Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 11
Reykjavíkurmót í handknattleik: Fram varsn Armann naum lega í meistaraflokki og Þróttur sigraði KR MEISTARAMÓT Reykjavíkur í handknattléik, það 17. í röðinni, hófst að Hálogalandi laugardag- inn. Var íþróttahúsið þéttsetið á- liorfendum. Andrés Bergmann, varaformað- ur íþróttabandalags Reykjavíkur setti mótið og rakti nokkuð sögu þess og handknattleiksins í höf- uðstaðnum. Hann sagði m. a., að ein aðalorsök þess að nú væri að rísa af grunni nýtt og glæsilegt íþróttahús í Laugardalnum, væri sú, að handknattleikurinn hefði sprengt utan af sér Hálogalands- húsið. Sem dæmi um vöxt hand- Bikarkeppnin knattleiksins mætti nefna það, að á fyrsta mótinu, sem stóð í 8 daga, hefðu þátttakendur verið 25, en núna á því 17., væru þeir tæplega 500 og mótið stæði í 8 vikur. Að lokinni setningarræðu A. Berg- j manns, hófst keppnin. I Fyrsti leikur kvöldsins var í 3. flokki karla og þar áttust við Ár- mann og Fram. Þetta eru býsna j skemmtileg og létt leikandi líð. | Fram tók forystu í mörkum og hélt henni út leikinn. Þeir skor- uðu 2 mörk gegn engu í fyrri hálf- leik, en í þeim síðari sóttu Ár- menningar sig og munaði aðeins 1 marki við leikslok, Fram vann með 3 mörkum gegn 2. Dómari var Einar Hjartarson. ur verið, að Víkingur sé í góðri æfingu og komi til greina sem sigurvegari í mótinu. Þeir stóðu ekki undir þessum orðrómi, á laug ardaginn léku þeir skipulagslaust og flestar aðgerðir þeirra voru ein- hæfar. Að vísu sigruðu þeir II. Framhald á 13. síðu. Framhald af 10. síðu. uðum krafti og með sigurvilja, þegar eitthvað liggur við. það sýndu þeir nú og það hafa þeir oft sýnt áður. Vörnin er sterk og erfitt að sækja gegn henni, ekki hvað sízt þegar búið er að styrkja hana, eins og gert var í síðari hálf leiknum nú. í framlínunni átti Örn Steinsen ágætan leik, og er sem óðast að ná sínu fyrra gengi, sem útherji, en hann hefur verið einn okkar allra bezti leikmaður í þeirri stöðu. Annars átti framlín- an í heild allgóðan leik, að þessu sinni, en einna sprettharðasti og leiknasti maður hennar, er Jón Sig urðsson innherji. Grétar Norðfjörð dæmdi leik- inn og var alls ekki nógu nákvæm- ur í dómum sínum eða samkvæm- ur sjálfum sér. Að leik loknum afhenti varafor- maður KSÍ, Guðmundur Svein- björnsson, i forföllum formanns Björgvin Schram, sigurvegurun- um, verðlaunabikarinn, hinn veg- legasta grip, gefinn af Trygginga- miðstöðinni hf. ásamt hinum 11 heiðurspeningum. í ræðu, sem varaformaðurinn hélt við þetta tækifæri gat hann þess, að Bikar- keppnin hefði verið hafin 1960. Þetta væri í þriðja sinn, sem hún færi fram, og KR hefði borið sig- ur af Hólmi í öll þessi þrjú skipti. Bikarkeppnin, þar sem lið er úr leik þegar eftir ósigur, ætti vax- andi vinsældum að fagna. Það sést ist hvað gleggst á hinni miklu og i auknu aðsókn þátttakenda í keppnj inni og áhorfendafjölgun ár frá ári. Þetta er keppnisform, er fjöidanum geðjast að, sagði Guð- mundur. Að ræðu formanns lokinni voru sigurvegararnir og aðrir þátttak- endur hylltir með öflugu ferföldu húrrahrópi. EB Övænt úrslit í yngri flokkum A sunnudagskvöld hélt Rvíkur- mótið í liandknattleik áfram að Hálogalandi. Voru eingöngu háðir leikir í yngri flokkunum. Úrslit: 2. fl. kvenna: Víkingur — Fram 7:4 Ármann — KR 6:2 Valur — Þróttur 8:3 3. fl. karla A: KR - Valur 8:6 3. fl. karla B: Víkingur — ÍR 9:4 2. fl. karla A: KR — Fram 6:5 Valur - ÍR 11:10 2. fl. karla B: Víkingur — Ármann 9:5 * ARMENNINGAR ÓGNUÐU FRAM Næst fóru fram þrír leikir í meist- araflokki karla og frekar voru þeir tilþrifalitlir, ef undan er skilinn leikur Ármanns og Fram, sem var spennandi og á köflum allvel leik- inn. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var milli Víkings og Vals. Sagt hef- Jón Þ. setti glæsilegt met2,06m. Á laugardaginn setti Jón Þ. Ólafsson nýtt íslandsmet í hástökki með atrennu á inn anhússmóti í ÍR-húsinu við Túngötu. Jón stökk 2,06 m., en gamla metið, sem Jón átti sjálfur var 2,02 m. Jón tvíbætti metið, hann hóf keppnina á 1,98 og fór yfir í annarri tilraun, síðan lét hann hækka í 2,03 og fór yfir í fyrstu tilraun. Næst var rá- in hækkuð í 2,06 m. og Jón flaug fallega yfir hæðina í annarri tilraun. Hann reyndi við 2,08 m. og átti góðar til- raunir. Jón sigraði einnig í hástökki án atrennu og stökk 1,65 m. og í langstökki án atr. 3,30 m. Lúðvík Lúðvíksson skorar fyrir Armann í mfl. Enska knattspyrnan VEGNA landsleikjanna írland— England og Wales — Skotland, var fimm leikjum frestað í 1. deild, 2 í 2. deild og einum í 3. deild og Skotlandi. Flestum áhorfendanna í Belfast að leik írlands og Englands, gramdist það að leikmaður með jafn írsku nafni og O’Grady skyldi ekki vera í írska liðinu. Nei, þetta var vinstri úth. Englands frá Hud- dersfield, sem var að „debutera" í enska landsliðinu og átti geysigóð- an leik. Enska liðið átti nú mun betri leik en gegn Frökkum. Greaves skoraði fyrsta markið á 37. mín. fyrri hálfleiks og var staðan sú eftir 45 mín. Stuttu eft- ir að seinni hálfleikur hófst, tókst ★ Barras, Sviss stökk nýlcga 4,55 m. á stöng, sem er nýtt svissneskt met. T*r Franska frjálsiþróttasambandið hefur boðið þjálfaranum Valenius og Risto Ankio tíl Frakklands um mánaðarmótin. Þeir eiga að leið- beina frönskum stökkvurum í nokkrar vikur. :<ss-. ■ írum að jafna og var þar að verkl Barr frá Coventry. Fimmtán mín. fyrir leikslok sendi Greaves fallega sendingu til O’Grady sem skoraði. O’Grady skoraði svo aftur 4. mín. fyrir leikslok og kórónaði þarmeð mjög góðan „debutleik”. t-jCardiff, þar sem leikur Wales og Skotlands fór fram, var það annar útherji, sem átti hug- og hjarta áhorfenda. Hinn 18 ára gamli Henderson frá Rangers lék Hopkins vinstri bakvörð sundur og saman og var Henderson borinn út af leikvelli að leik loknum af félögum sínum. Caldow skoraði fyrsta mark Skotlands úr vítaspyrnu, en I. AU- church jafnaði. D. Law, sem eínr.- ig átti ágætan leik skoraði annað mark Skotlands og Henderson það þriðja. Rétt fyrir leikslok tókst J. Charles að skora annað mark Wa- les með skalla. Úrslit leikjanna á laugardag: 1. deild: A. Villa 1 — Leyton 0 Blackbum 2 — Leicester 0 Blackpool 0 -- Fulham 0 Ipswich 1 -- W. Bromwieh 1 Manch. City 3 - Sheff. Wed. 2 Sheff. Utd. 4 - Bolton 1 2. deild: Bury 0 — Preston 0 Charlton 0 — Grimsby 3 Chelsea 3 — Middlesbro 2 Leeds 1 — Newcastle 0 Rotherham 3 -- Plymouth 2 Stoke 3 — Norwich 0 Sunderland 6 — Walsall 0 SKOTLAND Airdrie 2 -- Falkirk 1 Celtic 1 —Dundee Utd. 0 Dundee 1 — Kilmarnock 0 Ilearts 2 -- Motherwell 1 Partick 2 — Dunfermline 1 O. of South 2 — Aberdeen 1 Raith R. 1 - Clyde 1 Mirren 2 — Hibernian 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. október 1962 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.