Alþýðublaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 3
Stjórna Svíar niðurrifi árásarstöðvanna á Kú NEW YORK, 30. okt.. (NTB- Iteuter). U THANT, framkvæmdastjóri Sameinuffu þjóSanna flaug til Kúbu frá New York í gær í boði Castros forsætisráðherra Kúbu. Meðal förunauta hans var 18 manna nefnd sérfræðinga, sem á að athuga árásarstöðvarnar á Kúbu. U Thant mun dvelja tvo daga í Havana og eiga viðræður við' Castro um flutning þeirra árásar- vopna, sem staðsett eru á Kúbu, til Rússlands aftur. Framkvæmda- stjórinn sasrðist ekki geta sagt um það enn, hvernig eftirliti S. Þ. með brottflutningi og niðurrifí eldflaugastöðvanna yrði háttað. Það hefur þó verið tilkynnt í að- alstöðvum S. Þ. að leitað verði aðstoðar sænsku liðsforingjanna, sem áður aðstoðuðu samtökin við að halda uppi lögum og reglu í Kongó. Bandaríkjastjórn tilkyiinti í fyrradag, að hún myndi aflétta hafnbanninu á meðan U Thant dveldist á Kúbu og einnig mun liún slaka á þeim höftum, sem hún JERUSALEM: Ben Zvi var end- urkjörinn forseti ísraels í gær. Þetta er þriðja kjörtímabil Ben Zvi. Hvert kjörtímabil er fimm ár. Ben Zvi vcrður 78 ára í desem ber n. k. NEW YORK 30. okt.: Tillagan um aðild Kína að Sameinuðu þjóðun- um var felld í Allsherjarþinginu með nokkrum atkvæðum í gær. Talið er að árás Kína á Indland hafi haft áhrif á afstöðu margra ríkja. hafði sett við flugferðum til eyj- arinnar á meðan. Bandaríski flot- inn á Karíbahafi, mun samt lialda kyrru fyrir og bíða átekta. Þá var einnig tilkynnt að Bandarikin mundu alveg aflétta hafnbannir.u, ef samkomulag næðist með þeim U Thant og Castro um brottflutn- ing eldflaugastöðvanna, þannig að tryggt væri að þeir samningar yrðu haldnir. Bandarísk flugvél flaug í gær vfir Kúbu og tók myndir til að atliuga hvort framkvæmdum við eldflaugastöðvarnar liefði verið hætt. Ekkert var látið uppi um nið urstöður þessara rannsókna. Kennedy sagði í ræðu í gær, að hann mæti mjög mikils þann stuffn ing, sem aðgerðir bandarísku stjórnarinnar hefðu hlotið h.iá öllum ríkjum Ameríku-bandalags- >ns. Hann sagði þetta í ræðu, seir. hann hélt við móttöku í Hvíta hú*- inu, er hann tók á móti nýútskrif- ; uðum liðsforingjum frá Brasilíu. Seinna um daginn tók hann á móti beim flugmönnom og njósnurum, sem tekið höfðu myndirnar af hernaðarmannvirkjum og eld- flaugasteðvum á Kúbu. Fidel Castro kom í gær til II"- vana eftir ferðalag, sem hann fór um evna, til að rannsaka varnir hennar. Hann lýsti því yfir við komuna til Havana að hann mundí ávarpa þjóðina með útvarps- og sjónvarpsræðu á fimmtudag. Jafn- framt var sagt frá því í Havana, að kúbanski flotinn væri byrjaður í flotaæfingum, sem standa myndu fjóra daga. í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna var í gær birt bréf frá Castro, þar sem hann hehntar að Bandaríkjastjórn yfirgefi þega.' i stað flotastöð sína Guantanemo. Hann segir einnig að þau loforð, sem Kennedy hafi gefið um að ráð ast ekki á Kúbu, ef rússnesku á- rásarstöðvarnar verði rifnar niffur og fjarlægðar, séu engin trygging, ef Bandaríkin yfirgefi ekki flota- stöðvar sínar á Kúbu, og gangi auk þess að nokkrum skilyrðum, sem Castro setur fram í bréíinu. Þessum skilyrðum lét Castro út- varpa þegar á sunnudaginn. Þar er þess meðal annars krafizt að Bandaríkin aflétti efnahagslegum þvingunum, sem Castro segir að þau beiti gegn Kúbu. Macmillan, forsætisráðherra Breta lýsti því yfir í gær, að hann tcldi þessi málalok Kúbu-deilunnar mikinn sigur fyrir Kennedy og telur að hann hafi komið í veg fyrir mikla hættu, sem öllum Am- eríkuríkjum mundi hafa stafað frá Kúbu, ef eldflaugastöðvarnar þar hefðu fengið að vera þar áfram í friði. Hugh Gaitskell, formaður verka- mannaflokksins, sagði hins vegar að þessi málalok væru síður en svo nokkur sigur fyrir Bandaríkin. Hann kvað það ekki rétta stefnu í alþjóðamálum áð taka ekkert tillit til alþjóðalaga og koma frama af ósveigjanleik og stífni. Hann ta’.di að Bandríkin hefðu með atferli sínu brotið freklega alþjóðalög. í Bandaríkjunum er það mál manna, að með sigri sínum í Kúbu- deilunni hafi Kennedy unnið sér sess, sem einn af beztu og mikil- hæfustu forsetum Bandarikjanna. VERÐBREF FALLA FRAKKLANDI París 30. okt. (NTB—Reuter) KAUPHALLARVIÐSKIPTIN í París í gær báru þess nokkur merki, að mikill spenningur og órói er nú ríkjandi í Frakklandi vegna þess orðróms sem hefur komizt á kreik um að De Gaulle ætli að segja af sér. Verðfallið í kauphöllinni var um 2 — 3%. Orðrómur sá sem olli öll- um þessum óróa virðist ekki hafa átt sér sterkari rætur en þær, að Svissneskt dagblað birti grein sem gefur í skyn að forsetinn mundi segja af sér, og svo sú staðreynd að þegar De Gaulle og frú hans komu til Parísar í gær, fóru þau inn um bakdyrnar og komu ekki nálægt heiðursverðinum sem beið við aðaldyrnar á Elysee-höllinni. De Gaulle lýsti því yfir á mánu- daginn að hann væri ánægður með úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en hún skar úr um það eins og kunnugt er, að forseti Frakklands skal hér eftir kosinn með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Kosningabaráttan fyrir þing- kosningarnar sem fram eiga að fara í nóvember, er þegar hafin. Eitt mikilsverðasta atriðið í kosn- ingabaráttunni er sú staðreynd að De Gaulle skyldi fá 62% atkvæða í hinum nýafstöðnu kosningum þrátt fyrir mikinn áróður and- stæðinga hans. Frambjóðendur til kosninganna nú í nóvember eru alls 2.358, svo að að meðaltali keppa fimm fram- bjóðendur um hvert sæti. NYJU DELHI, 30. okt, (NTB- Reuter). EFTIR upplýsingum indverska varnarmálaráöuneytisins í gær, bendir allt til þess að Indverjar hafi byrjað sókn gegn kínverska liernum á Norð-austurvígstöðvun- um. Formælandi ráðuneytisins sagði að Indverjar sæktu fram gegn Kínverjum af mikilli hörku. Bar- dagar þessir geysa nú rétt við landamærabæinn Tawang, sem Kín verjar náðu á sitt vaid um daginn. Bær þessi er á vesturhluta Nórð- austurvigstöðvanna, en ú sustur- hlutanum eiga indverskar her- sveitir í hörðum bardögum við Kínverja utan við bæinn Waiimg, sem er 24 kílómetra frá landamær um Burma. Á Miðvígstöðvunum hafa Indverjar orðið að láta undan síga fyrir ofurefli liðs Kínverja. Á vígstöðvunum í Kasmir hafa eng- ar breytingar orðið. Það er haft eftir góðum heim- ildum að Indland hafi samið um kaup á tveim stórum flutninga- flugvélum af gerðinni Caribou í Kanada, sem síðan á að nota í bardögunum gegn Kínverjum. Það er kunnugt að indverska stjórnin hefur verið að reyna að fá stórar flutningaflugvélar til hernaðar- flutninga nú undanfarið. Einnig hafa þeir viljað fá allskonar fót- göngu og stórskotaliðsvopn, Kanadamenn hafa lýst sig fúsa til að selja Indlandi vopn og íalið er liklegt að fyrir utan þessar tvær stóru flutningavélar muni Kanadamenn selja Indverjum Da- kotavélar, sem geta athafnað sig á hinum litlu flugvöllum í fjalla- íhéruðum Indlands. Frá París koma þær fréttir að þar sé nú verið að semja um vopnasölu til Indlands. Hér er j um að ræða sölu á léttum fótgöngu liðsvopnum, og hafa viðræður Mao Tse-tung. staðið í langan tíma. Nú hafa Ind- verjar beðið um að samningum verði flýtt eins og hægt sé og að vopnin verði afhent við fyrsta tækifærL Bretar og Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir vilji selja Indverjum vopn og eru Nehru. fyrstu sendingarnar á leiðinni til Indlands. Formælandi inöversku stjórnar- innar hefur hvorki viljað staðfesta eða neita þeirri frétt, að Indvérj- ar hafi snúið sér til stjórnar Pa- kistan og beðið hana að gera ekk- ert i Kasmírdeilunni fyrst um sinn. BRUXELLES: Einn af valdamestu mönnum innan Efnahagsbandalags Evrópu mun koma í opinbera heimsókn til Noregs innan tíðar. Hér er um að ræða Walter Hall- stein, sem er formaður £ stjórnar- nefnd EBE. Norska stjórnin bauð ( Ilallstein að koma til Oslo og I kynnast norskum hagmálum. Ekki j hefur verið ákveðið enn, hvenær' heimsóknin verður. ★ STOKKIIÓI.MUR: Stærsta oliu- skip heimsins verður byggt í Eriks berg skipasmíðastöðinm í Gauta- borg. Það er 93 þúsund tonn að stærð og er byggt fyrir Tankship Ltd. á Bermuda. Það á að vera til- búið í árslok 1963. Áætlað er að þaff muni kosta um 600 milljónir króna. ★ Það var þjóðþingíð, sem kaus forsetann. 62 grerddu itkvæði mcð tillögunni en 42 skiluðu atiðu, ekkert mótatkvæði var greitt og enginn bauð sig fram gegn Ben Zvi. í.1 * ALÞYÐUBLAÐIÐ - 31. október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.