Alþýðublaðið - 30.10.1962, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 30.10.1962, Qupperneq 1
4 Rússar taka flug- skeytin - U Thant fer til Havana í dag Fyrsti snjórinn SNJÓRIÍVN Iét sannarlega ekki á sér standa, þegar fyrsti vetrardagnr var hjá liðinn. Það munu ekki allir hafa verið jafn glaðir yfir fyrsta snjcnum, sem festi, eins og börnin hériia á myndinni. Börnun- um er snjórinn glens og gam- an. Snjókarlar og kerlingar rísa og snjóhús eru byggð. Svo ekki sé nú minnzt á það gaman, sem oft getur orðið grátt: Snjókastið. FuIIorðna fólkinu er snjór- inn á götum borgarinnar amstur eitt. Þá þarf að fara að setja keðjur á bQinn, finna til kuldaflíkumar, og að Iokum þurfa þeir, sem fótgangandi em að gæta vel, ,að detta ekki í hálkunni. ITURLYF RANNSÓKNARLÖGREGLAN kvaddi blaðamenn til fundar við sig í gærdag, og þar skýrði hún frá húsleit þeirri, sem gerð var sl. miðvikudag hjá manni, sem gmn- aður hcfur verið um sölu á nautna- lyfjum. Árangur leitarinnar varð sá, að lögreglan fann 1000 töflur af Amphetamine, 84 hylki af Bi- phetamine (í hverju hylki em tvær tegundir af Amphetamine), Methadoniglös (Methadoni er deyfilyf og verkar ekki ólíkt ýms- um morfín-blöndum) og einnig fannst tómt glas undan Ðexamyl- töflum, sem em róandi. Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu, var leit þessi gerð sl. mið- vikudag. Hafði viðkomandi mað- ur gefið leyfi til leitarinnar, en tæplega búizt við lögreglunni eins fljótt og hún kom. Leituðu lög- reglumennirnir vandlega og fundu töflurnar í tveim læstum peninga- skápum. Eftir að hafa fundið þetta, reyndi lögreglan að yfirheyra manninn, en á blaðamannafundin- um í gær, sögðu þeir að hann hefði verið í „annarlegu ástandi” og því , ekki hægt að tala við hann. Hefur | síðan verið reynt að ná í hann til yfirheyrslu, en það ekki tekizt. Methadoni-glösin eru það eina, sem fannst, sem hefur verið fengið í lyfjabúð hér. Kassin utan um glösin var að vísu ómerktur, en augljóst að á honum hafði verið miði, sem búið var að rífa af. Töfl urnar eru framleiddar í Banda- ríkjunum, og er ekkert, sem bend- ir til þess, að þær hafi verið keypt ar hér í lyfjabúðum. Það kemur betur og betur í ljós hvað mál þetta er erfitt viðfangs. Þrátt fyrir að þessi lyf hafa nú fundist og þrátt fyrir mjög sterk- an grun um að maðurinn stundi sölu á þessum lyfjum, hefur hann ★ Methadoni ★ Amplietaanine ★ Biphefamine ★ Dexamyl enn ekki verið úrskurðaður í gæzluvarðhald. Mál þetta virðist ætla að verða nokkuð yfirgripsmikið, og hefur rannsóknariögreglan þegar yfir- heyrt fjölda manna og á eftir að Framh. á S. síðu * London, 29. okt. (NTB—Reuter) STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR og blöð um heirn allan létu í dag í ljós mikinn létti og fögnuð með lykti Kúbudeilunnar, en noklirir stjórn- málafréttaritarar á Vesturlöndum vöruðu jafnframt við því, að ný deila gæti risið upp í Bcrlín. Kennedy forseta hafa borizt margar árnaðaróskir frá mörgum ríkjnm heims og er honum hros- að fyrir hyggindi. þolgæði og mikla stjórnmálahæfileika. Hins vegar héldu sovézkir full- trúar og blaðamenn því fram í veizlu í tyrkneska sendiráðinu í dag, að minnkun spennunnar í Kúbu-deilunni væri signr fyrir Krústjov þar eð liann hefði, að því er Rússarnir sögðu, fengið Bandaríkin til þess að gera ekki innrás í Kúbu. Hins vegar hélt hinn þekkti blaffamaður, James Reston, frá New York Times því fram í dag, að sennilega sé lagt hart aff Krúst- jov aff tryggja sér sigur annars staffar í staðinn fyrir uppgjöfina í Kúbumálinu. Hann heldnr því fram, aff Rúss- ar hafi hörfaff frá landssvæði, sem í hernaffarlegu tilliti sé framsókn Rússa lítt til framdráttar. í Was- hingtoh er því ekki talið, aff svip- að undanhald munl endurtaka sig á mörgum öðrum stöffum þar sem hernaðarleg affstaða vesturveld- anna er á sama hátt óhagstæð. Vestur-þýzk blöff vara viff því, að draga of víðtækar ályktanir af undanhaldi Rússa á Kúbu. Óháffa blaðið „Die Welt” í Hamburg skrifar, aff þaff væri gáleysi aff vera haldinn þeirri tálvon, að minnkun spennunnar væri varan- leg. • Jafnaðarmannablaðið „Neue Rhein Zeitung” í Essen leggur á það áherzlu, aff enginn, og alls enginn í Vestur-Þýzkalandi, megi hrópa „húrra”. Blaðið scgir, að aff- eins þýði aff hóta manninum í Kreml, þá láti hann undan. Bng- inn sigur vinnst í stríði með sigri í einni orrustu, segir blaðiff. „General Anzeiger í Bonn, oem stendur ríkisstjórninni nær skrif- ar, að Krústjov forsætisráðherra Framh. á 3. síðu De Gaulle ánægður PARÍS: De Gaulle, forseti, hefur lýst yfir því, aff hanu sé ánægður með úrslit þjóð- aratkvæðisins á sunnudaginn og hann muni ekki segja af sér. Tillaga forsetans um stjórn arskrárbreytingu fékk 62% greiddra atkvæða og verða því forsetar Frakklands fram vegis kosnir beint í almennri kosningu í stað þess að vera kosnir af kjörmönnum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.