Alþýðublaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 7
Hestur kastast upp á véiarhús Akureyri í gær: Hestur varð fyrir bifreið, sem var á leið frá Akureyri inn að fé- lagrsheilhilinu Frcyvangi í Eyjaf. sl. laugardagskvöld. Svo harður var árekstur fcests og bíls, að hesturinn kastaðist uPP á vélarhúsið á bíln- um og slengdist höfuð og makki upp á þak, en framrúða bílsins brotnaði og bíllinn skemmdist mjög mikið að framan. Þetta vildi til skammt frá bæn um Þórustöðum, sem eru ekki langt frá Akureyri. Fólkið í bif- reiðinni var á leið á dansleik 1 félagsheimilinu Freyvangi. Vissi bifreiðastjóri ekki fyrr til en hest ur er skollinn upp á vélarhúsið og og formyrkvast inni í bílnum, þar eð hesturinn lá framan á framrúð- unni og braut hana. Eins og að lík- um lætur meiddist hesturinn mjög mikið og varð að lóga honum. Var því aflokið, þegar lögreglan kom á staðinn, en Akureyrarlögreglunni var þegar gert viðvart. Bifreiðin, SKOT! RAGUSA: Fyrir þremur árum akaut hln sextán ár gamla Nunziata Ventura, átta skamm- byssuskotum að vin sínum hinutn nítján ára Emanuele. Þetta getð- ist í Ragusa á Spáni. Eitt af skot- unum hæfði. Nú situr húr, í fangclsinu í Ra- gusa, þar se.n itún var vígð fyrix nokkrum dögum hinum nítján ára Emanuele. Þa i þarf ekki að taka það fram, að faðir hennar var vígsluvottur. -- Hann situr líka í fangelsinu í Ragusa, fyrir að hafa hvatt dóttur sma til að skjóta Ema- nuele. Emanuele hefur aldeilis orðið skotinn. sem hér um ræðir var splunkuný, af gerðinni Taunus, árgerð 1962 G.S. * ii KUBONSK BARÁTTA KEY WEST, Florida, 29. október, (NTB-Reuter). HAVANA-útvarpið hermdi í dag, að samtök, sem kalla sig „Frelsun Venezúela“, hefðu staðið að sprengjutilræðunum gegn fjórum orkuverum, er löm- uðu um stund, einn sjötta hluta olíuframleiðslu Vene- zúela. Havana útvarpið segir, að tilræðið hafi lýst dirfsku Og verið fyrsta svar hreyfingar- innar við tilkynningu Be- tancourt, forseta um herút- boð. Betancourt, forseti Vene- zúela, hafði nokkrum klukku stundum áður en tilræðið var gert, fyrirskipað herúí- boð í sambandi við ógnunina, sem stafar af sovézkum eld- flugunum á Kúbu, eins og hann orðaði það. Fidel Castro hefur fyrir- skipað hryðjuverkabaráttu í allri Suður-Ameríku, að sögn bandariska utanríkisráðu- neytisins. Þessi barátta felur einnig í sér skemmdarverk á ollumannvirkjum Venezúe- la við Maracaibo-vatn. |UWWWWW%WWWMMWW tærsta sýningin á listaverka * i HANSEN SÝNIR ÞÝZKI fornleifa- og þjóðfræðingurinn Haye W. Hansen er enn farinn á stað með myndasýningu hérlendis. Hann sýnir um þessar mundir myndir að Mokka á Skólavörðustíg, og get- ur þar að líta nokkrar þeirra mynda, sem hann ánafnaði ís- lenzka ríkinu, en þær myndir eru af gömlum bóndabæjum hér Iendis. Haye W. Hansen hefur oftsinnis sýnt myndir sínar hér- lendis og dvalizt hér langdvölum. Sýningin á Mokkakaffi mun standa í hálfan mánuð. Þar eru sýndar 24 olíumyndir og 8 raderingar. Flestar myndirnar eru til sölu og er verðið frá 500 kr. upp í kr. 5000. Myndin sýnir eina af myndum Haye W. Hansen. í DAG, miðvikudag verð- ur opnuð í Listamannaskálanum yfirgripsmesta sýning á endurpreiit unum írægra, erlendra listaverka sem sézt hefur hér á landi. Er það hið nýstofnaða Samband íslenzkra stúdenta erlendis, sem gegnst fyrir sýningunni, og mun ágóðinn af sölu myndaima renna til starfsemi sambandsins, fyrst og fremst til þess að koma á fót upplýsingaþjón- ustu fyrir stúdenta, sem hyggjast stunda nám erlendis. Efirprentanir þessar eru að mest um hluta eftir listamenn frá lok- síðusu aldar og þessari öld, — yfir inpressionistana, Pissaro, Degas, Monet, Renoir, — express ionistana, van Gogh, Gaughin, Munch — fauvista og kúbista, Mat • isse, Braque, Picasso, — surreal- istana, Chirico, Chagall, og hinar yngri, óhlutdrægari stefnur, með mönnum eins og Kandinsky, Klee, og Maz Emst, svo að aðeins sé ystiKloð á nokkrum nöfnum af hundruðum. Myndirnar eru ílestar prentaðar í París, undir ströngu eftirliti sérfræðinganefnda Unesco, menningarnefnda SÞ, og er sann- gildi þeirra þannig tryggt að svo miklu leyti, sem nútíma prenttækni nær til. Þótt aðeins verði hægt að að sýna nokkuð á annað hundrað myndir í Listamannaskálanum, er úrvalið mjög mikið, sem um er ao ræða, eða vel á annað þúsund mis munandi listaverka. Hingað eru myndirnar fengnar fyrir milligöngu Minervustudenter nes reproluktlonsimport, — en danskir stúdentar hafa um árabil aflað fjár í margvíslegu menn- ingarskyni með innflutningi og sölu eftirprentana af heimskunnum listaverkum. Á sýningunni 1 Listamannaskál- anum gefst mönnum því einstætt tækifæri til að sjá og eignast úr- valsverk heimslistarinnar í beztu fáanlegu eftirprentunum og stuðla um leið að merkilegu málefni, þar sem er fyrirgreiðsla íslenzkra námsmanna erlendis. Þess skal að lokum getið, að verði myndanna mun stillt mjög í hóf og aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Strið uppi í háfjöllum NÚ ER HÁÐ stríð I mestu f jöllum jarðar, Himalaya. — Myndin er frá Ladakh og sýnir dalverpi, þar sem ind- verskir brynvagnar eru á ferð. Það er erfitt að hergögn í fjöllunum. MOSKVA: Tólf ungir snenn, sem komu til Leningrád íyrix slcömmu í því skyni að mótmæla kjaruorku vopnatilraunum, hafa verið beðnir að hafa sig á brott sem fyrst. Þeir komu siglandi á eigin bát og hafa átt viðræður við friðarnefndir í Leningrad. Skipting ný- stúdenta NÝSTÚDENTAR skiptasft- sem hér segir í deildir: Guðfræðideild ............3 Læknisfræði «............32 Tannlækningar............11 Lyfjafræði lyfsala . • . . . 7 Lögfræði............... 20 . Viðskiptafræði ....... 2S íslenzk fræði............14 Reimspeki................27 Nám til B. A.-prófa .... 61 Verkfræði . . . . ... . . .16 SNERU HEIM TIL AÐ SETJA UPP VALPRENT Akureyri í gær: Ný prentsmiðja var opnuð hér á Akureyri á laugardaginn. Prent- smiðjan heitir Valprent. Margir gestir voru viðstaddir opnun prent smiðjunnar, og Eyþór H. Tómas son forstjóri skýrði gestum frá ætlunarverki prentsmiðjunnar og aðdraganda að stofnun hennar. Nú eru 3 prentsmiðjur á Akuieyri. Þeir, sem unnu að stofnun þess- arar prentsmiðju, eru Akureyr- ingar, sem unnið hafa í Reykjavík en snúa aftur heim til föðurhús anna til þess að setja upp hma nýju prentsmiðju. Valprent er einkar vel fallið til að annast ýmis- konar smáprentun. Þarna eru tvær pressur af Heidelberggerð. Formaður prentsmiðjustjórnar er Eyþór H. Tómasson, en aðrir í stjórn með honum eru Valgarður Sigurðsson og Kári Jónsson. Hlula- félag stendur undir kostnaðinum. G.S. iíiW-fiW jr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.