Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Blaðsíða 9
Styrjaldir og- Iiungur er ekki grisjunarstarf náttórunnar, held- ur aumingjaskapur mannanna — fyrst og fremst þeirra, sem ekki svelta. Það þarf að vera tvennt, og hvort tveggja er í gangi, þótt miklu meira þurfi, ef duga skal. Það þarf að hervseða hinar sveltandi þjóðir gegn huugrinu, kenna þeim hagkvæmari vinnu- brögð og gera þær smátt og smátt óháðari duttlungum veðráttu og náttúrufara. Þetta er það að fylla mógröfina, svo að enginn drukkni í henni framar. En það þarf líka að reyna að draga þá upp úr, sem þega'r eru dottnir ofan í. Þess vegna gefa gegnir menn fé, matvæli og sjúkragögn til að hjálpa þeim, sem harðast verða úti. Og það er hægt að gera krafta verk með litlu fé. Víðast í hinum vanþróuðu lönd- um er ódýrt að lifa, lágar upp- hæðir duga því fyrir allmikilli björg. Þess skal getið, scm gert er. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, hefur nú hafið „Baráttu fyrir frelsi frá hungri", eins og þessi herferð er kölluð. Þjóðir, alþjóðasamtök, fé- lög og stofnanir talta þátt í þeirri baráttu. Þetta er fimm ára sókn, sem var hafin 1960 og stendur nú sem hæst. Það þarf ekki bara að vinna bug því hungri, sem nú þegar liei jar á mannkynið. Það þarf líka að koma í veg fyrir hungur í framtíð- inni, og það er mikið verk. þvj. að mannkyninu fjölgar um 100 þús. á hverjum degi.og gert er ráð fyr- ir að það verði orðið 6 milljarðar árið 2000. Það þarf því góðan vilja og margar hendur. Og svo vil ég nefna Molok litlu. Saga hennar er lærdómsrík: Molok var fjögurra mánaða gömul, þegar hún var flutt inn á munaðarleysingjahæli í Teheran í Persíu. Þá leit hún út eins og vinstri myndin í fyrirsögninni sýnir, — holdlaus beinagrind, ásjónan lít- ið annað en stór, spyrjandi augu. Maginn var út þaninn eins og ailt af er, þegar börn líða langvinnan og alvarlegan skort. í tíu mánuði hlaut hún sjálf- sagða og eðlilega meðferð á heim- ilinu, naut eðlilegs þrifnaðar, — eðlilegrar læknishjálpar og fékk nóg að borða. Hægri myndin sýnir breyt- inguna. Hælið, sem Molok litla var á, var stofnað af brezkri konu. Það tók við 132 börnum á 18 máuuð- um og bjargaði 100 börnum frá því að sálast úr hungri og kröm. Molok var meðal hinna lán- sömu. En hversu mörg eru hin, sem líta nú í dag, á þessari stundu, út eins og Molok gerði, þegar hún var 4ra mánaða — en enga hjálp fá? Þeirra saga verður eins og Shömsu litlu, sem við sögðum frá á sunnudaginn. Sagan af Molok sýnir, hvað þú getur gert. Ef þér finnst breytingin á henni vera kraftaverk, þá er það slíkt kraftaverk, sem þú sjálfur getur gert. Legðu fram þinn skerf, og vittu svo hvort sólskinið verður ekki bjartara á eftir. staðar. Þetta er ef til viil alkunn statíreynd, en vatn vantar ekki aðeins til a frjóa, heldur vant ir drykkjarvatn. á drykkjarvatni, aS jiað er ekki hægt aö fá nokkurn dropa nema fáa daga stu nauðsynja. int, þótt unnt sé að fá nóg magn, blandað efnum sem gera það nærfellt [að hves konar óheilnæmi, svo að fólk á sífellt á hættu að veikjast af akar slíkt mikinn h ^nadauða og tíða kvilla I börnum. [löggt hvílík dásemd tært og heilnæmt drykkjarvatn er fólki sem lifir á hin- li stúlkan gæti hugs ré' nokkuð betra en vatnið? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. október 1962 9 v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.