Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 15
30 Baum vaxandi flóðbylgjuna. Hann tók niður gleraugun — hún sást ekki lengur — og beið þess með for- vitni, að bún gengi framhjá, en fleiri gangstígar hlutu að liggja til gistihússins, því hann heyrði fótatak neðan við hjallann, þar sem hann stóð, en meira var það ekki. Skömmu síðar gekk hann heim að húsinu. Ýið dyrnar á borðsalnum stanzaði hann, en hraðaði sér svo upp til að skipta um föt í þeirri von að mæta kon unni frá hafinu við matborðið. En sú von brást, engin af kon- unum í matsalnum leit út fyrir að leggja í vana sinn að sitja úti á eyðiskeri á síðkvöldum, stór, einmana og full af þrá, og síðan að vaða til iands gegnum öldurótið. Hann var fljótur að borða og fór út úr salnum, ráf- aði gegnum lestrarsalinn og setu stofuna, þaðan fór hann út og hlustaði á öldugjálfrið um stund. Loks fann hann til þreytu eftir ferðina og loftslagsbreytinguna og fór upp í herbergi sitt. Á leið inni upp komst hann að þeirri niðurstöðu, að þessi kona frá haf inu minnti hann á eina af sögu- hetjum Feuerbachs. Uppi í herberginu kveikti hann sér í vindli og fór að ganga fram og aftur með hendur á baki. Þá ertu kominn hingað lagsmaður. Æskan bjarmar enn fyrir aug- um þér. Þú getur séð með öðru auganu. Hjarta þitt slær enn ört. Og brjóst þitt getur fyllst ljúf- sárri þrá við að sjá óljósa konu- mynd úti í náttúrunni. Það er bezt að bíða og sjá, hv.ert stefn ir fyrir þér ungi maður. orðinn fimmtugur. Allt í einu heyrði hann aftur sömu raddirnar og áður, björtu drengjaröddina og djúpa rcdd konunnar Þær komu frá dyrurum frá næsta herbergi. Ambrósíus reykti vindilinn rólega og nlitst- aði. Það var hlcgið og spjallað og sullað með vatn, svo lækkuöu raddirnar og aftur heyrðisl hin bjarta rödd drengsins, svo varð allt hljótt. ' Ambrósíus gekk aftur út á sval- ii;nar. Langt í burtu var mandólin leilrari á ferð; hróp heyrðist neð- a_n frá ströndinni. Svo varð þögn, og hann heyrði greinilega skrjáfa í bók, sem verið var að fletta. Næstu svalir voru manniausar, en daufan geisla lagði út um opn- ar dyrnar yfir svalagrindurnar. Vindlingareyk lagði út um dyrn- ar og blandaðist reyknum frá hans eigin vindlí. Kyndugt að sjá ekki annað af konu, sem maður veit um, en reykinn frá vindlingi liennar, hugsaði hann brosandi. Góða nótt, Nanna*) vonandi lestu eitthvað, scm hæfir þér. Eg *) Söguhetja Feuerbaehs. mundi stinga upp á Italíuför eftir Goethe eða Ruskin. Hann lét dyrnar standa opnar, afklæddist og skreið inn undir flugnanetið. Enn hlustaði hann á niðinn frá hafinu um stund, svo sofnaði hann og svaf fast og draumlaust. Glampandi sólskinið vakti hann næsta morgun, og þegar hann leit á úrið, sá hann, að kom ið var langt fram á dag. Hann klæddist i snatri og var í þann veginn að fara niður í borðstof- una, þegar honum varð litið nið ur í garðínn, og varð það til þess að hann breytti ákvörðun og fór sömu leið og hann hafði gengið kvöldið áður. Þegar komið var í neðstu hjallann, lá hafið fyrir fótum hans, lognslétt og miklu stærra en kvöldið fyrir, á því var heill hópur sólgylltra skipa er stefndu í sólarátt. Það var fjara og klappimar voru komnar í Ijós, lengra frá blikaði hafið í grænum lit og á því risu hvítu öldufald- ar. Eitthvað var á hreyfingu nlðri milli klappanna. Ambrósius sett- ist á bekk, og þegar hann hafði horft nægilega Iengi, þekkti hann þar aftur, þau sem hann hafði séð kvöldið áður. Drengur inn var nakinn og líkami hans brúnn af útiveru. Hann var ým- ist á kafí í sjónum eða uppi á klöppunum. Þar var eintómur fögnuður og hlátur. Konan lét ekki heldur sitt eftir liggja. Þó hún væri í baðfötum — eða ef til vill þess vegna, kom hún hon- um furðu kunnuglega fyrir sjón- ir. Hún hafði valið sér hæstu klettasnösina og stakk sér það- an til sunds, hvað eftir annað. Þegar Ambrósius hafði horft á þau um stund, fékk hann óstjóm lega löngun til að taka þátt í leik þeirra og var í þann veginn að sækja baðföt sín, þegar hann sá að þau hlupu í land. í fjörunni fóru þau í kapphlaup og hurfu svo hlæjandi' inn í baðhúsið. Hann settist aftur altekinn óskilj anlegri löngun til að sjá þessa konu nærri sér. Fám mínútum síðar kom dreng urinn út klæddur dimmbláutn lér- eftsfötum og með sandala á fót- um. Hárið lá slétt og glansandi af fleytu niður á ennið og sýndi á ljósan hátt hið fíngerða netta höfuðlag. Ambrösíus tók fyrst eft ir þessu þegar drengurinn kom upp á hjallann til hans og fór að athuga hann sjálfan. Ambrósíus brosti vingjarnlega til hans og drengurinn nálgaðist hann án þess að líta af honum augnablik, „Þú talar, ef til vill líka þýzku?" spurði hann tnoð trún- aðartrausti cg ~ staðnæmdist frammi fyrir Ambrósíusi. „Já drengur rninn", svaraði Ambrósíus og gladdist yfir hinni trúnaðarfullu rödd drengsins. Drengurinn benti brúnum fingri á augu hans. Ef ég fæ að horfa gegnum svarta gluggann þinn ein hverntíma, skal ég sýna þér sjó- hestinn rninn", sagði hann eft- irvæntingarfullur. „Þarna", sagði Ambrósíus og tók af sér gleraugun, og umhverf ið varð sem snöggvast ömurlegt í huga hans. „Ó! er þetta allt og sumt! þá er smásjáin betri. Þakka þér fyr ir og nú ætla ég að sýna þér sjó hestinn minn". Litla brúna hönd in hvarf ofan í vasann og dró þar fram svolítinn rýran og sólþurrk aðan sjóhest. Drengurinn hélt honum í lófa sínum með sýnilegu stolti. „Sá er snotur — Og hvað heit ir Malí. Ert þú duglegur?" , „Fintin, það er að segja, eigin lega heiti ég Valentin", „Valintin? Nei, á ég að segja þér. Þá heitirðu sama nafni og ég. Það var gaman". „Já og það er alveg sérstak- lega fínt nafn segir Malí. Ef mað ur heitir Valentin verður maður sérstaklega duglegur maður, seg ir malí. Ert þú duglegur?". „Hann kemst Valentin, hann kemst" — sagði Ambrosíus og fylgdi brosandi hönd drengsins, sem var að troða sæhestinum í vasann. „Kanntu að synda?" hélt dreng urinn áfram. „Ég held ég geti það ennþá. Ég hefi lengi verið veikar skal ég segja þér“. „Þá verðurðu að fá eitthvað af meðalinu hennar Malí. Það gerir þig hraustan aftur. Viltu fara með okkur í bað scinnipartinnþ". „Nei“. „Því þá ekki?" „Ég þori það ekki, því að — “ „Þorirðu ekki? Þú ert þó ekki vatnshræddur?" spurði Tintin strangur á svip og notaði sömu aðferð og Malí notaði við hann. Ambrósíus hló. Hann skemmti sér konunglega við samræðurnar. „Þarna kemur Malí" hrópaði Tintin. Ambrósíus stóð upp í kveðjuskyni og beið svo, meðan konan nálgaðist. Hún var klædd samskonar dökkbláum fötum og Tintin, og hár hennar var einnig vott og huldi ennið að nokkru- leyti. Hún gekk og þó hálfhikandi eftir hjallanum og staðnæmist skammt frá Ambrósíus. „Góðan daginn". „Við höfum skemmt okkur prýðilega saman, ungi maðurinn og ég“, sagði Ambrósíus hálf vandræðalega. Árin í myrkrinu höfðu gert hann dálítið hlédræg an. „Eruð það þér í raun og veru, herra prófessor?" spurði Helena og rétti haonum báðar hendur. „Skeggið hefur breytt yður mik ið, en ég þekkti yður nú samt strax. Ó, mér þykir svo vænt um að sjá yður — ég veit alls ekki hvernig ég á að koma orðum að því“. Rödd hennar varð óskýr af við kvæmni. Hún ræskti sig og horfði með eftirvæntingu á gleraugun hans. „Þekkið þér mig alls ekki?“ spurði hún með varfærni og full ótta um sjónleysi hans. Það er nemandi yðar, Helena Willfuer?" „Jú, auðvitað, nú þekki ég yð ur, minn frægi nemandi! Svo þaö eruð i raun og veru þér! Þér haf- ið — hafið þroskast mikið”, sagði Ambrosíus hálfhátt. Hann hélt áfram göngunni með henni, fullur undarlegra tilfinninga og vissi naumast, hvort þar væri um að ræða gleði eða vonbrigði. Aft- ur á móti var Helena Willfúer, þessi mikla vísindakona og for- stjóri við stórt iðnfyrirtæki ör- ugg um að brjóst hennar var fyllt fögnuði. Þetta var Ambro- síus. Hún gekk enn á ný við hliðina á þessum manni, þessu fjalli. Hann var lifandi, hann gat séð. Hann horfði fast og rann- sakandi í andlit henni. Svipur hans lýsti undrun. Hann sá þar eitthvað nýtt, sem * hann kann- aðist ekki við. „Þér eruð orðin — mjög stór”, sagði hann. „Framabraut yðar er fágæt. Það hlýtur að gera yður ‘ sérstaklega hamingju- sama frú — ” „Hamingjusama? já, að vissu leyti. Ég hef unnið mikið í vetur. Við höfum fundið aðferð til ó- dýrrar framleiðslu á vitalíni og ætlum nú'að senda miklar birgð- ir á markaðinn með helmingi lægra verði. Hamingjusama? O, jæja; það koma fyrir augnablik, þegar ég óska þess næstum því að vera aftur komin í lielvíti til- ráunanna hjá Köbellin. En allir eru víst á einhvem hátt óánægð- ir með lífið. „Ja?” svaraði Ambrosíus spyrjandi. Ertu samt ekki ánægð í tilraunastofu þinni, stóra fagra kona? lá í spumingunni. En hon- um var það ekki ljóst sjálfum og Helena skildi það ekki heldur. „Ég hef einmitt hugsað svo oft til yðar síðustu dagana”, sagði hún. „Ég er að lesa bókina yðar. Kenningar hinnar lffrænu efnafræ.ði- Það er ágæt bók. „Lesið þér hana, — einnig hér? Alltaf tóma efnafræði?” „Ö, það er nú ýmislegt fleira en efnafræði í þeirri bók; ég veit ekki hvernig ég á aö skýra það — en það er allt í þeirri bók, bókstaflega allt”. „Finnst yður það? En hve það gleður mig mikið. Ef til vill er það nú svo, að eitthvað af eigin lífsskoðun, sem slæðist með 6- sjálfrátt, jafnvel þó efnið sé svona vísindalegt. Ég hef samið þessa bók á mínum myrkustu ár- um, þegar ég gat ekki annað en. hugsað og lesið fyrir. Hún var bjálkinn, sem ég bjargaðist á. Annars á ég það að nokkru leytt yður að þakka, að ég skrifaði þá bók. Mér fannst ég alveg brot- inn maður og gerði tilraun meö að neyta vítalins. Við það öðlað- ist ég að nýju þrótt og hugrekkl og byrjaði að vinna; fyrst gekk þetta ekkert, og síðar aðeina mjög hægt — en það gekk þó. — Samt sem áður er eitthvað óhugn anlegt við þá tilhugsun, að pill- ur hafi áhrif á sálina. Mig lang- ar til að neita því, þó ég hafl reynt þetta sjálfur”. „Já, við skulum neita þvf, herra prófessor. Dauð sál svarar ekki áhrifum frá Vitalíni, og hin lifandi sál bjargast sjálf án þess að nota pillur í krafti orð- taksins þrátt fyrir allt, Amen! —■ Sjáið þér mörgu seglin? Vind- staðan er að breytast. Viljið þér Ódýr barnaföt iMliltllHt. IMIÍIIIIIIIHW MMMMMMIIM* CMIlMIMI1lim» flllllllllMllllN JMIIIIIIIIIIIMII hMMMIIJIIMIMI •mmmimimim' nrmfwrw, ií M ll M M M m m M M M m ll i fm> *Wimmm ••••ItlUIIMUIMIMMMMMMitlllliuuMMitllUMIlÚV.' Miklatorgi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30- október 1962 l*jj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.