Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 10
Ritstióri: ÖRN EIÐSSON Þetta eru Bikarmeistarar KR 1962, aftari röð talið frá vinstri: Ellert Srhram, Hreið- ar Ársselsson, (fyrirliði). Sig urþór Jakobsson, Gunnar Felixson, Garðar Arnason, Hörður Felixson og Bjarni Felixson. Fremri röð talið frá vinstri: Örn Steinsen, Jón Sigurðsson, Sveimi Jónsson, (Guðmundur Svembjörnsson varaformaður KSf, sem af- benti verðlaun) og Heimir jGuðjónsson. Ljósm. Aliíbl. RG ★ Tomasek, Tékkóslóvakíu hefur enn bætt tékkneska metið í stang- arstökki, nú stökk hann 4,72 m. Gamla met hans var 4,63 m. Annar i keppninni var Patak með 4,55 m. og hann notaðist við stálstöng. ★ Á móti í Madrid hljóp Argen- tínumað'urinn Dyrzka 400 m. grind á 50,9 sek. KR sigraði Fram auðveldlega 3:0 ÍSLANDSMEISTARAR Fram voru „vegnir og léttvægir fundnir” í Viðskiptum sínum við KR, í úr- slitaleik Bikarkeppninnar, á sunnu daginn. G’uldu þeir mikið afhroð og töpuðu leiknum, sem af þeirra hálfu var meira og minna í moi- um, fjörlaus og skipulíagslítill, með þrem mörkum gegn engu. Máttu telja sig heppna, með þau úrslit. KR-liðið kom sýnilega ákveðið til leiks í því að berjast til þraut- ar og láta eklci sitt eftir liggja, að tryggja sér þriðja Bikarinn í röð, eem það og gerði. Leikur KR að þessu sinni, er einn með beztu leikjum liðsins í sumar. Allsterkur vindur var í upphafi leiks, sem hélzt allan fyrri hálf- leikinn, og stóð nær beint á mark- ið. KR vann hlutkestið og kaus að leika undan vindinum, svo sein 'sjálfsagt var. Um næstum látlausa sókn af þeirra hólfu var að ræða, allan fyrri hálfleikinn, að undan- skyldum einum eða tveim máttiaus nm sóknarfieigum Fram. Er 17 mínútur voru liðnar af leiknum, kom fyrsta markið skall að inn af Ellert úr hornspyrnu, sem Örn Steinsen tók. Maukvörð- tirlnn, Hallkell, sá sem gat sér hvað bezt orð í seinni hálfieik Fram við ÍBK á dögunum, er hann tók við af Geir fingurbrotnum, svo sem muna má, hefði sennilega getað varið, ef hann hefði verið nógu snar út. En eftir að boltinn hafði þrumað að markinu, af höfði Ellerts, var það vonlaust. — Nokkru síðar átti Sveinn hörku- gott skot í slá, en boltinn hrökk fram og var spyrnt frá. Aðeins nokkrum mínútum síðar skorar svo Ellert annað markið, úr send- ingu frá Garðari og loks er fimm mín. voru eftir af hálfleiknum, skallar Gunnar Felixsson og skor- ar þriðja markið. Komst hann inn fyrir vörnina með því að fylgja fast á eftir. Almennt var búizt við því að Fram myndi jafna nokkuð metin í síðari hálfleiknum, er vindurinn kæmi í þeirra hlut. En nokkuð dró úr honum, einkum er á leið. Hinsvegar tókst Fram ekki að ná neinum betri árangri, en 1 fyrri leiknum. KR-ingar virtust telja hér nóg að gert. Styrktu vörn sína og efldu, til þess að tryggja það, sem fengist hafði og láta við svo búið standa. Fram tókst ekki að ógna marki þeirra að neinu gagni. Framlínan var sundurlaus og næsta óvirk. Baldvin Baldvinsson, hennar harðastur, barðist að mestu án aðstoðar og átti oft í höggi við þrjá til fjóra KR-inga, og mátti lítt við margnum. Skot 'að marki KR komu fá og yfirleitt léleg. Markið var eiginlega aldrei, allan leikinn, í neinni yfirvofandi hættu. í framlínu Fram var það helzt Baldvin, sem reyndi að berj- ast eitthvað, en að öðru leyti var framlínan máttlaus. í vörninni var það Guðjón, sem fyrri daginu, er bar af. Markvörðurinn ungi stóð sig furðu vel, miðað við aðstæður Báðir framverðirnir, Ragnar og Hrannar, voru ekki nándar nærri eins og þeir geta beztir verið, einkum var áberandi hvað Hrann- ar var nú slappur, sem annars I hefur verið í hópi okkar beztu framvarða. Hinrik Eiiiarsson á h. kanti, nýliði, skorti mjög áræði og reynslu, sem von rar. Annars var það áberandi hvað Framliðið í heild átti mikið af röngum send- | ingum í leiknum, nær allir leik- mennirnir gerðu sig seka um, hvað eftir annað, að senda knött- inn á mótherja. í lið Frara vant- aði þá Baldur Scheving og Guð- mund Óskarsson, en fjarvera þeirra afsakar á engan hátt, hina lélegu frammistöðu liðsins í heild. í liði KR barðigt hver maður af dugnaði og var sýnilega ákveðinn í að gera sitt bezta. KR-ingar liafa líka sýnt það, öðrum flokkum bet- ur, að þeir geta barizt af samein- Framhald á 11. síðu Mörkin þrjú Hér eru mörkin þrjú, sem KR skoraði í leiknum gegn Fram. Efst er fyrsta markið sem Ellert skoraði glæsilega með skalla. Ellert skoraði einnig annað markið og ncðst sést Gunnar Felixson skora þriðja markiö með skalla. Ljósm. Alþbl. EG. Þeir unnu bikarinn! 10 23- október 1S62 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 5WI >4vt'V.v; -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.