Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 3
New York, 19. október (NTB—Reuter) FLUGVÉL af Harvard-gerð, scm er í eigu flu'ghers Katanga, hefur gert loftárás á herbaekistöð'var í Norður-Katanga eftir nndirritun vopnahléssamnings miðstjórnar Kongó og Katangastjórnar fyrir nokkrum dögum. Þetta var haft eftir heimildum í aðalbækislöðv-1 um SÞ í dag. Samkvæmt þessitrn heimildum hefur æðsti fulltrúi SÞ 1 Kongó, Robert Gardiner, sent skýrslu um loftárásina til aðalstöðva SÞ. í skýrslunni segir, að níu menn hafi beðið bana í loftárásinni. Rohert Gardiner mun senda Moise Tshom- be Katangaforseta harðorð mót- mæli fyrir hönd SÞ vegna þessa at- burðar. ville neitaði Gardiner að segja um, hvort samningur sá, er undirritað- ur var fyrir tilstilli fulltrúa SÞ, væri liður í áætlun þeirri, er U Thant aðalframkvæmdpastjóri hef ur lagt fram um sættir í Kongó. Foringi rrjiðstjórnar Kongó, A- doula, hefur neitað að viðurkenna þennan samning, sem kveður á um vopnahlé í Norður-Katanga. Hann segir, að samningurinn brjóti í bága við áætlun U Thants. Adoula sagði í gær, að hann hefði ekkert vitað um samnings- gerðina fyrr en sagt var frá henni í útvarpi Katanga og hann gæti ekki fallizt á nokkur atriði samn- ingsins. Hann kvað stjórn sína ekki iengur geta þolað afskipti erlendra ríkja í Kongó og aðgerðir Tshom- be forseta. Mundi hún heldur grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Hvenær verða göng Snorra grafin út? Söngskemmtun Guömundar Flugvélar SÞ hafa fyrirskipanir um, að skjóta niður hverja þá flugvél, sem er í fjandsamlegum erindagerðum yfir katangísku landssvæði. Nýlega sagði Robert Gardír.er, að a. m. k. sjö Harvard-flugvélar hefðu komið til Katanga í septern- bermánuði. Hann vitnaði þá í ó- staðfesta heimild um, að 12 Har- vard-flugvélar hefðu verið keyptar hjá fyrirtæki nokkru í Suður-Air- ílcu. Eric Low, utanríkisráðherra, hefur neitað því, að nokkurt fyrir- tæki í Suður-Afríku hafl sent Ka- tangamönnum Harvarðflugvélar. Á blaðamannafundi í Leopold- mMHWMHWHMtMMMMMK Jopp'- fundur? WASHINGTON, 19. októ- ber: Fréttamenn í Washing- ton bollaleggja nú mjög liugs anlega möguleika á fundi Krústjovs, forsætisráðherra og Kennedys, forscla. Þcir telja, að Krústjov muni taka ákvörðun um, hvort hann skuli halda til New Vovk og sækja AUsherjarþingið og hitta Kennedy að máli, á grundvelli skýrslu þeirrar, er Gromyko, utanríkisráðherra, mun Ieggja fyrir hann uin viðræður hans við Rusk og Kennedy. Fréttamenn í Moskvu segja, að Krústjov hafi enn enga ákvörðun tek- ið. — Schröder, ntanríkisráð herra V.-Þýzkalaiuls sagði við hcimkomuna til líonn í dag, að hann væri sannfærð- ur um, að Bandaríkiamenn mundu ekki hvika frá rétti-; sínum í Berlín. tmHHmmwuHmwwv Framh. af 16. síðu hlutverk Alfredos í óperunni La Traviata, sem færð var upp í Ár- húsum á síðastliðnum vetri. Var óperan alls sýnd 11 sinnum fyrir fullu húsi, og fékk Guðmundur mjög góða dóma fyrir söng sinn. Frá Árhúsum hélt Guðmundur svo aftur til Kölnar og hélt áfram námi sínu þar. Hann hélt heim í lok september. Meðan Guðmundur dvaldi ytra, Samkomulag í Brussel Briissel, 19. okt. (NTB—Reuter). FULLTRÚAR Breta og Efnahags- bandalagsins náðu í dag samkomu- lagi um vandamál þau, er ræða á um á ráðherrafundi ráðherranefnd arinnar 28. október. Þetta er haft eftir góðum heimildum. Vandamál þau, er hér um ræðir, varða brezkan landbúnað, nokkrar vörutegundir, sem Bretar vilja að verði ekki fyrir barðinu á toll- múrnum EBE og nokkrar tolískrár um vissa sérsamninga við Indland, Pakistan og Ceylon. var honum boðið að syngja fyrir forráðamenn óperunnar í Mains, og gerði hann það. Átti hann síðar að syngja fyrir þá öðru sjnni, en ekki varð af því, þa var hann lagður af stað heim til íslands. Guð mundur sagði, að hann hefði ekki haft neina löngun til að setjast að erlendis, sem söngvari, ef til þess hefði komið. í fyrsta lagi væri hann nú orðinn of gámall til að byrja upp á nýtt og ennfremur væri samkeppnin geysihörð ytra. Hann kvaðst heldur vilja syngja hér eftir því sem tækifæri gæfist til, og stunda þá sitt fag — hús- gagnasmíðina — þess á milli. Á söngskránni hjá Guðmundi á mánudagskvöldið eru bæði inn- lend sönglög og aríur, m. a. i.ftir Handel, Verdi og Puccini. Undirleik á söngskemmtuninni annast Atli Heimir Sveinsson. Að- göngumiðar fást í bókaverzlunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Ey- mundssonar. Snorralaug í Reykholti. Víkingur seldi i gær TOGARINN Víkingur frá Akra- nesi seldi í gær 150 lestir af fiski í Bremerhaven fyrir 110 þúsund ímörk. BENEDIKT Gröndal hefur flutt á Alþingi svofellda ályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hraða undirbúningi næstu byggingarframkvæmda við Reyklioltsskóla og staðsetja þær þannig, að sem fyrst verði unnt að ljúka fornleifarannsóknum á staðn um”. í greinargerð tillögunnar segir svo: Á einum mesta sögustað þjóðar- innar, Reykholti í Borgarfirði, blasa við augum tvö verkefni. Ann- að er að búa héraðsskólann full- nægjandi húsakosti til allra greina starfsemi sinnar, en hitt er að ljúka fornleifagrefti á staðnum. Þessi tvö verkefni kunna að virð ast óskyld, en við nánari athugun kemur í ljós, að órjúfanlegt sam- hengi er á milli þeirra, og því eru þau tekin saman í einni og sömu ályktunartillögu. Reykholtsskóli hefur íþróttahús, sem var reist sem alger bráða- birgðabyggingu fyrir rúmlega áratugum, en hefur verið notað æ síðan. Er skólanum brýn nauðsyn að fá viðunandi íþróttahús, en jafnframt vanhagar hann um rúm betri heimavist til að svara kröf- um tímans, svo og smíðahús og fleira. - ' Kínverjar skjóta á indverska varðstöð NYJU DELHI, 19. okt. (NTB—Reuter) KINVERJAR gerðu í kvöld skot- hríð á indversku varðstöðina Iliola við landamæri Indlands á Kínverj- ana. Að öðru leyti var tíðindalaust á landamærunum í dag að sögn formælanda indverska utanríkis- ráðuneytisins. Ihola-varðstöðin er suður af Thagla-skarði á landssvæði, sem Indverjar segja að sé indverskt. Formælandinn neitaði fréttum um, að Indverjar hefðu hrakið Kínverjana marga kílómetra aftur. Kínverjar segja, að indverskar hersveitir hafi í dag farið yfir landamærin á suðaustanverðum iandskikanum. Kínverska fréttastofan segir þetta bera vitni um, að Indveriar hyggi á mikla árás á báðum land- skikum. Fréttastofan heldur því enn fremur fram hafi hvað eftir ann- að rofið kínverska lofthelgi og kastað niður vopnum á mörgum stöðum. (jgf Hið gamla og ófullnægjandi í- þróttahús stendur einmitt þar, se:n göng Snorra lágu frá bæ hans til laugarinnar. Þess vegna hefur ekki verið unnt að ljúka uppgrefti á þessum merkilegu göngum, en fræðimönnum og leikmönnum er mikil forvitni að vita, hvað í ljós kemur, þegar unnt verður að ljúka þeim grefti og komið verður að sjálfum bæjarrústunum. Þegar þeim grefti lýkur, verður væntau- lega unnt að ganga frá lauginni eftir göngunum, sömu leið og Snorri fór, hvað sem annað kann að koma í ljós. Þessar fornleifa- framkvæmdir er ekki hægt að vinna, fyrr en gamla íþróttahúsið verður fjarlægt, en það má skól- inn ekki missa, fyrr en hann fær nýtt hús. Af þessum staðreyndum verður ljóst, að hér er um veigamikið mál að ræða, sem þjóðin vorður að hrinda í framkvæmd, þótt það taki óhjákvæmilega nokkur ár. Er timi til kominn að undirbúa málið og byrja á byrjuninni: reisa nýtt í- þróttahús fyrir Reyykholtsskóla. Árið 1957 samþykkti Alþingi til- lögu um, að hyggja skyldi að fram- tíðarskipan Reykholts, og var þá skipuð nefnd, sem fjallaði um þau mál. Var gert mikið átak fyrir skól- ann og sjálft skólahúsið endur- bætt stórlega, enda var þess orðin rík þörf. Þá veitti Alþingi nokk- urt fé til viðhalds sögulegum minj- um í Reykholti, og hefur verið hægt að halda Snorralaug vel við og gæta hennar síðan, enda er það óhjákvæmilegt. Hins vegar varð nefndinni ljóst, að verkefni fram- tíðarinnar væru þau, sem í þessari tillögu eru greind, og fellur í skaut Alþingis að hrinda því máli áfrám með framkvæmdum, þegar málið hefur verið nægilega undirbiuð. Þess vegna er tímabært að hreýfa málefnum Reykholts á nýjan leik, og er vonandi, að þingið sýni sarna skilning nú og áður, þannig að stöð ugt miði áfram unz Reykholt ,er 1 þannig úr garði gert, að þjóðln ; hafi búið staðinn eins og sögu haíns sæmir. (g ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.