Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórrson (áb) og Benedikt GröndaL—AðstoSarritstjóri Björgvin Guðmimdsson. — Fréttaritstjóri: Sigvakii Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. £ uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prenlsmioja A'þýðubiaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 05.00 á mánuði. I lausafölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Aiþýðuflokkurina. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Vinur útgerðarmanna AF EINHVERJUM ÁSTÆÐUM er Þjóðviljan- um meinilla við þá viðurkenningu Alþýðublaðsins, að Lúðvík Jósefsson hafi verið 'vinsæll sjávarútvegs análaráðherra — meðal útvegsmanna. Þetta er að vísu ekki merkilegt, því Lúðvík er sjálfur útgerðar maður, sem situr fundi í samtökum útgerðarauð- . valdsins og lætur þar mikið til sín taka. Lúðvík stóð fyrir því, að uppbótakerfið komst í algleyming, unz allt efnahagskerfið strandaði. En hann gerði meira. Hann stuðlaði að því ár eftir ár, að skiptaverð sjómanna væri miklu lægra en það raunverulega verð, sem útgerðin fékk fyrir fiskinn. Þannig hélt hann kaupi sjómanna niðri, enda þurfti þá að sækja hundruð Færeyinga til að manna flot- ann. íslendingar fengust ekki nægilega margir til að fara á sjó við þau kjör, sem boðin voru. Þetta hefur vissulega breytzt, síðan núverandi ríkisstjórn kom til valda með Emil Jónsson sem sjávarútvegsráðherra. Sjómenn fá nú kaup af einu og sama fiskverði og útgerðin fær. Kjör sjómanna hafa batnað svo. að erfitt er að fá skiprúm á góðum bátum í stað þess að sækja varð hundruð sjómanna til annarra landa í tíð Lúðvíks. • .\ Ógæfustefna andstöðunnar HVAÐA SKOÐUN sem menn hafa á viðreisn- inni í heild eða stjórnarflokkunum, viðurkenna svo fil allir hugsandi íslendingar, að stjórnin hefur bætt mjög hag þjóðarinnar út á við. Hún hefur los að Íslendinga úr óreiðufeni, safnað nokkrum gjald eyrisvarasjóði og komið viðskiptum við önnur lönd á frjálsari og tryggari grundvöll. Þetta er árangur, sem er þjóðinni mikils virði. Það væri illvirki að eyðileggja þá bættu stöðu, sem þjóðin hefur skapað sér, þann aukna sóma, það styrkta fjárhagslega frelsi, sem 1 þessu felst. Einmitt þetta illvirki reyna framsóknarmenn og kommúnistar nú að vinna. Þeir ráðast á undirstöðu hins bætta fjárhags og krefjast þess, að Seðlabank inn láni út innanlands um 500 milljónir. Til þess yrði hann að éta upp gjaldeyrisforðann. Með hon- um færi viðskiptafrelsið og höft hlytu að koma aft- ur. Þetta er ógæfustefna. Það er létt verk að veifa 500 milljónum framan í Landsfólkið og segja: Þetta vil ég lána þér. Hitt er erfiðara að halda þjóðarskút unni á réttum kili, en það mun ekki takast lengi, ef stjórnarandstaðan getur rifið niður það bezta, sem viðreisnin hefur komið til leiðar. HANNES Á HORNINU ★ Göngin braut. undir Miklu- ★ Ekki notuð. ★ Ljóslaust hrædd. — Börn ★ Eru þau að verða að al- menningssalerni. MÓÐIR SKRIFAR: „Ée var i margun a'ð lesa i dálkum þinum um hína miklu nmferð og hin tíðu umferðarslys, sem eiga sér stað við gatnamót Miklubrautar og Lönguhliðar. Telur þú — vefa- laust með réttu — þetta horn eitt hið haettulegasta í allri Reykjavík, og megi því einskis Iáta óíreistað til þess að draga úr slysahætt- unni og fækka umferðarslvsum við þessi gatnamót. I ÞESSU SAMBANDI langar mig til að minnast á eitt atriði, sem lcngi iiefur vakið furðu mína. Mætti ef til vill nefna það „mann virkið sem gleymdist" eða kannskl öllu heldur „ljósið sem hvarf'*. Svo er mál með vexti, að þegor hin mikla og marg umtalaða viðgerð á Miklubrautinni fór fram, voru steypt göng undir götuna við áður nefnd galnamót, vafalaust með það fyrir augum að draga úr slysa- hættunni. Þótti mér og eflaust mörgum þetta hin viturlegasta ráð stöfún. j EN SVO UNDARLEGA BRÁ við að enda þótt margir mánuðir séu liðnir síðan göngin voru fullgerð, hafa þau aldrei verið tekln ,til al- mennrar notkunar af vegfarendun) Þótti mér þetta því undarlegra þar sem mörg börn eiga leið þarna um, er þau fara í skóla, og liggur í augum uppi að það myndi draga verulega úr slysahættu fyir þau, ef þau notuðu undirgöngin í stað þess að fara yfir götuna í hinni gífurlegu umferð sem þarna er. SJÁLF Á ÉG DRENG, sem ei hefja skólagöngu sína og vitanlega alveg óvanur að vera einn á ferð um slíkar umferðargötur. Ég hef því sagt honum að nota undir- göngin, og hefur hann gert það hingað til, en kvartar þó yfir, að. „það sé svo dimmt í göngunum, og svo sé svo vond lykt þnr“ Ég hef áður spurt aðra drengi, hvers vegna þqir noti ekki undirgörigin, og fengið sama svar. um hábjartan dag sé, og þegar fep að skyggja, er þar auðvitað niða- myrkur. Þetta virðist því vera á- stæðan fyrir því, að göngin er« ekki notuð af almenningi. og má það heita undarleg ráðstöfun, svo að ekki sé meira sagt, að verja miklu fé til þess að steypa slík göng, en sjá svo ckki um, að ljósa- perur séu í lagi, svo að hægt sé að nota þau. EN ÞÓTT GÖNG ÞESSl séU ekki almennt notuð í þeim til- gangi sem þeim er ætlað, þá virð ist svo sem einhverjir hafi tekið þau til notkunar i öðrum tilgangi, nefnilega sem almenningssalerni, og er þar komin skýringin á þeirrí óþef, sem lcggur á móti þeim, sem hættir sér þar niður. ÉG VILDI LEYFA MÉR að fara þess á leit við þá, sem hér eiga hlut að máli, að þeir sjái svo um, að þessu verði kippt í lag hið bráð- asta. Það, ætti ekki að taka langan tíma að setja ljósaperurnar í, -n það eitt er ekki nóg, eins og kom- ið er. Gagngerð hreinsun þr.rf að fara fram í göngunum, til þess að útrýma hinni hvimleiðu lykt, sem þar er, og að því loknu þyrfti a3 setja þarna einn eða tvo lögreglu þjóna, sem ættu að kenna börnun- um að nota göngin, þar til þau væru orðin því vön.. Annars er hætt við, að allt sækti í sama horf ið, perurnar yrðu brotnar, ljósið ÉG FÓR ÞVÍ að athuga málið og komst að raun um, að börnin höfðu rétt fyrir sér. Það er ekkert ljós í göngunum,, sem stafar þó ekki af því að ljósastæði vanti, helriur að- eins af því, að ljósaperurnar eru brotnar eða ónýtar, enda minnist ég þess, að fyrst eftir að göngin voru fullgerð voru þau raf'ýst. En hyrfi á ný og þetta þarfa mannvirki nú er þar alltaf skuggsýnt, þótt félli aftúr í gleymskunnar dá." Aðalfundur Meitilsins hf. fyrir árið 1961 verður haldinn í Þorlákshöfn, þriðjudag- inn 6. nóv. kl. 2 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 2 21. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.