Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 7
TILLÖGUR í UPPHAFI þessara orða, vil ég að gefnu íilefni leiðrétta misskilning, sem síðasta spjall mitt um samræmingu kaup- gjalds á öllu landinu virðist hafa getið af sér. Þar átti ég eðlilega við þann ltaupgreiðslu hátt, sem hér er almennast á hafður, þ. e. tímalaunin. Það er að sjálfsögðu einnig eðlilegt og nauðsynlegt að samraenia allar ákvæðisvinnuverðskrár, sem í gildi eru á landinu, en sjálf launin verða þar vart sam ræmd, að öðru leyti — til þess eru afköstin of misjöfn. Undanfarin 4 ár hafa skipu- lagsmál alþýðusamtakanna ver- ið ofarlega á dagskrá innan þeirra, af mjög eðlilegum á- stæðum, þar sem segja má, að allt daglcgt starf innan sam- takanna líði tjón af þeirri skipulagslausu óreiðu, sem er á samtökunum í dag, miðað við hinar gjörbreyttu ástæður, sem fyrir hendi eru nú og voru þegar núv. skipulag var ákveð- ið laust eftir aldamótin. Við getum verið sammála um að grundvallarmarkmið samtak- anna sé og verði ávallt það saina, að standa vörð um hags muni meðlima sinna og þoka rétti þeirra í áttina að settu marki. Á sama hátt getur okkur vart greint á um að aðferðirnar til þess að gegna þessu hlutverki, hljóta að hafa gjörbreytzt. Ó- þarft er að gera hér nokkra samanburði til skýringar, svo augljás á þessi aðstöðumunur að vera. — Hér hefur t. d. fé- lagafjölgun fengið að þróast áreitnislaust með þeim afleið- ingum að stór fjöldi hinna smærri verkalýðsfélaga er ekk- ert nema nafnið tómt og gegna í fáu eða engu því verkefni, sem verkalýðsfélagi er ætlað. ’ Þess munu og dæmi, að félög haldi ekki aðalfundi nema ann- að hvort ár, þegar kjósa á full- trúa á Alþýðusambandsþing og flest störf liggi niðri þess á milli. Starfsleysi félaganna leiðir svo aftur af sér værukærð og áhugaleysi einstaklinganna, sem eðlilega telja að allt geti gengið í kjarabaráttunni án frckari fyrirhafnar — það get- ur gengið eins og það hefur gengið. Það er eðlilegt og vel skilj- anjegt, að þeim fáu, sem nú standa eftir, af hinu fórnfúsa og starfsglaða forystuliði verka- lýðsfélaganna, sé það ekki sárs- aukalaust „að leggja félög sín niður“ og sameina þau öðrum, til stærri félagsheilda, vegna hinna gjörbreyttu aðstæðna. — Þetta fólk hefur litið á félög sín, sem sitt annað heimili, enda eytt í þess þágu öllum stundum, sem ekki hafa farið í beint brauðstrit, án þess að krefjast annarra launa, en á- nægjunnar af því sem þokast hefur í áttina. Þessi skilningur á tillögum okkar sexmenninganna frá 1958 um „að leggja eigi félög- in í núverandi mynd niður“ hafa vefið einu gagnrökin, sem fundið hafa hljómgrunn í huga þeirra, sem hafa viljað fara varlega og doka við, hvað allar breytingar áhrærir. Tillögur okkar sexmeríúing- anna voru og eru að sjálfsögðu ekkert lokaorð, sém í engu má breyta. Tillögurnar hafa þcgar unnið sinn byrjunarsigur með því að fá það viðurkennt, að breytinga sé þörf í skipulagi og starfi samtakanna, því hefur enginn mér vitanlega treyst sér til þess að mótmæla. Okk- ur kann hins vegar að greina á um hve miklar þessar breyt- ingar eigi að vera og í hve stórum skrefum til lokamarks- ins skuli stigið. Þessi ágrein- ingsatriði verðum við að ræða til þrautar, m. a. ef vera mætti til þess að sverfa af þá odda og þær eggjar, sem helzt særa, þá sem sízt skyldi, — þ. e. þann kjarna fólks sem lengst og mest hefur þar starf af mörkum lagt. Hins vegar þarf enginn að í- mynda sér eða gæla við þær hugmyndir, að slíkur uppskt rð ur sem algjör skipulagsbreyt- ing er á jafn viðamiklum sam- tökum og ASÍ geti orðið algjör- lega sársaukalausar. Það væri að blekkja sjálfan sig viljanði. Að una við lítið breytt mál. 50 ára gamalt skipulag, nálg- ast það, að allir væru ánægðir, þó horfið yrði mcð alla lifnað- arhætti um þá áratugi aftur a bak. Við tölum stundum um að „íhald“ og „afturhald" ríki um of í röðum atvinnursk- enda. Við verðum þó að viður- kenna, að í þessum efnum haf a atvinnurekendur reynzt frjálslyndari en við og ekki hafa þeir hikað við að laga fé-1 lagsstarf sitt að brcyttum stað- háttum. Einmitt í því felst ein stærsta hættan um „íhalds- semi“ okkar og seinagang um nauðsynlegar breytingar á skipulagi og starfi. Beint tjón af þessum seinagangi okkar, er erfitt að meta, „en þar flýtur á meðan ekki sekkur.“ Sem dænri um ríkjandi van- skapnað á skipulagi okkar má enn minna á, að £ Englandi, sem telur milli 80 og 90 millj. manna eru starfandi 1G0 verka- lýðsfélög og sambönd. ísland telur um 180 þús. manns, en þar tcljast nú vera 164 verka- lýðsfélög. Ein mesta nauðsyn verkaiýðs samtakanna nú, er að ræða þessi mál til hlítar og marka afstöðu sína til þeirra. Eggert G. Þorsteinsson. GULL OG GERSEMAR FYRIR skemmstu var opnuð í um gulliðnað Inkanna. Sýning- ýmsu tagi og leirmunir. Mcð- Kaupmannahöfn farandsýning á listiðnaði Inka. Á henni eru rösklega 400 gripir, og gefur hún ekki sizt góða hugmynd in kom til Kaupmannahafnar frá Stokkhólmi, en hafði áður verið í Briissel. Auk gullgrip- anna, er sýndur vefnaður af fylgjandi mynd gefur nokkra hugmynd um listbragð hinna fomu Inka. Og griplrnir eru allir úr hreinu gulli! EINN af fremstu skattstjórum Svía j hann hafi unnið sem svaraði þrerw hefur nú verið kærður fyrir skatt-: vikum fyrir því fé, sem hann fékk svik. Hann er lögfræðingur, og hefur á hendi þau mál á vegum fjármálaráðuneytisins, sem vegna skattsvika koma fyrir hæstarétt landsins. Samhliða þessu starfi sínu hef- ur hann haft á hendi embætti sem lögfræðilegur ráðunautur á veg- um skipamiðlunar í Stokkhólmi. Fyrir þessa aukavinnu sína fékk hann í laun 14 þúsund sænskar krónur á ári, auk ýmissa fríðinda á vegum fyrirtækisins. Þégar skipamiðlunin lét fyrir nokkrum árum byggja tankskip á japönsku verkstæði, sem kostaði 43 milljón- ir, tók hann sem laun fyrir aðstoð í því máli 50 þúsund sænskar krónur Þá var það sem honum datt í hug að losa sig við skatt af þessarri miklu upphæð. Hann fór að því á þann hátt að hann tók út peningana í ársbyfjun Hjá fyrirtækinu, en lagði þá síðan inn aftur seinni hlutn desember mánaðar. Síðan eftir áramót hafði hann sama háttinn á, — og svo koll af kolli. Ákærandi heldur því fram, að skattstjórinn hafi með þessu kom- ið sér undan skatti sem nemur 18 þúsund krónum sænskum. Sá á- kærði segir sig saklausan, en. játar þó að skattaáætlun sín hafi verið einum of djarfleg. Hann segir að l hjá fyrirtækinu: 400 þúsund krón- Kirkjan og Kleppur Framh. af 4. siðu ætti að verða til þess." Svo mörg voru þau orð. Það mætti segja mér a5 ef prest arnir flyttu jókvæðan boð.íkap Jesús Krísts í kirkjum síúum myndu þær ekki vera eins tójnar kirkjugestum eins og raun ber vitni um, og til þess vantar ekki aukið fé á fjárlögum heldur rétta túlkun á boðskap Meistarans. Eftiv því sem ég hef lesið mér til um Jésú og þá trú, sem ég hefi á hon um og andlegum málum, myndi honum ekki detta í hug að i;eisa eina einustu kirkju til viðbótar i Reykjavík, fyrr en hann væri búinn að koma sjúkrahúsmálum Reykja- víkurborgar í betra horf en nú er, þar með stóraukið framlag til geð- s.’úklinga á Kleppi. Ég hefi svo ekki þessar línur fleiri og nafni minn verður að af- saka það við mið að mat okkar á Jesú Kristi fer ekki saman. Gísli Friðbjarnarson Skattstjórinn var skattsvikari ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. ohtóber 196? J ðKUJ8Uð-Ý«JA ■ .'vJ€I uJ-ítto éi | ‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.