Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 13
Framhald af 4 síðu. En höfnin er ekki aSeins lönd- unarliöfn fyrir fiskiflotann. Húa er einnig útflutningshöfn, og ’oá ekki aðeins fyrir Keflavík og Njarðvíkur, heldur fyrir öll Suð- urnesin. Eins og ég gat um áðan er svo að segja á hverjum degi flutningaskip í höfninni við Vatns nes, og á síðastliðnu ári komu þangað og fengu afgreiðslu 344 flutningaskip. Þessi skip fluttu út 33500 tonn sjávarafurða, að út- flutningsverðmæti um 360 millj- ónir króna eða 12% af heildarút- flutningi sjávarafurða iands- manna árið sem leið. Auk þessa eru ýmsar aðrar vömr. lagðar á land í höíninni, svo sem sement, timbur, salt, olíur, tómar síldar- tunnur o. fl., og nemur það vöru- magn rúmlega 100 þús. tonna. Er heildarmagn aðfluttrar vöru á sl. ári því 151,191 tonn. Ég gat þess áðan, að hafnar- svæði Landshafnarinnar lægi á svæði tveggja sveitarfélaga, Kefla- víkur og Njarðvíkur. Þessi stað- setning hafnarinnar hefur óefað átt sinn þátt í því, að framkvæmd- ir við að gera höfn þessa að veru- leika, hafa dregizt lengur en æskilegt hefði verið og upphaflega vænst. En hvað scm liðna tímanum líður, þá má nú vænta að þáttaskil séu framundan í sögu þessarar- hafnar, því nú hefur það skeð, að aðilar þeir, sem hér eiga hlut að máli semeru Landshafnarstjórn og sveitarstjórnir Keflavíkur og Njarðvíkur, hafa sameiginlega samþykkt framkvæmdaáætlun, er Landshafnarstjórn samþykkti 1959, um byggingu hafnarinnar og kemur þessi áætlun fram í álykt- un, er áðurnefndir aðilar sam- þýkktu á sameiginlegum fundi, er lialdinn var í Keflavík 29. sept, sl. og er svohljóðandi: „Fundurinn lýsir einhuga stuðningi við verkáætlun lands- hafnarstjórnar frá 1959 um bygg- ingu hafnarinnar, þar sem gert er ráð fyrir, að hægt verði að af- greiða samtímis við góð skilyrði: 1) þrjú flutningaskip, 2) tuttugu og fimm fiskibáta af stærðum allt að 150 tonn, 3) að séð verði fyrir! geymsluplássi innan hafnar fyrir allt að 150 fiskibáta af stærðum 75 til 150 tonn”. Fundurinn telur ástand í hafn- armálum hér svo alvarlegt, að stefna verði að því að ljúka fyrr- nefndri áætlun á næstu fjórum árum. Til þess að svo megi verða, bein- ir fundurinn þeim eindregnu til- mælum til hæstvirtrar ríkisstjóm- ar, að hún taki þetta mikla hags- munamál byggðarlaganna til sk.iótr ar úrlausnar og útvegi fjármagn, um 50—60 milljónir króna, svo að uppbygging hafnarinnar geti haf- izt af fullum krafti þegar á næsta vori”. Þótt það komi ekki beint fram í þessari ályktun, hvernig framkv. verði hagað þá sýnir tillöguupp- drátturinn, sem verkáætlun þess- ari fylgir, að aðalframkvæmdin er fólgin í því að gera örugga báta- höfn í Ytri-Njarðvík, jafnhliða því að bæta sem mögulegt er af- greiðsluskilyrðin innan hafnarinn- ar við Vatnsnes. Þessi ályktun ber það með sér, að það er þungi lagður á það, að framkvæmdir geti hafizt hið fyrsta og að þeim verði hraðað sem verða má. Og þetta er ekki að ástæðulausu. Sjómennirnir, sem sækja miðin við Suðumes, á vetrar- og haust- vertíðum og leggja upp afla sinn í þessari höfn, þekkja bezt hve ó- fullkomin höfnin er og öryggi þar lítið. Helgarfríin þeirra hafa oft hafnað þar, og margar óveðurs- nætur verða þeir að gæta þar báta sinna, ef verða mætti til þess að koma í veg fyrir tjón. Auk þessa er rými hafnarinnar mjög takmark að og veldur það vaxandi erfið- leikum með ári hverju, því bótun- um er ávallt að fjölga og á síð- ustu árum hafa þeir stækkað úr 40-50 smál. í 70-250 smál. Vegna þessa hef ég lagt fram þetta frumvarp, ef verða mætti til þess að flýta gangi mála. Þótt hér sé ekki farið fram á bein fjárframlög, heldur aðeins heimild til handa ríkisstjórninn, til lántöku, þá tel ég rétt að líta aðeins á fjárhagshlið þessa máls. Og þá spyr sjálfsagt einhver Svar- ar þetta kostnaði fjárhagslega? — Getur slík höfn borið sig? Verður hún ekki alltaf baggi á ríkinu? Ég treysti mér ekki til þess að segja fyrir um, hvort sú höfn, sem samkvæmt framkvæmdaáætlun Landshafnarstjómar er fyrirhug- uð, getur staðið undir stofnkostn- * aði. Því verður framtíðin að skera úr. Ég veit hinsvegar, að rikið hefur ekki þurft að gefa með Landshöfninni í Keflavík og Njarðvíkum til þessa. Ég fletti að gamni upp í reikningum hafnar- innar árin 1958 til 1962 og þá kem- ur í ljós, að árlegur hagnaður hafnarinnar er frá 339 þúsundum til 690 þúsund eða um Vi millj. ár- lega. Auk þess eru afskriftir þessi árin nær % millj. á ári hverju. Þessi er afkoma hafnarinnar, þrátt fyrir það, að hafnar- og vörugjöld- um er mjög stillt i hóf og með þeim lægstu er hér þekkjast. Mér er líka ljóst, að enginn mun treysta sér til að reikna hve mikið það hefur kostað og mun kosta ár- lega, ef ekkert verður að gert í hafnarmálum þessara byggðarlaga. Við vitum hins vegar, að árlega kostar viðhald bátanna hundruð þúsunda, vegna óöruggrar hafnar. Það hefur kostað skiptapa og slíkt getur komið fyrir aftur, og þá megum viC ekki gleyma slysahætt- unni, sem slíkum mannvirkjum fylgir. Við verðum því ávallt, þegar meta á gildi slíkra mannvirkja, að hafa í huga, en þeirra hlutverk er ekki aðeins það að afla tekna, heldur miklu fremur að verja líf manna og eignir. Og því er það, að oft getur kostnaðurinn orðið meiri við að bíða og framkvæma ekki, en sem svarar kostnaði við að byggja mannvirkið. Ég hef lokið máli mínu og vænti þess að mál þetta fái já- kvæða afgreiðslu á þessu þingi. Ég legg til að mólinu verði, að viðræðum loknum, vísað til 2. xunr. og Sjávarútvegsnefndar. Slys á Sunnutorgi ÞAÐ slys várð á Sunnu- torgi skömmu fyrir kl. 6 f fyrradag, að lítill drengur datt þar á reiðhjóli og meiddist nokkuð í andliti. ' Ljósmyndari Alþýðublaðsins Gísli Gestsson kom að í þeim svifum, sem verið var að setja drenginn, Heiga Gnð- mundsson, inn í sjúkrabíl. — Helgi var fluttur á Slysavarð stofuna, og þar var búið að meiðslum hans, sem ekki reyndust alvarleg. Ræða Kennedy forseta Framh. af 4. siðu lýst yfir, bæði af Rússum og Kúbumönnum, að hér væri um varnarstöðvar að ræða. Lengi vel virtist svo, sem Bandaríkjastjóm væri fús til að lita sömu augum á þessar aðgerðir, væri a. m. k. ekkl fús til að fara eftir síauknum kröf- um innanlands um innrás á Kúbu. Ræðan á mánudaginn ber hins vegar með sé", að I) Kennedy hefur látið undan hin um háværu kröfum, 2) hann hef ur sannfærzt um þá hættu, sem Bandarikjunum getur verið bú- in af flugskeytastöðvum þeim, sem Rússar eru að byggja á Kúbu, 3) hann telur þó ekki á- stæðu til að ganga lengra enn- þá, en að banna flutr.inga á hergögnum til Kúbu. Kúba er ekki nema um 50 mílur frá strönd Baudaríkj- anna, en þau mcðaldrægu flug- skeyti, sem þar eru nú, draga um 1000 km. Það er sem sagt hægt að skjóta þaðan á IVas- hington og Mexíkóborg og all- ar borgir þar á milli. Og þess- ar flaugar er hægt að búa kjarnorkuhleðslu. Ótti Bandaríkjamanna við þessa þróun mála, er því mjög skiljanlegur, auk þess sem áhrif Rússa á Kúhu brjóta greinilega í bága við Monroe- kenninguna, sem haldiö hefur verið fast við vestan hafs allt frá því að hún var sett frain. Væru íslendingar stórveldi, þætti þeim sjálfsagt oþolandi að óvinaþjóð kæmi sér upp her- stöðvum í Vestmannacyjum. Því verður vafalaust svarað til af stuðningsmönnum Rússa, að Bandaríkjamenn hafi um- kringt Sovétrikin með herstöðv um á undanförnum árurn og því hafi þeir ekki efni á að láta svona. Því verður vafalaust svarað með þeirri röksemd, sem fyllllega stenzt, að einu ríkin, sem byrjað hafi ófrið síð- an í síðasta stríði séu kommún- istaríkin (Kórea, Indo Kína o. s. frv.), auk þess sem k inimún- istar hafi með svikum og stuðn- ingi hernámsliðs Rússa lekið völd í fjölda Evrópuríkjum. Það hafi því verið nauðsyn fyr- ir hinar frjálsu þjóðir að bind- ast samtökum til að hefta frek- ari hernaðarlega útáreiðslu kommúnismans, alveg eins og þau hafi kappkostað að bæta kjör manna sem mest til þess, að hefta efnahagslega út- breiðslu hans. Og sömu röh- scmd má nota í sambandi við Kúbu: verið er að hefta hern- aðarlega útbreiðslu kommún- ismans. Enn verður vafalaust sagt, að aðeins sé um varnarstöðvar að ræða á Kúbu. En hvað er ver- ið að verja? Ekki landið sem slíkt, heldur kommúnistíska ríkisstjórn, sem veiít hefur Rússum fyrsta tangarhald sitt á vesturhveli jarðar síðan zar- inn seldi Alaska. Það er frá leitt að hugsa sér, að Rússar, sem ekki hafi til þess getað brauðfætt svo að vel sé sína eigin landa eða leppa, leggi svo mikla áherzlu á byggingu her- stöðva á Kúbu, til þess eins að vernda Kúbu fyrir innrás. Hvcr eru svo líklegustu á- hrifin af ákvörðun Kennedys? Um það er erfitt að segja að sinni, en allar líkur benda til að óhjákvæmilega dragi til stór átaka. Hvað skeður, þegar fyrsta rússneska skipið verður stöðvað eða neitar að stanza? Kennedy benti réttilega á það í ræðu sinni á mánudag, að það hefði gefizt illa gagnvart Hitler að kjósa „friö hvað. sem hann kostaði“, ekki mætti brenna sig á sama soðinu. Spurningin er bara, hvort ekki hefði verið alveg eins gott fyrir Bandaríkjamenn að ráð- ast bcint inn í Kúbu og freista þess að Rússar stæðu ekki við skuldbindingar sínar við Castro, eins og að hætta á nokkurn veg inn öruggt stríð, ef þeir neyð- ast til þess að gera aivöru úr þeirri hótun sinni að sökkva hverju því skipi, rússneskn eða annarrar þjóðar, sem neitar að leyfa leit. Kaldhæðnin í öllu þessu er svo sú, að raunverulega eru Bandaríkjamenn nú að gera nákvæmlega það saina sem þeir fordæmdu Breta og Frakka fyrir í Suez 1956 af hinni miklu sjálfsréttlætingu. Þao er oft auðveldara að kenna heilræðin en halda þau og hætta verður alltaf , því raunverulegri, sem hún nálgast mann sjálfan. ALÞÝOUBLAÐIÐ - 24. október 1962 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.