Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gísli J. Ástþórrson (áb) og Benedikt Gröndal,—ASstoSarritstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Iijálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasíml: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiöja A'þýðublaðsins, Hveríisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 63.00 6 mánuði. I iausasöiu kr. 4.00 eint. Útgeíandi: Aiþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. KÚBA .... A SÍNUM tíma þótti frjálslyndum mönnum um beim allan eðlilegt, að harðstjóm Batista á Kúbu væri kollvarpað, og 'bylting Castros naut mikillar samúðar. Það eru duttlungar örlaganna, að hann fékk veigamikinn stuðning frá Bandaríkjamönn- um. Þessi bylting hefði getað blessazt fyrir kúb- önsku þjóðina eins og sú mexíkanska á sínum tíma. Það var óhjákvæmilegt að taka stórar landeignir útlendinga og skipta milli fátækra bænda og gera fleiri ráðstafanir. Það var jafnvel eðlilegt, að stjórn Castros bætti varnaraðstöðu sína eftir innrásina í Svínaflóa. En það hefur allt annað gerzí. Castro, bróðir hans og Che Guevara hafa reynzt hreinir kommun istaageníar. Þeir hafa ekki aðeins fengið varnar- vopn frá Sovétríkjunum, heldur leyft þeim að koma upp togarastöð og nú síðast eldflaugastöðvum fyr ir kjarnorkuvopn. Kúbönsku þjóðinni er haldið niðri með vopnakúgun og aftökum — verri en í tíð Batista. Hvaða þörf var kúbönsku byltingunni á árásarvopnum, sem geta lagt Washington og Pan- amaskurð í rúst? Þessar síðustu aðgerðir eru óskýranlegar frá kúbönsku sjónarmiði. Þær eru hluti af sókn Sovét- valdsins til heimsyfirráða, ögrun í garð Ameríku- ríkja, sem hefði fyrir 50—100 árum umsvifalaust komið af stað styrjöld, hvaða stórveldi sem í hlut hefðu átt. Málstaður Bandaríkjamanna virðist vera sterk ur. Hvernig hefðu Hússar til dæmis brugðizt við, ef Bandaríkjamenn hefðu leynilega komið upp (kjarnorku-eldflaugastöðvum í Finnlnndi, með skothæfni á Leningrad og Moskvu? Tillaga Banda ríkjamanna um lausn málsins er einnig hófleg og skynsamleg. Þeir vilja stöðva þennan árásarundir- búning á Kúbu og láta eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna tryggja þá framkvæmd, en að því fengnu afturkalla vopnabann sitt á landið. Þeir sem vilja viðhalda jafnvægi síðustu ára rþilli austurs og vesturs og byggja á því varanlegan heimsfrið, hljóta að óska eftir, að þessi leið verði farin til að Ieysa málið. Þannig er eðlilegt að hrinda þessari síðustu ögrun heimskommúnismans við friðinn. . . . OG KÍNA FREGNIR írá Kúbu eru alvarlegar, en þó er ekki síður uggvænlegt að heyra opinberlega sagt í Peking, að kínverska stjórnin viðurkenni ekki leng ur MacMahon línuna. Þetta getur þýtt margra ára stju-jöld í Himalayafjöllum og hörmungar, sem eþki verður spáð fyrir. Og þar eiga í hlut þjóðir, Kínverjar og Indverjar, sem þyrftu að beita allri orku sinni til að bæta lífskjör fólksins. mVWHWWWWWWWWWWMWWWWHWWWMMW AMERfKURIKI TYÐJA USA WASHINGTON 23. október (NTB-Reuter) Bandamenn Bandaríkjanna í Ameríku lýstu yfir nær eindregnum stu3r:ingi sínum við fyrirætlun Ker.nedys um siglingabann á Kúbu á fundi Ameríkubandalagsins (OAS) í gærkvöldi. FuHtrúarnir samJjykVtu, að stöðva bæri frekari flutning vopna, sem nota mætti í árás- aírskyni, til eyjunnar. Flestir sendimenn Suður-Aincríkuríkj- anna létu í ljós stuðning sinn við sjónarmið Kenuedys á sér- - stökum fundi Amerik 'banda lagsins, sem haldinn var i Washington. ÖH ríkin, að Boiliviu undan- skilinni, samþykktu tillögu um, að skoða beri ráðið sérstaka ráöfæringanefnd, er ræða eigi tillögu Bandaríkjamanna um sameiginiegar aðgerðir, þar með talin beiting vopna, til þess að stöðva flutning vopna til Kúbu. Það var bandaríski utanríkis ráðherrann, Dean Rusk, sem setti fundinn og krafðist þess, að bandalagið vígbyggist vegna Kúbu-deilunnar og þess yrði krafizt, að herstbðvar á Kubu, þar sem höfð væru vopn er nota mætti í árásarsfcyni, yrðu fjar- lægðar. Rusk sagði í ræðu sinni, að sannað væri að Sovétríkin stæðu fyrir víðtækum vígbúnaði á Kúbu. Þangaö hefðu þau fiutt mjög fullkomin vopn, sem hefð'u mikinn eyðingarmátt. Rusk sagði, að þessi árásarvíg búnaður beindist ekki. aðeins gegn Bandaríkjunum Iieldur cinnig hcrnaðarlegum mikil- vægum stöðum í Norður- og Suður-Amcríku. Kúbanska þjóð in hefði færzt í sífeJH meiri á- nauð í viffskiptum siuum við Sovétríkin. íhlutun Sovétríkj- anna í Vesturheimi með öfl- ugum árásarvopnum væri ögrun sem ættu sér enga hliðstæðu, gegn vilja ríkja Ameríku til þess að standa við skuldbind- ingar sínar samkvæmt samning- um Ameríkuríkja um gagn- kvæman stuðning. wwwvwwwiwwwwwwwwwwwwwww 480 prósen Framhald af 1. síðu. Fjármálaráðherra Gunnar Thor- oddsen flutti klukkustundae ræðu og gerði þar ekki aðeins grcin fyrir fjárlagafrumvarpinu, sem gerir ráð fyrir tekjuafgangi án nýra skatt- stiga, heldur einnig farsælii fjár- málastjórn alla tíð núverandi rík- isstjórnar. Gerði hann meðal ann ars grein fyrir margvíslegri við- leitni til hagsýni og sparnaðar, sem kæmi fram á æ fleiri sviðum Gat hann um stórfellda athugun á bifreiða- og vélaleigu rikisstofn MWWMWWWWWWHW9W Portsígalar skjóta á Indónesisk skip DJAKARTA 23. okt (NTB- Reuter). Indónesiska frétta- slofan Antara skýrði frá því í gær að portúgölsk strand- virki á eynni Timor væru farin að skjnta á indónesk- skip. Um leið var sagt frá því aff Portúgalir hefðu drep- ið þrjá Indóncsa í skærum sem urðu á eyju nokkurri, sem skiptist milli Portúgala og Indónesa. Eyjan Timor liggur réit fyrir sunnan Java. Antara fréttastofan scgir að indónes- ísk skip scu vön að sigla mjög nálægt Timor vegna þess að sjóleiðin fjær landi sé mjög hættuleg. Indónesar haida þvi fram aö miklu af Ijrennivjni og öðrum vörum sé smyglað frá hinum portúgalska liluta Timor tU Indónesíu. Nú hafa Indónesar ákveðið að gera eittlivað í málinu. JWWWMWtWWMWMWMWM ana, sparnaði við álagningu og inn heimtu skatta- og tolla, húsuVavp ríkisins og fleiri atriði. Af liálfu stjórnarandstóðuflokk anna töluðu Lúðvík Jóscíssoii og Eysteinn Jónsson. menn þannig aff greiða sjálfi,- liluta af kauphækkunum sínum Birgir ræddi ítarlega um launa málin og sýndi fram á, að í heild hefði orðiff nokkur raunveruleg kjarabót í tíð viðreisnarinnar, og kv’að vonandi, að þjóð.nní auðnað- ist að tryggja kjör síu og hæta á grundvelli þeim, sem cfnahags- stefna stjórnarinnar hefur skapað. Um gerðardóminn i sjómanna- deilunni í sumar sagði P.irgir, að jþrátefli deiluaðila hafðu kallað fram aðgerðir til að bjarga vertið- inni, en það hefði komið flestum á óvart, að dómurinn skyldi snúast einum deiluaðila í hag. Hefðu flestir átt von á miUiiíið, sem hefði verið hægt að una við eftir atvikum. Hann skoraði á deilu- aðila að setjast nú niðnr og semja um kjör við haustveiðamar, cnda sé annað ekki samboðið aðilum, sem árum saman hafa beðið eítir tækifærum til góðs afla og hafa nú fengið það. 90 brezk skip sigla til Kúbu LONDON 23. okt. (NTB-Reuter) Brezk tryggingarfélög hafa ákveðið að hætta við að tryggja stip, sera sigla til Kúbu, með sömu kjörura og verið hefur. Iíér eftir verða tryggingarnar ákveðnar samkvæmt viðræöum milli tryggangarfélag- anna og skipaeigenda, og fcr trygg inargjaldið nú eftir vöru þeirri, sem skipin flytja og nokkrura öðr um aðstæðum. Samband brezkra skinacigenda sagði í dag, að framvegis kæmu siglingar til Kúbu félaginu ekki við. Talið er, að um 90 skip sem sigla undir brezkum fána, séu á leigu til Kúbusiglinga. Flest þess- ara skipa hafa gert samninga langt fram í tímann, annað hvort við Kínverska alþýðulýðveldið eða önn ur kommúnistaríki. Enginn brezkur útgerðarmaður hefur enn tekið afstöðu gcgn slík um samningum, en síðastliðinn hálf an mánuð hefur komið æ betur i Ijcþ, að útgerðarmennirnir eru andvígir nýjum samningum af þessu tagi, enda þótt kommúnistej ríkin hafa tjáð sig fús til að gera Imikilvægar tilslakanir. WWWWWMWMWWWMMWW SLYS Framh. af lf'. síðu Skipti það engum togum að Sverr- ir varð fýrir bifreiðinni og brotn- uðu báðar leggpípurnar á hægra fæti. Sverrir var þegar fluttur á sjúkrahús. BERLÍN 23. okt. (NTB- Reuter). Setulið Breta í Ber- lín hefur vígbúizt vegna Kúbu-deilunnar, að því er brezkur fovmreiaiidi skýrði frá í dag. Frönsku hersvcit- irnar í Berlín eru einnig við öllu búnar. Formælandinn skýrði jafn framt frá því, að liinir þrír herstjórar vesturveldanna hefðu verið kvaddir til sér- staks fundar í kvöld. Annar brezkur i’ormæl andi skýrði frá því, að út- göngubann hefði verið fyrir- skipað. iWWWMMWMWVjMWWMW Alúðar þakkir fyrir vináttu og sæmd sýnda mér á 50 ára afmæli mínu. SVERRIR JÚLÍUSSON. 2 24. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.