Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 3
Schröder og Kennedy ræba Berlínardeiluna Washingtoa, 17. okt. (NTB —Reuter) KENNEDY Bandaríkjaforseti átti í dag viðræður við Schröder utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands í Hvíta Húsinu. Þeir munu einkum hafa rætt síðustu atburði í Berlínardeilunni os: ný áform í sambandi við hana. Schröder sem kom tii Bandaríkj- anna á laugardaginn, hefur átt þýðingarmiklar viðræður um Ber- línardeiluna við marga lielztu ráðamenn Bandaríkjanna m. a. við Dean Rusk utanríkisráðherra og Iandvarnamálaráðherrann Mac Na- mara. Þessi fundur þeirra Schrö- ders og Kennedy fer fram rétt áð- ur en Gromyko kemur til við- ræðna við Kcnnedy. Schröder sagði, að fundinum loknum, að markmiðið með heim- sókn hans hefði verið að undirbúa komu Adenauers en hann mun koma til Bandaríkjanna 7. nóv- ember. Hann vísaði þeirri ásökun Rússa á bug að Vestur-Þjóðvcrjar hefðu í hyggju að beita her sínum til valdbeitingar í Berlín, Hann sagð- ist vera þess fullviss að Vestur- veldin mundu verja frelsi Vestur- Berlínar ef með þyrfti. Síðan Rúss ar drógu sig til baka frá Berlín fyrir fjórum árum síðan, hefði verið ýmist rólegt, eða mikil spenna í Berlínarmálinu. Hann lagði á það áherzlu að Vestur- veldin hvikuðu ekki frá rétti sín- um. Mikil övissa ríkir nú í Berlínar- málinu. Það er Iíklegt að eitthvað muni þó gerast í því innan skamms ef marka má þann áhuga, sem virð ist vera með'al helztu ráðamanna austurs og vesturs um að leysa það. Nægir í því efni að benda á lieimsóknir Schröders og Gromy- kos til Kennedys, heimsókn Gó- mulka til Austur-Berlínar og þann sterka orðróm, sem er á kreiki í Moskvu um að Krústjov vilji selja Berlín fyrir Kúbit SCHRÖDER — ræðir deiluna við Kennedy Berlínar- Hlýjar s s s s s MYNDIN SÝNIR: Hertoga-S Shjónin af Kent koma til flug-S S vallarins Entebbe Airport, Sog Anita litla Iga býður hcr-S Stogafrúna velkomna með fal-S Slegum blómvendi. Hertoginn erS Si fullum skrúða herforingja.S S hann stjcrnar hinni frægu her-} Sdeild Scots Gray. S C t * LONDON: Aðalsamningamað-I ur Breta í fundunum í Briissel,! ráöherrann Heath flýgur til Osló á laugardaginn til að vera við- staddur ráðherrafund EFTA-land- anna (frfverzlunarsvæðisins). Fund urinn mun aðallega fjalla um möguleikana á inngöngu í EBE. ★ NEW York: Vestur-Þýzkaland keypti í dag skuldabréf SÞ fyrir meira cn tvo milljarða króna. Það er stærsta upphæð, sem keypt hefur verið fyrir til þessa. Skulda- bréf þessi voru gefin út til aö reyna áð rétta við fjárhag sam- takanna, sem er mjög slæmur. Ganga öll EFIA ríkin í EBE? Tokio, 17. okt. (NTB—Reuter) UTANRÍKISRÁÐHERRA Noregs Halvard Lange sagði í Tokio í dag, að hann byggist við að öll meðlima ríki fríverzlunarsvæðisins mundu hafa gengið í Efnahagsbandalag Evrópu árið 1964. Þegar viðskipta- tengsl ríkjanna eru orðin svo náin, munu stjórnmálaleg tengsl þeirra líka aukast. Lange sagði, að Noregur mundi ekki hefja samninga við Efnahags- bandalagið fyrr en séð yrði að j Stóra-Bretland gengi einnig í bandalagið. Noregur verður að bíða og taka sínar ákvarðanir í samræmi við samþykkt EFTA-ríkjanna síðan í fyrra. Myndin er af einu fórnar- lambi Berlínardeilunnar, 18 áragamall Austur-Þjóðverji, sem reyndi að flýja en var skotinn á flóttanum. Hann er aðeins einn af mörgum. 60MULKA HEIM- SÆKIR ULBRICHI Leuna, 17. okt. (NTB—Reuter) PÓLSKI kommúnistaleiðtoginn Gómúlka, sagði í dag á fundi í austur-þýzka bænum Leuna, að stórveldin yrðu að tryggja frjálsa umferð milli Austur- og Vestur- Berlínar. Hann sagði að heimurinn yrði að ! viðurkenna stjóm Austur-Þýzka- lands yfir landsvæðum þeim er lægju innan landamæra Austur- Þýzkalands, en þó ætti hún ekki ein að ráða leiðum þeim, er lægju til Vestur-Berlínar. í ræðu, sem Gomulka hélt yfir 25000 verkamönnum í dag sagði hann, að koinmúnistarikin hcfðu sýnt mikla þolinmæði í skiptum sínum við vesturveldin útaf Ber- línar-deilunni. Hann sagði, að i tillögu kommúnista til lausnar Berlínar-deilunnar liefði verið tek- ★ Frakkland hefur enn • hert tollaeftirlitið á landamærum Mo- naco og Frakklands. Toll-eftirlits- stöðvum hefur nú verið komið upp viö flcsta vegi, sem liggja inn í furstadæmið. Þetta hefur í för með sér mifiið óhagræöi fyrir Mo- naco og má búast við stórfelldu at- vinnuleysi þar, ef Frakkar halda uppteknum hætti. ið mikið tillit til skoðana vestur- veldanna. Það má ekki dragast lengur að allir viðurkenni þá staðreynd að til eru tvö þýzk ríki og tvenn landa mæri. Þeir, sem neita að skilja það og draga á langinn að undirrita friðarsamninga við bæði ríkin, stuðla að áframhaldandi vandræða ástandi. Póski kommúnistaleiðtoginu ^ Gomulka. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.