Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 13
BANDS ISLANDS um menn 3. þing Sjómannasambands lands var haldið í Reykjavík dag- ana 13 og 14 okt. sl. Á þingiö voru kjörnir 28 fulltrúar frá 7 aðildar- félögum sambandsins, og sátu þeir flestir þingið. Þingforseti var kjörinn Sigfús Bjarnason, Reykjavík og Hannes Guðmundsson, Hafnarfirði til vara. Formaður sambandsins, Jón Sig- urðsson flutti skýrslu um það helzta sem unnið hafði verið að sí 2 ár og las reikninga sambands- ins, er voru samþykktir. Um skýrslu formanns urðu litlar umræður en flestir voru sammála um að sambandið hefði vaxandi hlutverki að gegna, þar sem meira færðist í það horf að kjarasamning- ar sjómanna væru gerðir sameigin- lega fyrir landið allt. Á fundi á laugardaginn voru nefndir kjörnar og störfuðu þær á laugardagskvöld og fyrir hádegi á sunnudag. Á sunnudag kl. 14.00 byrjaði fundur og voru þá nefndaráiit tek- in fyrir og rædd. Margar ályktanir og tillögur voru samþykktar. Fjármálin voru rædd og var sam þykkt að hækka skattinn til sam- bandsins úr kr. 10.00 á mann í kr. 15.00 Smávegis lagabreytingar vofu gerðar og sú helzta var að fjölga um tvo í stjórn og voru því kosn- ir 7 menn í stjórn í stað 5áður. Varamenn voru 3 en eru nú 5. í lok þingsins var kosin stjórn, varastjórn og endurskoðendur til tveggja ára. Formaður var einróma enduiv kosinn, Jón Sigurðsson Reykjavík. Aðrir í stjórn voru einróma kjörnir samkv. tillögu kjörnefndar Ragnar Magnússon, Grindavík Sigríkur Sigríksson, Akranesi, Magnús Guðmundsson frá Mat- sveinafél. S.S.Í. Hilmar Jónsson Reykjavík, Sigurður Pétursson, HafnarfirÖi, Geir Þórarinsson, Keflavík. Varamenn: Jóhann S. Jóhanns- son, Akranesi, Ólafur Sigurðsson, Keflavík, Vilmar Guðmundsson, Kefiavík, Ólafur Óiafsson, Hafnar- firði, Pétur Ólafsson, Reykjavík. í Sjómannasambandinu eru nú 7 félög með samtals rúmlega 2400 félagsmenn. Þessar samþykktir voru gerðar: 1. Frá kjaranefnd. 1. 3. þing Sjómannasamband ís- lands lialdið 13. og 14. okt. 1962 mótmælir harðlega að gerðardóms- Iög skyldu sett til lausnar sild- veiðideilunni á sl. vori, og telur að vel hefði mátt leysa þá deiiu á lieppilegri hátt, t.d. með því að ákveða sömu kjör og áður giltu. sérstaklega þegir litið er til þess, að á stórumhluta síldveiðiflotans voru óbreytt kjör samkv. giidandi eldri samningum. Þingið lýtir ánægju sinni með þá samstöðu, er tekizt hefur með félögunum í yfirstandandi sild- veiðideilu og heitir á öll þau fé- lög, sem ótvírætt hafa lausa sild veiðisamninga að standa íast sam- an um samningsgerðina, svo og um samræmdar aðgerðir ef nauð- synlegt þykir, til þess að viðun- andi samningar fáist um síldveiði kjörin. 2. Varðandi hina almennu báta- kjarasamninga, telur þingið, að enda þótt skammur tími sé til upp sagnar að þessu sinni, verði ekki hjá því komist að segja þeim samn ingum upp, ef kauptrygging og önnur kaupákvæði 1 samningunum fást ekki hækkuð í hlutfalli við þá kauphækkun sem orðið hefur siðan samningamlr voru geröir. Þingið felur væntanlegri stjórn sambandsins, að ræða við samtök útvegsmanna um þe^sar lagfæring- ar og fáist ekki jákvæð svör, heitir þingið á aðiidarfélög sambandsins að segja samningunum upp. 3. Þingið telur nauðsynlegt að samið sé um alla þætti bátakjara á sama tíma og felur væntanlegri stjórn sambandsins að vinna að því á næsta ári, að fá sem bezta ;samstöðu allra þeirra félaga, sem samningsaðild eiga, um sameigin- lega baráttu um samræmd bætt kjör bátasjómanna, og leita sam- vinnu við væntanlega stjóm Al- þýðusambandsins og stjórn Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands í því efni. 2. Um kaup og kjör farmanna. 3. þing S.S.t. telur nauðsynlegt að endurskoðun fari fram á upp- byggingu og formi samninga um kaup og kjör farmanna, þannig, að hækkað sé mánaðarkaup og tíma- kaup fyrir aukavinnu og sé mánað arkaupið miðað við 8 stunda vinnu dag í vaktavinnu. Þingið heitir á stjórn Sjó- mannafél. Rvíkur að vinna áfram að þessari endurskoðun og sýna farmönnum fram á, að í gegnum | breytt form samninga á þennan jhátt, ætti að vera hægt að fá bætt kjör þeim til handa. 3. Um flutnlng síldar í bræðslu 3. þing Sjómannasambandsins telur, að fenginni reynslu frá ny- afstöðnum sumarsíldveiðum, að nauðsynlegt sé, að ákveðnar reglur fcéu settar variiandi flutning á bræðslusild til verksmiðja, á þann hátt, að smærri skipin sitji fyrir um losun í flutningaskipin, enda séu þá stærri veiðiskipin sem flytja síldina sjálf um langan veg, verðlaunuð með hærra verði fyrir síldina, sem næmi að minnsta kosti hálfum flutningskostnaði. 4. Um vigtun síldar. 3. þing Sjómannasambands ís- lands ítrekar samþykktir fyrri þinga um, að öll síld sé seld eftir vigt en ekki máli Þingið telur þetta mál það mikið hagsmunamál fyrir sjómenn og einnig þá síidarútvegs menn sem eingöngu eru síldarselj endur, að nauðsynlegt sé að strang ar reglur verði settar um þetta sem fyrst, og felur væntanlegri stjórn sambandsins, að vinna að því, í samvinnu við sildarútvegsmenn ef þurft þykir, að löggjöf verði sett um þetta efni. 5. Lifeyrissjóður. 3. þing Sjómannasambands ís- lands fagnar því, að farmenn hafa nú fengið því fram komið, að fá lögbundlnn lifeyrissjóð ásamt tog aramönnum. Þingið telur nauðsyn- legt, að nú þegar verði unnið að athugunum á því, hvort ekki sé vilji til fyrir því hjá bátamönnum. að fá lífeyrissjóðsréttindi á borð við þá sjómenn, sem nú þegar hafa þau réttindi. Felur þingið væntan legri stjórn sambandsins, .að vinna að þessari .athugun strax, svo hægt yrðl að flytja frumvarp á alþingi því er nú situr, ef vilji bátasjó- ! manna reynist jákvæður til lífeyris | sjóðsréttinda. 6. Um útvegun á kosti til skipa, og nauðsyn á bættu hrein- læti í sambandi við með- ferð matvæla. 3. þing Sjómannasambands ís- lands bendir á, að loknum sumar- síldveiðum nú, að háværar kvart anir eru uppi um lélega þjónustu á þeim stöðum norðan- og austan lands er taka síld til vinnslu og verkunar, vegna lélegrar þjónustu verzlana og annarra þeirra aðiia er selja matvæli og aðrar nauðþurft ir til síldveiðiskipa. Víða um land er kvartað um lélega þjónustu í þessu efni. Þá er og kvartað um erfiðleika á öflun matvæla nema þá með stórum aukakostnaði fyrir skipverja alla, er yfirleitt kosta fæði sitt sjálfir. Um leið og þingið krefst þess að úr verði bætt á þessu svlði, vítir Framhald á 14. siðu. Á NÆSTUNNI mun hefjast út- gáfa nýs tímarits um þjóðleg fræði og menningarmál. Tímaritið heitir Goðasteinn og eru útgef- endur þess Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri héraðsskólans að Skog- um og Þórður Tómásson, kennari og safnvörður þar. Rit þetta er prentað í Prent- smiðju Suðurlands, Selfossi, og verður stærð hvers heftis 50—60 síður í Skírnisbroti. Efni ritsins verður margvíslegt, greinar um sagnfræði og bók menntir, þjóðsögur, ferðasögur, frásagnir af atvinnuháttum og lifi fólks fyrr á tímum, ljóð og svo verður sagt frá merkum mönnum og atburðum. Verð hvers heftis er áætlað 30 ki-ónur í byrjun, og mun í ár eitt hefti koma út, — en í framtíðinni er ráðgert að tvö hefti komi út ár- iega. FRÓÐARI OG BETRI MENN Hundrað ára afmæli barna- kennslu í Reykjavík var haldið hátíðlegt í Þjóðleikhúsinu sl. sunnudag. Þar flntti Gylfi Þ. Gíslason eftirfarandi ávarp: Á þessum hátíðisdegi í sögu reykvískra skóia skulu fyrstu orð mín mæit í minningu allra þeirra skólamsnna, sem á lið- inni öld helguðu æsku höfuð- staðarins starf sitt, en eru nú gengnir, — með þökk fyrir vel unnin verk, bvi að visi unnu þeir verk sitt af prýði. í æðum margra þeirra brann eldur göf- ugra hugsjóna, þeir trúðu á landlð, treystu æskunni, litu björtum augum til framtíðar- innar. Þess vegna varð mikill árangur af störfum þeirra. Sú bylting, sem orðið helur hér í Reykjavík og á íslandi á liðinni öld á öllum sviðum eínahags- og menningariífs, hefti aldrei getað gerzt, ef þjóðin í heild hefði ekki verið vel mennt og margfróð, en það hefði hún al- drei getað orðið án góðra skóla. Þess vegna eiga þeir. sem ruddu brautina á fyrstn öld skólastarfsins, skilið þakklæti okkar allra. En mig langar einnig tii þess að beina þakkarorðum til alira þeirra skólamanna, stjórnenda, kennarra og annarra sem nú starfa*í reykvískum skólum eða í þágu þeirra. Sjálfur er ég einn þeirra mörgu, sem hér hafa fengið fræðslu. Ég minnist allra þeirra, sem mér kenndu og leið- beindu, með hlýjum hng og virð ingu. Það voru góðir skólar í orðsins fyllstu merkingu, sem ég gekk í hér í Reykjavík. Á hátíðisdegi sem þessurn má þó ekki láta við það sitja að Gylfi Þ. Gíslason. þakka þeim, sem vcl liafa gert ogv-vel gera. Fortíðin skiptir ekki mestu máli, heidur framtíð in. Það, sem mest er um vert, er, að skóli komandi aldar verði betri en hinnar, sem nú er liðin, — að starfið, sem verður unnið, verði héilladrýgra en hitt, sem var unnið. Á þessum merkis- degi langar mig því til þess að bera fram þá afniælisósk til reykvískra skóla, að þeir verði í sívaxandi mæli ekki aðeins fræðslustofnanir, heldur sönn menntasetur, að frá fyrsta bekk barnaskóians til lokastigv. hin? æðsta skóla sé það leiðarljós#, að nemandinn verði ekki aðeins fróðari, heidur einnig betri en hann var. að skólatnir vinni aldrei að hætti verksmiðju að því að framleiða höpmenni, sem hafa próf, heldúr helgi starf sitt etastzjklingnum. persónu- legum þroska hans og hamingju Skólar sem starfa í þessum anda vinna að mínu vili það verk, sem er einna mikilvægast af öllu, sem gert er í nútínia þjóð- félagi: Að stuðla að þvi að mað urtan noti aukna þekkingu sína og aukið vald sitt yfir náttúr- unni sjálfum sér tíl aukins þroska og hamingju. Á ég þá ósk heitasta til handa revkvísk um skólum á þessum afmælis- degi, að þeim megi á ókomnum árum takast að stuðla að þvf, að ísland eignist sem flesta menntaða, dygga og goða syni, — að sem flestir íslendingar verði heilir og sannir menn. MM%WMM»MMMMM»MMWWMWMMWMMM»WMMMWMMMMMMMM»MMMMMMM%M»MM ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. október 1962 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.