Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 8
BYGGJA UNGA DAMAN hérna á mynd- inni til hægri heitir Jóhanna Val- berg og sú, sem er á myndinni hérna fyrir neðan, heitir Herborg Stefánsdóttir, báðar svona 25 ára gamlar. Þær ern að smíða sér hús í Kópavogi. Og það liggur vel á þeim eins og sést á svipnum. Mennirnir þeirra þurfa auðvit- að að stunda sína vinnu, og hafa því stopular stundir, til að vinna við húsbygginguna. En þær eru duglegar að smíða og vinna sjálf- ar við upþsláttinn, og berja sjald- an á puttana á sér. Þegar ljósmyndari Alþýðublaðs- ins hcimsótti þær á sunnudaginn, voru mennirnir þeirra að hjálpa þeim. En þó að þeir geti ekki ver- ið viff, þá halda þær áfram, og meffan Ijósmyndarinn staidraði við, heyrði hann þær hrópa, fjög- urra tommu borff, og annað þess háttar, sem smiffir einir geta sagt, án þess, að þaff sé hlegiff að þeim. MEÐAN evrópsk og amerísk flugfélög tapa sífellt, þá græðir sovéska flugfélagið Aeroflot meira en nokkru sinni fyrr, er haft eft- ir talsmanni félagsins. Háttsettur fulltrúi brezka flug- félagsins BEA sagði í tilefni þess- ara ummæla Rússans: Þeirra skilgreining á gróða er allt önnur en við eigum að venjast. Ef þeir bara fá nóg fyrir benzíni og laun- um starfsmannanna byrja þeir að tala um gróða. Og það er kann- ski eðlilegt, þegar flugvélamar eru gjöf frá ríkinu og flugvell- irnir og lendingarleyfin kosta ekki neitt, bætti hann við. Hvað rétt er í þessum málum veit varla nokkur hérna megin við járntjaldið. Sovéska flugfélag- ið Aeroflot er án efa stærsta flug félag í heimi og það er líka það leyndardómsfyllsta. ENGIN FLUGSLYS. Það er enginn vafi á því, að Aeroflot flytur fleiri farþega en nokkurt annað flugfélag í heimi, en samt hefur verið ómögulegt að fá að vita hve mörgum flugvélum það ræður yfir, hve marga flug- menn það hefur í þjónustu sinni og hvað flugslys eru tíð. Opinber- lega verða aldrei slys í hinum kommúnistísku löndum — og þar af léiðandi hrapar aldrei flugvél. Það er kannski dálítið broslegt, én í kommúnistískum fræðiritum er ekki gert ráð fyrir að . flugvélar kommúnista geti hrapað. Hinn hútíma Rússi. er þó ekki alveg svona blindur, hann viðurkennir, að flugvélar sínar geti líka hraþ- að, en þær bara geri það ekki. var blaðamannafundur í Mosicva fyrir skömmu, þar sem mættir voru tveir af helztu ráðsmönnum félagsins, Ribelkin og Sjulkov. — Þeir skýrðu fúslega frá því, að félagið hefði flutt 30 milljónir Rússa í innanlandsflugi, en þögðú eins og steinar, þegar þeir voru spurðir um tölu farþega í utan- landsflugi. Þegar spurningin um fjölda slysa var borin fram, var eins og þeir hefði orðið. snögg- lega illt og létu nægja að segja, að það væri einstakt að. fljúga með Aeroflot. Er vestrænir blaða- menn spurðu þá um fjölda ílug- manna, var svarið stutt og lag- gott: „Nóg til að anna þöríinni." LEYNDAR-STIMPILL. Aeroflot er hulið mikilli leynd likt og um hernaðarleyndarmál væri að ræða stundum. Það kom greinilega í ljós, þegar haldinn r ENGAR UPPLÝSINGAR. Átta ekki-komma flugfélög fljúga nú í föstum áætlunarferð- um til og frá Moskvu, en enn þann dag í dag hefur engum starfs- Milljónarinn okraði - á va ALFRED JOHN GAUL, sem er fimmtugur og brezkur millj- ónamæringur, hefur veriff dæmdur fyrir aff stuffla að vændi. Eignir hans eru metnar á um 400 milljónir ísl. króna. Gaul var dæmdur í rösklega þriggja milljóna króna sekt fyr- ir aff leigja vændiskonum íbúff- ir sínar í Soho, skemmtihverfi Lundúna. Hann tók okurleigw fyrir íbúðirnar. FRAM er komiff á alþingi frum-, varp til laga um öryggisráðstafan-j ir gegn jónandi geislum frá geisla virkum efnum effa geislatækjum.1 Samkvæmt frv. má engi'nn fram- leiða, flytja til landsins effa láta af hendi geislavirk efni, nema meff sérstöku leyfi. í greinargerð með frumvarpinu segir svo: Frumvarpið er samið að frum- kvæði Kjarnfræðanefndar ís- lands og hefur hlotið rækilegan undirbúning sérfræðinga og með- mæli landlæknis. Um langt skeið hafa röntgen- tæki verið notuð á sviði læknis- fræði hér á landi til myndatöku og lækninga, en þó tiltölulega ó- víða. Með aukinni notkun rönt- gentækja, lækna, tannlækna og á öðrum sviðum, svo sem í málm- iðnaði og verzlunum eykst hættan á misnotkun þeirra. Geislavirk efni eru nú notuð í læknisfræði, landbúnaði, iðnaði og við almennar rannsóknir og gegna þar mikilvægu hlutverki, en að sama skapi vex hættan, sem stafar af geislum þeirra, ef ranglega er með farið. Lagafrumvarpið f jallar cingöngu um öryggisráðstafanir, sem nauð- synlegt er, að viðhafðar séu í ná- 8 17. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.