Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 8
HINIR mörgu og æ tíðari á- rekstrar indverskra og kínverskra hersveita í landamærahéruðum, sem eru í mörg þúsund metra hæð yfir sjávarmál, hafa allir átt sér stað á stöðum, sem til þessa hafa verið taldir indverskir. Fullyrð- ingar Kínverja um indverska árás eiga sér ekki aðra stoð í raun- veruleikanum en þá, að Indverjar efla varnir sínar eftir beztu getu í landamærahéruðum, sem Kín- verjar hafa gert kröfu til í átta ár. Hér er um mjög aðskilin lands- svæði að ræða. í norðvestri krefj- ast Kínverjar nálega 40 þús/fer- km. lands við landamærin milli Ladakh-héraðs í hinum ind- verska hluta Kasmírs og kin- versku héraðanna Sinkiang og Tibet. Kínverjar hafa alls sölsað und- ir sig fjóra fimmtu hluta hinna óbyggðu landssvæða, sem þeir krefjast. Þau hafa ekkert efna- hagslegt gildi. Indverjar hafa ekki reynt að hrekja Kínverjana burtu, og þeim tækist það varla heldur, en þeir virðast segja: — „Hingað, en ekki lengra.“ Kröfur Kinverja eru langtum viðtækari við norðausturenda hinna löngu landamæra hinna 2ja asísku stórvelda. Þar krefjast þeir 85 þús. ferkm. lands. Þar til nú fyrir skemmstu hafa Kínverj- ar ekki verið eins virkir á þessum slóðum og í Ladakh-héraðí og að- eins hertekið nokkrar landamæra stöðvar. Hins vegar hefur komið til mestu og alvarlegustu árekstra Indverja og Kínverja, sem um getur, á þessu svæði á undanförn- um vikum. Landssvæði þessi eru landfræði- lega séð nyrztu hlutar fylkisins Assam, en kallast NEFA-Iands- svæðið, þar eð „North East Front- ier Agency" miðstjórnarinnar fer með stjórnina þar. Ástæðan er sú að íbúar landssvæðisins (það er ekki mannlaust eins og Norður- Ladakh, og heldur ekki eins illt yfirferðar), eru að mestu leyti þjóðarbrot, sem aðeins að litlu leyti telja sig Indverja. Indversku hersveitirnar, sem undanfarið hafa fengið mikinn liðsauka, eiga sjálfsagt við meiri örðugleika að etja en ella, þar sem þær geta ekki verið vjssar um öflugan stuðning íbúa landssvæð- isins. Annað atriði gerir landvamim- ar einnig erfiðar í Assam. Fylki þetta er aðeins tengt öðrum hlut- um Indlands með þröngu „hliði“ milli Austur-Pakistan og fjalla- rikjanna Sikkim og Rhutan, sem era undir indverskri vernd og búa við hálfgert sjálfstæði. Eðlilegasta lausn þessa vanda- máls ætti að vera samvinna við Pakistanmenn um varnir gegn yf- irgangi Kínverja, en Indverjar mega alls ekki til þess hugsa, að ganga að skilyrðum Pakistan- maina fyrir slíkri samvinnu. Skil- Framh. á 14. siðu Gáfumaður getur hraklega einkunn í vaða námi sem er n ÞETTA er áreiðanlega hús dr. Brodda. Jeppinn stendur fyrir utan, og tveir drengsnáðar leika sér á lóðinni. Við höfðum heyrt margar sög ur um þetta hús. Hingað hafa nemendur dr. Brodda komið utan skólatímans, spjallað við hann um heima og geima, hlýtt á sögur um mennskar verur og yfimátt- úrulegar og horft á snillinga, ^cm heimsækja þ£*hn vinsæla mann sem er húsbóndi í þessu húsi. Við höfðum einnig heyrt að hinn nýi skólastjóri Kennara- skólans hefði áhuga á öllum sköp uðum hlutum, hestum, jafnvel draumum og silungsveiði. En við talið náði aldrei svo langt. - Er fallhlutfallstalan há í Kennaraskólanum? — Ég held, að í þessu atriði fari almennar hugmyndir fólks um Kennaraskólann fjærst sanni því að margir halda, að allir kom ist klakklaust þar í gegn. Reynd in var þó sú, að í vor brautskráð- ust aðeins 12 af 26 manna hóp.. sem hóf nám í fyrsta bekk fyrir fjórum árum. Að vísu var þetta óvenju slæm útkoma. — Væri ekki bæði þarft og gott að gera einhverjar ráðstafanir til þess, að fallhlutfallstalan yrði ekki eins há og raun er á í skól- um landsins á vori hverju, og að um leið yrðu þeir mun færri, sem biðu sálartjón af því að falla? — Vissulega væri það æski- legt. Það er til dæmis mjög vafa- samt að skylda böm til náms, sem þau næstum óhjákvæmilega hljóta að falla í. — En fallhlutfallstalan er þó lægst í skyldunáminu. — Að vísu. Ef til vill ætti að viðhafa nákvæmara mat á náms- hæfileikunum. Hjálmar Ólafsson og Jónas Pálsson skrifuðu mjög athyglisverða grein um skyld efni í síðasta Skírni. Þar er fjall að um landspróf miðskóla. — En eru ekki alltof margar og margvíslegar tröllasögur sagðar af landsprófinu, sem í rauninni er barnaleikur hjá öðram prófum, sem ;nemandinn getur síðar átt eftir áð gangast undir og fellur á, þrátt fyrir þá góðu trú að honum sé borgið, þar eð hann hafi náð landsprófi? — Trúlega era sögurnar ýktar og þó virðist landsprófið nokkuð áreiðanlegt og sanngjörn sía. — En eru próf áreiðanlegur mælikvarði á þekkingu nemanda? — Það er misjafnt og fer eftir því hvernig á prófinu er haldið. Skrifleg próf geta verið næstum tæmandi mælikvarði á þekking- una, án þess að vera teljandi kvarði á þroska nemenda í Banda ríkjunum t.d. er víða hafður sá háttur á að láta nemandann svara miklum fjölda spuminga á stutt um tíma. Þess háttar próf getur leitt greinilega í ljós, hvað nem- andinn kann, — án þess að segja glöggt um það hvert hagnýtt og fræðilegt vald nemandinn hefur á þekkingu sinni. Ritgerðimar hjá okkur v eiga aftur á mótl að geta leitt allvel í ljós þetta tvennt: Þekkingu og þroska, einkum þroska. En ég álít það vera mikinn misskilning að fella að öllu niður munnlegu prófin, því að munnleg próf geta leitt í ljós bæði kunnáttu nemand ans og þroska. — En munnleg próf geta verið happdrætti? — Þau eiga ekki að vera happ- drætti. Góður kennari á að geta leitt hið rétta um kunnáttu nem andans í ljós í munnlegu prófi, — en munnleg próf, sem eru happdrætti, geta jafnvel líka haft sina réttlætingu. — Hvernig þá? — Ef þau eru notuð sem vönd ur á nemendahópinn. Það má segja, að það sé hróplegt órátt- læti, að góður maður, sem hefur lesið þúsundir blaðsíðna af kost gæfni, en á illa lesnar nokkrar smáletursgreinar, falli á smálet- ursgrein, en skussinn, sem hefur heppnina með sér, kemur upp í því eina, sem hann kann. En þessi slys eru svo sjaldgæf, að próf sem þessi geta átt rétt á sér sem vöndur, því að nemend ur tefla þá ekki á tæpt hvað þá. tæpasta vaðið. — Amerísku prófin, sem þér minntust á, — eru það gáína- próf? — Nei, gáfnaprófin eru öðru vísi og gegna mjög miklu hlut- Viðtal við dr. Brodda Jóharwesso verki. Með gáfnaprófum er unnt að komast að greind barnsins, en það skiptir miklu máli, að komast að námsgetu barns sem-í skóla kemur. Það getiu- til dæm- is verið afar slæmt fyrir barn, sem skarar fram úr jafnöldrum sínum að sitja í bekk með börn- um, sem standa því mjög að baki hvað skilning og námshæfileika varðar. Þetta barn getur orðið hundleitt á námsefninu, og af- leiðingin orðið sú, að barninu sækist námið afleitlega. Á sama hátt getur það haft slæmar af- leiðingar að hafa tregnæmt barn í bekk með framúrskarandi börn- um. Að vísu fer það mjög eftir viðhorfi og starfsháttum kenn- arans, hvort ástæða er til að skipa nemendum í bekki að miklu leyti eftir greind þeirra. Gáfna- prófið getur verið dýrmætt tæki fyrir kennarann, en því verður að beita rétt eins og öllum tækj- um. Einna mesta hættan við gáfna- prófið er sú, að séu útkomutöl- urnar gefnar upp; hættir fólki til að taka þær of alvarlega og lætur þær gilda lengur en rétt er. Greindarvísitalan (hlutfallið milli greindaraldurs og lífaldurs) getur breytzt mikið, og gáfna- próf, sem barn gengst undir á unga aldri gefur tiltölulega lítið UPP um greind manneskjunnar síðar á ævinni. Greindarpróf, sem unglingar í efstu bekkjum skyldunámsins gangast undir eru mun áreiðanlegri, að því er þetta varðar, en greindarpróf barna. — En er ekki hætt við, að skoð un kennarans á nemandanum geti talsverðu ráðið um útkomu munnlega prófsins? — Það er alltaf nokkur hætta á því. Hér áður fyrr vora ýmsir áheyrendur að munnlegu prófun- um, sem fylgdust nákvæmlega með, svo að nemandinn hafði vitni, ef kennarinn reyndi að beita elnhverjum bolabrögðum. Það mun þó jafnan hafa verið sjaldgæft sem betur fer. En eitt hið fyrsta, sem ungir kenna eru varaðir við, eimitt að myi sér ekki skoðanir fyrir fran nemandanum. Rannsóknir h þó leitt í ljós, að slíkt er erfitt varast, og ennfremur, að fyrsta álit er ákaflega varanli — Væri ekki nauðsyn á gera prófin einhvern veg þannig úr garði, að þau V£ áreiðanlegur mælikvarði, s hvorki væri háður heppni né í kennara? Því prófin eru e aðeins talin mælikvarði á ku áttu nemanda heldur er fólk l ið metið eftiv prófum. Þau < manninn alla tíð og eru talii reiðanlegur mælikvarði á g£ hans. En gáfulítill maður á ei uppdráttar á íslandi. — Venjuleg próf í skó! geta hvorki orðið né eiga þau vera nákvæmur mælikvarði á ur manna eða greind eins og væri nefnt í sálfræðinni. Því við próf kemur fleira til gre en gáfurnar. Þær eru aðeins c þátturinn. Hitt, sem til gr« kemur, er skapgerðin, og húr aftur mótuð af ýmsum þátt svo og hellbrigði, samfélagi aðstaða og fleira. Góður kcni á að gera sér nokkuð ljósa stöðu barnsins að þessu leyti — Eru námsgáfur hið saiiw greind? — Það er vitað, að heims maður getur ekki tekið góða e unn í erfiðu námi, en gáfuma getur tekið hraklegar einkiu í hvaða náml, sem er — Þá eru prófin aðeins mi kvarði á andlega hæfileika hi heimsku? — Það er mjög vafasámt, leggja eitthvað niður án þess hafa reynslu fyrir því, að sé betra, sem í staðiim ken Á Norðurlöndum og víðar minna um einkunnagjafir en ! en óvíst er hvort þeirra aðfe eru betri en okkar. — Getur ekki verið að fóll á röngum aldri í skólunum? 8 20. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.