Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—AÖstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Iíjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. £ uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 05.00 á mánuði. 1 lausasöJu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Aíþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Deyfilyfjamálið í. v Frh. of baksíbu máli. Þær upplýsingar um einsíök atvik, sem blaðið aflaði sér, voru þegar látnar lögreglunni í té, og sjálft birti blaðið eklti staf um málið, fyrr en það komst í hámæli af öðrum ástæðum. Og hverjar cru þær ástæður — sem neyða okk- ur til að trúa því, að misnotkun deyfilyfja sé stór- vaxandi hér á landi? Athugið þcssi atriði: ★ í skýrslu umferðamála frá yfirvöldunum kemur fram, að ekki aðeins hafi fleiri verið teknir drukknir við akstur en áður, heldur fari það vax andi, að fólk aki undir áhrifum annarlegra lyf ja. ★ Yfirlæknir slysavarðstofunnar segir, að notkun deyfilyfja sé óhugnanlega mikil. ★ I viðtali um Bláa bandið segir forstöðumaðitr þar, að eiturlyfjasjúklingar séu vaxandi vanda- mál fyrir þá stofnun, sem hafi ekki aðstöðu til að veita þeim þá aðhlynningu, scm þeir þurfa. ★ Fréttir segja frá því, að slökkviliðið hafi bjarg- að konu úr brennandi fötum, en hún hafi verið í annarlegu ásíandi, þó ekki af völdum áfengis. ★ Lyfjafræðingur segir í viðtali við Morgunblað- ið, að skynsamlegt sé að taka í taumana. ★ Starfsmenn rannsóknarlögreglunnar segja í blaðaviðtali, að neyzla deyfilyfja sé vaxandi vandamál. Þurfa Iesendur frekar vitnanna við? Hvaða upp lýsingar þurfa Tíminn og Morgunblaðið frekar til að trúa því, að hér sé vandamál á ferð? Ofan á allt þetta verður að bæta reynslu ná- grannaþjóða á síðustu árum. Hér á landi er því mið ur tilhneyging til að halda, að Islendingar séu öðru vísi en aðrar þjóðir og slík vandamál sem þetta geti ekki komið upp hér. En það er ekki rétt. Þetta get- ur hæglega orðið eins stórfellt vandamál á íslandi og það er í öðrum löndum, sem búa við svipuð lífs- kjör. Og þær upplýsingar, sem Vísir og Alþýðu- blaðið hafa birt, benda eindregið til þess, að hætt- an sé vaxanai. Pillufarganið er byrjunin á alvar- legri eiturlyfjum, og það er auðvelt að smygla þeim, ekki sízt hjá þjóð sem tekur smygl eins létt og ísiendingar gera. Hið skuggalegasta við eiturlyfjamál er sú stað reynd, að unglingar dragast svo auðveldlega inn í ueyzlu þeirra. í næstu löndum eru þessi lyf seld unglingum á skólaaldri í stórum stíl og reynast ör ugg leið til afbrota. Þetta mál er vissulega þess virði, að því sé al- ■yarlegur gaumur gefinn hér á íslandi. Ef við get- úm fyrirbyggt, að eiturlyfjanotkun breiðist út, ger um við þjóðinni, sérstaklega æskunni, mikinn greiða. ■'i ■' .......... 2 23. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ SJÓNVÁRPSTÆKI HINNA VANDLÁTU Önnumst eínnigr uppsetningru sjónvarpsloftneta — Uppsetning- argjald kr. 600.00. — Sjónvarpsloftnet, mjög langdregin, fyrirliggjandi. Hverfisgöfu - Klapparstíg HANNES A HORNINU ★ Óhreinir menn í strætis vögnum. ★ Reglur, sem ekki er hægt að brjóta. ★ Hungrið og jólagjafirn- ar. ★ Geimskotin og himna- ríki. ÞAÐ ER ALLMIKIÐ vandamál, hvernig menn, sem ekki skipta um föt á vinnustað, en stunáa óþrifa- lega vinnu, eiga að fara að því, að fara milli heimila og vinnu- staða. í raun og veru er það ekki neitt vafamál, að óþrifalegir menn geta ekki ætlazt til þess að þeim só veittur aðgangur að strætisvögn- um, því að óþrifin, ryð, olía, fisk- slor og allt þess háttar, getur al- veg eyðilagt föt annara farþega, og það verður að fyrirbvggja. ÞAÐ FÆRIST MJÖG í vöxt, að menn skipti um föt á vinnustað en sumir sýna svo mikið kæruleysi í þessu efni, að þeir gera það ekki þó að þeir geti það, en troða sér inn í strætisvagnana og óhreinka föt hinna farþeganna. Þetta verð: ur þessum mönnum að vera ljóst og vagnstjórarnir geta ekki leyft þeim að fara inn í vagnana óhrein um og troðast þar um. MÓÐIR SKRIFAR: „Mér datt í hug, þegar ég sá myndirnar af börnunum í Alþýðublaðinu fyira sunnudag og ég las um hörmung- arnar í Alsír, hvort íslenzkar mæð ur vildu ekki ræða við börn sín um það, að þau gæfu andvirði þeirra jólagjafa, sem þau kynnu að eiga í vændum um næstu ml, til þess að gefa svöngu börnunum í Alsír. KRISTUR SEGIR eitthvað ó þessa leið: „ Ef þér ljúkið upp fyrir einum smælingjanum, þá ljúkið þér upp fyrir mér“. Mundi ekki það verða meiri jólagjöf að eiga vitund um það, að hafa satt hungur lítils barns, lieldur en þó að glaðzt væri kvöldstund við jóla- gjöf? Ég hygg það. Að minnsta kosti mundi það hafa góð áhrif á börnin okkar, að ræða við þau um þetta mál. — Ég vil að lokum hvetja alla til þess að styðja þessa söfnun af alefli. Sérstaklega Vil óg mælast til þess, að safnað sé a vinnustöðum“. GEIMSKOTIN, hringsól gervi- hnatta og eldflauga úti í geimnum botnveltir hugmyr.dum aldraðs íólks og jafnvel margra ungra manna um víða veröld. Menn dást að tækninni — og ielja að síðustu afrekin sýni það og sanni, að mönnunum sé fátt ómáttugt. Ný- lega kom kona til mín með vísu og lýsir hún þessu. Það bregður fyrir glettni í vísunni, en samt sem áð- ur er alvara á bak við. Vísan er svona: Mig er hætt að langa til himna. Ég hræðist þar geimskotin. Ef guð sjálfur helzt ei við heima, hvar er þá friðsældin? En andi undirheima, er orðinn þar húsbóndinn. SVONA SLÆMT er það þó ekkl, Gæti maður ekki alveg eins sagt, að jörðin sé undir stjörnunum —. og að einmitt hér séu undirheim- ar. Það er að minnsta kosti margt sem bendir til þess: hungrið, vígin, ófriðurinn, klækirnir, bardagi allra gegn öllum. GúmmístimpiII f í kúlupenna | Stimplagerðin Sími 10615. 1 [SKIPAUtGCRB RIKIS1NS M.s. Baldur f fer til Gilsfjarðar- og Hvammi fjarðarhafna 24. þ. m. Vörumóttaka í dag til Rifshafn ar, Skarðsstöðvar, Króksfjarðar- ness, Hjallaness og Búðardals,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.