Alþýðublaðið - 21.03.1963, Page 7

Alþýðublaðið - 21.03.1963, Page 7
 : ■ ■v HIN SlCAN Bifvélavirki: Hvort finnst þér skemmtilegra tauáklæði eða ieður líki. Starfsbróðir: Ég kann nú betur við tauið. Það er svo skrambi erfitt að þurrka sér um hendurnar á leð- urlíkínu. ★ Hún: Elsku Jói, svona mundi ég ekki leyfa neinum öðrum að kyssa mig. Hann: Ég heiti ekki Jói. ★ Hún: Ég ætla að fá varalit. Afgreiðslumaðurinn: Hvaða stærð? Hún: Fyrir tvö böll og eina bíló- ferð. ★ — Jói verður áreiðanlega lengi á spítalanum. — Varstu að fala við lækninn? — Nei, ég mætti hjúkrunarkon- unni áðan. ★ — Er forstjórinn við? Sendillinn: Eruð þér rukkari, sölumaður eða vinur hans? — Ég er þetta allt saman. Sendillinn: Forstjórinn er á fundi. Forstjórinn er ekki í bæn- um. Gjörið svo vel að ganga inn á skrifstofuna til hans. ★ — Er það satt, að þú hafir verið úti að skemmta þér með kærust- unni minni í gærkveldi? — Blessaður minnztu ekki það, maður. Þú getur gert mér greiða einhverntíma seinna. Rithöfundurinn frægi Jack Lond- don, var orðinn of seinn á sér með að skila sögu, sem hann hafði lof að tímariti nokkru. Ritstjóri þess sendi honum því eftirfarandi orð- sendingu á gistihúsið þar sem hann bjó: Kæri Jack London. Fái ég ekki söguna eins og mér var lofað innan eins sólarhrings kem ég sjálfur til gistihúss þíns og sparka þér niður stigann, ég get haldið öll mín loforð. Jack London 'svaraði um hæl: Kæri Dick. Ef ég ynni öll mín störf með fót unum þá mundi ég einnig geta haldið öll mín loíorð. mundi gera herbergið stærra. NÝ-LATNESK ORÐABÓK Antonio Bacci, kardináli, liefur um skeið unnið að samningu latn- eskrar orðabókar um ýmis nútíma hugtök. Hann hefur nú lokið verk- inu og fengið páfanum handritið. Latínuhestum verður án efa nokkur akkur í þessari nýju bók. Þar má til dæmis finna hvað jazz er á latínu. Kardínálinn þýðir orð- ið jazz þannig: „Absurda sym- fonia“, eða „absurdi cantus“ (söng ur), eða absurdi soni“ (tónar). — Ekki gleymir kardínálinn rokkinu, en það kallar hann „barbara salt- alIo“, sem útleggst: villimanna- dans, eða skrælingjahopp. •¥ Á FATASÝNINGU í Chicago var nýlega sýndur smókingjakki, sem hefur það til síns ágætis, að efnið í honum hrindir frá sér öllum vökva. Ef hellist niður á jakkann þarf því ekki annað en þurrka það burt með servíettu, og ekki þarf að óttast að neinn blettur komi. Á sömu sýningu voru sýnd sjálf- lýsandi föt, en ekki getum við séð í hverju ágæti þeirra er fólgið. EKKI Á ÞVÍ AÐ GEFAST UPP BREZK kona, Margarete Hunter að nafiii, sem orðin er 75 ára göm- ul, er þessa dagana að búa sig undir að taka bílpróf. í fyrra komst hún í heimsfréttirnar, en þá var hún líka að læra á bíl. Hún varð fræg fyrir það, að ökukennarinn, sem var að kenna henni, stökk út úr bílnum á fullri ferð og hrópaði: „Þetta er hreint sjálfsmorð og ekkert annað.“ Þessi aldna frú, sem áður var kennslukona, ók bílnum óskemmd- um á áfangastað, en fékk sekt fyr- ir að hafa ekið án þess að kenn- arinn sæti við hlið hennar. Hún var ekki að baki dottinn ÞYZKUR vísindamaður dr. J. Danbrowski hefur nýlega fundið bakteríu, sem er 520 milljón ára gömul. Þetta mun vera elzta líf- veran í heiminum. Bakteríuna fann vísindamaðurinn í saltlög- um 1000 metra undir yfirborði jarðar. þrátt fyrir þetta og tveim dögum síðar tók hún bíl sinn út úr bíl- skúrnum og lagði af stað í öku- ferð ein síns liðs. Eftir að hafa ekið hundrað metra keyrði hún á vörubíl og fékk sektir enn á ný. 'Seinna gerði hún aðra tilraun til að fá ökuskírteini, en varð að gefast upp í prófinu eftir að hafa drepið sjö sinnum á bílnum, farið yfir gatnamót á rauðu ljósi, og lagt bílnum meter frá gangstétt. Sá, sem nú er að búa hana und- ir prófið, er fyrrverandi lögreglu- þjónn, og er sá sagður hafa taug- ar úr hampi. Þegar hann var spurð ur hvernig frúnni hefði gengið í fyrsta tímanum, sagði hann: — Ég dáist að hugrekki Iiennar og einbeitni. í kvöld kl. 21.00 verður útvarpað fyrri hluta tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Uáskólabíó. Verkin, sem út varpað verður eru Introdukt- ion og Allegro eftir Edward Elgar og úr Galdra-Lofti eft. ir Jón Leifs. Framsögn: Gunnar Eyjólfsson, Sftjópn andi hljómsveitarinnar er William Strickland. Myndin er tekin á æfingu hjá hljómsveitinni í gærmorg NYLEGA kom á markaðinn hæg- geng plata með Peggy Lee og Bobby Darin. Er það fyrsta plaí- an, sem þau syngja saman innf á. ★ STÓRT lyfjafirma í Bandarílcjun- um hefur nýlega sent á markað- inn nýjar vítamíntöflur, sem fyf-ii tækið kallar XY. Þessar töflur eiga að hafa margt til síns ágætis, en» þær m.a. taldar stæla kraftan?. í auglýsingu frá fyrirtækinu úm ágæti framleiðslunnar, er sagt, K ef Franz Schubert helði átt kosfc- að taka þessar töflur, þá hefð* hann áreiðanlega getað lokið vöT ófullgerðu sinfóníuna. BLAÐGRÆNUTÖFLUR VITA GAGNSLAUSAR SAMKVÆMT skýrslu, sem ný- lega var birt á vegum brezku neyt endasamtakanna, er harla lítið gagn í hinum lykteyðandi blað- grænutöflum, sem mjög hafa ver- ið auglýstar á undanförnum ár- um. Nýlega var gerð tilraun varð- andi þetta, og voru fengnir tólf sérlega þefnæmir læknanemar, og þeim fengið það verkefni að lykta út úr 64 manna hópi, sem neytt hafði ýmislegs góðgætis. Nota varð menn við þessa tilraun þar eð ekki hefur enn verið fundið neitt tæki til að mæla lyktir. 16 manns úr tilraunahópnum borðuðu lauk, 16 drukku bjór, 16 drukku wiský, og 16 reyktu sígar- ettur. Helmingi þessa fólks var síð- an gefin ein blaðgrænutafla. en hinn helmingurinn fékk „plat“ töflur. Næsta dag var þessu svo snúið við. í skýrslunni cr því slegið föstu, að engin af töflunum hafi haft minnstu áhrif á lyktina úr vitum fólks. Lyktin dvínaði smám sam an út úr fólkinu, og skipti þar engu livort viðkomandi hafði neytt blaffgrænu tafla eður ei. Fimmtudagur 21. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 9.10 Vfr. — 9.20 Tóni.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum‘“ (Sigríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 VeSf— urfregnir. — Tónleikar. —, 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valh borg BÖðvarsdóttir 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmólanna (Hákon Guðmundsson hæstarétt-> arritari). 20.20 Tónleikar: Fantasía í c-dúr op. 131 eftir Schumann-Kreisler, 20.35 Erindi: Skólakerfi á atómöld (Magni Guðmundsson). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. 21.45 Erindi: íslenzka- sauðkindin, íslenzka ullin eftir Halldóru Bjarnadóttur (Óskar Ingimarsson flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (34). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; X. (Örólfur Thorlacius). 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). — 23.10 Dagskrárlok. HIN SÍÐAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. marz 1963 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.