Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 9
É lá heima með lungnabólgu. Þetta kalla ég sönnun á tilveru æðri verndarhandar. „En hvert fluttuð þið eftir þessi 10 ár, sem þið bjugguð á Bakka?“ „Þá fórum við til Þingeyrar og bjuggum í litlum bæ, sem heitir Holt og er á holtinu fyrir ofan Þingeyrina sjálfa, svo að sá yfir þorpið og fjörðinn. Þar var yndis lega fallegt, en ekki að sama skapi skjólgott og búsældarlegt. Allir vindar gátu staðið að húsinu okk- ar. Jón var þá orðinn matsveinn á Hermóði gamla, skipi vitamála- stjórnarinnar og kom sjaldan heim, fjórum, fimm sinnum á ári. En ég var ein heima í bænum í hlíðinni og annaðist börnin, serii nú komu eitt á fætur öðru og öli döfnuðu vel og eru dugandi fólk núna. En þrátt fyrir það þó að ég hefði börnin hjá mér, þá leiddist mér. Mig langaði til Reykjavíkur, þar sem ég gat hitt manninn minn oft- ar, og fleiri tækifæri voru til að ala börnin upp á sómasamlegan hátt og koma þeim til mennta. En á því varð nokkur bið, því að aura ráðin voru ekki alltof mikil. Eins og oft áður þá hélt stakan í mér lífinu, blés mér móði í brjóst á erilsömum og erfiðum stundum. Ég á tvær minningar frá dvöl minni að Holti, önnur er ljúf, en hin er leið. Gamli Gullfoss kom stundum og lagðist við bryggju á Þingeyri — þá var alltaf mikið um að vera í þorpinu, allir lifðu ævin týralegu lífi, allir fengu eitthvað til að hugsa um og gera, því koma slíks skips var merkisatburður í sögu lítlls sjávarþorps. Ég fór oftast varhluta af allri ánægjunni, utan einu sinni að mér veittist hún. Sterkir ljóskastarar voru á skip- inu og eitt kvöldið beindu skip- verjar þeim á land og létu ljósin leika um hlíðina. Þeir lýstu upp allan bæinn minn svo að þar varð eins og í álfahöll. Börnunum var þetta sem draumur og ég grét af gleði að fá allt þetfa ljós til að leika um litla bæinn minn. En þetta var þeim aðeins leikur og brátt dró birtan sig í hlé og skuggarnir teygðu sig aftur um hlíðina. Hitt atvikið gerðist í febrúar vetur einn, þegar ég var ein heima með fjögur börnin. Þá kom hið mesta aftakaveður, svokallað „sneið I ingaveður" og æddi inn fjörðinn, | upp í hlíðina. Hús fuku á Þingeyri ! og bátar fórust í þessu veðri. Á miðri nóttu fauk skúr, sem var byggður við íbúðarhúsið og allar hurðir sprungu upp. Ég var dauð- hrædd.óttaðist að bærinn fyki ofan af mér og börnunum á hverri stundu. Aldrei hef ég heitar beðið Itil guðs en þá nótt. Og það hreif. Litli bærinn minn uppi í skjól- lausri hlíðinni stóð að óveðrinu loknu, þó að vísu væri hann lask aður.“ „En þér hefur að lokum orðið að ósk þinni að komast til Reykja víkur?“ „Jú, en það varð ekki fyrr en ár- ið 1944. Þá fluttum við strax hingað á Sundlaugarveginn, reistum okkur þar lítinn bæ, sem bar nafnið „Litlaland," — og það var ré:t- nefni. Ég skil varla hvernig við komumst fyrir í því húsi, ég, mað urinn minn og fimm börn, í tveim ur herbergjum. En það heppnaðist í þessi þrjú ár, sem ég átti ef+ir að fá að hafa manninn minn Irá mér. Hann dó árið 1947. Hafði allt af verið hjartveikur og kom heim af sjónum í síðsta sinn bara til þess að deyja, deyja hjá mér á svipaðan hátt og börnin mín. En þó að maðurinn minn dæi, þá hélt ég áfram að búa á „Litla- landi“ með börnunum mínum, sem flest voru orðin stálpuð, og þar bjó ég þangað til kofinn varð iþyrnir í augum skipulagsyfirvalda Reykjavíkur og hann tekinn af mér. í staðinn fékk ég þessa íbúö. sem ég er í núna, — og er alveg ánægð. Börnin eru öll flogin úr hreiðr- inu nema dóttir mín, sem vinnur í KRON, hún hefur ekki yfirgefið mömmu gömlu." „Þú ku hafa gefið út þrjár ljóða- bækur, Lilja. Hvað heita þær?“ „Sú fyrsta heitir „Augnabliks- myndir“, og svo komu „Vöku- draumar," og síðasta bókin mín heitir „Liljublöð." Svo þess utan hef ég skrifað dá- lítið af ritgerðum og ort erfiljóö. Þau hafa orðið mér til mikillar gleði, og vegna þeirra hefur verið sagt við mig sem mér hefur þótt vænst um að heyra um dagana. Eitt sinn samdi ég erfiljóð fyrir konu, sem misst hafði manninn sinn. Þegar Jón minn heitinn dó, þá kom þessi manneskja til mín og sagði: „Lilja mín, heldur þú að þú verðir ekki hugguð eins og þú hefur liuggað marga?“ Já, ég veit að erfiljóðin mín hafa borið gæfu til að hugga marga hrygga sál, og það gleður mig allra mest. Fyrsta ljóðið mitt var sung ið í kirkjugarðinum í Hrauni í Keldudal. Þá var ég 17 ára. - Þrá mín eftir að læra hefur allt af verið mikil, og hún hefur eklti elst af mér. Þegar ég var að verða sextug, þá bað ég um að fá að sitja í íslenzkutímum í háskólanum Mér var leyft það, og í heilan vetur sat ég ein gömul kona innan um alla ungu mennina. Samt var það mér ómetanleg ánægja. Svo þegar ég var á svipuðum aldri, þá fór ég í námsflokkana, til að afla mér meiri fræðslu. Bekkirnir þar eru iitlir og þröngir, og ég er svo feit að ég ætlaði ekki að komast fyrir á ★ í kýrlaup yfir Glámu á fyrsta ári. ★ Fékk ekki a$ fara í skóla, - fór í frássi við föður sinn. 'k Seldi gjafir til að eiga fyrir mat. k Búskapur og basl i áratug. k Drottinn gaf og droftinn tók. k Alltaf langað til að læra. Sextug í háskólann. þeim. Krakkarnir skemmtu sér ó- spart, en ég hélt áfram og nau.t góðs af. Ég hefði bugast fyrir þunga þessa lífs og undan því, sem drott inn lagði á mig, ef ljóðanna og námsþráarinnar hefði ekki notið við. Ein vísa, sem ort var um mig hefur líka haldið í mér kjarkinum: Amans ský og skúrir kaldar skelfa ekki bjartan hug, gegn um þrautir þúsundfaldar þreytir hann sitt djarfa flug — Það væri skömm að því að lóta kveða svona um sig, og standa ekki undir því. Það vil ég ekki lót.f. henda mig. — Svo er það ástin á málinu okk ar, hana get ég ekki betur túlkað en með því að vitna í Einar Bene- diktsson: „Ég elska þig málið undiirfríða og undrandi krýp að lindum þínum Ég hlýði á óminn þinn bitra og blíða brimhljóð af sálaröldum mínum“ Þessi orð hafa orðið styrkur hinn ar gáfuðu almúgakonu, sem tengd er almúganum, en þó honum miklu æðri. | Því slík voru tár hennar, þegar hún ung grét yfir því að kom?.st ekki yfir bláma fjarðarins til ! menningarinnar, en vígðist í þjón- ustu landsins og ól því hrausta syni og fagrar dætur, — og göf - I ug 'ijóð. — Brandur. Dömusloppar nýkomnir. — Glæsilegt úrval. Dömusíðbuxur Stfetch, terylene og ull. Tilvaldar skólabuxur. Blúnduslæður mjög fallegar. Hvítar og svartar. Mjög fjölbreytt úrval af undir- fötrnn og lífstykkjavörum. LANCASTER snyrtivörurnar komnar í fjölbreyttu úrvali. Laugaveg 19. — Sími 17445. Atvinna Vanar saumastúlkur og stúlkur við önnur iðnaðarstörf, geta fengið atvinnu nú þegar. Upplýsingar í verksmiðjunni, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands h.f. Bílaleigan Falur h.f. Höfum til leigu nýja bíla með útvarpi. — Nýtt vetrarverð kr. 230,00 fyrir sólarhringinn. Fyrstu 50 km. fríir kr. 1,80 fyrir auka km. Allt benzín innifalið. BÍLALEIGAN FALUR h.f„ Brautarholti 22. — Sími 1-66-76. Hefi opnað endurskoðunarskrifstofu að Ilafnarstræti 15. III. hæð sími 11575. Telc að mér öll venjuleg endurskoö- endastörf, svo sem, endurskoðun, bókhald, ársuppgjör og aðstoð við framtal til skatts. Gunnar R. Magnússon Löggiltur endurskoðandi Hafnarsíræti 15 Sími 11575 Auglýsingasíminn er 14906 39 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. október. 1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.