Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 5
ROU JENKINS, einn.af þing- mönnum brezka Verkamanna- flokksins flutti í gær fyrirlestur um Bretland og Efnahagsbandalag ið á vegum Anglia í Háskólanum. Hann er á öndverðum meið við íor ystu sína í þessu máli og kvaðst vona, að stjórn Macmillans leiddi Breta inn í 'bandalagið, en Verka- mannaflokkurinn fengi svo meiri hluta í kosningum til að auka fram farir og vöxt efnahagslíflsins í landinu. 12000 vinningar d dri Hæsti vmmngur i hvsrjum ilokio 1/2 milljón krónur Dregið 5 hvers mánaðar Jenkins lýsti því, hvers vegna hann hefur um árabil verið ty]g> andi því, að Bretland tengdist Evrópu. Taldi hann einangrun mundu leiða til áhrifaleysis Breta og stöðnunar, en aðeins 'ein hluti af stærra samfólagi mundu Bretar hafa heilbrigð áhrif á heimsmál. Hann kvað Breta ekki geta fengið stóran heimamarkað fyrir framleiðslu sína á aiman hátt en með inngöngu í Efnahagsbanda ■ lagið, en það ætti eklci að þurfa að vera á kostnað samveldisins. Um þróun stjórnmálanna í Bretlandi sagði Jenkins, að af- staöa íil efnahagsmálsins væri nú -að verða meira flokkamál en áður. Hingað til liefði ihaldsamasti hluti íhaldsflokksins og vinstri armur Verkamannaflokksins sameinázt um andstöðu gegn þátttöku, en nú væri allur Verkamannailokkurinn formlega á móti, þótt þriðjungur þingmanna og helmingur stjórnar alþýðusambandsins séu á öðru máli. Hann taldi ólíklegt, að kosn ingar mundu snúast um þetta mál eitt, og þá ekki nema forsætisrá'ð herra væri fyrirfram, viss um, að vinni kosningarnar og veldi þeim tíma eftir því. Hins vegai- taldi Jenkins ekki, að Verkamahnaflokk urinn niundi draga Brcta úr bandalaginu, ef hann nær völdum eftir að þeir eru einu sinni komnir inn. Ýmsir nýir þættir verða í útvarp inu í vetur. Á mánudacinn hefst til daemis nýr þáttur, sem Iieitir Á BLAÐAMANNAFUNDI. Gunnav Schrani riístjóri mun stjórna þess um fundum, sem eiga að vera hólfs mánaðarlega í vetur. I>á munu blaðamenn spyrja kunna borgara um ýmis konar efni. í fyrsta þætt- inum svarar dr. Gylfi I>. Gíslason spurningum blaðamanna. Erindaflokkar af ýmsum toga verða fluttir í vetur. Fvrst verða flutt 17 erindi um Tækni og verk- menningu, en síðar 10 crindi um íslenzka tungu. Áætlað er, að konur úr ýmsum stéttum halii cr indi um störf sín. ) . Útvarpsstjóri sagði í fundi moð blaðamönnum í gær, aff kvenfóikið fengi veglegt rúm í dagskrá út- varpsins á komandi vetri. Auk þess sem konur munu korna fram í ýmsu venjulegu dagskrárefni, sem ætlað er bæði fyrir kven.fólk og karlmenn verða sérstakir kvenna þættir í útvarpinu fimœ daga vik- unnar. Ýmis konar skemmti þætíir verða í vetur eins og undanfarna vetur. Pétur Pétursson, fyrrverandi þulur, kemur aftur með þáttinn Sitt af hvoru tagi, og verður þar sitt af hvoru iagi eins og nafmS bendir til. í þeim þætti verður m.a. nýstárleg framhaldssaga, sem samin verður jafnóðum og lienni er útvarpað. Indriði G. Þorsteins- son mun hefja sögusögnina, en ýmsir aðrir menn leiða persónur hans áfram um refilstigu liinnar ó- útreiknanlegu framtíðar. Vinsælu, föstu þættirnir verða á dagskránni eins og Ven.iulega: Leikrit á laugardagskvöldum fram haldsleikrit, útvarpssögur, bættir fyrir hinar ýmsn starfsstéttir og þætir fyrir ungt fólk og sjúklinga Spurningaþættir liðins vetrar verða teknr upp að nýju, en ýmsir nýir menn halda um stjórnartaumana. j Barnatímar verða með svipuðu! sniði og áður, en nýir stjórnendur koma þar og við sögu. j Tónelskt fólk fær ýmislegt að , heyra í útvaroinu í vetur. Fjórir \ söngleikir hafa verið þýddir sér- staklega til flittnings :í útvarpinu: I jPaganini eftir Lehár, Sagan um j dátann eftir Stravinsky, Oklahoma eftir Rcdgers og Hammerslein og Þættir úr Ódysseifskviöu með íón list eftir Britíen. íslenzkir söngvarar munu kynna lög Schuberts, útvarpað verður tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, haldin erindi og hug leiðingar um músík, birtar ísleuzk ar þjóðlífsmyndir í íali og íónum auk fjölmargra músíkþátta rem áður eru þegar kunnir. Aðspurðir um vinsælasta út- varpsefnið, sögðu forráðanienn dagskrár í viðtali við blaðamenn í gær, að fæstir vildu missa af frétt unum,, en leikritin, og þá einkum sér í lagi framhaldsleikritin mirau eiga mestum vlnsældum að fagna. Unga fólkið fýlgdist vel mcð þætti unga fólksins, en ekki væru allir sammála um það, hvað þar skyldi flutt. Unga fólkið væri ekki sér- lega: fíkið í stóran skammt af hinni „sígildu íónlist“. Aðspurðir um sjónvarp, svöruðtl útvarpsmenn fáu, — aö svo stöddu. Vandræði Hjartanlega þökkum við öllum þcim sem heiðruðu okkur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar með nærveru sinni, blómum, skeytum og gjöfum. Lifið heil Sigrún Ólafsdóttir Arnór G. Kristinsson. Barónsstíg 14. Briissel, 2C. október. Ljóst varð á föstudag að við- ræður Breta við Efnahagsbanda- lagið voru komnar út í miklar o- göngur. Báðir aðilar tóku mjög ei.n dregna afstöðu í viðræðunum um brezkan landbúnað. Fréttamenn segja, að þeir sjái ckki hvernig hægt sé að halda starfinu áfram í þessu atriði. Framhald af 1. síðu ástæða fyrir synjuninni hefði vcr ið sú, að meðlimaskrárnar befðu ekki verið réítar.. Um það afflði hefði LÍV hins vegar ekki haft neina vitneskju fyrr en Hannibal Valdimarsson skýrði frá því á j þingi ASÍ. Einnig skýrði hann Erá því, að ASÍ hefði skrifað launþegasarntók- um á Norðurlöndum bréf, pár sem farið væri mjög óviðuvkvæmileg- um orðum um LÍV og því haldið fram, að innan vébanda samtak- anna væru atvinnurekendur og kaupsýslumenn. Að lokum vitnaði hann > bróf frá ASÍ þar sem sagði, að ekki væri hægt að mæla með upptöku LÍV, jafnvel þótt skipulagsmál ASÍ væru komin á fastan grundvöll, og væri það vegna laga LÍV. Lauk hann máli sínu með þvi að segja að LÍV hefði íramkvæmr fyrir- mæli dómstólsins út í hörgul, en það sama \ræri ekki hægt .-.ð segja um ASÍ. Egill Sigurgeirsson, hrl., gerði þær kröfur að umbjóðandi sinn yrði sýknaður og honum dæmdur málskostnaður að mati dómsins. Hann hóf mál sitt á því, að ræða um lagagrundvöll Félagsdóms og þau mál, sem dómurimi ætti að fjalla um. Dómssvið Fchigsióms væru á sviði einstakiings hags- muna en ekki hagmuna félaga. Stefnandi hefði því ekki lögvarin rétt til að krefjast inngöngu í ASÍ, og taldi hann að þar kæmi ekki til greina lögjöfnun frá 2. gr. laga nr. 80 frá 1938. Rakti hann siðan sögu ASi. í stórum dráttum, og vitr.aði í lög samtakanna frá þeim tímum er það var stofnað. ASÍ va."-i frjálst að ráða sínum málum, sagði harm og liéfði engin véfenging kiinið fram á því síðan samtökin voru stofnuð, og væri því konrin hefð þar á. Ekki kvað hann LÍV sýnt íram á að það hefði neinn atvirmulegan hagnað af inngöngu í ASÍ. Fór hann síðan nokkrum orðum unr skipulagsmál samtakanna. Hann kvað LÍV leggja allt ann an skilning í orðið launþcgi en ASÍ gerði. Tók hann sem dæmi, að formaður LÍV ætti hlut i útgerð- arfyrirtækjum og starfaði við og gæti því varla talizt launþegi. NefndL hann einnig tii, að lög jöfnun kæmi þarna ekki til greina cins og áður er sagt, því að í 2. gr. laganna væri talað um stóttar- félög, en ekki stéttarfélagasam- bönd. Komið lrefði fram tillaga á Alþingi um að lögunum yrði breytt þannig, að stéttarfélög yrðu þar meðtalin, en sú tillaga heíði veri3 felld. Væri þetta skýlaus viljayfir- lýsing Alþingis. í lok máli síns ítrekaði hann kröfur sínar. Áki Jakobsson tók tíl máís a?t nýju og sagði hann, að Féiags- dómur hefði alls ekki slegið þvi föstu, að lögjöfnun kæmi tii greina Um mikilvægi aðildar að ASÍ sagði hann, að nýju, að til ASÍ væri oft leitað um ýmis nrál er vörðuðu alla launþega mikils og væri því mikilvægt fyrir IÁV afT eiga þar aðild. Kvaðst hann telja að full rölr væru fyrir lögjöfnun, og' einnig gat hann þess, að' LÍV félli vel inn í ASÍ eins og skipulagi þar væri nú háttað. Málið var því næst dómtekið og" cins og áður er sagt mun dóms vart að vænta fyrr en eftir viku cða svo. Hfeeigendafélajr Reykiavlkur ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. október 1962' $ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.