Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.10.1962, Blaðsíða 9
I n rar ida 1 á afa ; að hið -gt. að inn eru lem iliti kki nn- nik elta i á- ifur •fitt lum i að gáf það að (ina :irin :ina i er um, sleg íari að- i og kur ■ink ður mir seli-. nna að ; að það lur. er hér, rðir c sé Er fólk ekki móttækilegra fyrir námi bæði fyrir fermingu og eftir tvítugt en einmitt á árunum þar á milli. Er ekki hugurinn þá opn ari fyrir námi skilningurinn glöggari og einbeitingin auðveld ari? — En fólk á milli fermingar og tvítugs verður að vera í skóla. Það þarfnast unglingsáranna til þess að búa sig undir lífsstarf og framtíð. Hin bóklega þekking hripar fyrr úr unglingunum, en al mennt er talið og gerði það ekki mikinn mun, þótt þeir væru á öðrum aldri í skólunum. Voldug ar þjóðir og ríkar hafa gripið til ýmissa róða til að mæta þeim erfiðleikum, sem skapast af bví, hvílíkt rót er á hugum ungling- anna. í „college“ í Bandaríkjun- um hafa unglingarnir t.d, sína ráðgjafa sem leita má til, bæði vegna námsörðugleika og per- sónulegra vandamála. Tómstundastarfið, sem eykst hér með óri hverju, fullnægir áreiðanlega ýmsum þörfum ungl- ingsins. En hitt er ætíð vafamál hversu langt kennari má ganga í að skipta sér af einkamálum nemandans, þótt í góðri mein- ingu sé gert. Slíkt krefst reynslu þekkingar og háttvísi. — Við höfum orðið sammála um það, að greind eða gáfur séu svo mikils metnar á íslandi, að maður, sem liggur undir því að vera talinn lítið gefinn eigi erf- itt uppdráttar. Hvað eru þessar gáfur eða greind? Hvernig getur almenningur dæmt? — Skýrgreiningar ,á greindinni skipta tugum í sálfræðinni, en af þeim eru 2-3 fyrst notaðar. Síð- asta og farsælasta sjónarmiðið tel ég hið sama og fram kemur í nútíma náttúrufræði, meira vert að mæla heldur en að skil- greina. — Hvernig eru þær mældar? — Eins og hvað annað sem mælt er. Fyrst er ákvarðaður mælikvarðinn. Unglingurinn er ekki látinn dæma um lengd eða breidd hlutarins heldur er hon um fenginn tommustokkur í hendurnar og eins og ungling- urinn þarf að kynnast tommu- stokknum og læra að nota hann, áður en hann getur mælt tneð honum, þá þarf að læra áð mæla gáfurnar. — En það er þó ekki unnt að mæla gáfurnar eins og olíu á bíi með því að stinga prjón niður í vökvann? — Nei, þegar greind er mæld verður að taka fyrir ákveðna þætti gáfnafarsins t.d. minníð: bæði stundarminni og langminni, skilning: verklegan ski.ning og andlegan skilning, hæfni til að skilgreina og svo framvegis, og síðan er unnið úr þessu. — En er ekki meiri gáfnadýrk un hérlendis en víðast anuars- staðar? — Jú, og líklega eru orsakir að rekja meðal annars til þess, að lestrarkunnátta er almennari hér en víðást annars staðar, og bókmennt hefur alla tið verið mikils metin á íslandi, — bæðí meðal lærðra og leikra. Annað atriði kemur mjög hér tií greina, en það er, að við töl- um öll sama málið. Almenningur gerir sér ekki ljóst, hvað þetta atriði er mikils virði. Hér er eng inn munur á máli hins lærða og alþýðumannsins. Danska barnið, sem alið er upp í sínu þrdnga um hverfi, skilur ekki málið, sem talað er á leiksviðinu. Hér skilja allir alla. Greindarmælingar hafa ekki leitt í ljós, að við séum neitt gáfaðri en aðrar þjóðir, en kannski getum við leyft okkur þessa dýrkun á gáfunum vegna þess, að hér virðist hlutfallslega minni gáfnafarsmismunur ó milli stétta en annars staðar, en það getur einmitt átt rót sína að rekja til þess, sem ég sagði áðan um málið, sem er eign allra. — Hvað er einkunn góðs kenn ara? — Það er erfitt að þrengja mjög að þeirri hugmynd. Það er staðreynd, að ágætir kenr.arar geta verið ákaflega mismunandi. Nokkur atriði má þó nefna, sem trúlega hafa almennt gildi. Kennarinn þarf að hafa lií- andi áhuga á lifandi manneskjum. Hann þarf að stunda verk sitt af reglusemi og skyldurækni. Það er gott, að hann sé glað- lyndur, — en þó eru til ágætir kennarar, sem eru stirfnir í geði. Það fer nokkuð eftir samfélags háttum, hvert viðhorf hans á að vera til nemendanna, — en þó má slá því föstu, að nemendur þurfi að finna, að kennarinn sé mannlegur og ott er a. in. k. yngri nemendur eigi mannlegt traust og hald hjá kennaranum. Vinsældir geta þó verið tvieggj- aðar, því að vinsæll kennari get ur fallið í þá freistni að misnota vinsældir sínar. Hann kann að hafa of sterk áhrif á skoðanir og lífsviðhorf nemenda sinna. Nemendur hefja hann upp til skýjanna, taka allar skoðanir hans góðar og gildar. temjast ekki við skynsamlega gagnrýni o.s.frv. Vinsæll kennari getur fallið í þá gryfju að fá nemendurna til að vinna og nema fyrir sjálfan sig fremur en að vinna og nema vegna verksins sjálfs og skyld- unnar. Það er þó alrangt, að kennarinn eigi nokkra hagsmuni í því sambandi. Athuganir hafa leitt í ljós, að ungt fólk óskar eft:r því, að kennarinn sé góður félagi — en jafnframt góður stjórnandi. Það er algjör misskilningur, að ungt fólk vilji ekki láta stjórna sér, kjarni þessa máls er vísast sá, að urigviði okkar er bæði óljúft og ótamt að stjórna sér, — en þetta atriði er erfitt viðfangs, því að sumum kennurum lætur yel að stjórna, öðrum ekki. — 1 Standa fyrir dyrum ein- hverjar breytingar við Kennara- skólann? — Já, trúlega. En þær breyt- ingar eru enn aðeins í undir- búningi. í febrúar 1960 skipaði menntamálaráðherra ncfnd til að athuga, hvað gera skyldi í þessu efni. Formaður nefndarinnar var Freysteinn Gunnarsson. Nefndin hefur nú skilað áliti, og er þar gert ráð fyrir allverulegum breyt ingum. Námið á eftir að lengj- ast, og skólinn flytur í nýtt hús- næði. Hið uppeldislega hiutverk skólanna verður alltaf melra og meira, og víðtækari menntunar verður sífellt krafizt aí öllum þegnum þjóðfélagsins. Framvinda tækniþróunarinnar í þjóðfélag- Framhald á 11. síðu Skólar - Skólafólk Eins og urtdanfarin ár getum við afgreitt peys- ur fyrir skólafólk með tilheyrandi skólamerkj- um, sem hafa reynzt mjög vinsælar. Hagstætt verð Gjörið svo vel að hafa samband við okkur sem fyrst. I Virðingarfyllst, Prjónastofan HLÍN h.f. Skólavörðustíg 18 — Sími 12779. Karlmenn og kvenfólk vantar okkur strax til starfa í frystihúsi voru. Hraðfrystihúsið Frost h.f. Hafnarfirði. Sími 50 165. Merkjasala Blindravinafélags íslands verður sunnudaginn 21. okt. og hefst kl. 10 f. h. Sölubörn komið og seljið merki til hjálpar blindum. Góð sölulaun. Merkin verða afhent í anddyrum þessara skóla: Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðaskóla, Lang- holtsskóla, Laugarnesskóla, Melaskóla, Miðbæjarskóla, Mýrarhúsaskóla, Vogaskóla, Öldugötuskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla og í Ingólfsstræti 16. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Blindravinafélag íslands. Skrifstofustúlka óskast til starfa á aðalskrifstofu Flugfélags íslands. Vélrit- unarkunnátta, svo og kunnátta í ensku og einu Norðurlanda máli áskilin. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist söluskrifstofu vorri í Lækjargötu 4 fyrir n.k. mánudags- kvöld, merkt „Skrifstofustúlka“. /C£/AA/0A/J? Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. október-1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.