ÞjóS- arflokksins, Bertil Ohlin, sögðu, að borgaraflokkarnir yrðu að forð- ast óþarfa deilur, en annars voru þeir varkárir í ummælum sinum um samvinnu borgaraHokkanna í framtíðinni. MOSKVA, 16, október (NTB- Reuter). KRÚSTJOV, forsætisráffherra, sagði í ræðu í hádegisverðarboði til heiðurs Kekkonen Finnlandsfor og Rússa um leigu á Saima-skurði seta í dag, aff meff samningi finna væri áhcrzla lögð á grundvallar- atriði friðsamlegrar sambúðar. Kekkonen, forseti dvelzt um þessar muudir í orlofi sínu í Sov- étríkjunum. VOPNAHLÉ KATANGA ElisabethviIIe, 16. okt. , (NTB —Reuter). FULLTRÚAR SÞ, kongósku mið- stjórnarinnar og Katanga undir- rituðu í dag samning um vopna-1 hlé í Katanga, er bindur enda á vopnaviðskipti í N.-Katanga og kveður á um, að allir liðsflutning- ar í N.-Katanga hætti þegar í stað. Hersveitirnar eiga að halda kyrru fyrir þar sem þær eru nú, þar til herlögregla Katangamanna hefur verið sameinuð kongóska þjóðarhernum. Allir vegatálmar í N.-Katanga verða fjarlægðir, og báðir aðilar verða að senda fanga sína lieim, segir í samningnum. , SÞ á að hafa eftirlit með vistum og lijúkrunargögnum. Sett verður á fót eftirlitslið, sem tryggja á það, að samningurinn sé í heiðri hafður. í liði þessu verða fulltrúar SÞ, Katanga og kongósku mið- stjórnarinnar. Samningurinn gekk í gildi ufn leið og hann var undirritaður í Elisabethville kl. 12 á hádegi eftir staðartíma í dag. Samninginn und- irrituðu Eliud Mathu, ftr. SÞ, Jo- seph Yav, ftr. Katanga og Josep'h Ngalula, fulltrúi kongósku mið- stjórnarinnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. október 1S62 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.