Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 5
 NGHUSINU ALÞINGI hefur setið hálfa aðra viku og enn er lítið um stórtíðindi í þingsölum. F.jár- lagafrumvarp hefur verið lagt fram, Bjarni Benediktsson hef- ur mælt fyrir nokkrum óum- deildum stjórnarfrumvörpum, Einar Olgeirsson og Guðmund- ur í. hafa deilt um varnarmál, Gylfi og Eysteinn um peninga- mál. Þetta er þó aðeins hálf sagan. Stundum gerist meira að tjalda baki í þinginu en í ræðustólum, og þessa daga er hvað fróðleg- ast að hlera raddir ráðamanna yfir kaffibollum í fundaher- bergjum flokkanna og á göng- unum, sem eru kaffistofa þing- manna. Þar má heyra spurn- ingar eins og þessar: Hvernig fer um síldardeil- una milli sjómanna og útvegs- manna? Er nokkur von um síld veiðar á þessu hausti — eða töpum við þeim verðmætum og mörkuðum, sem eru í veði? AII- ir vita, að langt bil er milli samningsaðila og báðir eru mjög stífir á sinni skoðun. — Menn spyrja, hvort lífcyrissjóð ur fyrir bátasjómenn gæti hjálp að til við lausn deilunnar. Við næsta borð gætu menn verið að ræða um sjúkrahús- lækna. Þar er spurt: Verður mál þeirra leyst — eða gauga þeir út af spítölunum um mán- aðamót, eins og sumir telja? — Ef þeirra deila leysist, hvaða á- hrif hefur það mál á samninga ríkisins við opinbera starfs- menn um laun þeirra? Á þriðja borðinu er kaffital- ið ef til vill samningar opin- berra starfsmanna. Ef samið væri um eitthvað svipað því, sem samþykkt var á þingi BS- RB, hvar á ríkið að taka um 500 milljónir króna? Og hvaða áhrif hafa þeir skatt'ar, hve mikið af þeim kemur aftur inn hjá ríki og bæ, hvaða áhrif hefur það mál á viðhorf ann- arra stétta? Svo er spurt um lánamál at- vinnuveganna, um gjaldeyris- forða Seðlabankans, um fé ttl húsbygginga, ríkisábyrgðir til sveitarfélaga og fjölmargt ann- að. Enn eru þetta allt spurn- ingar, en flestum þeirra verð- ur þingið að svara á einn veg eða annan, áður en yfir líkur í vor. Af stórmálum eru aðeins fjárlögin komin fram, en hin munu væntanlega sjá dagsins ljós næstu vikur, og þá fjölgar spurningunum enn að mun. Það er athyglisvert við kaffi- rabbið, að flest Þau vandamál, sem menn hafa mestar áhyggj- ur af, eru heimatilbúin. Þjóð- in er hvað árferði snertir, fram leiðslu og f járhagslega afkomu heildarinnar vel á vegi stödd. Nú þarf ekki að glíma við afla- leysi, atvinnuleysi, gjaldeyris- skort. Einhvern tíma hefðu menn haldið, að þjóðin mundi lifa góðá daga, þegar þeir draugar væru kvcðnir niður, en svo hefur ekki reynzt. Þegar eitt vandamálið hverfur, kem- ur þegar annað í þess stað. Og nú stafa uggvænlegustu vand- kvæðin af deilum okkar inn- byrðis um það, hvernig skipta eigi afrakstri framleiðslunriar, hvað hver stétt, hópur og hver einstaklingur eigi að hafa í lilut á þjóðarskútunni. Hvernig sem allt veltur, getum við engum kennt um, nema sjálfum okkur. RKJAN 0T SÍNAR ÞAÐ var heimsögulegt augna- blik, þegar Jóhannes páfi opnaði kirkjuþingið í Róm á fimmtudag- inn ! Kirkjuþing, sem getur kom- ið til með að standa í heilt ár og kannski lengur. Það eru heil 90 ár síðan slíkt þing var seinast haldið og það bendir til, að kirkju þingin séu ekki neinn venjulegur atburður. Fyrsta kirkjuþing veraldarsög- unnar var baldið í Jerúsalem — postulaþingið, sem sagt er frá í Postulasögunni 15. kap. Það þing útkljáði fyrstu - deilumál frum- kirkjunnar og gerði hina frægu postulasamþykkt, þar sem heið- Ingjakristnir eru ekki skyldaðir til að gangast að öllu leyti undir Móselögin, heldur aðeins nokkrar greinar þeirra. Mikilvægasta á- kvörðun þessa kirkjuþings var þó að kristniboð Páls postula meðal heiðingja væri fullkomlega lög- lcgt. Er við blöðum áfram í mann- kynssögunni rekurast við á mörg fleiri kirkjuþir.g. Þingið í Níkeu 325 er frægt. Eftir það þing er lipptekin ein trúarjátning fyrir heimskirkjuna. Eftir klofningu kirkjunnar hef- Tir ekki verið mögulegt að halda kirkjuþing þar sefn allir fulltrúar heimskirkjunnar hafa komið sam- an. Hin svokölluðu ökumenisku þing fré 1123 til 1870 eru aðeins llómversk-Kaþólsk kirkjuþing. — Hið sama er auðvitað að segja um þingið, sem nú er haldið í Róm. Það þing er sótt af 3000 full- trúum frá öllum heimshornum. Allar umræður þar fara fram á Latínu og er haldið stranglega leyndum. Fulltrúarnir gangast all- ir undir þagnareið, en um leið er þó skipulögð fréttaþjónusta og það eru margir fréttamenn nú staddir í Róm til að fylgjast með fréttum þaðan. Samkvæmt rómverskum kirkju- lögum hefur kirkjuþing æðsta vald í málefnum kirkjunnar. í gamla daga hafði þingið líka vald yfir páfa, en á síðasta þingi 1870 var samþykkt að páfinn væri óskeikull þegar hann talaði „ex eathedra" um mál sem vörð- uðu trúna. Þetta þýðir að þingið hafi ekki nein völd á því sviði lengur. Það er páfinn og hann einn sem kallað getur saman kirkjuþing. Það er hann, sem ákveður verk- efni þingsins og hve lengi það skuli starfa. Ef páfinn deyr á þingtímanum er því slitið og nýi páfinn kallar strax saman annað þing. Kirkjuþing eins og það er nú stendur yfir er geysiviðamikið fyrirtæki og það þarf mikilvægar ástæður til að páfinn kalli það saman. Það hlýtur því að vera einhver sérlega mikilvæg ástæða fyrir þvi, að Jóhannes páfi kallaði það saman nú. Eftir því sem Vati- kanið segir, fékk hann hugmynd- ina við sérstakan innblástur. Það getur meira en verið, að það sé rétt, en eitthvað meira hlýtur þó að liggja til grundvallar. Páfi kemur til kirkjuþings kaþólskra, sem nú er liafið í Róm. Myndin er tekin þegar hann er borinn inn á Péturs- torg í Páfagarði. Páfinn bless ar mannfjöldann sem hyllir hann. Fólk, sem þekkir kirkjusögu sína vel, lítur á kirkjuþing sem ábendingu um alvarlegt ástand. Það er ekki sagt berum orðum, en það liggur í loftinu og það er áreiðanlega ekki ánægjunnar vegna sem 3000 aldnir og virðu- legir prelátar koma saman til um- | ræðna, sem tekið geta mörg ár. Gizkað hefur verið á, að aðalverk- efni þingsins sé að ræða um þær tilhneigingar sem alls staðar skjóta nú upp kollinum um að þjóðnýta eignir kirkjunnar í hin- um ýmsu löndum. Af rómversk- kaþólskri hálfu getur litið út fyr- ir, að þetta gerist samfara auk- inni tækni og velmegun, en skiln- ingur kirkjunnar í flestum málum er frá löngu liðnum tímum og enginn veit hvað þetta kann að i fela í sér. Munum blinda í dag Merkjasöludagrur Blindra- vinafélags íslands er í dag, hin árlega haustifppskera til styrktar margs konar hjálp- arstarfi alla daga ársins til handa fullorðnum og böru- um, sem er sjónar vsnt. Gleði ætti það að vera öllum að vita að nú á dögum eru æ vax andi möguleikar á að veita blindum þá aðstoð, sem þeim bezt kemur svo að þeir haldi starfslöngun og heilsu af því að vinna gagnleg störf, þótt ekki gefi mikinn peninga- arð. Einnig eru meiri tækni- möguleikar en áður var á að veita blindum mciri fræðslu og skemmtun, en þetta kostar nokkurt fé. Blindfædd börn eiga ýmissa kosta völ, svo fremi að' vel sé að þeim bú- ið og það nógu snemma. Minnisstæð er mér áróð- ursauglýsing erlendis fyrir spítalasöfnun, stórar myndir af tveim aðlaðandi hjúkrun- arkonum með bauka: „Ein- hvern tíma kunna þú eða þínir að þarfnast lijalpar". Tíu krónur frá nógu mörg- um leysa fjárhagsvandann í Htt ár fyrir Blindra iðn, Blindralieimilið að Bjarkar- götu 8, styðja Blindraskól- ann og annað sem félagið hef- ur með höndum. Merkin eru um leið happdrættisniiðar. Leyfið börnunum að selja merkin og hvetiíð þau til þess. Takið eftir auglýsing um í blöðum og litvarpi um afhendipgu merkjanm í ýms- um skólum. Með fyrirfram þökk íil eldri og yngri. — H. IMWHWWWWWWMMMWWMWWWWWWMWMIWMtWWWmWilWMWWWMWWMWMWWWWVWWWWWWWWWWWWI ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. október 1962 g Stht ‘itÆie'o'lS *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.