Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 11
Sigurbur Tryggvi yonsson mur- arameistari ■ FERMING Á MORGUN Ferming í Dómkirkjunni sunnu- Minning ÝMSIR hafa lagt fyrir sig að skil- greina þá manngerð, sem nefnd er nútímamaðurinn. Margt verður upþi á teningunum í þessum cfn- um, eins og við er að búast. En flestir, sem um málið fjalla, segja það skoðun sína, að núumamað- lirinn mætti að skaðlausu fara sér liægar og hafa hljóðara um sig, monn lifi of hratt, hafi of hátt og gefi sér naumast tíma til annars en að gera hlut sinn sem stærst- an af heimsgæðunum, þeim gæð- um sem mölur og ryð fær grand- að. Ef þessi kenning er nær sanni, þá verður að segja það, að sá mað- Ur, sem mig langar til að minnast hér með örfáum orðum, Sigurður Guðjónsson, var langt frá því að vera nútímamaður í þessum skiln- ingi. Hann var hinn hljóðlati mað- ur í orðsins fyllstu merkingu. En hljóðleiki hans var slíkur að eftir honum var tekið. Það var fagur hljóðleiki. Sigurður safnaði ekki veraldlegum auðæfum. Honum nægði að vita sig og sína vel haldna. Hann leitaði þeiri'i verð- mæta, sem búa hið innra með manninum sjálfum, þess auðs, sem ekki glatast og aldrei feilur á. Sigurður Tryggvi Guðjónsscn var fæddur að Svarfhóli i Geira- dal, 3. ágúst árið 1906. Foreldrar hans voru þau hjónin, Guðmund- ína Jónsdóttir og Guðjón Sigurðs- son. Barn að aldri flutti Sigurður með foreldrum sínum til Ísafjarð- ar. Árið 1930 tók hann próf í múraraiðn hjá Þórði G. Jónssyni, múrarameistara, Isafirði, og stund aði iðn sína alla tíð síðan. Hann hélt heimili með foreldrum sínum meðan þeirra naut við. Þau létust bæði fyrir fáum árum, en Sigurð- ur kostaði kapps um að halda heim ilinu uppi með þeim sama svip og myndarbrag, sem foreldrar lians höfðu sett á það, í sambúð með yngsta bróður sínum, Asgeiri, bróðurdóttur sinni, Ösk Óskars- dóttur og manni hennar, Her- manni Sigfússyni. — Alla tíð var Sigurður heilsuhraustur maður, en sl. sumar kenndi hann sjúlc- dóms þess, er varð banamein hans. Hann lézt að heimili sínu 22. sept- sl. og var jarðsunginn af sóknar- prestinum, Sigurði Kristjánssyni. 28. s. m. Sigurður var maður í minna meðallagi á vöxt, vel limaður og fríður sínum. Hið hljóðláta fas hans var gætt þokka og hlýju. — Hann var maður sem gott var að dvelja með, enda hvað traustastur, þegar mest á reyndi. Hann bar pað með sér, að hann bjó yfir fleiru en séð varð í fljótu bragði. Hann var frábær verkmaður og góður full- trúi stéttar sinnar. Hann vann mikið að húsateikningum. Hús eftir hann, ef svo má að orði kveða, eru fleiri en ég kann að nefna, og ekki bara á ísafirði, held ur víða í nágrenninu. Þessar teilcn- ingar lét Sigurður af hendi fyrir litla greiðslu og sumar þeirra hafa aldrei verið greiddar með hinum gyllta gjaldmiðli. Sigurður var listfengur maður. Um árabil sást handbragð hans á ýmsu, sem varðaði félagslíf í bæn- um. Þetta kom bæði fram 1 stóru og sniáu. Ef þurfti að gera auglýs- öngu, er vekja átti sérstaka at- hygli, þótti sjálfsagt að leita til ; Sigurðar og hann beðinn að gera litskreytt auglýsingaspjald. Hann aðstoðaði ýms félög við margs kon ar skemmtanaundirbúning En í þessum efnum vann hann mest og bezt fyrir Leikfélag Isafjarðar, eða allt frá því árið 1927 og þar til heilsan bilaði. Má seg.ja, að á þessu árabili hafi vart verið fært upp leikrit á Isafirði, svo að Sig- I urður hafi ekki annast leiktjalda ] málun og sviðsbúnað allan. Þarna liggur eftir hann mikið starf, sem félagar lians í leikfélaginu. og raunar bæjarbúar allir kunria vel að meta. En listamannseiginleikum Sig- urðar varð ekki fullnægt í þessum störfum. Ungur að árurn fór hann að fást við að teikna og móia, eink- um landslagsmyndir. Hai.n var óvenju drátthagur að náttúrufari. Á augabragði gat hann dregið upp þá mynd, sem í hugann kom, méð fáum markvissum dráttum. Það sem einkennir myndir hans helzt er birtan. Það er mikið ljós í þessum myndum. Blátt. gult og ! grænt, það eru hans eftirlætislit- ir. Ilann lærði undirstöðuatriði listar sinnar af bókum og í er- lendum bréfaskóla. í annan lista- skóla kom hann ekki, nema í skóla sjálfsreynslunnar, sem er höfuðskóli hvers manns í öllum greinum lífsins. Hann hafði ekki opinberar sýningar á myridum sínum, gerði ekkert til að auglýsa þær eða selja, en gaf þær gjarnan þeim mönnum, sem kunnu að meta þær. Hann trúði penslinuin fyrir því sem í hugann kom. Þess vegna i stóð hann iðulega við málara- grindina að loknum löngum og annasömum erfiðisdegi. Birtan í myndum hans er aldrei slcjanna- leg eða tilbúin. Þessi birta kemur að innan og ljær myndinni lif og hreyfingu. Þegar ókunnugir sjá beztu myndir Sigurðar, þá bregzt ekki, að þeir segja: — Þetta er fallegt. Það er sannleikurinn um mynd- ir hans; þær eru fallegar og þannig var raunar um lífsferil hans allan. Minning hans er siung in þeirri fölskvalausu birtu, er staf ar af myndum hans. Skyldmenni hans og vinir þakka honum sam- fylgdina, hjálpfýsina, sem aldrei brást og kyrrlátt viðmótið, sem vermdi hvað heitast á erfiðurn reynslustundum. Vinur. daginn 28. okt. kl. 2. Séra Jón Auð- uns. Stúlkur: Guðbjörg Jóhannesdóttir Laúgarás vegi 60 Helga Sigurðardóttir Ásgarði 11 Ingunn Árnadóttir Ásvallagötu 79 Kristín Thorberg Glaðheimum 6 Kristjana Óskarsdóttir Álfheim- um 7 Lilja Leifsdóttir Reynimel 34 Magnþóra Magnúsdóttir Túngöt.u 6 i Ólöf Björg Björnsdóttir Tjarnar- j götu 47 I Piltar: Bragi Rúnar Sveinsson Ásgarði 7 Eðvarð Hermannsson Eskililíð 16 Grétar Þ. Egilsson Stangrrholti 16 i Guðmundur LTnnþór Ste.íónsson ! Ránargötu 13. ; Kristinn Már Harðarson Meðal- holti 7 Magnús Guðm. Kjartansson Sól- I eyjargötu 23. Oddur Jens Guðjónsson Ásg. 136 Valgarður Ómar Hallsson Bústaða vegi 59 Sinfóníu- hljómsveitin AÐRIR TÖNLEIKAR Sinfóniui hljómsveitar Islands fóru fram í Háskólabíói sl. fimmtudagskvöld og tókust ágætlega eins og hinir fyrri. Húsið var sneisafullt og ér mjög ánægjulegt að sjá, hve á- hugi manna á þessum hljómleik- um hefur vaxið frá því, sem áður j var, er oft tókst tæplega að fylla ! Þjóðleikhúsið sem þó er miklu ■ minna. Efnisskráin að þessu sinni var ■ fremur tætingsleg, en þó að mörgu leyti skemmtileg. Lundúnasym- fónía Haydns var ágæta vel leikin og mætti v.el leika meira af slíku. Symphonie Espagnole eftir Lalo ' er kannski ekki sérlega veigamik- ið stykki, en skemmtileg þó og tókst flu.tningurinn vel. Einleik- arinn, Béla Detreköv, skilaði hlut- verki sínu með miklum bravúr og komu smá glissandi tónar ekki mikið að sök, því að heildarsvip- urinn var mjög ánægjulegur. Það má í sjálfu sér telja það afrek að geta fengið G-strenginn til að hljóma svo mikið á hæstu tónun- um. Síðasta verkið á efnisskránni var symfónía nr. 5 eftir Carl Niel- sen, ágætlega kompónerað verk og vel leikið eftir því sem unnt er að dæma um slík verk. Þetta er verk. sem þarf að hlusta oft á, áður en maður kynnist því til fullnustu. G. G. Hl jóðeinangrunarplötur Stærð: 12 x 12“ Skaraðar. Harðtex l\8 tomma Stærð: 160 x 275 cm. olíuborið. S. Árnason & Co. Hafnarstræti 5, Reykjavík. Sími 2-22-14. Fermingrarbörn í Dómkirkjunni 28. okt. kl. 2.30 Séra Óskar J. Þor láksson. Stúlkur: Bryndís Jóhannesdóttir Baróns- stíg 11. Elísabet Sigurðardóttir, Berg- staðastræti 28A Guðlaug Jónsdóttir Hrefnugötu 5 Guðný Sigríður Sigurbjörnsdóttir Hátúni 6 Hrefna Helgadóttir Grensásvegi 58 Jóna Björg Heiðdals Ásvallag. 69 Níná Valgerður Magnúsdóttir Vesturgötu 12. Ragnheiður Jónasdóttir Framnes- vegi 27 Sigrún Guðmundsdóttir Sunnuv. 27 Sigrún Pálsdóttir Álftamýri 73 Þórdís Ásgeirsdóttir Sólvaliag. 23 Drengrir: Mímir Arnórsson Álftamýri 4 Sigurður Einar Jóhannessou Bar- ónsstíg 11 Ferming í kirkju Óháða safnað- arins, sunnudaginn 28. október, 1962, kl. 2 e.h. Drengir: Grímur Antonsson Goðheimum 66 Guðmundur Hafsteinn Friðriksson Skúlagötu 56. Magnús Sigurður Jónsson Löngu- brekku 5 Kópavogi. Örn Þorsteinsson Barmahlíð 4 Stúlkur: Elín Vilhjálmsdóttir Stórholti 27 María Valgerður Karlsdóttir Ilóf gerði 14 Kópavogi Ólöf Ragnarsdóttir Stórholti 33 Ferming í Laugarneskirkju sunnudaginn 28. október kl. 10.30 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Stúlkur: Gerður Pálsdóttir Ilraunteig 23 Halldóra Guðrún Haraldsdctíir Laúgalæk 24. Halldóra Bryndís Viktorsdáttir Hólar v. Kleppsveg. Hanna María Kristjónsdóttir Hring braut 28 Helga S. Gísladóttir Hverfisg. 40A Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir Hofteig 4 Jóhanna Jóhannsdóttir Sporða- grunni 10 Kristín Björg Kjartansdóttir Vatns stíg 8 Lára Halla Maaek Selvogsgrunni 33 Margrét Jónsdóttir Hofteig 16 Sesselja Kristjánsdóttir Höfðab. 65 Sigríður Jóná Aradóttir. Skafta- hlíð 10 Sigríður Björg Guðmundsdóttir Hátúni 4 Steinunn Káradóttir Rauðalæk 37 Vilborg íngólfsdóttir Hofteig 43 Þórunn Sigríður Gísla.dóttir Laug- arnesveg 92 Drenglr: Bergþór Njáll Bergþórsson Klepps veg 56 Gunnlaugur Kárason Rauðalæk 37 Helgi Agnarsson Raijðalæk 67 Jóliannes Konráð Jóhannesson Karfavogi 13. Jón Kjartanssson Vatnsstíg 8 Jón Rúnar Kristjónsson Hxing- braut 48 Pétur H. Pétursson Brúnaveg 3 Sigurður Ingólfsson Sigtúni 21 Rúnar Valsson-Skúlagötu 68 Vegna breytinga og lagfærmga, verður smurstöð vor, Hafnap- stræti 23, lokuð frá 27. október til 1. nóvembeir n.k. > Olíufélagið h.f. Merkjasala Sölubörn, sem vilja selja merki Flugbjörgunarsveitarinnaar á morgun fá í sölulaun eina krónu af hverju merki, sem þau selja og auk þess fá fjögur þau söluhæstu VERÐLAUN hringflug yfir bæinn. Merkin verða afhent á eftirtöldum stöðum: Melaskóla, Austr- urbæjarskólanum, Mávahlíð 29, Breiðagerðisskóla, Lauga- nesvegi 43, Langholsskóla, Vogaskóla. Sala og afgreiðsla merkjanna hefst kl. 10.00 á sunnudag. Flugbjörgunarsveitin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. október 1962 ££

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.