Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 5
tMMMMMMUMMtMMMVmVMtMMMMMUMVMMMMMMMMMtHMMMMMMHMMiMMVMV Féru norður heiðar um síðustu helgi FÁIR vilja leggja á fjöllin sér Jónassonar. Þeir lögðu upp meira að segja verið betra að til gamans, þegar vetur karlinn er að leggjast að, og allra veðra er von á óbyggðum. Fimm menn úr Reykjavík fóru þó norður fjöll um daginn að gamni sínu, og tók ferðin ekki nema þrjá daga, norður í Húnavatnssýslu og aftur til Reykjavíkur. Ferðakapparnir voru: Tryggvi Haraldsson, starfsmaður á póst- húsinu, Birgir Jakobsson, starfs maður á pósthúsinu og Guðjón Einarsson, húsvörður í pósíhús- inu; Sigurður Sigurðsson, vöru- bílstjóri í Reykjavík og Krist- inn Sigurðsson, prentsmið.iu- stjóri Alþýðublaðsins. Ferðafélagarnir óku á Wea- pon-bifreið, eign Guðmundar laust fyrir klukkan tvö á föstu degi og fóru þann dag beinustu leið til Hveravalla. Þar var að- koman heldur köld, því að hita- leiðslan í sæluhúsið þar er bil- uö. Árla næsta morgun lögðu þeir enn upp og komu niður af heiðum hjá Eiðstöðum í Blöndu dal í Austur-Húnavatnssýslu, en Eiðsstaðir eru fremsti bær- inn í þeim dal. Á laugardags- kvöldið komu þeir að Gilá í Yatnsdal og gistu þar. Daginn eftir óku þeir til Reykjavíkur og komust á leiðarenda um kvöldið. Ferðakapparnir létu vel af ferð sinni. Sögðu þeir, að færð- in hefði verið prýðileg, og hefði aka heiðarvegi, en vegi í ná- grenni höfuðborgarinnar. Enn hefur lítið fennt á fjöllum, að sögn ferðamanna, og rjúpur varla nokkurs staðar. Á leið- inni í Húnaþingi óku þeir kring um Vatnsnes, en margur góður Húnvetningur hefur ætlað sér lengri tíma að aka umhverfis það nes, og ekki látið af því verða. Þeir sögðust hafa séð Hindisvík, en ekki sr. Sigurð. Ferðalangarnir sögðust ekki hafa ráðið það við sig, hvert ferð skyldi heitið, fyrr en kom- ið var upp á heiðar. Þeir óku aðeins bílnum út í grábláma haustsins. — Og ferðin gekk svona ljómandi vel. Léleg murtuveiði i Þingvdllðvatni ÁLAVEIDIN BRASI ALVEG IAR ÁLAVEIÐIN í sumar hefur reynzt mun minni, en vonir stóðu til, og ástæða hefur verið til að ætla samanborið við árangur veið- anna i fyrrasumar. Þetta kom fram i samtali, sem hlaðið áttl í gær við Gylfa Guðmundsson, forstöðu- mann tilraunareykhúss SÍS í Hafnarfirði. Gylfi sagði, að veiðar.iar hefðu náð hámarki í september, en nú væri farið að draga úr þeim aftur. í sumar hafa samt veriö' i notkun mikið fleiri veiðitæki, heldur en í fyrra. Gylfi kvaðst teija, að margar á- stæður lægju til þessa aflabrests, annars væri reynslan frá veiðun- um í sumar alls ekki það örugg.að á lienni mætti byggja í framtið- inni. Sem fyrstu ástæðr.na fyrir þessu aflaleysi nefndi Cylfi, að verið gæti, að hér væri um að ræða stofnbreytingar hjá álnum. Mun minna hefði veiðzí af ál i GULL- BRÚÐKAUP ARNÓR GUÐNI KRISTINSSON og SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Bar- ónstíg 14, eiga 50 ára hjúskaparaf- mæli í dag. Það eru ekki margir nú á dög- um, sem geta séð yfir farinn veg, 50 ár eru nú ekki langur tími en þó er það nú svona þessi hjón hafa verið öðrum til fyrirmyndar í líf- inu. Ég, sem þessar línur rita, er of náin til að fara út í það. Ég vona að guð varðveiti og hjálpi þeim á ókomnum árum. Þau treysta bæði guði, hann sleppir ekki hendi sinni af þeim. Ég vona að ævikvöldið verði bjart og fagurt. X helztu veiðilöndunum í Evrópu í sumar, en eðlilegt væri talið. Einnig mætti nefna það, að veðr- áttan í sumar hefði verið köld. Að lokum væri það, að flestir bænd- anna, sem veiðarnar hafa stundað, eru nú við þær í fyrsta skipti, að fáeinum mönnum undanteknum. Enn væri það, að íslenzka bændur vantaði mjög vinnukraft og aðal- veiðitíminn bæri upp á einna mesta annatímann hjá þeim. þ. e. a. s., þegar göngur, réttir og slát- urtíð standa sem hæst. Því hefðu fæstir þeirra tíma til að sinna veiðunum sem skyldi. Gylfi sagði, að talið væri, að áll- inn lægi í dvala á vetrum, og græfi sig þá niður í gljúpan jarð- veg og hreyfði sig ekki þaðan fyrr en aftur tæki að hlýna að vori. Hann kvað þó að veiðunum mundi enn haldið áfram um hríð. meðal annars til að sjá hversu lengi fram eftir mætti stunda veiðar hár á landi. Læknar og lögfræðingar keppa VETRARSTARF Stúdentafélags Reykjavíkur er nú að hefjast. Fé- lagið gengst fyrir kvöldvöku Glaumbæ á föstudaginn n. k. Á kvöldvökunni mun Kristinn Hallsson syngja negraiög. Séra Sveinn Víkingur rifjar upp gaml- ar minningar frá náms- og starfs- árunum. Að lokum verður nýstárleg keppni milli lögfr. og lækna, en lög fræðingar verða spurðir út úr lækn isfræði og læknar út úr lögfræði. Þessum þætti stjórnar Friðfinnur Ólafsson, forstjóri, en Dr. Björn Sigfússon, háskólabókavörður, verður prófdómari. Fulltrúar lækna í keppni þess- ari eru Björn L. Jónsson, Ólafur Tryggvason ‘ og Úlfar Þórðar- son, en lögfræðingarnir eru PáJl Líndal, Sigurður Baldursson og Sveinn Snorrason. Ekki er að efa, að keppni verður mjög tvísýn og mikil vísindi borin á borð fyrir viðstadda. Síðar í þessum mánuði gengst félagið svo fyrir almennum um- ræðufundi, sem verður nánar sagt frá, er þar að kemur. Murtuveiðinni er nú að ljúka í Þingvallavatni. Mun minna hefur1 veiðzt í ár en í fyrra. N Dkkrir af | þeim bændum, sem veiðarnar1 stunda, eru þegar hættir, og búizt er við, að hinir hætti um helgi. Þingvallavatnsrnurtan er soðin nið ur til útflutnings í niðursuðuverk- smiðjunni Ora í Kópavogi. Blaðið átti í gær stutt samtal við Tryggva Jónsson, forstjóre niðursuðuverksmiðjunnar > 'ra. Tryggvi sagði, að fram til þessa hefðu þeim borizt um 30 tonn af murtu, en það, sem bærist daglega færi alltaf sí minnkandi og nokkr- ir bændanna væru nú hættir voið- um. 13. október í fyrra, sagði Tryggvi, að hefðu verið komnar til þeirra um 50 smálestir, cg ekk ert lát hefði þá verið á veiðinni. Það er því óhætt að fuliyrða, að murtuveiðin í ár hafi brugðizt að verulegu leyti, því hún er nú heim ingi minni en veiðin á sama tíma í fyrra. Áraskipti eru að murtu- veiðinni í Þingvallavatni, og er veiðin oft mjög misjöfn frá ári til árs. Tryggvi skýrði blaðinu svo frá, að í ár, hefði verið hægt að selja 70—80 tonn af murtu, ef nægjan- legt magn hefði veiðzt. Murtan er einkum flutt lit til þriggja landa, Bandaríkjanna, Frakklands og Vestur-Þýz.kalands. „ÓREGLA" í fyrradag var lagt inn til blaðsins, fyrsta tölublað tímarits- ins „Óregla", sem samkvæmt yfir- lýsingu innan á kápu, á að fjalla um bókmenntir og menningarrnál. Útgefandi, ábyrgðarmaður og rit- stjóri, er Steinar Sigurjónss’.u. Ritið er 32 síður og myndskrcytt. Talstöðvar í bíla lögreglu og slökkvi- liðs í Hafnarfirði NYTT LANDKYNN- INGARRIT FRÁ F. FLUGFÉLAG íslands gaf út á þessu ári glæsilegan auglýsinga- bækling, sem félagið lét dreifa í flugvélar sínar og á skrifstofur erlendis. Það er nýtt fyrirtæki i Kaupmannahöfn, Anders Nyborg Foriag, sem sá um útgáfuna, en bæklingurinn var 100 síður með myndum og frásögnum frá íslaudi Hefti þetta vakti mikla athygli, og er það mál manna, að þetta sé einhver glæsilegasti auglýsinga- bæklingur, sem gefinn hefur ver- ið út um ísland. Félagið hefur gert samning við fyrrnefnt útgáfu- fyrirtæki, um að það gefi út einn slíkan bækling á hverju ari í fimm ár. í ár var upplagið 10 þúsund, en verður líklega 20 þúsund á næsta ári, og mun F. í. dreifa 13 þúsund eintökum, en aðrir aðilar 7 þús- undum. Næsta hefti verður 140 Framhald á 11. síðu UM ÞESSAR mundir er verið að búa, slökkviliðsbílinn, sjúkra- bílinn, lögreglubílinn og bíl Raf- veitunnar í Hafnarfirði talstöðv- um. Skapar þetta óneitanlega mik- ið öryggi fyrir íbúa Hal'uartjarðar, auk þæginda fyrir viðkomandi starfsmenn. Gísli Jónsson, rafveitustjóri í Ilafnarfirði, sem jafnfrainc gegnir starfi slökkviliðsstjóra, skýrði jblaðinu svo frá í gær, að hér væri lum að ræða tvo sjálfstæða 60 Iwatta senda. Tæki hefðu komið í sjö bíla og væri þegar búið að ^setja þau í fimm bila, en tveim 'væri enn ekki ráðstafað. Auk þess hefði komið lítið tæki, sem ætlun- in væri, að nota, þegar ganga þarf með háspennulínunni milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar á vetrum, þegar bilanir verða. Talstöðvar hafa nú verið settar í lögreglubíl inn, slökkviliðsbílinn og tvo bila rafveituiinar. ■ Eftir er aðeins að setja línu inn á skrifstoíu rafveit- unnar. Annar af sendunum, er eingöngu fyrir lögregluna, getur hún einnig hlustað á þeirri bylgju, sem notuð er fyrir bílana. En bílarnir geta hinsvegar ekki hlustað á tal milli lögreg’ustöðvar og lögreglubils. Sjúkrabillinn í Hafnarfirði cr rekinn af rafveitunni, og er sá háttur hafður á, að sjúkrabílssim- inn er á nóttunni stilltur heim til þess, sem er á vakt. HaU hann hinsvegar verið lcallaður út, vegna rafmagnsbilunar, þarf nú ckki annað en að hringja á slökkvistöð- ina, og hún kemur boðunum áleið- is. Þessar nýju talstöðvar eru banda rískar, af gerðinni Motoroia. Gísli sagði að lokum að þessar talstöðvar hefðu mikið öryggi í för með sér fyrir íbúa Halnarfjarð ar á mikilvægum sviðum • Njörður P. og ég AÐ GEFNU tilefni Njarðar P. Njarðvík í Vísi í gær, vii ég upplýsa, að ef það vakir fyrir honum að efna til rit- deilu, þá er hann heldur bet- ur úti að aka. Ég hef þá reglu að taka ekki þált í rit- deilum, og þó Njörður væri að springa, þá mundi ég ekki fara í ritdeiluleík við Iiann. Það er nefnilega mál blaða- manna, að af öllum þeim plágum, sem plaga. þá, séu ritdeilur í langhundastil hvimleiðastar. Þær eru sjaldnast upplýsandí, alloft mannskemmandi, æði oft byggðar á vafasömum full- yrðingum og (síðast en ekki sízt) furðu oft sprottnar af ástríðuþörf annars eða beggja dciluaðila tii að komast fram í sviðsljósið — tróna. Gísli Ástþórsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. október 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.