Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 9
tímis hafa lánsupphæðirnar á hverja íbúð verið hækkaðar mjög verulega, eða í 200 þús. kr. á í- búð hjá Húsnæðismálastjórn og 300 þús. kr. á íbúð í verkamanna- bústöðum. Framlög ríkis og bæj- arfélaga hafa einnig verið hækk- uð um 67%, til byggingasjóða verkamanna. Verður í næstu framtíð að leit- ast við að koma lánamálum hús- byggjenda þannig fyrir, að unnt verði nokkurn veginn að full- nægja eðiilegri eftirspurn eftir lánum og verður einnig að telja eðlilegt að einhver ákveðinn hluti sparifjáraukningarinnar verði not aður í þessu skyni árlega. -X EITT AF ÞEIM vandamáium, sem mest hafa verið rædd á þessu ári er afstaða íslands til efnahags- bandalags Evrópu. Er hér um að ræða eitt hið allra mesta vanda- mál, sem við eigum nú við að fást og óséð hvernig við munum kom- ast frá. Ríkisstjórnin hefur gert allt, sem í hennar valdi hefur stað ið til að kynna sér málið til hlítar og jafnframt að kynna hina erf- iðu aðstöðu okkar fyrir stjórnend- um bandalagsins. Hefur viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, átt um þessi mál öll ýtarleg viðtöl við ýmsa ráðherra bandalagsríkj- anna og stjórnendur sjálfs banda- lagsins, eingöngu þó til að afla upplýsinga og gefa upplýsingar. Hefur hann á Alþingi gefið ýtar- lega skýrslu um málið, og skal ég því ekki fjölyrða mikið um það, en bendi aðeins á að hér er um erfitt viðfangsefni að ræða. Hafa ýmsar leiðir verið nefndar. Full Eðild kemur sjálfsagt ekki til greina vegna þeirra skilyrða, sem íyrir henni eru sett. Hugsanlegt hefur verið talið að aukaaðild fengist án þess að fyrir henni væru sett skilyrði, sem við gæt- um ekki gengið að. Tollasamning ur er talinn einn möguleikinn, en hann mundi sjálfsagt ekki þýða niðurfellingu innflutningstolls á útflutningsvörum okkar til þess- ara landa, heldur í bezta falli veru- Iega lækkun. Ef við stöndum fyr- ir utan og án nokkurra tengsla við bandalagið, verðum við að horfast í augu við þá staðreynd annaðhvort að útilokast alveg frá viðskiptum við þessi lönd, eða borga geysiháan toll af öllum. okk- ar útflutningi til þeirra, á sama tíma, sem keppinautar okkar, sem eru þátttakendur í bandalaginu, selja samskonar vörur þangað tollalaust og er hvorugur kostur- inn góður. Hvaða leið kann að lokum að verða valin skal ég ekkert full- yrða inn. En eitt er nauðsynlegt; það er að kynna sér hér alla hluti til hlítar og láta síðan heilbrigða dómgreind skera úr um það, hvað gert verður. Hér er um svo þýð- ingarmikið atriði að ræða fyrir af- komu þjóðarinnar í framtíðinni, að úrslitum getur valdið um vel- ferð hennar. VIÐ Alþýðuflokksmenn vil ég að lokum segja þetta: Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fóra fram á árinu. Samanborið við bæj- arstjórnarkosningarnar næst áður, árið 1958, bætti Alþýðuflokkur- inn við sig á annað þúsund at- kvæðum, en kosningarnar 1958 voru tiltölulega lélegar fyrir Al- þýðuflokkinn, þannig að viðmiðun við þær kosningar gefur ekki fylli- lega rétta mynd, en samanborið við alþingiskosningarnar 1959 voru sveitarstjórnarkosningarnar nú óhagstæðar flokknum. Ég skal ekki hér rekja ástæðurnar fyrir þessu, en bendi aðeins á eitt at- riði. Alþýðuflokkurinn hefur ekki sama fjármagni yfir að ráða og hinir flokkarnir, sem virðast geta haft heilan her manns á Iaunum í þjónustu sinni. Þetta hefur háð flokknum jafnan og gerir enn. Flokkurinn verður því að treysta á fornfúst sjálfboðastarf flokks- manna sinna, og á því hvernig það er innt af hendi veltur óendanlega mikið. Alþýðuflokkurinn hefur átt því láni að fagna að eiga innan sinna vébanda marga áhugmenn og kon- ur, sem ekki hafa talið eftir stund- irnar og störfin fyrir flokkinn. Það hefur verið hans lán. En með hinum Ianga vinnudegi, sem flést- ir leggja nú á sig, til að bæta af- komuna verða tómstundirnar færri, og flokksstarfið minna hjá mörgum. En þau tilmæli vil ég leyfa mér að bera fram við Þá flokksmenn, sem til þess hafa sæmilega aðstöðu að þeir vinni flokknum, sem þeir mega. Alþýðuflokksþing, hið 28. í röð- Inni, var háð sl. haust. Á því ríkti samhugur og áhugi fyrir málum flokksins, sem lofar góðu fyrir framtíðina. Nú eru enn kosningar á næsta leyti, alþingiskosningar á næsta ári, og er ekki að efa að andstæð- ingarnir gera harða hríð að flokkn um eins og venjulega. Ég tel að Alþýðuflokkurinn standi málefna- lega vel að þeim átökum. Hann hefur í núverandi stjórnarsam- starfi og í samstarfinu um fyrri stjórn komið fram ýmsum góðum málum, sem til heilla horfa fyrir þ.ióðina alla og flokkinn. Ég nefni ’ af handahófi nokkur: Kjördæma- skipunina, stórfelldar endurbæt- i ur á almannatryggingalögunum, j endurbætur á verkamannabústaða- j lögunum og lögunum um hús- næðismálastjórn, jafnlaunamál kvenna, og að ógleymdum efna- hagsmálalögunum, sem ég er viss ' um að þegar fram líða stundir verða talin farsælasta leiðin, sem fær var út úr því öngþveiti, sem þjóðin var komin í 1958. En góð málefni eru að vísu nauðsynleg- ur grundvöllur fyrir góðum á- rangri kosningabaráttu, en það þarf fleira til. Harðsnúið baráttu- lið er líka nauðsynlegt, og því heiti ég á alla góða Alþýðuflokks- menn að duga nú vel í þeirri bar- áttu. 1 Um leið og ég þakka öllum Al- þýðuflokksmönnum ágætt sam- starf á liðna árinu, óska ég þeim — og öllum íslendingum árs og friðar, gæfu og gengis á komandi ári. GLEÐILEGT Á R Emil Jónsson. Flugeldar allar fáanlegar tegundir Ath: Opið allan sunnudaginn London Austurstræti 14. - Sími 14260 Trésmiðafélag Reykjavíkur og Meistarafélag húsasmiða halda jólatrésskemmtun kl. 14,30 og Þrettándafagnað kl. 21, laugardaginn 5. janúar. að Hótel Borg. Skemmtiatriði kvöldsins verða: 1. Keppni milli T. R og M. h. 2. Skemmtiþáttur 3. Einsöngur og dúett 4. Dans. Aðgöngumiðar að báðum skemmtunum verða seldir hjá Tré- smiðafélaginu 2, og 3. janúar. í upphafi kvöldskemmtunarinnar fer fram afhending sveins- bréfa. — Mætum því stundvíslega og hyllum nýja timburmenn. SKEMMTINEFNDIN. SKIPADEILD \<t> M.S. DÍSARFELL m s mun lesta á eftirfarandi höfnum: Kristiansands um 16. janúar 1963; Malmö um 18. janúar 1963; Hamborg um 21. janúar 1963; Grimsby um 23. janúar 1963. Einkarítari Vér viljum ráða vana skrifstofustúlku, sem gæti tek- ið að sér einkaritarastarf hjá oss. Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vélritun, hraðritunarkunnátta er æskileg eða æfing í að vélrita eftir segulbandi. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S., Sambandshúsinu. STARFSMANNAHALD ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. des. 1962 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.