Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 7
eftir Þorvald Sæmundsson Þurfa íslenzKir niennta- menn að flýja land" Ertu á förum elsku-vinur! út í heiminn, vestur í bláinn? Á að fara á ólgusjáinn ættar vorrar megin-hlynur? Finnst þér ekkert vera að vinna, vegur enginn heima á Fróni? allt frá jökli út að lóni ekkert viðnám kratta þinna? Þannig hefst hið áhrifa- mikla kvæði Guðmundar Friðjónssonar, BRÉF TIE VIN ÁR MÍNS, en kvæði þetta orti Gúðmundur árið 1?00 og sendi það vini sínura Baldvini Þorgrímssyni í Nesi í Aðaldal, er um þær mundir hugðist flytjast alfarinn af landi hrott til Ameríku. Sagt er. að Bald- vin hafi hætt við förina, cftir að hafa lesið þetta áhrifa- mikla bréf vinar sins. Þannig varð einni grein him norræna kynstofns bjargað frá því að sogast í vesturheimska þjóðar- hafið, sem á þeim árum hreif svo marga og skilað’i þeim ekki aftur á strönd ættjarðar þeirra. Á síðustu árum 19. aldar- innar voru, sem kunnugt er, svo miklir fólksflutuingar héð- an af íslandi til Ameríku, að margir töldu liorfa til land- auðnar. Þá höfðu um alllangt árabil verið mikil liarðindi hér á landi, einkum á árunum frá 1880 til 1890, stór hluti búpen- ings bænda hafði fallið úr hor, eldgos og jarðskjálftar höfðu gert mikinn usla og hinn „forni fjantli', hafísinn. lá árlega við land langt fram á sumar og lokaði flóum og fjörðum. Vegna hins erfiða ár- ferðis, mátti svo heita, að að- alatvinnuvcgir þióðarinnar, Iandbúnaður og fiskveiðar, sem stundaðir voru með sama frumstæða hætti og átt hafði sér stað allt frá landnámsöid, væru í kalda koli. Þjóöin hjarði hnípin og úrræðalaus í torfbæjum sínum, varnarlaus gegn sjúkdómum og óáran nátt úrunnar. Það var því eigi ó- eðlilegt, þótt ýmsir hygðu þá á brottflutning af landinu £ von um bétri og bjartari fraui- tíð sér og börnum sínum til handa . í hinu mikla Gósen- landi, Ameríku, en margir höfðu heyrt ýmsar kyrijasögur um hagsæld og árgæzku þar vestra. íslenzku landnemanna beið þó enginn rósadars fyrst eftir að vestur kom. Flestir urðu að heyja ecíl'Sa baráttu við sjúkdóma og óblíð nátt- úruöfl í hinum nýju heimkynn- um. En dugur og þrautseigja hins norræna kynstrfns bar bá að lokum sigur úr býtum svo að nú njóta afkomendur íslenzku afkomendanna hag- sældar og haming.m £ hinu mikla og auðuga landi, þar sem afar þeirra og ömrnur háðu sitt lífsstríð forðum. Það er alltaf miki! blóðtaka fyrir þjóð, þegar stór hópur þegnanna tekur þá ákvörðun að segja skillð við land sitt og þjóð og setjast að í ný.ju landi meðal framandi þjóðar eða þjóðabrota, eins og islenzku landnemarnir gerðu. Einkum er þetta tilfinnanlegt fyrir smáþjóð eins og okkur íslend- inga, sem búum í stóru og lítt numdu landi og rncgum ekki við því að missa ungt og dug- niiklð fólk frá uppbygging- ar~ °e endurir.isnarstarfi, Hér fór betur en á horfðist. Fólksflóttinn til Ameríku stöðvaðist um aldamótin. Vold ug þjóðarvakning íór um land iS, begar árferðið fór batnandi, og fólkið fékk aftnr trú á larnl ið. Ný og fullkomnari fram- leiðslutæki til lands og sjávar tóku smám saman að Ieysa hin gömlu og úreltu af hólmi, og um leið fór efnahagur þióðar- innar batnandi. Skáiil og stjórn málamenn, sem jafuframt voru HUGSJÓNAMENN. hvöttu þjóðina til starfs og dáða og bentu henni réttilega á auð- æfi hafs og moldar og hver framtíð biði þjóðarínnar, ef réttilega væri á málefnum hennar haldið. Með liinu stjórnarfarslega fuilveldi, 1918, má segja að lokasigrin- um í aldalangri stjórnaríars- legri sjálfstæðisbaráttu væri náð, og úr því var það þjóð- arinnar sjálfrar að sýna hvers hún væri rnegnug. Það, sem áunnizt hefur hér á landi andlega og efnahags- lega frá síðustu aldamótum er öllum kunnugt. Margir likja því við kraftaverk, þegar tiilit er tekið til fámennis þjóðarinn- ar og legu lándsins. Nú kemur árlega til landsins fólk af ís- lenzku bergi brotið, sem býr meðal stórþjóða og í löndum, sem búa yfir miklum og marg- breyttum náttúruauðlindum. Þetta fólk fyllist undrun og að- dáun, þegar það sér hvað hér hefur verið.gert á fáeinum ára- tugum og hvað verið er að frarn- kvæma. En ísland nu amans *væri ekki það, sem það er í dag, ef allir hefðu fluið iaud, þegar mest blés á móti á síð- ustu öld. Þeim sem eftir urðu í landiuu, buðu erfiðleikunum byrginn og héldu ótcauðir á- fram uppbyggingarstarfinu, er það að miklu leyti að þakka, að íslenzka þjóðin býr nú við hag- sæld og velmegun. II. Þótt margt hafi áunnizt á landi hér á þeim rúmlega ald- arhelmingi, sem liðinn er síð- an fólksflóttanum til Ameríku lauk, og afkoma og efnahagur almennings sé nú talinn með. því bezta, sem þekkist í öðrum löndum, virðast þó ýmslr van- kantar á okkar þjóðfélagshátt- um og þjóðarbúskap. Þótt þjóð- in vinni mikið og mikilla verð- mæta sé aflað og framleiðslan aukist ár frá ári virðast margir vera óánægðir með kjör sín og hlutskipti. Hörð barátta er háð milli stétta og starfshópa um skiptingu þjóðarteknanna og fáir eru ánægðir með það, sem í þeirra hlut kemur. Mörgum, sem þjóðnýt störf vinua, finnst að þeir beri of lítið úr hýtum miðað við aðra, sem bctri að- stöðu hafa til þess að ná í sinn vasa álitlegum fjárfúlgum með ýmmiss konar braski og spákaupmennsku. Þessi barátta um skiptingu þjóðarteknanna virðist færast í aukana eftir því,. sem meira aflast og al- menn velmegun verður meiri og jafnari. Þessi. óheillaþróun er háskaleg. Hatröm stéttabar- átta um skiptingu þjóðartekn- anna getur auðveldlega leitt til þess ófarnaðar, að þjóðin glati bæði frelsi sínu og þeim Hfs- gæðum, sem henni hefur tekizt að höndla. Einn þáttur þessaiar haráttu um skiptingn þjóðarteknanna hefur nú hin síðustu ár beinzt á þær brautir öfugþróunar. að fólksflótta úr landinu hefur nokkuð gætt. Að vísu hefur þetta verið í fremur smáum stíl enn sem komið er. en suma þeirra, sem farið hafa, liefur þjóðin sízt mátt missa. Á ég hér við ýmsa menntamenn, svo sem lækna, verkfræðinga o. fl. tæknimenntaða menn, sem skortur er á í landinu. Að vísu verður aldrci við því spornað til fulls í lýðfrjálsu landi eins og hér, að einstaklingar eða fjölskyldur flytjist til anuarra landa og setjist þar að til lengri eða skemmri tíma, ef þetta í ólk telur sér það á einhvern hátt hagkvæmara en dveljast hér heima. Til slíkrar ákvörðunar geta Iegið ýmsar eðlilegar or- sakir, sem ekki er rétt að hindra né hefta. En því fleiri, sem flytjast af Iandi burt og því hæfari, sem þeir merin eru, því meira og tilfinnanlegra tjón er það fyrir okkar Htla þjófffélag, þar sem allt er í örri mótun og vexti og flest þarf að byggja upp frá grunni. En hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrii' að þjóðin missi fieiri vel menntaða hæfileikamenn úr landi? Tvennt virðist aðallega koma til greina í því sambandi. í fyrsta lagi verffur þjóðfélagið að greiða mennta- og vísindamönnum sin um hærri Iaun fyrir störf þeivra en þeir nú hafa, og í öðru 3agi verður að búa þeim svo göð starfsskilyrði, að þeir eigi ekki á hættu að standa í stað eða jafnvel koðna niður í starfs- greinum sínum, heldur geti unað ánægðir hlutskipti sínu við hin þjóðnýtu störf. sem þjóðfélagið hefur faHð þeim á hendur. En þjóðfélagið á ekki eitt alla sök á misfellum þeim, sem hér hafa lítillega verið raktar, þótt sumir, sem xun þessi mál ræffa og rita, láti í það skír.a. Mennta- og vísindamenn þjóð- arinnar verffur aff gæta þess, A® ÞEIR EIGA LÍKA SKyLD- UM AÐ GEGNA VIÐ LAND SITT OG ÞJÓÐ. Þjóðfélagið hefur veitt þeim margvísleg tækifæri til þess að menntast og þroskast og stutt þá á marg- an hátt á löngum námsferii Þeirra. Því væntir það þess að fá að njóta starfskraiia þeirra að námi loknu. Og það mun flestum finnast sanngirnis- krafa. Þótt menntamennirnir hafi ef til vill á námsámm sín- um erlendis, kynnzt betri að- búð og meiri tekjumöguleikum. sem ýmsum afburðainennum eru þar búin en íslenzbir menntamenn geta vrenzt að verða aðnjótandi hér heíma, er ósanngjarnt að gera þær kríifur á hendur okkar fámenra þjóðfélags, aff það geti greitt þeim sömu. iaun og erlend auff- félög effa vísindastofnanir geta greitt afburðamönnum á sviði vísindaiðkana. Það er engin nýiunda, að er- Iendar menntastofnanir eða aufffélög bjóði £ íslenzka menntamenn, sem getið liafa sér orðstírs á sviði lærdóms eða vísindaiðkana. Stundum hefur hinum erlendu aðilum tekizt að fá þá til að starfa hjá ser um lengri effa skemmri tima, en hitt mun miklu al- gengara, að íslendingar liaíi hafnað slikum gylliboffum og kosið heldur að starfa heima a ættjörðinni. Má í því sam- bandi minna á nokkur dæmi. sem alþjóff ern kunn. Um 1915 var ungur, íslenzk- nr menntamaður að Ijúka náini i norrænum fræffum við Hafn- arháskóla. Fór mikið irð af gáfum hans og lærdómsframa. Mun honum hafa staffið til boða kennarastaffa viff Oslóai -háskóla og ef tii viii við fleiri erlenda haskóla. En hann kaus licldur aff hverfa heim og gerasi kenn- ari við hina ungu og fátæku menntastofnun, Háskóla ís- lands, og helga henni krafta sma og þckkingu. Nú mnnu flestir Islend ngar, sem láta sér annt um íslenzk fræðí og hók- menntir, vera þakklátir hessum Framh. á 14. siðu ALþ.ÝÐUBLAÐIÐ - 26. októt?er 1962 y íiluA-iíJUurcjJA • v-;. tf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.