Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 1
MUNIÐ EFTIR BÖRNUNUM ÞAÐ er dagur sameinuðu þjóðanna í dag, og þá er alveg kjöríð tækífæri til þess að minnast barnanna> sem eiga við bág kjör að búa- Það er líka dagur Barnahjálpar sameinuðu þjóðanna í dag- Við íslendingar getum minnzt hungruðu barnanna í Alsír og lagt okkar skerf þannig f am til þess að bæta þennan heim. ( veitingahúsinu Nausti hefur verið settur upp kútur, sem hafður er fyrir samskotabauk. Um það skal sagt: Wlt, sem er vel gert, skal þakkað. Sjá meira um S. Þ. á 5. síðu. ÚAGUR SAMEIN- UÐU ÞJÖÐANNA EQfíSflD 43. árg. - Hiðvikudagur 24- október 1962 - 234- tbl. Birgir Finnsson í fjárlagaræðu: prósent hækkun t rygginga Birgir Finnsson. GREIÐSLUR ríkisins til al- mannatrygginga og annarra félags- mála hafa hækkað síðan vinstri stjórnin fór frá völdum 1958 um 480% að því er Birgir Finnsson skýrði írá í ræðu sinni við fjár- lagaumræðuna á Alþingi í gær- kvöldi. Þessi útgjöld námu þá að- eins 106 milljónum króna, en eru áætlaðar á næsta ári 504 milljónir Birgir ræddi um það, hvernig sjálf fjölgun þjóðarinnar sykur ó- hjákvæmilega útgjöld rík'sins, tsl dæmis til skóla og sjúkrahúsa Hann ræddi launamál oninberra starfsmanna og skýrði frá því, að starfsmenn rikisins væru nú 5000 og væru laun þeirra í fjárlögum lun 500 mllljónir króna. Hann bentí á samhengi það, sem er milli almennra launa- og verðlagsmála í landinu og útgjalda rikisins, sem hækkuðu óhjákvæmileea og yrðu Framh. á 1 síðu Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til sérstaks skyndifundar á þriðjudagskvöld að frumkvæði Bandaríkjamanna til þess að ræða Kúbu- máfiff. Fulltrúi Bandaríkjamanna bar fram ályktunartillögu, þar sem þess er krafizt að öll árásarvopn verði flutt burtu frá Kúbu. Meðan á fundinum stóð, höfðu bandarísk herskip slegið hring um Kúbu. Samkvæmt fregnum seint á þriðjudagskvöld voru mörg rúss- nesk skip á leið til Kúbu. Þar á meðal var stórt skip, sem talið var að Bandaríkjamenn kynnu að stöðva fyrst og smíðað sé sérstaklega til þess að fiytja eldflaugar. Skip þetta mun vera á leið til Havana. Jafnframt þessu var gripið til gagnráðstafana í Sovétríkjunum. - Öll leyfi hermanna voru afturkölluð. Á fundi Amerikubandalagsins á þriðjudag voru ráðstaf anir Bandaríkjanna gagnvart Kúbu KASTLJÓS Á KÚBU í OPNU namþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en þær fela í sér að Bandarikin koma í ve,í fyt ir vígbúnaðinn á Kúbu með valdi ef hauðsynlegt reynist. Fregnir frá Kúbu sjálfri herma að þar ríki nú hernaðarástand. Fidel Castro forsætisráðherra átti að halda ræðu til þjóðarinnar eftir miðnætti að ísl. tíma. A fundi Öryggisráðsins báru fuUtrúar Kúbu og Sovéíríkjanna fram gagntillögu. Þar var siglinga banni Bandarikjanna á Kúbu harð- Iega mótmælt. Adlai Stevenson, forma'ður sendi nefndar Bandaríkjanaa hja S.þ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.