Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 7
Nýstúdentar . . . . mWWMMWWWWVMHVVWUWWVWWM WMVMVVVMVVMWVVMVVMVVM¥»MVVVMVVVMV«f Framhald af 16. síðu. anum borizí bókagjafir og pen- ingagjafir. Stjórn Bandalags Háskóla- manna hefur nýverið afhent skól- anum 130 þúsund krónur, sem verja skal til að bæta aðsiöðu stúdenta til félagsiðkana. Þakkaði rektor þeim, sem hlut áttu að máii þessar ágætu gjafir. Rektor vék síðan að starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana skól ans. Síðan ræddi rektor almennt um málcfni háskólans og drap á margt í því sambandi. Ræðu sinni lauk rektor með þessum orðum: „Ég þakka ánægjulegt samstarf við hæstvirta ríkisstjórn, og eink um þá tvo ráðherra, er ég mest skipti hef átt við, hæsívirtan menntamálaráðherra og hæstvirt- an fjármálaráðherra Ég þakka Alþingi fyrir glöggan skilning á þörfum Háskólans. Ég þakka fyrir WVVWMMMWMMMWVMMVMV1 ánægjulega samvinnu við Háskóla- ráðsmenn og aðra samkennara mína, svo og prýðilegt samstarf við Háskólastúdenta. Megi heill og gæfa fylgja Háskólanum." Að ræðu rektors aflokinni var sungið úr hátíðarljóðum Davíðs 1 Stefánssonar. Síðan söng tvöfaldur kvartett stúdenta undir stjórn Sig, urðar Markússonar, með undirleikj Sverris Bjarnasonar. Rekor ávarpaði síðan nýstúdenta' og veittu þeir viðtöku hásíóla- borgarabréfum sínum. F.inu úr hópi nýstúdenta flutti síðan stutt ávarp. Rektor gat þess í ræðu sinni, að aldrei hefðu fleiri nýstúd.-ntar inn ritast í skólann, í ár væru þeir 238 19 erlendir stúdentar stunda nú nám við skólann. Þrjú á leið til Kúbu ÞETTA er rússneskt flutningaskip á leið tii Kúbu. Mynd- irnar eru teknar fyrir skömmu á vegum bandaríska landvarna ráðuneytisins. Farmur skipanna er léttar orustuþotur sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Á myndinni í miöju sjást Stríðsótfi Riístjórar Spiegel handteknir NTB-Reuter 27. okt. Þrír aðalritstjórar þýzka blaösins Der Spiegel, hafa verið hand- teknir. Ástæðan er sú, að fyr- ir skömmu birti blaðið grein um vestuiVþýzka lierinn í sambandi við æfingar \ATO Segir blaðið að vestur-þýzki herinn hafi fengið þá eink- unn að hann væri gjörs^m- lega ófær að ráða við ncyðar ástand ef til kæmi og að hann væri talinn tíl þess hluta NATO-hersins sem minnst gagn væri í. WWWWWWWVMMMMHM Framh. af 16. síðu ar í Evrcpu, eftir að lil tíðinda fór að draga í Vesturálfu. Hefði hann ráðgast við ræðisnvenn ís lands, þar sem hann var staddur og þeim hefði komið saman um, að þetta væri m.iög alvar- legt ástand og ef í odda skærizt yrðu fáir staðir hættumeiri, en einmitt ísrael. í austri berðust nú Indverjar og Kínverjar og jafnskjótt og upp úr syði í Vesturheimi mætti alvcg eins búazt við því, að Ar- abaþjóðirnar notuðu tækifærið til að hafa sig í frammi á ein- hvern hátt við ísrael, meðan þeir væru ekki undir smásjá stórveldanna, sem þá stundina hefðu í öðru að snúast. Séra, Sigurður kvaðsl hafa ráðið það við sig sem skjótast því sér hefði boðizt þægileg og góð ferð með ferðalöngum ÍJt- sýnar, og einnig væri það, að bið erlendls, þótt ekki væri löng, mundi verða öllu dýrari en heimferðin. Það hefði meðal . annars ráðið um þessa ákvörð- un sína. OSLO: Vandamál þjóðfélagsins í sambandi við vandræðabörn og glæpahneigð unglinga verða sí- fellt stærri. Félagsmál&nefnd norska Stór- þingsins hefur nýlega skilað áliti um þessi mál, segir þar nð fjcldi barna og unglinga, sem vandræði hljótist af vegna hátternisvanda- mála (það er að segja vatulræða- börn), sé mun meiri en allra ann- arra lögbrjóta. Nefndin leggur til, að þegar í stað verði hraðað byggingu upp- eldisstofnana fyrir þessi börn og komið verði á áætlun fyrir allt landið um byggingar siíkra stofn- ana. Einnig telur nefndin nauðsyn- legt að hjálpa þeim heirniJum, sem vilja á eigin spýtur ráða bót á vandamálum barnanna. í heildar- skýrslu sinni hefut nefndin komizt að þeirri niðurstöðu, að það séu aðeins lítill hluti vandræðaungl- inga, sem þarfnist sérstakrar um- önnunar og aðstoðar ríkisins. Hagskýrslur 1 Noregi sýna ag lög brjótar í landinu Verða sífellt yngri og yngri. Allt fram að 1950 hafa afbrot verið tíðust meðal fólks á aldrinum 21—24 ára. 1951 —1954 voru afbrot tiðust hjá fólki á aldrinum 18—20 ára, en hagskýrslur síðustu fjögurra ára sýna, að unglingar á aldrinum 14—17 ára fremja nú flest afbrot- in. Þessi fjölgun glæpa méðál unglinga á mestan þátf. 1 því, hvað glæpum og lögbrotum í Noregi hefur fjölgað mikið á síðustu ár- um. Sá hluti unglinganna, sem mest- um vandræðum veldur eru þeir, sem draga aðra með sér til afbrota, og halda siðan áfram á glæpa- brautinni eftir að þeir eru orðnir fullorðnir. Þessir unglingar eru tiltölulega fáir, og það er áríðandi verkefni, að taka sem allra fyrst mál þeirra til meðferðar. segir nefndin. Vandræðabörnin eru fleiri í borgunum en í sveitunum Rann- sókn á aldursflokknum frá 1933 sýnir að 9% af þeim, sem vóiu frá Oslo höfðu komizt á sakaskré fyrir 25 ára aldur, 8% af peim, sem voru úr öðrum borgum, en aðeins 4% af þeim, sem komu úr sveitunum. Nefndin kemur í áliti sínu inn á það, hvað valdi því að ungling- arnir eiga erfitt með að aðlagast þjóðfélaginu í dag. Húr, bendir á þýðingu heimilinna, en tekur samt skýrt fram að ástandið á heimil- inu sé ekki eitt út af fyrir sig nægi- leg ástæða fyrir því að unglingur- inn fer út á glæpabrautina, eða er til vandræða á annan hátf. Það er erfitt að skera úr um baö, hvað valdi því að sumir unglingahópar fara út á glæpabrautina, en aðrir halda sig innan takmarka laganna. í slíkum flokkum s/.iptir sam- heldni félaganna miklu máli, oj flokkurinn getur hvort sem verk- ast vill, látið draga sig í gott eða illt. Skólinn og frítíminn eru einnig orsakir, sem vert er að gefa gaum að. Rannsókuir sanna, að' stór hluti æskufólks, hefu.’ ekki hug- mynd um, hvað hann á að gcra við frítíma sinn. t Þáttur áfengisins er tiltölulega lítill í afbrotum, sem framirj em- af unglingum innan 18 ára aldurs. Nefndin bendir að síðustu á þau neikvæðu áhrif, sem dagblöð, lcvikmyndir og sjónvörp geta haft. Dagblöðin skipta töiuvert miklu máli í því að þróa hugsanagang unglinganna. Néfndin segir. a3 ekki sé ólíklegt að frásagnir blaða af glæpum og glæpamonnum. geti haft óheppileg áhrif. . ALþÝÐU.^AÐlÐ - 28. o^tóber 19g1 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.