Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. £ uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja AíþýðubiaðsinSj Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. C5.0d 6 mánuði. I lauoasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ÁRNI THORSTEÍN TÓNSKÁLD Ekkert fé ónotað ÞAÐ ER MIKIÐ talað um ,,bindingu“ sparif jár, sem líka er kölluð „frysting“. Nota framsóknar- menn það mjög í áróðri, að hundruð milljóna liggi ,.ónotaðar“ í geymsluhólfum Seðlabankans, og starfi það af samdráttarstefnu og illvilja ríkisstjórn arinnar og bankastjóranna, að þetta fé er ekki lán- að út innanlands. Gylfi Þ. Gíslason fletti rækilega ofan af þess- um blekkingum, er hann malaði Eysteinn í einvíg- inu í neðri deild í fyrradag. Þá upplýsti Gylfi, að engir peningar liggja ónotaðir hjá Seðlabankanum, heldur hefur bankinn látið aila sína peninga annað hvort í afurðalán til landbúnaðar og sjávarútvegs, eða í gjaldeyrisinneign þjóðarinnar erlendis. Ef einstaklingur ætlar að leggja fyrir 800 krón- ur til öryggis fyrir f jölskyldu sína, verður hann að taka þá peninga af kaupi sínu eða öðrum tekjum. Hann getur ekki bæði lagt krónumar fyrir og eytt þeim. Eins er með ríkisbúskapinn. Ef íslenzka þjóð in vill eiga 80 milljóna gjaldeyrissjóð, verður hún •að taka hann af tekjum sínum. Það er þetta, sem hinar bundnu inneignir í Seðlabankantun gera. f Gylfi upplýsti, að í stórum dráttum væru ástæð- T iir Seðlabarikans sem hér segir: ■ Bankinn hefur þetta fé: Banklnn notar féð svona: Keðlavelta ......... 600 millj. LSn Iandbúnaðar .. 258 millj. Eigið fé .......... 200 tnillj Lán sjávarútvegs .. 563 millj. Mótvirðisfé....... 350 millj. Gjaldeyrisforði .... 616 millj. Sparifé ............ 500 millj. Samtals 1650 millj. Samtals 1637 millj. Árdegis í dag er gefð frá dóir.- kirkjunnar útför Áma Thorstein- sonar tónskálds, en hann andaðist þriðjudaginn 16. þ.m., eítir stutta legu, á öðrum degi 93. aidursársins Árni Thorsteinsson mun liafa verið með elztu innfæddu borgur- um þessa bæjar, en her átti hann heima allan aldur sina, ;'ð undan ■ tmnum nokkrum námsáium sínum í Kaupmannahöfn. Hann bar hiun háa aldur vel og sást oft á göngu um æskustöðvar sínar í miðhænum allt fram á þetta haust, tiginn í yfir bragði, ljúfur og glaður í viðmóti og furðu frár á fæti og iéttur í spori. Árni Thorsteinsson fæddist 15. október 1870 í gamla landfógeta- húsinu við Austurstræti, en strax eftir ferminguna lá leið hans yfir Lækinn upp í Lærða skólann, en þaðan lauk hann stúdentsprófi vor ið 1890, og átti hann því 72 ára stúdentsafmæli á þessu ári og var elzti stúdent landsins. Faðir hans var Árni Thorsteins-. son sýslumaður Snæfellinga og síðar landfógeti, en hann var bróð ir þjóðskáldsins Steingríms Thor- steinssonar. Faðir þeirra bræðra Árna landfógeta og Steingríms var sem kunnugt er, Bjarni amtmaður Þorsteinsson á Stapa, en móðir þeirra Þórunn Hannesdóttir bisk- ups Finnssonar í Skálholti. Móðir Áma tónskálds var Soffía Krist- jana dóttir Hannesar Johnsens kaupmanns en hann var sonur Steingríms Johnsens biskups i Lauganesi, og voru því báðir langafar Árna biskupar. Aldamótaárið kvæntist Á*ni Helgu Einarsdóttur frá Hraunum í Fljótum og eignuðust þau fjögur börn, þrjár dætur, sem aiiar eru á lífi og einn son, sem lézt uppkom inn. Fyrir fjörum árum missti Árni konu sína og hefut síöati búið í skjóli dætra sinna. Árni Thorsteinsson hefur um langt skeið verið Nestor íslenzkra tónskálda og notið virðingar meðal listbræðra rmna. Hann var einn af stofnendr.m Tónskáldafélags Ts- lands, og síð . t kjörinn heiðursfó- lagi þess. Með lögum sínum hefur hann gefið þjoðiRiii dvrgripl. sem hun mun lengi meta og varðveita. Þeir, sem komnir eru yfir miðjan aidur lærðu í bernsku lögin hans, '.g enn eru þau mjög oft sungin. Fyrstu sönglög Árna Thorsteins scnar birtust á prenti skömmu fyr ii aldamót, ei; fyrsta sönglagasafn hans kom út 19-J7 Þessi lög rötuðu þegar í upphui veginn að hjarta þjoðarinnar og lögðu grundvöllinn að vinsældum tónskáldsins, sem á- vallt fóru vaxandi með hverju nýju sónglagasafni. En þaö er fjarri því að öll lög Ai .it séu almenningi kur.n, því mörg þeirra eru enn í handriti, og hafa aldrei verið birt eða verið sungin. En það eru ekki aðeins lögin, sem öfluðu Árna ví.isælda me3 samtíð hans. Það gerði maðurinn einnig sjálfur í dagfari sínu með ljúfmannlegri og þrúðri framkomu samfara glaðværð. tto:-ilegr' kýmni og gamalli menningarhefð í hátt um og hugsun. Hann var meiður gamalla og merkra ætta, uppalinra í anda fornrar menningarhátta, þeirra er beztir tíðkuðusl meðal embættis- og menntamanna aklar- innar sem leið, og þeirra áhrifa : gætti í fari hans. Það íylgdi honum ávallt Ijúfur blær og jafnframt virðulegt yfirbragð, hvar sem hann fór, hvort heldur innan veggja heimilisins, á mannfundum eða þar sem hann gekk á gotu úti. Að stúdentsprófi loknu sigldi Árni Thorsteinsson til Kaupmanna hafnar, og hugðist leggja stund á lögfræði. Hinn lauk heimspeki- prófi frá Kauprrannahainarhá* skóla, en lagði lögfræðina brátt á hilluna, enda hafði tónlistin þá gagntekið huga hans, og önnur lög urðu honum kærari, en þau sem fjallað er um í lögfræðiritum. Á Hafnarárum sínurn tók hann mikinn þátt í sönglífi stúdenta, og var meðal annars um skelð í Stú- dentasöngfélaginu danska Á þeim árum söng hann til dæmis við há- tíðahöld í tilefni af níutíu ára af- mæli danska tónskáldsins J. P. E. Hartmans, og einnig á sönghátíð í tilefni af fimmtugsafmæli norska tónskáldsins Edvards Gneg, og stjórnaði Grieg sjálfur við það Framhald á 11. síðu Af þessu verður augljóst, að eigi að taka bundna spariféð af bankanum, verður annað hvort að minnka útlán til framleiðslunnar eða eyða gjald- eyrissjóðnum. Gylfi krafði Eystein um svar, hvort Ehann vildi láta gera. Vafðist það fyrir Eysteini, sem von var. Ef Seðlabankinn dregur úr lánum til framleiðsl unnar, kemur það við kjarna efnahagslífsins. Ef hins vegar bankinn eyðir gjaldeyrisforðanum, lend um við -aftur í hinum gömlu gjaldeyrisvandræðum, verðum fljótlega skuldugir erlendis, verðum að taka upp víðtæk innflutningshöft ag horfast í augu við vöruskort. Er það þetta, sem Eysteinn vill? Er það þetta, sem þjóðin vill? Eysteinn Jónsson stóð sjálfur að setningu laga um Seðlabanka, þar sem binding sparif jár var heim iluð. En nú er hann í andstöðu og þekkist ekki fyr- ir sama mann, — berst á móti bindingunni. Fram éókn er að reyna að veifa framan í landsmenn 500 milljónum, sem hún muni lána út, ef hún fær ráð- ið. En þessar 500 milljónir eru ekki lausar. Ef þær úæru teknar og lánaðar út, mundi fylgja gjaldeyr- i^svandræði, erlendar skuldir, innflutningshöft og vandræði. HANNES Á HORNINU ★ Enn um slysa gatnamót- in. ★ Miklubraut og Löngu- hlíð. •k Stöðugur lögregluvörð- ur þar til viti kemur. ★ Malbikun Fischers- sunds er nauðsynleg. VEGFARANDI SKRIFAR: „Út af ffatnamótum Miklubrautar og Löngmhlíðar og hlnum tiðu slysum þar langar mig til að leggja öríá orff í belg. Það sjá aiiir að þarna áttu að vera komin umferðarljós auui uimuu, iuugaiisauu og þau þurfa að koma tafarlaust.má ganga yfir götuna eða ekki, í En ef það þarf að dragast, þá erstað þess að hafa lesmál, sem sjóii augljóst að þarna þarf að' vera t-tóðugur iögregluvörður, frá því að uiuferð hefst kl. sjó að morgni og f-am til eitt, tvö eði þrjú aö yióttunni. Um hábjartan dagmn ættu hvergi aff þurfa sð sjást lög- regluþjónar á gangi í bænum, held ur e ngöngu í samband; við um- f-rt.na: umferðarstjór.-.i, eftirlit á bifhjolum eða í bifreiöum. í millj 'úiaborgum sjást aldrei spígspor- andi tveir lögregluþionar saman eins og oft sést hér, begar bjartur er dagurinn, svo lögr.gian hlýlur að l:sfa mannafla aflögu á gatna mót eins og ég minntist á hér að ofan. GATNAMÓTIN Miklabraut- Langahlíð eru stórgölluð: „Eyjan er svo mjó, að bílar sem staldra þar við og bíða færis, reka endana út í umferðina. Þetta er fráleitt Hvers vegna fáum við svo ekki nýjustu tegund umferðarljósa þar sem sýnt er með mynd af gang- andi manni, hvort fótgangandi daprir sjá síður og útlendingar skilja ekki.“ ÞORSTEINN JÓNSSON skrifar: „Já, þig furðar stórlega að bæjar yfirvöldin skuli hafa ráðist í það að malbika Fischersumj. Þú hlýtur að vita það, að sund þetta er fjöl farnasta leiðin fyrir gangandi fólk í norðurhluta vesturbæjar. Vestur gata er oft illfær vegna bílaum- ferðar og Jangur krókur upp Tún- götu. Mig furðar stórlega að Fisch ersund hefur ckki fyrir löngu (svona 20-30 árum) verið malbki- að, því að það hefur verið til skammar fyrir bæinn og skaða og skapraunar fyrir vegfarpndur. I MARGUR HEFUR FENGIÐ ÞAR óþægilega byltu og óhreina skó og óhrein föt auk skapraunar. Ég þakka yfirvöldunum fyrir þessa sjálfsögðu vegabót. Auðvitað t r ég þér sammála, Hannes, að æskileg- ast væri að losna við timbiirbúsiri gömlu í öllu þessu hverfi milli Vesturgötu og Túngötu. en ég hef enga trú á því að það verði í ná- inni framtíð. Ekki er rétt með farið að engin verzlun sé i Ficiier- sundi nema Ingólfsapótek Þar er verzlunin JToledo, einnig er þar ffakapressa og skóverkstæði svo þetta má heita heilmikið 1 ekki lengri götu.“ 2 20. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.