Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 2
Ritstjðrar: Gísli J Ástþórrson (áb) og Benedlkt Gröndal.—AðstoSarrltstjóri Björg\in Guömuudsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Aiþýðuhúsið. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 05 09 á mánuði. I lausasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. r A Framkoma UU LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna stöðv ar nú haustsíldveiðar, og eru mikilsverðir mark- aðir í hættu, að því er sérfróðir menn um þá hluti hafa skýrt frá. MiUjónaverðmæti tapast með hverri viku, sem líður án þess að flötinn komizt á veið- ar. Allt er þetta þáttur í skipulegri sókn útgerðar- samtakanna til að knýja niður kaup sjómanna og auka hlut sinn í afrakstri bátanna. Hefur þessi ,sókn verið með þe:'m hætti, að öll þjóðin hefur undrazt. í stað þess að hefja þegar viðræður við sjómanna samtökin, er hin nýju veiðitæki og stærri skip komu til skjalanna, létu samtök útgerðarmanna- allt reka á reiðanum. Þegar svo síldarvertíð var framundan á síðastliðnu vori, var gripið til harðvítugrar gagn- sóknar og allt búið undir að sækja með illu, það sem ekki fengist með góðu. Voru útgerðarmenn látnir skrifa undir víxla fyrir stórupphæðum til að tryggja, að þeir blýddu boði og banni LÍÚ. Er sú starfsaðferð í rauninni óþolandi í frjálsu þjóðfélagi og smjattar af fjárkúgun. Þar að auki eru slíkar starfsaðferðir játning á veikleika. Stjórn LÍÚ hlýt- ur að hafa vantreyst því, að allir útgerðarmenn stæðu með henni í þessari herferð, úr því að beita þurfti víxlaaðferðinni. Er það raunar trúlegt, þvi margir útgerðarmenn eru ábyrgir, velviljaðir og dugandi menn, sem alþýðu manna finnst ótrúlegt, að standi að þeim aðförum, sem hafa átt sér stað í sumar. Hér á landi hafa einstakar stéttir og hópar manna haft mikið vaid til að knýja fram vilja sinn, og hef- ur oft verið teflt á tæpasta vað með hagsmuni heild arinnar. Enda þótt útgerðarmenn ynnu fyrstu lotu í suraar með úrskurði gerðardómsins gegn mót- mælum Alþýðuflokksmanna, skyldu þeir varast að halda áfram í sama anda. Hjálpib börnunum ALÞÝÐUBLAÐIÐ vakti máls á hungri barna i vanþróuðum og ógæfusömum löndum. Þetta var gért á einhverjum mestu velmegunartímum, sem Islendingar hafa lifað — í trausti þess að þeir niundu vilja rétta hjálparhönd. Þetta traust hefur ekki brugðizt. Fjöldi manns hefur sent blaðinu fjárframlög til barnanna, sum- ir| stórar upphæðir, aðrir smáar. Hér skiptir öllu, <að framlögin verði sem flest, því hverjar 250 krón ur tryggja 4 bömum máltíð í mánuð. Okkur ber siðferðisleg skylda til að miðla öðrum al þeim auði, sem hefur fallið okkur í skaut. Hví ekki að senda sveltandi börnum mat? HANNES Á HORNINU ★ Farþegar í hrakningum. ★ Akranes og Akraborg. ★ Umbætur auðveldar. ★ Presturinn og þing- menn. SKAGAMAÐur SKRIFAR: „Nú þeffar haustar að, og veður fara að versna finnst mér tímabært, að biðja þig- að minnast þess, enn á ný, að þjónustan við ferðafólk, sem ferðast með milliferðaskipinu okkar Akurnesinga „Akraborg“, er ’angt frá því að vera viðunandi, þegar vond eru veður. Venjulegast leggst skipið við hafnargarðinn svo framarlega sem mögulegt er. Það er því eini kostur þeirra sem ætla að ferðast með skipinu, a» ganga hafnargaröinn á cnda. nokk ur hundruð metra. í SUÐVESTANVEÐRUM. liggur hafnargarðurinn undir sjávargangi misjafnlega mikið eftir veðri. Þeg ar fólk er á gangi, gengur oft sjór yfir fólkið. Föt þess blotna oft mjög mikið. Þannig situr fólkið í sínum blautu fötum í rúman klukkutíma í skipinu, en flestum tekst að fela ástand sitt, með því að komast í leigubíl þangað, sem hver og einn getur fengið inni til að þurrka og hreinsa föt sín. Oít ei sjógangur yfir hafnargarðinn ckki hættulaus þeim sem um lianu fi'.ra, þó slys hafi þar ekki iiont i sambandi við afgreiðslu Akraborg UM ÞETTA VÆRI síður að sak- ast, ef ekki væri annars kostur, en Akurnesingar eiga bátabr.vggiu inn an við hafnargarðinn. Það má heita að útsjór sé ófæ'- ef elcki er fært fyrir Akraborg að liggja utan við bátabryggjuna og í skjóli við hafnargarðinn. Bátabryggjan er því tiltölulega aðgengiiegt at- hafnasvæði, þó mjög illt sé við hafnargarðinn. og óhrakið kemst fójk eftir þeirri bryggju að og frá skipinu. „ÞAÐ ER MARGT sem þörf er á að laga, þar er margt sem illa fer á Skaga“, en þetta ætti að vera hægt að laga, ef vilji er fyrir hendi, og það ém þess að fargjöld byrftu að hækka, eða að vaida ó- þægindum fyrir viðkomandi lipur menni, sem varla liafa ánægju af því, hð sjá fólk koma um borð rennandi blautt eða fá á sig áföll á óþarflega langri leið að skipi og írá. AÐ ENDINGU: Það er óskiljan- legt, að ekki sé hægt að afgreiða Akraborg, venjulega, ofar með hafnargarðinum.til að stytia far- þegum leið, eða að taka upp fast- an afgreiðslustað fyrir Akraborg við bátabryggjuna og bann t bíl- um, öðrum en þeim sem atgreiðsi an notar, að aka um þá bryggju meðan á afgreiðslu skipsins stend- ur“. DRAGGUR SKRIFAR: ,. í ræðu við setningu Alþingis fyrir nokkr- um dögum, sagði presturinn, scra Emil Björnsson, m.a. við alþingis mennina. „Á hugsjónum yðar, rétt lætiskennd yðar og mannkærleika, á samvizkusemi yðar og trúnaði veltur lífshamingja og afkoma þjóð arinnar að miklum hluta.“ — Spurningin er; Skiljum við þetta? ÁHORFANDI SKRIFAR: „Bankastjóri á förum, að vísu ekki einn af átján frá okkur — heldur norskur, sem hér var frá þvf I miðjum ágúst ásamt konu sinni — Þessi frétt og mynd með birtist 1 blöðunum nýlega. Ekki veitir víst af að kynna sér bankamálin frek ar en annað, og náttúrlega er það Norðmaður — þeir gerðu lika | fimm ára áætiun, sem bráðum jkemur. En það, sem vakti athygli mína var, að ferð norska banka- ; stjórans var kostuð af Sameinuðu þjóðunum. Ekki er nú reisnin mik il hjá afkomendum Snorra' í ALVÖRU TALAÐ eigum við sjálf að kosta alla þessa sérfræð- inga og áætlunarstjóra, sem við erum að panta í tíma og ótíma, eða erum við komnir á sama stig og þeir verstu að þurfa að vera á framfæri alþjóðastofnana? — líka um þettal! Pétur L. Marteinsson MINNINGARORÐ „Það dundu ekki lúðrar né lands- hornagnýr. En liðinn var dagur, sem kyrr var og hlýr“. í dag er lagður til hinztu hvíld- ar í Fossvogskirkjugarði, Pétur Lúðvík Marteinsson, verkamaður. Hann var fæddur 1. eða 3. des- ember, 1873 að Gestshúsum á Pétur S. Marteinsson. Alftanesi, sonur hjónanna Mar- teins Marteinssonar, formanns á Álftanesi og konu hans Sigríðar Pétursdóttur beykis, sem var danskrar ættar. Hún var fædd í Garðahreppi. Ungur að árum fluttist Pétur að Heiði á Álftanesi og ólst þar upp. Föður sinn missti hann áður en hann komst á þroskaaldur og hafði oft orð á því þegar hann var að lýsa baráttu æskuáranna, að fráfall hans, hefði verið sér mikill skaði, því að liann hefði verið heppinn formaður og ágætur fiski maður og mundi hann hafa getað lært af honum sjómennsku. Pétur ólst upp við alla algenga l vinnu til sjós og la'nds og var hvarvetna vel liðtækur. Pétur var jlengi starfsmaður hjá Olíufélagi ísiands og endaði þar starfsferil sinn. Pétur var greindur og góð- gjarn maður og öfgalaus í sko'ðuu- um, en fylgdi því óhvikandi, sem honum þótti réttast og bezt. Aldamótaárið 1900, fluttist hann til Reykjavíkur og þar kynntist hann konu sinni, frú Kristínu Sigmundsdóttur frá Kambi í Flóa, af Fjallsætt, hinni mestu ágætiskonu, sem lifir mann sinn og er nú næstum hálftiræð, en er þó vel ern og hefir fótavist. Þeim varð þriggja barna auðið, einn dreng misstu þau í æsku, en tveir drengir "komust íil þroska- aldurs. Marteinn, sem lengi var bifreið- arstjóri hjá Kol & Salt og er nú starfsmaður hjá Eimskip. Hefir hann með mikilli prýði annazt for- eldra sína í ellinni og verið þeim í hvívetna góður sonur. Hinn sonurinn, sem unp komsfc var Ásgeir. Hann var afburða "dugnaðar og hreystimenni. Hann lagði fyrir sig sjómennsku og var nýlega útskrifaður úr Stýrimanna- skólanum, er hann lézt, en hann fórst á Skúla fógcta, er hann strandaði í Staðarhverfi í Grinda- vík 1933. Með Pétri L. Marteinssyni, er fallinn í valinn sá maður, sem fékk óspart að reyna baráttu og erfið- l'eika síðari hluta 19. aldar. En hon- um hlotnaðist einnig að taka þátt í endurreisninni og framförunum á því timabili, sem liðið er af yfir- standandi öld og vinna að því að gera garðinn frægan. Hann átti fagrar hugsjónir í mannréttinda- og mannúðarmál- um og studdi þær hvar sem hann mátti því við koma með hrein* skilni og trúmennsku við góðan málstað, eins og allt annað, sem liann tók að sér að framkvæma. Blessuð sé minning hans. Erlingur Pálsson. Hekía fer vestur um land í hringferð 23. þ. m. Vörumóttaka á föstudag og laugardag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur og Raufarhafnar. Farseðlar seldir á mánudag. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar 23. þ. m. Vörumóttaka á föstu- dag til áætlunarhafnar við Húna flóa og Skagafjörð og Ólafsfjörð. Farseðlar seldir á mánudag. 2 '18. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.