Alþýðublaðið - 31.10.1962, Síða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1962, Síða 1
' SÖFNUNIN til hungruöu barn- anna í Alsír nam í gærkvöldi um 165 þúsundum króna. Það segir nokkuð frá nýjum gjöfum í Opnu í dag, og þar er líka mynd af giöðum börnum sem færðu okkur 1600 krónur lil að gleðja Alsírbörnin. SJÖNARMIÐ HÚSLÆKNA SJÚKRA- - 4. síða ÞESSA dagana stendur yfir vestur í Arizona-fylki í Bandaríkj- unum ráðstefna á vegum alþjóða- sambands flugfélaga, IATA. Ráðstefnan er haldin í borginni Chandler, sem er skammt frá Phoenix, höfuðborg Arizona. Samkvæmt áætlun átti ráð- stefnunni að vera lokið fyrir síð- ustu helgi, en samkvæmt þeim fréttum, sem blaðið aflaði sér í gær, er talið óliklegt að henni ljúki fyrr en eftir 1—2 daga. Ráðstefnuna sitja um 300 full- trúar frá 100 flugfélögum um heim allan. Til umræðu er á ráðstefnunni, hvort gefa skuli leyfi til fargjalda- lækkunar á leiðinni yfir Atlants- hafið með skrúfuflugvélum. Til eru erlend flugfélög, sem sjá mjög ófsjónum yfir velgengni ís- lenzka flugfélagsins Loftleiðir, og vildu það fúslega feigt. Loftleiðir eru ekki aðilar að IATA, eins og kunnugt er og geta því ákveðið sín fargjöld án leyfis þeirra. Eink- um er talið að SAS og PANAM flugfélögin séu fylgjandi þessavi fargjaldalækkun með skrúfuvélum á Atlantshafsleið. Fari svo ao IATA samþykki þessa fargjalda- lækkun, gæti sú ákvörðun, að AFLASÖLUR ERLENDIS TOGARINN Karlsefni seldi afla sinn í Cuxhaven í gær. Aflinn var IZV'i lest og seldist fyrir 54 þús- und mörk. ÞAÐ er til saga um börn í Japan, sem sáu snjóinn fyrsta sinni. Þau fögnuðu ákaft og hlupu út til að horfa á dans snjóflygsnanna, sem svifu til jarðar. Og snjórinn var hvít- ur og mjúkur eins og bómull. Við vitum. um litla stúlku í Vesturbænum, sem lék sér í fyrsta sinnl í snjó í fyrra- dag. Hún kallar snjóinn að vísu sjó, því að hún er ekki nemá tveggjá ára og man ekkl eftir snjónum, sem féll í fyrra. En stóru krakkarnir kunna á snjóinn. f»au vjta, að það má búa tll úr honum bolta, kerlingar og barla, og þau vita, að það má renna sér á sleða á snjónum, Hnáturnar hérna á myndinni eru búnar að draga sleðann sinn út úr geymslunnl og hrista af hon- um rykið, — því að nú er snjórinn kominn á Arnarhól. margara dómi, haft all alvarleg á- hrif fyrir Loftleiðir. Eins og áður er sagt, er gert ráð fyrir að ráðstefnunni Ijúki innan skamms og mun þá Alþýðnblaöið skýra Iesendum sínum frá því, hver ákvörðun hefur verið tekin í þessu máli. Erlend blöð hafa skrifað nokknð um þessa ráðstefnu. Hér fer á eftir í lauslegri þýðingu grein-, sem birtist í danska blaðinn B. T, ! síðastliðinn laugardag. Fjallar j hún um fargjaldalækkun á At- ! lantshafsleið. SAS hefur fastákveðið, að Loft- leiðir skuli fá makleg málagjöld fyrir samkeppni sína um flugferð- ir til Ameríku. islendingar selja fargjaldið frá Kaupmannahöfn tiL New York um það bil 5500 krón-i um ódýrára en SAS. Um þessar mundir er haldin flugmálaráði stefna í Arizona. Þar eru mætlir' til þinga fulltrúar allra þeirra flugi félaga, sem aðild eiga að alþjóðn-i sambandinu IATA. Þarna eru far- gjaldamálin á dagskrá, en enn hef-i u'r SAS ekki fengið samþykki ann- arra flugfélaga um að setja skrúfu- 1 vélar í Ameríkuferðirnar og selja farþegagjöldin með þeim lægra verði en með þotunum. | Loftleiðir notar skrúfuvélar á 1 þessari leið. í áætlun SAS er gert rað fyrir, að ílugfélagið noti DC-7 skrúfuvélar sínar, — sem alls ekld eru fullnýttar, — í sérstakar ferð- ir með DC-8 þotuflugvélunum, svo að lokka megi frá íslenzka keppinautnum þá farþega, ser* kjósa ódýrari en lengri flugferð. Framh. á 5. síðu Alþýðublaðið hefur nú snú- ið sér til utanríkisráðuneytis- ins og óskað eftir aðstoð þess við að kanna leiðir til aö söfn- unarféð komi að sem beztum notum. Ráðuneytið hefur góð- fúslega haft samband við sænsku hjálparstofnunina Rádda barnen og að auki geng- izt fyrir því að málið sé athug- að hjá barnahjálp Sameínuðu þjóðanna. Það er Ijóst, að um fleiri en eina leið er að ræða tU þess að láta Alsírbörnin njóta þúsund- anna, sem daglega streyma í sjóð þeirra hér á íslandi. Al- þýðublaðið þykist vita, að það framkvæmi vilja gefendanna þegar það nú kannar, hvernig gjöfum þeirra verði bezt kom- ið á framfæri. Og mun blaðið skýra frá árangri þeirrar könn- una jafnóðum og upplýsingar berast. Stroku- menn á Patró! ÞEGAR vestur-þýzki togarmn ÍS LAD ætlaði að leggja út frá Pat- reksfirðt í gær, var tveggja maiuia af áhöfn skipsins saknað. Var þá auglýst eftir þeim í útvarpinu, og síðar um daginn fundust þeir inn- arlega í þorpinu. Kom þá i Ijós, að þeir knmpánar höfðn tekið með sér pjönknr sinar og hngðnst ekki ætla að snúa aftur til skips. í gær var auglýst í ríkisútvarp- inu eftir tveim útlendingum á Ijós- um stígvélum, sem myndu vera á rölti um Patreksfjarðarþorp. — Voru menn beðnir að láta af því vita, ef þeir hefðu orðið nánng- anna varir. Við eftirgrennslan kom í ljós, | að hér var um að ræða sjómenn af þýzkum togara. Höfðu þeir strunsað burt af skipi sínu í íyrri- : nótt og tekið með sér sitt nauðsyn I legasta hafurtask. Höfðu þeir gist í hlöðu um nóttina og voru á vakki í þorpinu í gærdag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.