Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 8
NARSSAK, Grænlandi. ÞAÐ voraði ljómandi vel að þessu sinni í Grænland’. Veður var mjög hagstætt fyrir sauðburð. Mikið sóli'ar og mjög lítið um rigningar. Allur snjór hvarf fyrir sólbráð og gróður kom snemtna, enda sá maður það ve'. á lömbun- um, sem döfnuðu ört. Um mánaða- mótin maí-júní kom svo hinn ár- legi rekís. Hann var óvanalega mikill að þessu sinni. Aliir firðir og sund fylltust af þessum voða is. Sumir jakarnir eins og fleiri hæða hús að hæð, það af þeim, sem of- ansjávar var og þó ku það vera minnstur hlutinn. Allur þessi ís olli umferðartrufl anum og öðru þess háttar. Menn urðu að hætta allri sjósókn, svo gott sem, á öllum stærri skipum. En hinir flínku kajakmenn notuðu vel þetta einstæða tækifæri, sem ísinn gefur, en með honum kemur fjöldinn allur af sel. Það er nú dýrmæt veiði hér í þessu landi enda er selkjötið það ljúffengasta, sem Grænlendingar geta fengið. Komi selur að landi, þá má sjá glaða menn og konur Konum- ar gera að selnum, flá hann og stykkja i sundur. Allt er hirt, jafn vel blóðið, sem hefur safnast inn- an í skrokknum. Búinn er til blóð- grautur úr því með sellýsi út á, þykir aldeilis afbrags matur Lifur, garnir og annað innmeti er etið hrátt. Fyrst ætlaði ég ekki að trúa þessu, en þegar Grænlendingam- ir segja þetta sjálfir að þá er eng- in ástæða að véfengja þá. Hátt verð er á selkjötinu og kostar hvert kg. 4 danskar kr. (nærri 25 kr. ísl.). Sumarið var alveg Ijómar.di gott. Alveg sérstök veðurblíða. Hér í Narssak var oft heitt, enda liggur staðurinn inni í landinu, ekki æði langt frá hinum ævarandi jökli, sem sést vel héðan í góðu skyggni. Grasspretta var því mjög góð, enda allt svo vel grasgefið hér. í Narssak eru 5 fjáreigendur, sem hafa margt fé. Nokkuð af því geng ur hér inni í sjálfum bænum á sumrin, til gremju fyrir bæjarbúa, einkum þá, sem vilja hafa garða kringum hús sín. Hér er einnig nokuð af nautgripum og hestum. Einu sinni nefndi ég vð danskan kýreiganda, hvort hann ekki vildi selja mér einn lítra af mjólk, þvi ] að ég hugði að hún myndi vera góð, ] því að beitilöndin virtust mér safa- ; rík. Hann svaraði því til, að það jværi ekki hægt, því kýrnar væru jekki mjólkaðar, vegna þess að kálf amir gengu undir kúnum og drykkju alla mjólkina. Ég veitti þessu athygli síðarmeir og fann þetta vera svo. enda voru kýmar eins og hryssur í haga með afkvæmi sín. Alveg var ég undrandi yfir því, jhve seint var byrjað að slá þau l tún, sem hér eru. Grasið spratt og 'spratt og engin gaf því gaum. Svo var það loks einn, sem sló sit tún í ágúst, en aðaltúnin voru þó ekki slegin fyrr en um mánaða- mót ágúst og september, en þá var öll taðan löngu úr sér sprottin og þar af leiðandi búin að tapa miklu fóðurgildi; En ég fekk. að vita það seinna, að túnin hér til- heyra Landbúnaðartilraunastöð- inni í Julianehaab, en hún sér nm öflun á heyi fyrir bændur. Þeir þurfa því ekki að hafa neinar á- hyggjur og taka því lífinu með ró Hey er almennt ekki notað fyrir sauðfé, nema taki algerlega fyiir beit. Svo lengi að það eru ;hagar, svo mega kindumar klára sig. Hér í Narssak mætti afla mikið af heyjum, en mest af því grasi, sem hér er fer forgörðum, að únd- anteknum beitilöndunum. Mér hefði þótt gaman að hafa hér ísl. orf og ljá, en það varð nú ekki meira en hugarburður að þessu sinni. Þórarinn Magnússon ALÞÝÐUBLAÐIÐ LÍTUR INN Á STÆRSTU BÍLASÝNINGU VERALDAR LONDON, 20. okt., 1962. Gífurlega mikil, alþjóðleg bíla- sýning stendur nú yfir hér í Lon- don. Er þetta 47. alþjóðlega bíla- sýningin, sem bílafranileiðendur heimsins efna til og hin stærsta, er nokkru sinní hefur verið hald- in. Sýningin hófst 17. okt. og stend ur til 27. þ. m. Ég brá mér á þessa sýningu í dag til þess að geta skýrt lesend- um Alþýðublaðsins örlítið frá henni. Sýningin er haldin í Earls Court í London, í geysimikilli sýn- ingarhöll. Er ég kom þar að, lá við, að ég sneri við, svo mikið mannhaf var fyrir utan og svo margir biðu þess, að geta komizt inn. Inni í sýningarhöllinni voru margir tugir þúsunda gcsta. Fyrstu bílarnir, er blöstu við mér, er ég kom inn, voru nýjustu gerðir hinna stóru amerisku bíla, þ. e. Cadillac, og Chevrolet. En mesta athygli mína vöktu ýmsir bílar frá Ítalíu og öðrum löndum Sameiginlega markaðsins, sem lítið eða ekkert hafa sézt á íslandi. T. d. varð mér starsýnt á Lancia frá Ítalíu, sem kostar 1453 sterlingspund í inn- kaupi. Hollenzki smábíllinn DAF vakti líka mikla athygli mína, en hann kostar 508 pund í innkaupi. Athygli flestra gesta beindist þó að nýjum „módelum“ af brezkum smábílum, þ. e. MG 1100, Morris 1100 og hinum nýja sportbíl Austin Healy 3000. Sama daginn og sýn- ingin hófst barst 10 milljón punda pöntun frá Bandaríkjunum í þessa bíla. Og þann sama dag seldi fyr- irtækið Standard Triumph bíla 41/2 milljón punda til Bandaríkj- anna. Brezku smábílarnir haf stöð- ugt verið að vinna á á ameríska markaðnum. Er nú í fyrsta sinn seldir fleiri brezkir bílar í Banda- ríkjunum en í Samveldislöndunum. MG 1100 kostar 590 pund, Morris 1100 kostar 505 £ og Austin Healy 3000 kostar 865 pund í innkaupi. SÖluskattur er' lagður á bílana í Bretlandi. Þannig að þeir kosta töluvert méira þar t. d. kemur 325 punda söluskattur á Austin Healy 3000. Mér varð starsýnt á mikinn fjölda af fjölskyldubílum, þ. e. sendiferðabílar, sem eru inurétt- aðir fyrir fjölsuyldur, er nota vilja bílana, sem sumarbústaði. T. d. voru þarna Bedford-fjölskyldu- bilar á 650 og 895 pund. í þeim bíl eru rúm fyrir hjón, setustofa I en 468 pund með söluskatti í Bret- og eldunarútbúnaður tíl þess að [ landi. En dýrastur virtist mér vera elda. Ódýrasti bíllinn á sýningunni virtist mér vera Fiat 500 frá íta- Kolls ltoyce, Phanton Velera á 7.685 pund + 2882 punda sölu- skattur. — Hátt á annaö hundrað líu, sem kostar 340 £ í innkaupi,bílar eru sýndir á sýningunni. Þessi „sportbíIl“ er mikið seldur til Bandaríkjanna. Hann er af Standardgerð. Á stóru myndinni er svo ný gerð af Bedford fjölskyldu bíl. ’ FIAT A 50.000 ROLLS- ROYCE Á 8 28. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.