Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 7
ALLT vilja þeir til vinna a5 hljóta andlitsörin. Þetta er ófagur leikur og heimskulegur, sem sjá má af meðfylgjandi mynd. Og hann er orðinn hugsandi mönnum áhyggjuefni - rétt einu sinni- EINN þeirra siða, sem enn eru við líði í Evrópu og sá allra versti. eru þýzku einvígin. Einvígið, þessi skylmingabar- dagi, sem er skilyrði til inngöngu í viss þýzk stúdentafélög, og sem miðar að því, að gefa andstseðingn- um sár í andlitið, svo að þeir geti borið merki félagsins —- er nú aftur kominn á dagskrá. Eimmtán háskólaprófessorar í Vestur-Þýzkalandi hafa ritað und- ir skjal, þar sem þessum ljóta í;ío er harðlega mótmælt og þess kraf- izt að hann sé þegar í stað þagg- aður niður. Ástæðan til þessarar yfirlýsing- ar prófessoranna er sú, að nú sé ágætt tækifæri til þess fyrir yf- irvöldin, að kveða þennan ósoma niður. Hvort þeir fá stuðning almern- ings og yfirvalda í þessu baráttu- máli er enn óvíst, en tíminn mun skera úr um það. Tvennt bendir til þess, að bar- átta þeirra verði árangurslaus. Fyrra atriðið,— og það jákvæð- ara er það, að vestur-þýzk yfirvöld stefna að því, að skerða sem ailra minnst hið borgaralega frelsi. Þannig er borgurunum gefinn rétt ur til að haga sér allfrjálslega — þar með eru talin einvígin, .— ón þess að nokkur skipti sér af þeim. Hitt atriðið er það, að nú sitja í réttarstólum í Þýzkalandi a!I- margir gamlir háskólanemendtir, | sem fyrr háðu einvígi sem þessi og eru ennþá hlynntir þeim, — og hlynntari eftir því sem þeir eldast. Einvígin má segja tilkomin vegna mikillar þjóðerniskenndar í sambandi við manndómstákn, og allavega hafa þau sín vissu áhrif meðal þeirra manna, sem þarr stunda og síðar meir verða flestir ráðandi eða háttsettir menn * hinu vestur-þýzka þjóðfélagi. Þau áhrif eru að Þjóðvorjanum. finnst, sem hann sé allt si:t líf tilheyrandi einhverjum féiagsskap, — bundinn einhverjum líöndum. Þeir bera sýnileg merki þess. aft þeir hafa gengið í gegn urn æðstu skóla og hinn sérkennilega og of- dirfskufulla „Burschenschaft- hugs anagang“. Þessi sár í andlitinu vekja aff vissu leyti traust og vissa afstöðu við fyrstu kynni af persónunni, .— þau segja ótvírætt sitt. Því er þannig háttað, að allsstaðar, t Þýzkalandi sitja bankstjórar hátt- settir embættismenn og fleiri, sem auglýst hafa stöður lausar og bíða eftir því, að fá umsækjanda, seru hefur nokkur hressileg ör eftir slík einvígi á andlitinu. Þessi sérstöku áhrif einvíganna í landinu gæti eigi að síður ráðið þeim að fullu. Einn af fremstu stjórnmálaprófessorum Þjóðverja, doktor Echenburg í Túbingen, hef ur slegið þeirri skoðun sinni fram, að svo geti farið að íþróttafélög taki þessi einvígi upp á dagskrá sína og þá um leið tapar örið t andliti háskólaborgarans gildi sínu, því að á eftir geta steypuverka- Framhald á 14. síðu. ÞANN 12. október s. I. var í Keykjavík undirritaður samningur um smíði á nýjum Djúpbát fyrir ísafjarðardjúp, en núvcrandi djúp bátur, Fagranesið, er orðinn mjög gamail og úr sér genginn, byggður úr furu í Noregi 1934. Samninginn undirritaði Matlhí- as Bjarnason, forstjóri H/f Djúp- bátsins, og Winstens, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar Ankerlök- ken Verft A/S, í Flörö í Noregi Teikningar og smíðalýsingu 1 greiðslutími þar líka 12 mánuðir. skipsins gerði Hjálmar R Bárðar-jHins vegar varð íslenzka skipa- smíðastöðin að fá allan byggingar- kostnað greiddan jafnóðum rneðan á smíðinni stóð, en slíkar greiðsl- ur ■ gat H/f Ðjúpbáturinn ekki innt af hendi. Skipasmíðastöðinni íslenzku var gefinn kostur á að fá nokkurn frest til að ræða lána- möguleika við íslenzka banka, en tókst ekki að fá lán til smíðinnar, og var þá ákveðið að semja við son, skipaverkfr., og var smíði skipsins boðin út. Þegar tímafrest ur rann út, höfðu borizt 9 tilboð, og var hagstæðasta tilboðið frá Ankerlökken Verft A/S, Florö, tæpar 8 milljónir íslenzkra króna, afgreiðslutími 12 mánuðir, og lán veitt fyrir 70% byggingarkostnað- ar til 7 ára. Mjög líkt að upphæð var íslenzkt tilboð, og var af- hina norsku skipasmíðastöð. — Þess skal getið að mismunurinn á lægsta og hæsta tilboði, sem barst í þennan nýja djúpbát var rúmar 3 milljónir íslenzkra króna. Djúpbáturinn nýi verður stál- skip, 22,4 metrar mUli lóðlína, en mesta lengd 25,80 metrar. Stærð skipsins verður líklega um 120 brúttólestir. Það verður knúið 500 hestafla Lister aðalvél tengd Framhald á 14. síðu. ÆSTA ÆJM FYRRVERANDI farmaður brezka íhaldsflokksins, Lord Woolton, er nú orðinn átt- ræður. Hann hefur alla æv». átt annríkt og ekki gefið sér tíma til að sinna kvenfólki. Nú, eftir að hægjast fer urn í ellinni, hefur hann ákveðið að opinbera trúlofun sína, og sú hamingjusama er sextug að aldri, hcitir Margaretlia Thomas og var áður læknir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. október 1962 J ' \}f\ 11 \j'U S í$* i ^ ? ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.