Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J Ástþórrson (áb) og Benedikt Gröndal.—ACstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prenlsmiðja A>þýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskrifturgjald Jtr. 65.00 & mánuði. J lauoasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkuiinn — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhamiesson. Á að svæfa eiturmálið? HVAÐ er að gerast x eiturlyfjamálinu? Er ver- ið að reyna að þagga það niður? Alþýðublaðið telur sig knúið til að varpa fram þessum spurningum vegna ýmissa atburða, sem gerzt liafa síðustu daga. Vill blaðið sérstaklega benda á tvennt: 1) Lögregluyfirvöld hafa skyndilega lokazt varð- andi þetta mál og veita blöðunum engar upp- lýsingar, vilja helzt ekki um málið tala. 2) Blaðamenn á Alþýðublaðinu og Vísi hafa feng ið margar upphringingar, þar sem þeim og fjöl skyldum þeirra er hótað öllu illu, ef skrifum um eiturlyfjamálið verði ekki hætt. Alþýðublaðið gerir sér fullkomnlega Ijóst, hversu alvarlegt mál og erfitt viðfangs er um að ræða. Blaðið lét í upphafi lögregluna fá allar upp- lýsingar, senx það hafði í sínum fórum, löngu áður en blaðið birti staf um málið. Þess vegna taldi blað ið sig geta vænzt samstarfs við Iögregluna og tnundi að sjálfsögðu styðja hana eftir getu. I stað þess að hafa eðlilegt samstarf við blöðin hefur lög- reglan skyndilega lokazt. Af hverju? Þegar fyrstu upphringingar til blaðamanna hóf rist, var þeim tekið með varúð og ekki útilokaður sá möguleiki, að um hrekki eða unggæðingshátt væri að ræða. En áframhald þessara hótana hefur verið með þeim ummerkjum, að ekki verður um villzt, hvers eðlis þær eru. Einhverjir aðilar telja sig geta hrætt biaðamenn til að hætta skrifum um málið. Það virðist vera kjarni málsins: Að blöðin lxætti að skrifa. Svo margir ábyrgir menn á sviði heilbrigðis- mála, lögreglumála og félagsmála hafa opinb«r- lega lýst skoðun sinni á þessu máli, að enginn getur efazt um, að hér sé raunverulega um vandamál að ræða. Þess vegna verður Alþýðublaðið að lýsa undr un sinni, þegar reynt er á þennan hátt að þagga málið niður. Er eitthvað x-otið í þessum málum, sem enn hef uxr pkki komið fram opinbcrlega? Af hverju má ekki segja þjóðinni frá því, hvað yfirvöld aðhafast í þeásu máli? Afstaða þeirra, sem með símahringing um og hótunum hafa játað, að þeir séu blandaðir í eiturlyfjamálið er skiljanleg. En hvað um lögregl un^? Vill hún ekki samstarf við blöðin — og ef svo er,iaf hverju ekki? Skortir sönnunargögn? Skortir lagáheimildir til aðgerða? i WESHNGHOUSEISSKÍPAR ■ - VERÐ OG STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI. 5,5 cubikfet kr. 9.843.00 6,2 — — 11.010,70 7,8 — — 11.738,00 VANDLÁTIR VELJA WESTINGHOUSE. SÖLUUMBOÐ: Dráttarvélar h.f. Hafnarstræti 23 og kaupfélögin ¥é!adleifd Ráðast Kínverjar á sléttuhéruðin? NEW DELHI 27. okt. MIKILL ótti ríkir nú í Indlandi um að kínverjar muni nú ráðast niður á hinar þéttbýlu sléttur við rætur Ilimalaya. Nehru forsætisráðherra Ind- lands hugleiðir nú að efna til her skyldu og hann hefur beðið allar Indverskar konur að láta af hendi skartgripi sína til að hægt sé að kaupa fyrir þá vopn. Indverjar láta nú her sinn bú- ast til varnar á Assam sléttunni, þar scm allt útlit er fyrir að Kín verjar muni sækja niður á hin þéttbýlu svæði við rætur Hima- laya. Kínverjar hafa stöðugt sótt á í bardögunum við Indverja og sagt er að lið þeirra í Tíbet sem er nú allt á leið til vígstöðvanna sc meira en allur Indverski lier- inn, eða um 600.000 manns. Ind- verjar beita 30 þús. manna liði í þessum átökum. Indverjar Iiafa látið flytja liðs- . auka til Kasmír þar sem þeir ótt- ast að Pakistan muni nú nota tæki færið er þeir eiga í vök að verj- ast við Kínverja og hertaka Kas- mír. Ilefur Nehru beðið Kenne- dy að sjá til þess að Pakistan sem er í hernaðarbandalagi við USA ráðist ekki inn í Kasmír. Nehru sagði í gær að þótt ekki sé búið að iýsa yfir styrjöld milli ríkjanna, sé um styrjöld að ræða sem verði alvarlegri með hverjum deginum sem líði. Kínverjar flytji nú geysilegt magn af vopnum og skotfærum f,il vígstöðvanna og muni nú reyna að ná öllu því svæði sem þeir gerá tilkall til á sitt vald. Hér er um að ræða 120 þúsund ferkílómetra svæði. Land- ■svæði þau er þeir hafa náð á sitt valda í Ladakh héraði eru um 30 þúsund ferkm. að stærð. Chou En Lai hefur enn ítrekað boð Kína um viðræður við Ind- verja annað hvort í Peking eða New Delhi. Indverska stjómin vill engar viðræður við Kína fyrr en innrásarherinn er kominn út úr Indversku landi og er staðráð in í því að hrekja Kínverja til baka. Samkv. frétt bandar. blaðsins New York Herald Tibune sem seg ist hafa hana frá góðum heimildum í New Delhi hefur Nehru sent Kennedy beiðni um að USA seljl Indverjum vopn bæði flugvélar, fallbyssur, skreðdreka og smærrt vopn. Þessari frétt hefur ekki ver ið neitað í Washington og vitað er að Kennedy hefur fengið bréf frá Nehru þo ekki hafi enn verið birt neitt opinberlega um efnl þess. Krishna Menon landvarnaráð- herra Indlands hefur sætt harðrt gagnrýni síðan innrás Kínverja hófst og hafa margir flokksbræður hans krafist þess að hann segi af sér. £ Sfðasta borhoian gefur góðar vonir Stóri jarðborinn, sem ríki og borg eiga í sameiningu hefur ný lokið við borholu í landi La^kjar- hvamms við Suðurlandsbraut. Þessi hola er ein sú bezta sem boruð liefur verið hér í bæjarlandinu samkvæmt upplýsingum Raforku málaskrifstofunnar. Ilún er um 1008 metrar á dýpt og áætlað er að botnhiti í henni sé 130-135 stig og talið er að hún muni gefa 30- 50 sekúndulítra. Nýlega var byrjað að bora aðra liolu, er sú nálægt mótum Hatúns og Laugarnesvegar. Þcgar henni er lokið er gert ráð fyrir. að bor- aðar verði að minnsta kosti 2-3 nýjar holur hér í bænum auk þess verður fyrsta holan, sem borinn boraði dýpkuð úr 600 metrum nið- ur í um eitt þúsund metra. Sú hola gefur nú um X sekúndulíter, en vonir standa til að hægt sé að auka það magn með því að dýpka hana. 40 ára Elli- og hjúkrunarheimili8 Grund í Reykjavík á fjörutíu ára starfsafmæli á morgun. í tilefnl þess mun verða tekið á móti gest um í hátíðasal heimilisins milll milli kl. 3 og 5 á mánudag. 2 -28. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.