Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 5
HWWWWMWMMWWW%WWWWWWWWWtVWWWWMWIIW»WIW*WW»HWMWWW%WW>W*WWWimWWWWMWWWWWWMWWI 24. OKTÓBER er afmælisdag ur, sem gervöll heimsbyggðin heldur hátíðlegan. Á. þessum degi fyrir 17 árum voru Samein- uðu þjóðirnar stofnaðar. Ðagur Sameinuðu þjóðanna geíur ekki aðeins tilefni til að draga fána að húni og halda ræður, heldur er líka tilhlýðilegt að taka til gaumgæfilegrar athugimar hlut verk Sameinuðu þjóðanna í ver- öld, sem er undirorpin örum breytingum. Markmið alþjóðlegs samstarfs sem sett voru í Stofnskrána fyrir 17 árum hafa sama gildi nú eins og daginn sem þau voru skráð. í rauninni hefur nauðsyn þess að gera þau að veruleik orð ið brýnni með hverju ári. „Að bjarga komandi kynslóðum und an hörmungum ófriðar," er ekki aðeins draumur hugsjóna- mannsins — það er knýjandi nauðsyn á öld kjarnorkunnar. Á sama hátt er það mikilsvert í hinum flóknu félagslegu aðstæð um, sem þróazt liafa í heitni, sem allir eru öðrum háðir, „að staðfesta að nýju trú grund- vallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar..“ Stofnskráin lætur einnig í ljós þann sameiginlega ásetning vorn „að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyld um þeim, er af samningum lcið ir og öðrum heimildum þjóða- réttar." Slík þróun er vissulega höfuðnauðsyn, ef heimurinn á að þokast áfram frá lögutn frumskógarins til skipulegs samstarfs í alþjóðiegnm við- skiptum. Loks skuldbindur Stofnskráin aðildarríkin til að „stuðla að félagslegum fram- förum og bættuin lífskjörum samfara auknu frelsi.“ Aukið frelsi hefur orðið veru- leiki fyrir hundruðum milljóna manna á árunum eftir 1945. Tala aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hefur meira cn tvö- faldazt um leið og afnám ný- lendusltipulagsins varð söguleg staðreynd og ný ríki urðu til og öðluðust sjálfstraðí, En póli- tískt fullveldi liefur ekki óhjá- kvæmilega leitt af sér félags- Iegar framfarir og bætt lífskjör. Fleiri heimili, fleiri skólar, meiri matur og meiri vhuia hafa verð hin sjálfsagða umbun unn ins sjálfstæðis. Ef satt skal segja, þá hefur hið efnaliagslega djúp, sem staðfest er á milli há þré/aðita iðnaðarl.tjóða og lítt þróaðra landa, haldið áfram að breikka ár fá ári. Það var á forsendu þess, að nokkrar þjóðir búa við mikla velmegun en margar þjóðir við isára fátækt, sem Alls'ierjar- þingið boðaði, „þróunar-áratug Sameinuðu þjóðanna“ í des- ember 1961. Það hét á öll að- ildarrikin að færa sér í nyt efnahagslegt, íæknilegt og vís- indalegt bolmagn heimsins og sameina krafta sína i máttugri árás á hin aldagömlu vandamál fátæktar, fáfræði og sjúkdóma. Þegar Allsherjarþingið boð- aði „þróunar-áratuginn“ viður- kenndi það, að mikið hefði ver- ið gert á liðnum árum til að stuðla að efnahagslegri og fé- lagslegri framvindu. bæði mcð starfi Sameinuðu þjóðanna í heild og með hjálparstarfi ein stakra ríkja. Allsherjarþingið sá hins vegar einnig, að vauda- mál mannlegra nauðþurfta var svo yfirþyrmandi og viðtækt, að það yrði ekki leyst nema með langvinnu og samstiil.tu átaki allra ríkja. | Meðan Allsherjarþingið ræddi einstök atriði og afleið- ingar þessa mikla sameiginlega átaks, kon.u aðrar mikilvægar staðreyndir fram í dagsljósið í fyrsta lagi láta þjóðirnar,. sem búa á vanþróuðum svæðum heimsins, sér ekki lynda að lifa i eymd og allsleysi. Þær eru staðráðnar í að beita hinu nýja pólitíska sjálfstæði til að losna úr fjötrum örbirgðarinnar. í öðru lagi hefur veröldin nú yf- ir að ráða auðlindum sem tryggt geti allsnægtir handa öllum. Tæknileg kunnátta og vísinda- Ieg þekking eru fyrir hendi og ekki að fullu nýttar. Þegar hin ar háþróuðu þjóðir taka þátt í slíku átaki, er það ekki aðeins góðgerðastarfsemi, heldur fyrst og fremst framsýn eiginhags- munastefna. Því að þetía sani- eiginlega átak er eitt af skilyrð- um þess að alþjóðlegur friður haldist og stuðlar jafnframt að því að örva og auka alnienna velsæld allra ríkja, líka þeirra sem eru veitendur. En átakið gæti bragðizt, ef hin háþróuðu ríki eru svo upp- tekin af eigin öryggi og bygg- ingu tröllaukinna hergagnabúra að þau láta hjá líða að nota hlnar feikimiklu auðlindir sínar til að veita vatni á skrælnaða jörðina, meðan biðraðir hungr aðra manna halda áfvam að vaxa. Þjóðir heimsins gr;i». ekki gert sig ánægðar með það eitt að halda í horfinu næsta ára- tug og bíða þess að hin hræði- lega martröð taki enda Átakið á ekki að verða e.ins- konar afsökun á því, seni af- laga fer annars staðav Efna- hagsleg, félagslcg og pólitísk starfsemi Sameinuðu þjóðanna er þáttur í þeirri sögulcgu stað reynd að allar þjóðir heims eru hver annarri háðar á öllirm sviðum. Með Sameinuðu þjóðunúm liefur heimurinn sett sér nokk ur veigamikil og nátengd mark mið — varðveizlu alþjóðlegs friðar og öryggis, þróun vin- samlegra samskipta þióða á meðal og eflingu alþjóðasam- starfs á vettvangi efuahags- og félagsmála. Á árangrinum veltur sjálft líf mankynsins, bæði í siðferði legum og líkamlegum skilningi og í þerri baráttu verða allir menn að taka þátt. Verði þessum markmiðum náð hefur það í för með sér frið, öryggi og aukna velsæld til handa körlurn og konum hvarvetna á jörðinni. Á degi Sameinuðu þjóðanna 1962 og á næstu mánuðum vcrða þjóðir heimsins, „að sameina krafta vora til að ná þcssum markmið um,“ eins og segir i Stofn- skránni. Kvíði fyr- ir austan og vestan Brezka útvarpið átti í kvöld tal við fréttamcnn í Bandaríkjun- nm og Moskva, auk þess, sem ræít var við Harold Wilson, talsmann jafnaðarmanna í utanríkismálum. Fréttamennirnir í Moskva og í Bandaríkjunum voru báðir hálf- Skelfdir við þá þróun mála, sem orðið hefur í heiminum á síðasta Sólarhring. Ameríski blaðamaðurinn, sem rætt var við, var m. a. spurður um það, hvort hugsanlegt væri, að Keunedy forseti hefði tekíð hina örlagaríku ákvörðun sína með til- liti til væntanlegra kosninga í Bandaríkjunum. Ritstjórinn, sem var ritstjóri málgagns repúblik- ana, lét sig hafa það, að telja það ekki ólíklegt, að forsetinn kynni að hafa haft kosningarnar í liuga, Itegar hann tók hina ákveðnu af- Etöðu sína gagnvart Kúbu. Harold Wilsan, talsmaður brczkra jafnaðarmanna í utanrík- ismálum, sem í dag gekk ásamt Hugh Gaitskell á fund Macmillans forsætisráðherra, Iét í ljós þá skoðun sína og flokks síns, að Bandaríkjamenn hefðu farið rangt að hlutunum með því að gera bandamönnum sínum ekki að vart um hinar fyrirhuguðu að-1 gerðir í Karabíska hafinu. Hann kvað fcrezku stjórnarandstöðuna siklja vel þann kvíða, sem Banda- ríkjamenn hefði gripið vegna þró- unar mála á Kúbu, en allt um það hefði Bandaríkjamönnum borið að skýra bandamönnum sínum frá 4 Stúdenta- fagnaðurá laugardag STÚDENTARÁÐ Ilá- skóla íslands gengst fyrir stúdentafagnaði að Hótel Borg nlc. laugardag kl. 9, en fyrr um daginn fer Iíáskóla- hátíðin fram. Skemmtunin hefst með því að formaður stúdentaráðs býður „Rússa“ velkomna. Þá verða fluttar gamanvísur, eftirhermur, fjöldasöngur, og að lokutn verður dansað til kl. 2. Arasir nverja stöðugt har Formælandi indverska varnar-iar landamæradeilur cn bv? hefði jnálaráðúneytisins sagði að Kín Iverið vísað á bug og Kír.verjar vcrjar hefðu enn aukið lið sitt við ! hefðu í stað þess ráðist með vopna Longju á norð-austur vígstöðvun-, valdi á Indverskt land. um og árásir þeirra við Ourrna hörðnuðu stöðugt. Við Ladakh í Kasmír á vestustn vígstöðvunum hefur indverska hernum tekizt að hrinda öllum ár- í Peking skýrðu blööin frá því með stórum fyrlrsögnum að st jórn in hefði lýst því ylir að Kínverski herinn þyrfti ekki íengar að binda aðgerðir sínar við svæðin á Mac- ásum kínverja. Liðsforingi úr ind- ! .mahon-ilínunni, sem Kína viður verska hernum sem flaug í gær I kennir ekki. Málgagn stjornarinnar yfir landamærin, sagðisc hafa séð jDagblað Fólksins, heldur því f. <im stórar hersveitir Kínverja á hei ■ göngu áleiðis til indverskra her- stöðva og að einnig vær/ liðsauki á leið til þeirra herstöðva, sem Kíh verjar hefðu komið upp á ind- versku landssvæði. Forseti Kidlands Rashakhrisnan sagði að Indverjar hafi ráðist á Kína þann 20. okt í alisherjarárás sem undirbúin hafi verið á hinn sví- virðilegasta hátt, löngu fyrirfram. Það var upplýst seint í gærdag í Nýju Delhi að Krústjov hofði sent Nehru bréf þar sem hann hvetur i ræou í gær að Tndverjar jtil samkomulags og leggur til að yrðu að auka varnir sínar og að [viðræður verði þegar hafnar. Aður þeir yrðu að ná aftur í sitt vald ind hefur verið sagt frá því, að Ara- verskum landssvæðum, sem Kín-jbíska sambandslýðveldið og Líber verjar hefðu hertekið. Hann sagði ,ía muni taka að sér að vcra sátta- einnig að stjórn Indlands htfði boð semjarar. ist til að ræða við Kínverja um þess ‘ Macmillan hefur sent Nehru skeyti þar sem har.n lýsir yfir sam úð Breta og hjálp í lanclamæradeil unum við Kínverja. Áfengissalan 1.}úli-30. sept. FYRSTU níu mánuði þessa ára nam sala áfengis frá Áfengis- og tó- baksverzlun ríkisins samtals kr. 168.700,824,00, en var sömu mánuði 1961 kr. 142.119.403,00. Heildarsala reyndist í og frá neðantöldum stöðum þessi: Reykjavík Akurej’ri Isafirði Siglufirði Seyðisfirði 48.833,791,00 7.788.744,00 2.025.472.00 3.540,823.00 4.418,264.00 Samtals kr. 66.607.094,00, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. október 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.