Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 15
* 111 Vicky Bau i ———BBBBffiinTmfT'TMTillll ■ ... leið aftur lítil stund, þar til hún komst að raun um, að það var Ambrósíus, sem nú kom á móti henni, eða réttara sagt, gekk á hljóðið, er hann heyrði dyrnar opnast. „Herra prófessor, það er ung frú doktor Willfuer", sagði stofu stúlkan, eftir að hafa stafað sig gegnum nafnspjaldið, svo benti hún í áttina til prófessorsins. Dyrnar lokuðust, og myrkrið varð enn svartara. Helena fór smátt og smátt að þekkja sig í bókaherberginu með bókahillun- um og breiða borðinu með Lút- hersbiblíunni. Ambrósíus hafði Ijóshlíf fyrir augunum; hann reisti höfuðið hlustandi og rétti hendina fram fálmandi. 1 „Góðan daginn, herra prófess- or,“ rödd hennar titraði, hún ' ræskti sig og beit saman tönnun- um. Þetta var þá Ambrósíus eins og hann var nú. „Góðan daginn frú, félagi.“ — Hann brosti í áttina þangað, sem röddin kom. „En hvað það var vingjarnlegt af yður að heim- sækja mig svo fljótt. Genð svo vel, að fá yður sæti,“ sagði hann og benti á stað, þar sem engirm stóll var. Sjálfur þreifaði hann sig áfram meðfram skrifborðinu, setti niður bók og fann um síð’r stól, sem hann lét fallast í. „Þakka yður fyrir!“ Helena þorði.ekki að líta á hann. Hann þreifaðist um, fann vindil og eld- spýtur og fór að reykja. „Kranich bóksali sagði, að ég yrði að heimsækja yður,“ sagði hún dauflega. „Já, hann hefur stökú sinr.um verið eins konar póstur fyrir okkur, borið mér kveðjur frá yð- , ur og gert mér fært að fylgjast . með yður, og þegar hann sagði mér, að þér munduð koma hing- að, bað ég yður að heimsækja mig. Það eru nokkur efnafræði- leg spursmál, sem ég vildi ræða við yður. Hve lengi verðið þér hér?“ ' „Það er ekki undir mér kom- ið, herra prófessor. Kranich bað mig að koma og sendi mér ferða- peninga. Eg bý hjá móður hans, og ég fer varla fyrri en —. Það gengur alls ekki vel fyrir hon- • um.“ „Já, er það þannig. Það er slæmt. Veit hann?“ „Eg veit það ekki, hann talar ekki um sjálfan sig, en hann þráir svo að lifa.“ „Já, það gerum við víst öll — er það ekki rétt?“ Ambrósíus reisti höfuðið og brosti. „Jú,“ svaraði Helena lágt og hreyfði fingurna lítils háttar. — Hún fann til óþæginda af að vera lokuð inni í þessu hálfrökkri, af blindu Ambrósíusar og fálmandi hreyfingum og hversu-þetta allt minnti á rústir, en úti fyrir var hinn bjarti sunnudagur með glampandi sól yfir borginni og ánni. „Þér voruð svo vingjarnleg, að senda mér doktorsritgerð yðar. Því miður hefi ég ekki ennþá get- að lesið hana,“ sagði Ambrósíus, þar sem hann sat blindur í dimmu herberginu með ljóshlíf fyrir eyðilögðum augum. „Við hvað hafið þér unnið og hvenær tók- , ur þér doktorstitilinn?" „Efnið var um pýrasólefnasam- bönd. Brokhaus lagaði efnið fyr- ir mig, og í ágúst í sumar er ár síðan ég varð doktor." „Kranich bóksali hefur sagt mér, að um langt skeið hafið þér ekkert haft að gera. Hafið þér fengið eitthvað nú?“ „Já, það má líklega segja það, ég get að minnsta kosti lifað á því.“ „Hvar er það? Eruð þér við iðnaðinn?" Helena hló. „Iðnaðurinn, endur tók hún, nei, herra prófessor, ég er í Brúnsdorf, litlu þorpi í Hannover, og þar er aðeins ein vélaverksmiðja, eln járnbrautar- stöð, einn læknir, ein lyfjabúð; annars ekkert meira. í lyfjabúð- inni er kjallari og í kjallaranum eru þrjár flöskur með Berstranda tilraunaglösum, og þarna niðri sit ég og rannsaka þvag fyrir íbúana í Brunsdorf. Það er allt og siunt." „Þér hefðuð nú ekki þurft að læra efnafræði til þess,“ ' sagði Ambrósíus óþolínmóður. „Eiginlega ekki,“ svaraði Hel- ena án beizkju, Askan frá vindlinum féll á hönd Ambróslusar; hann hrökk við, askan dreifðist um bækur og blöð, er hann fálmaði um. Það var hörmulegt að sjá. Hel- ena ýtti öskubakka að hönd hans. „Nú, þarna er hann þá, ég sá hann ekki strax,“ sagði hann og lagði vindilinn frá sér. Svo hélt hann áfram: „Eg hefi beðið yður að koma, vegna þess, að ég veit um stöðu, sem ef til vtll mundi hæfa yður. Það er ekkert venjulegt starf, en þér verðið fyrst að segja mér greinilega, hvernig þér hafið eytt ævinni síðan við hittumst síðast. Við starfið, sem hér er um að ræða, veltur nærri því eins mik- ið á skapgerðinni eins og færn- inni. Mér hefur stundum dottið í hug, að þér, einmitt þér, hefð- uð þá seiglu, hörku og þolin- mæði til að bera, sem þetta starf útheimtir. Mér finnst, að ég þurfi að bæta yður fyrir þann skaða, sem þér urðuð fyrir, likt og aðrir nemendur mínir, vegna sjúkleika míns. Þér munuð hafa orðið að byrja á öllu að nýju, er það ekki rétt?“ „Jú, það varð ekki neitt úr þessu með Azidofernsteinsýruna. En ég hefði nú allar götur orðið að skipta um háskóla, eins og þá var ástatt." „Já, já, það er alveg satt. Við höfum bæði framið lieimskupör og þau í stærra lagi, kæra starfs- systir. En það — sjáið þér til — sýnir styrkleika persónunnar, hvernig hún mætir því. Aðalat- riðið er, að drekka með virðuleik í botn þann kaleik, sem maður hefur sjálfur byrlað sér,“ sagði hann hlæjandi og minnti sern snöggvast á hinn gamla Ambrós- íus. Eri nú verð ég að yfirheyra yður. Sýnið nú því, sem liðið er, eins og það er nefnt við yíir- heyrslur." „Það er ekki mikið að segja, herra prófessor. Eg fór til Miin- chen, vann hjá Brokhaus, tók doktorsprófið með láði, hafði ekkert starf frá ágúst fram í nóv- ember, varð svo aðstoðarmaður við efnarannsóknarstofu, en fljót lega vísað burtu.“ „Og hvers vegna?“ „Af því ég á barn. Þér vitið, að það eru ríkjandi mjög strang- ar reglur í þeim efnum í iðnað- inum.“ „Hafið þér barnið hjá yður, eða er það í fóstri?" „Fyrstu sex mánuðina var það á barnahæli, en nú hefi ég það hjá mér. Það er þegar farið að ganga. Ó, það er svo yndislegt, herra prófessor; mér væri eng- in leið að skilja við það nú. — Eg verð að taka það fram strax vegna þessa starfs, sem þér vor- uð að tala um. Eg veit, að ég geri mér allt miklu erfiðara með þessu, en í þessum efnum slæ cg ekkert af, annað get ég ekki“. — sagði hún og néri saman hönd- unum harkalega. Ambrósíus heyrði það og brosti. „Það er leiðinlegt, hvað hér er dimmt, mér væri forvitni á að sjá, hvort þér hafið mikið breyzt,“ sagði hann, eins og ósjálfrátt. Svo hafði hann upp á vindlin- um og hélt áfram að reykja, með- an hann beiö eftir svari. „Hvað svo meira?“ „Svo er það ekkert meira, — herra prófessor. Nú vinn ég í Brunsdorf, er dáUtið lægra sett en aðstoðarmaður í efnarann- sóknarstofu og hefi sultarlaun. Eg hefi ekki komið í reglulega efnarannsóknarstofu síðan ég tók próf.“ „Engin tilraunastofa — ég veit hvað það er. Þó ekki sé nema lyktin. Maður þráir þessa and- styggilegu efnablöndulykt; dreym ir um hana — er það ekki eins með yður?“ Helena svaraði ekki. Það kom beizkjubragð í munninn á henr.i. Hln litla glæta, sem slapp inn með gluggahlerunum, var íarin að dofna, dauft endurskin lenti í hinu háa hvelfda enni Ambrós- íusar. „Þér eruð ekki sérstaklega málhreyf núna, ungfrú Willfuer," sagði hann óánægður. „Eg get svo sem greint aðalvörðurnar, en mig langar til að kynnast leið- inni á milli þeirra. Eg verð að vita um þá erfiðleika, sem þér áttuð við að stríða.“ „Veginn?“ endurtók Helena hugsandi og lokaði augunum, og hver myndin rak aðra í huga hennar. Á ég að segja yður frá, að léttasóttin byrjaði meðan ég stóð við vinnu mína í tilrauna- stofunni? Það byrjaði hálfum mánuði fyrir tímann. Ég bafði alltaf vonað, að verða búin með tilraunirnar, en svo fór allt á stað, meðan ég var önnum kafin í tilraunastofunni. Eg slökkti á ljósinu hjá mér og gekk út. Ná- grannijninn þarna, sem var Gyð- ingur og hét Bunsen, elti mig, hann náði í bíl og kom mér á fæðingardeildina. í stofunni hafði verið sett upp eins konar skilrúm. Og bak við það hljóðaði kona af öllum lífs og sálarkröftum um eilífðar tíma. Allt í einu varð allt hljótt, og sterk eterlykt gaus upp, svo heyrði ég barnsgrát, sjálf leið ég alveg hræðilegar kvalir. En ég kvartaði ekki þessa þrettán tíma, sem á þessu stóð, því í deildinni er mönnum mjög illa við, að konur hljóði mikið. — í stofunni lágu 12 konur, þrjár voru ógiftar fyrir utan mig, Allar hinar fengu heimsóknir, allar nema ég. Því fleiri heimsóknir, sem þær fengu, því meiri virð- ingar nutu þær. Við vorum ekki neinar merkispersónur þarna, — drengurinn minn og ég. Að tíu dögum liðnum fór ég aftur í efna fræðistofnunina, en því miður leið yfir mig. Prófessorinn varð mjög ergilegur, en lét mig á eft- ir fá tvo aukatíma. Eg hafði líka dregið saman ofurlitla fjár- upphæð með því að gerast fyrir- sæta. Kvölds og morguns fór ég á ungbarnaheimilið til að gefa barninu að sjúga. Um tíma, áður en ég tók prófið, átti ég enga peninga, ekki grænan eyri; en þá — þá hjálpaði rússneskur vinur minn; hann greiddi líka fyrir mig til barnaheimilisins, annars hefði barnið lent á framfæri hlns opinbera. Þá voru tímarnir mér erfiðastir. Hvernig ég komst í gegn um prófið, veit ég ekki; það var eins og það gerðist í draumi. Eg veit aðeins, að á eftir sat ég í herbergi þjónsins; það var kall- að á mig og Brokhaus sagði: „Eg óska til hamingju, frú doktor.“ CRANNARNIR Ég skít mig ekki út mamma, ég er á gúmmístígvélum. Þá rétti þjónninn frar -;:d- ina eftir drykkjupeningu - : é r átti þá enga til. Eg varð e *i sneypt. Prentkostnaður - lok - orsritgerðina varð minr : fcú- izt var við, svo ég fékl. í rv's. 50 mörk. Þá var það, ■ fór að leita eftir starfi. .krjf ~ aði fjöldann allan af u 'é rum og tilboðum og beið o, - e;t allt kom fyrir ekki, og - ng;r þessi 50 mörk til þurrc ': - * >1 ekki lengur gefið b 'n ; :T sjúga. Með aðstoð Kr: - 'ch fék'c ég lítilsháttar skriftir ~ ; bvf var fljótt lokið, og þat -."»r m;-'iT litið upp úr því að ha' i. Svo fór ég að sækja um, hva i var. sem sé að gæta barna ’-.-i mótf gestum, afgreiðsluste f — en-. alls staðar var mér nei -> 5. Eg var svo hörmulega að sjá og illa til fara, að enginn þorí' a!5 trúa mér fyrir neinu. Og- á ~ama tím* þráði maður svo að fá_ innu, já„ vinnu við efnafræði. " n tíma prjónaði ég pottalepp ‘'- rir fé- lag til hjálpar konur' fékk; sex peninga fyrir styi ' : — ea svo tók það líka enda ' „Já, — og svo?“ sp i Ams brósíus. „Það var svo heims' 'r . — þegar verið er að segj - ' rétt eins og verið sé r Það er ömurlegt að hlu tf: en þó gat það verra v ■ F %> átti þó barnið og má ’ ' e> - sækja það tvisvar á dag " » ve:t ekki, hvort þér skiljið h • r-;kiði ég hlakkaði til — ég gel h"'rt”r ekki lýst þvi.“ > ' „Ja-á,“ kom eins og s ' ' í frá prófessornum. Hanr i. • lagt vindilinn á undirlagið 'M'C 1 borðinu, þar lá hann, og fr.. h- - um lagði megnan óþef. „Svo fékk ég starfið hjá T er & Johne og tók barnið 1 i til mín. Eg bjó þá hjá sporv. s stjóra og kona hans annaTbt ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. október 1962 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.