Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 10
j tWWmHMWMWWWWHWWWWWWW WWttWW»WW%*WW»'.WWWWWW LYFTINGAR HJÁ I.R. Ritstióri: ðRN EIÐSSON leika 4 :.,rv ' LANDSLIÐ íslendinga í körfu- knattleik leggur upp í þriðju ferð sina í fyrramálið. Aðalmarkmið fararinnar er þátttaka í hinni svo- nefndu Polarcup keppni, sem er nokkurskonar Norðurlandamót, því þátttakendur er landslið allra Norðurlandanna að Noregi; undanskildum. Landsliðið mun einnig leika við Skota í ferðinni. Er sá leikur hugsaður ssm eins- konar upphitun fyrir aðalátökin í Polar Cup. Fer sá leiKur fram annað kvöld kl. 19.15 í íþróttahöU Glasgow háskóla. Lítið er vitað um styrkieika Skota í þessari 'brótta' grein, en þeiv munu hafa lOkað hana ei lítið lengur en vi.. Mikil vinna hefur verið lögð í tindirbúning fararinnar, bæði af hálfu leikmanna og ekki síður af hálfu forystumanna Körfuknatt- Íeikssambandsins. Hafa reglu- bundnar landsliðsæfingar verið nú í lengri tíma bæði undir stjórn landsliðsþjálfarans Helga Jóhanns sonar og eins undir stjórn Banda- ríkjamanns, er sérstaklega var fenginn hingað til að þjálfa lánds- liðið. Landsliðsiíefnd, sem er skip- uð Helga Jóhannssyni, Einari Öl- afssyni og Inga Gunnarssyni, valdi eftirtalda menn til fararinnar fyr- ir rúmum mánuði síðan (í sviga eru taldir lendsleikir viðkomandi hing- að til): Birgir Ö. Birgis, Armann (3) Einar Matthíasson KFR (2) Ólafur Thorlacius KFR (3) Hólmsteinn Sigurðsson IR (2) Guðmundur Þorsteinsson IR (2) Þorsteinn Hallgrímsson IR (3) Sigurður P. Gíslason ÍR (0) Sigurður E. Gíslason (0) Haukur Hannesson IR (0) Agnar Friðsiksson ÍR (0) Davíð Helgason, Ármannl (0) Bjami Jónsson IKF (0) I fararstjórn verða þeir Bogi Þorsteinsson form KKl, Magnús Bjömsson stjórnarmaður KKI, Einar Ólafsson frá landsliðsnefnd og Helgi Jóhannesson landsþjálf-, ari. Eins og upptalning leikmann-| anna ber með sér, þá er ekki því til að dreifa, að þessir menn hafi mikla keppnisreynslu á erlendum vettvangi, enda hafa tækifærin til slíks verið býsna fá hjá körfu-: knattleiksmönnum. A hinu er eng- itin vafi, að lið þetta er sterkasta landslið, sem við höfum teflt fram til þessa. Undirbúningur allur hef ur verið mjög til fyrirmyndar og er þess nú að vænta, að þessir á- gætu menn sæki sigra í greipar þeim erlendu. Eftir leikinn við Skota heldur liðið á hádegi á þriðjudag til Stokkhólms. Á föstudaginn leika þeir svo fyrsta leikinn í Poiar Cup og mæta þá Svíum. Ekki æt.ti það að vera okkur nein ofraum að standa vel i Svíum og jafnvel vinna þá, því síðast þegar leikið var við þá, töpuðum við með litl- um mun eða aðeins 45 gegn 53. Næst er svo leikur gegn Finnum 4. nóvember. Er það í fyrsta sinn, sem við leikum við þá. Þeir eru taldir meðal sterkustu þjóða í greininni í Evrópu, og því ekki miklar líkur fyrir sigri í þeim leik. Loks er leikur gegn Dönum og mælir allt með því, að við lát- um nú verða af því að veita þeim hæfilega ráðningu til að bæta upp tvö óhappatöp fyrir þeim á iiðn- um árum. Við höfum leikið við þá tvisvar, í fyrra skiptið 1959 og sigruðu Danir með 41 gegn 38 og í seinna skiptið 1961 en þá urðu Danir enn ofan á Og unnu 45 gegn 43. Körfuknattleikur er enn í bernsku hérlendis, en honum vex ört fiskur um hrygg. Þetta fram- tak körfuknattleiksmanna er góðra gjalda vert. Við óskum þeim góðr- ar ferðar, margra sigra og síðast en ekki sízt góðrar heimkomu. V. ÍR hefur tekið lyftingar á stefnuskrá sína. Hér sjáið þið ungan og efnilegan lyftingamann úr ÍR. Hann lyftir þarna 121 kg. 1 SNN EINU SINNI er „vetrarver- tíð” handknattleiksmanna hafin. Sins og undanfarin ár hefst hún með Reykjavíkurmeistaramóti. Framkvæmd þess hefur löngum verið ágæt, enda mótið á margan hátt hæfilegt í sniðum. Leikkvöld eru 16 og er oftast leikið um helg- ar. Þannig hefur þetta verið um árabil og flestir ef ekki allir verið ánægðir með það fyrirkomulag. Þessu hefur ekki verið til að dreifa um Islandsmeistaramótið innan- húss, enda er það mót mun viða- meira á allan hátt. Flestir for- ustumenn í handknattleik eru sammála um, að fyrirkomulag Is- landsmótsins sé óviðunandi. Flest- um finnst mótið of langdregið enda hefur það verið um 30 leik- kvöld á undanförnum árum eða allt að því tvöfalt fyrirferðarmeira en Reykjavíkurmótið. Það sem fyrst og fremst veldur þessum vandræðum er húsnæðisskortur hér í höfuðstaðnum og nágrenni. I raun og veru kemst þetta aldrei í viðunandi horf, fyrr en fleiri keppnishús eru hér í Reykjavik og nágrannabyggðum eins og Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík. En á meðan handknattleiksmenn verða að búa við það, að hafa að- eins einn sal til keppni, þá verða þeir að reyna að sníða stakk sinn eftir því. Lengi vel var það svo, að mótin voru hespuð af á viku til 10 dögum, en þegar leiktími var lengdur í meistaraflokki karla ár- ið 1948, þá var nú leið ekki lengur fær. Var því horfið að þvi að hafa mótið í hveim hlutum, ricistara- flokk, sem tók ruma 2 mánuði og aðra flokka, sem enn voru hesp- aðir af á skömmum tíma. Ekki voru menn ánægðir með þetta fyrir komulag og var því ákveðið að at- huga málið. Atti Frímann Helga- son drýgstan þáttinn í þeirri at- hugun, en niðurstaða hennar var sú, að ákveðið var að leika nær eingöngu á laugardags- og sunnu- dagskvöldum. Þess ber að gæta, að þegar þetta var ákveðíð eða fyrir 6—7 árum, þá var þátttaka í mót- inu mun minni en nú er. Það er því kominn tími til að endurskoða fyrirkomulag Islandsmótsins cg hefur stjórn HSI þegar lagt til við Handknattleiksráð Reykjavík- ur, að skipuð verði 3. manna neínd — tveir tilnefndir af HKRR og einn af HSl — til að gera tillögur um framkvæmd tslandsmóta við núverandi aðstæður. Aðalvanda- málið virðist vera á hvern hátt sé hægt að draga saman ísiands- mótið, svo það verði ekki of lang- dregið. Erfitt er að segja, hvaða leið er heppilegust í þessu eíni, þó virðist enginn vafi vera á því, að leggja verður megin áherzlu á að beztu lið félaganna hafi hæfileg verkefni yfir aðalkeppnistímabil- ið. Kæmi t. d. mjög til greina, að B-liðin á Islandsmótinu léku með hraðkeppnisfyrirkomulagi og tæki sá þáttur þá mun skemmri iíma. Þetta ætti ekki að koma að sök, því að ílestir leikmenn í yngri flokkum taka þátt í skólamóti, sem fram fer í febrúarmánuði og er mjög stórt mót, sem gefur mjög mörgum tækifæri til að keppa. — Vafalítið verður reynt annað fyrir- komulag á næsta tslandsmóti en tíðkast hefur að undanförnu. Ekki er gott að segja hvernig tii tekst, en vert er að það sé haft í huga, að þáð eru húsnæðisvandraiöi, sem fyrst og fremst neyða handknatt- leiksmenn út i þá fyrirkomulags- breytingu. Reyndar má segja, að úrlausn í þeim málum sé mál mál- ! anna í íslenzkum handknattleik í I dag, og verði ekki einhver breyt- ing til batnaðar í því efni mun þró un handknattleiksiþróttarínnar stöðvast á næstu árum. V. * I10 28. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ i').' Hf. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.