Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 13
EMiL JÖNSSON Framh. úr opnu Hafnarfirði þökkum honum íor-, ustu flokks okkar hér í bæ. En störf Emils Jónssonar hafa ekki verið bundin við Hafnarfjörð. Hann hefur verið einn af aðalleið- togum Alþýðuflokksins í full 30 ár og fórmaður flokksins síðan 1956. Á öllum þessum tíma hefur Emil Jónsson jafnan verið til- kvaddur þegar flokkurinn hefur þurft að ráða fram úr vandasömum málum og hin s.íðari ár hefur hann orðið að hafa forustu um úr- lausn þeirra. I sambandi við þessi störf Emils Jónssonar höfum við samherjar hans margs að niinn- ast og fyrir margt að þakka. I’að hefur löngum einkennt störf hans, hversu eldfljótur hann er að átta sig á hinum flóknustu vandamál- um og greiðir aukaatriði miskunn arlaust frá aðalatriðum. í fari Emils Jónssonar hefur mér þó ætíð þótt mest áberandi, hvcrsu samvizkusamlega og rökfast hann gerir upp við sjálfan sig, hvernig vandamálin verði bezt og skyu- samlegast leyst með liagsmuni al- mcnnings fyrir augum og fylgir síðan fram þeirri niðurstöðu, sem , hann kemst að, án tillits til þes3, hvort úrlausnin skapar honum vinsældir eða óvinsældir í bili. Stjómmálamenn þurfa oft mik- inn kjark til að fylgja fram því, sem þeir sjálfir telja réttast. Hræðslan við óvinsældir almenn- ings ásamt áróðri og rangtúlkun andstæðinga er alþekkt fyrirbæri. í löngu samstarfi við Emil Jónsson hef ég aldrei vitað hann hverfa frá því að gera það sem hann hefur talið réttast og horfa mest til almenningsheilla vegna hræðslu við undirtektir almennings. I’egar þessir eiginleikar eru samfara skörpum gáfum og mikilli þekk- ingu er vel. Slíkir menn eru styrk- ustu máttarstólpar livers þjóðfé- lags. Við Alþýðuflokksmenn sendum Emil Jónssyni, konu hans og fjöl- skyldu kveðjur oklcar og árnaðar- óskir á sextugsafmælinu. Við þökk um honum ágæta forustu og trausta handleiðslu. Við vonum að við megum njóta forustu hans í mörg ár ennþá. Guðm. í. Guðmundsson. HEIiLAÓSKIR FRÁ UN6- UM JAFNAÐARMÖNNUM ÞAÐ ER VANDGERT að minnast Emils Jónssonar á sextugsafmæli lians. Slíkar eru kröfur ungra jafn- aðarmanna, þegar sá á í hlut, sem þeim þykir vænst um og þeir virða mest. Á sextugsafmæli Emils er Ál- þýðuflokkurinn fjörutíu og sex ára gamall. Emil hefur verið í far- arbroddi langa tíð og reynt með lionum súrt og sætt. Hann hefur verið sá gæfumaður að undir hans forystu hefur flokkurinn vaxið mjög að vegi og virðingu með þjóðinni, enda haft forgöngu um endurreisn efnahagslegs sjálfsíæð- is hennar. í þessu efni hefur flokk urinn notið Emils, því að svo mik- ils er hann metinn af landsmönn- um, að hæpið er að annar ísienzk- ur stjórnmáiamaður njóti meiri almennari virðingar innaniands og utan. Alþýðuflokksmenn airaennt liafa sjálfsagt ekki um áralangt skeið skipað sér jafn þétt um nokkurn forystumann sinn og Emil Jónsson. Þeir bera mjög mikla virðingu fyrir honum og um traust til hans má hið sama segja Um unga jafnaðarmenn, ungt al- þýðuflokksfólk almennt, gildir hið sama. Hugur þeirra til hans er sambland af virðingu og vin- áttu þeim tilfinningum, er góð- ir feður blása ósjálfrátt börnum sínum i brjóst. Hann er eftirlætið okkar allra. Á sextugsafmæli Emils vil ég færa honum og þeim hjónum báð- um heillaóskir mínar og hamingju óskir. Og ungir jafnaðarmenn um land allt senda honum heiliaóskir sínar, þakka honum góða og gæfit- ríka forystu og láta í ljós þá ósk, að hann og þau hjónin bæði eigi langt líf og góða heilsu fyrir hönd- um og Alþýðuflokkurinn njóti for- ustu hans sem allra lengst. Sigur'ður Guðmundsson Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur ðlmennan félagsfund sunnudaginn 28. okt. n.k. í félagsheimilinu Auðbrekku 50. Fundurinn hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing 2. Önnur mál. Stjórnin. Martinus má með réttu telja innblásinn snill- ing, því að verk hans hafa skapazt fyrir and- legan innblástur. Hinn heimsfrægi rithöfund- ur og dulspekigur PAUL BRUIMTON segir m. a. um Martinus: „Um hann má segja, að það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi ímynd þeirrar. vizku, ósérplægni og kærleika, sem myndar innsta kjarnann í siðferðilegri og raunhæfri kenningu hans“. S£emtsl«5kækur: DÖNSK LESTRARBÓK, annað bindi eftir frú Bodil Sahn og Erik Sönder-, holm. ENSK LESBÓK, Arngrímur Sigurðs- son, BA, annaðist útgáfuna. Efnið er mjög margvíslegt, miðað við stærð bók- arinnar. Þar eru kaflar um frumstæða jarðarbúa og ókunnar gáfnaverur á öðr- um hnöttum, um allskonar farartæki, bækur, kvikmyndir og ótal margt fleira. Efnið er miðað við það, að kennurum og nemendum gefist tækifæri til þess að rifja upp fjölmargt og kynnast nýjum orðum og hugtökum. Margar teikningar eru í bókinni. JgrÆlf EG ER KÖLLUÐ KATA — Þessi fallega saga er um litla telpu, sem heitir Katrín, en er kölluð Kata. Hún er rauðhærð og eini rauðhærði krakkinn í hópi leiksystkina sinna. — Þess vegna verður hún fyrir dáiitlu aokasti og stríðni. En Kata litla er sjálfstæð og dugleg telpa — og allt endar vel. Unglingabækur: Eftirtaldar unglinga- og barnabækur hafa komið út síðustu daga: •k Ný HÖNNU-bók: HANNA kann ráð við öllu. ★ Tvær nýjar bækur um KIM: KIM er hvergi smeykur og KIM og blái páfagaukurinn. ★ Tvær bækur um hina vinsælu söguhetju BOB MORAN: ELDKLÓIN — og ÓGNIR í LOFTl — báðar æsispennandi. ★ Ný MÖTTU-MAJU-bók: MATTA-MAJA á úr vöndu að ráða. k Ný KONNA-bók: KONNI og skútan hans. ★ KALLI OG KLARA — Kalli og Klara eru tvíburar, og þau eru eins lík og tvær perlur. Náttúr- lega lenda þau i mörgum ævintýrum. Sagan sýnir, að framtakssamir ungl- ingar geta orðið að miklu liði, ef þeir beita orku sinni að nytsömum störf- um. GÖMUL ÆVINTÝRI í þýðingu Theodórs Árnasonar. Önnur útgáfa. — I þessari bók eru tíu falleg ævintýri. Theodór heitinn þýddi Grimms ævintýri á gull- fallegt mál. Þessa bók má skoða sem framhald þeirra 5. hefta af GRIMMS ævintýrum, sem til eru á íslenzku. NASREDDIN. — Þorsteinn Gíslason rit- stjóri og skáld þýddi, en frú Barbara Árnason teiknaði í bókina margar myndir. — Engar sagnir í þjóðsögum Tyrkja hafa náð annarri eins út- breiðslu og sagnirnar um Nasreddin skólameistara. Öld eftir öld hafa menn skemmt sér við keskni hans, sérvizku og fyndni. Og enn í dag eru sögurnar um hann á hvers manns vörum, svo langt sem tyrknesk tunga nær. — En auk þess hafa þær verið þýddar á fjölda tungumála. PRENTSMIÐJAN LEIFTER Höfðatúhi 12. — Sími 17554.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.