Alþýðublaðið - 21.03.1963, Page 8

Alþýðublaðið - 21.03.1963, Page 8
Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur um fátt verið meira rætt en hinn sívaxandi húsnæðiskostnað manna, sem að miklu leyti er tal- inn stafa af háum byggingarkostn- aði íbúðanna (húsanna), miðað við meðaltekjnr. Áreiðanlega er hér fjallað i)m eitt veigamesta atriði í efnahags- legri afkomu mikils hluta þjóð- arinnar og þá ekki sízt láglauna- fólksins. — Margar ráðstefnur hafa verið haldnar um þessi mál bæði á vegum stjómmálaflokka og „fagmanna“ i þessum málum. Eins og að líkum lætur, eru menn ekki á eitt sáttir um, hverjar séu helztu meinsemdirnar er valda þessum vanda, en í mörgum atrið- um virðist þó ekki mikill skoð- anamunur. Ýmsir aðilar hafa nú nýlega lát- ið ljós sitt skína um þessi mál, og helzt komið auga á þann „á- galla,“ að um „óhæfilega hátt kaup einstakra iðnstétta væri að ræða.“ — Eg tel persónulega, að launin í byggingariðnaðinum séu ekki höfuðvandinn, og að það sé of ódýr lausn þessa vandamáls, að skella skuldinni á þá aðila, sem vinna fyrir launum í byggingar- iðnaðinum. Vinnuaflsskorturinn við hús- byggingar bæði hjá iðnlærðum og óiðnlærðum mönnum, afsannar þá kenningu. — Það sýnir sig, að fjöldi annarra starfsgreina lokkar fólkið betur til sín og þá ekki hvað sízt vegna hærri tekna. Flestum ber saman um, að við byggjum : 1. Of dreift og óskipulega, þann- ig, að alltaf er verið að byrja að nýju, undirbúningslítið. 2. Of stórar fbúðir, sem innan ör- fárra ára, verði mönnum meiri byrði að en ánægja. 3. Að við njótum of lágra opin- berra lána miðað við bygginga- kostnaðinn, og þar af leiðandi sé ekki nægilega tryggt fjár- magn til byggingaframkvæmd- anna, þannig, að óhóflega dýr- ar tafir verða og of langur byggingartími. 4. Að tækninýjungar séu illa nýttar. í framan greindum atriðum tel ég vera stærstu og veigamestu at- riði þessa vanda.. Það er víst hæg- ast að benda á vandann, en erfið- ara að leysa hann, við okkar ís- lenzku aðstæður. Eitt vandamálið, sem m. a. sést í mynd of margra hálfbyggðra húsa, hefi ég þó ekki nefnt. Það eru blekkingarnar, sem húsbyggj- endur hafa of oft orðið fyrir, af hálfu hins opinbera. — Þ. e. upp- hrópanir eins og þær, að „allir, sem vilja, geti fengið hámarkslán til íbúðabyggtnga,“ þótt vitað sé, að eftirspurn sé hvergi nærri fullnægt, vegna fjár- skorts. Með slíkri framkomu hafa of margir verið ginntir út í æ- varandi skuldabasl. Það er skyn- samlegra og heiðarlegra, að lofa minnu, en reyna að standa við þau loforð. Þegar lærðir menn og leikir segja: við verðum að byggja stærri heildir íbúða, þ. e. fleiri í einu með fyrirfram tryggðu fjármagni, er gjarnan bent á bæjar- og ríkis- framkvæmdir og sagt, að ekki sýni þær lækkaðan byggingar- kostnað. Það er áreiðanlega dálítið erf- itt að skilja, hvers vegna rúm- metrinn í 100-200 íbúða hverfi byggðu með fyrirfram tryggðu fjármagni, þarf að vera jafn dýr og hjá þeim einstaklingum, sem hyggja eina eða þrjár íbúðir og báðir greiða sömu laun. — Þar kemur eitthvað fleira til greina, en upphæð launa. Að sjálfsögðu hefi ég engan töfralykil, sem leysir þennan vanda, en helzt hallast ég að eftir- farandi : 1. Það á að byggja íbúðir í stærri og skipulagðari heildarfram- kvæmdum, sem hið opinbera 1 styður með fjárframlögum. 2. Það er þörf á að stofna stærri byggingasamsteypur (félög), sem með útboði keppi um þess- ar framkvæmdir, og standi við tilboð sín, þannig, að hægt sé að úthluta íbúðunum á föstu verði til væntanlegra eigenda. 3. Umfram allt á að hætta þeim blekkingum, að allir, sem vilja, geti fengið lán og að eini vandi hins háa byggingarkostnaðar sé lægri laun hins vinnandi manns. Lausn fjárhagsvandans er held ur ekki fundinn með þeirri blekk- ingu, að nóg sé lagasetning á Alþingi um hærri lán, án þess að tryggja fjármagnið til fullnæg- ingar lögunum. í fjárútvegun ræður geta okk- ar sem þjóðar úrslitum og með bættum efnahag þjóðarinnar eiga menn kröfu á meira lánsfjármagni til íbúðabygginga, en um leið verður að tryggja fullkomna nýt- ingu fjárins. — Þá er stefnt rétt í þessu mikla og almenna hags- munamáli. ðmundsson skrífar erlend fíðindi DEAN ACHESON, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í sl. viku ræðu í Kalifomíu- háskóla í Berkley, þar sem hann af skarpskyggni skoðaði stefnu de Gaulles Frakklandsforseta í Evr- ópu og gagnrýndi hana frá sjónar- miði stjórnmála, herfræði og efna- hagsmála. Acheson kvaðst ekki telja, að grunntónninn í neitun de Gaulles á aðild Breta að EBE væri sú klassíska óvild meðal Evrópuríkja, sem Washington Bandaríkjaforseti hefði yaráð landa sína við í hinni frægu brottfararræðu sinni. Kvað Acheson mega leggja þá ræðu, með dálitlum orðalagsbreytingum, i munn de Gaulles nú, hann væri sem sagt að snúa aðvörunum Was- hingtons við. Með breytingunum yrði ræðan eitthvað á þessa leið: „Meginregla okkar í samskiptum við (ó-evrópskar) þjóðir er að hafa eins lítil stjórnmálaleg tengsl við þær og mögulegt er. Hví skyldum við, með því að cvinna okkar ör- lög saman við (Bandaríkin), flækja frið okkar og velmegun í fjötra (amerískrar) mctnaðargirndar, keppni, hagsmuna, skaps eða dutt- lunga? Það er okkar sanna stefna : að halda okkur utan við varanlegt bandlag við nokkurn heimshluta I (utan Evrópu).“ Og Acheson heldur áfram og tel ur hugsunina að baki aðgerðum | Frakklandsforseta vera þá, að með ■ samstöðu Þýzkalands og Frakk- lands hafi opnazt möguleikar til þess, að Vestur-Evrópa verði þann- ig skipulögð og svo sterk, að hún geti vegið á móti Rússlandi og lepp ríkjunum og opnað möguleikana á kerfi evrópskrar samvinnu frá At- lantshafi íil Úralfjalla. Hann rekur síðan ýmsa þá erfið- ; leika, sem við væri að stríða í þessu sambandi. Bendir á svipaðan !mátt Rússa og Vestur-Evrópu á sviði mannfjölda, hráefna, iðnað- ! ar og yfirburði Evrópu á sviði landbúnaðar. Á móti kæmi svo geysilegir yfirburðir Rússa á sviði vígbúnaður, yfirburðir, sem Vestur Evrópa hefði ekki nokkur tök á að minnka. Hann benti síðan á, að sérhver ríkisstjórn í Vestur-Evrópu hefði við sína erfiðleika að stríða og slíkir erfiðleikar mundu vaxa við það að vera slegið saman. Ef hershöfðinginn reyndi að draga úr þeim erfiðleikum, mundi hann komast að raun um, að hans rússn- esku bandamenn vildu ekkert með slíkt hafa, og niðurstaðan hlýti að verða sú, að Rússar nséðu töglum og högldum , Evrópu. Acheson sagði síðan, að ýmsir í Evrópu, þar á meðal ýmsir opin- berir aðilar í Frakklandi, virtust hafa þá von að geta bundið endi á dvöl bandarísks hers í Evrópu, en jafnframt notið tryggingar um á- framhaldandi várnir frá Banda- ríkjámönnum. Afleiðingin af þessu ^yrði sú, að þessar þjóðir mundu ekki gera neitt til þess að sýna Rússum fram á, að aðeins væri um að velja minni þrýsting á sviði venjulegra vopna eða kjarnorku- stríðs, heldur mundu þær nota lítinn kjarnorkuherafla sinn til þess að koma Bandaríkjamönnum til að nota sinn. Þannig gætu þess ar þjóðir, er þær væru lausar við öll veruleg útgjöld í sambandi við landvarnir, verndað sig sjálfar gegn hinum hættulega sterka aust urhluta einnar Evrópu, er næði frá Atlantshafi til Úralfjalla. Hann bendir síðan á, að þessi hugmynd um eina Evrópu austur að Úral geti með engu móti sam- rýmzt NATO-samningnum á með- an Rússar haldi þeim hernaðar- styrk, sem þeir nú hafi. Ef þeir hins vegar minnki herafla sinn verulega, muni samningurinn ekki skipta máli lengur. Hann bendir síðan á, að hernaðarstyrkur Frakka sé mjög lítill nú og líklegt sé, að svo verði um nokkra framtíð. Slíkt Framh. á 13. síðu. Þessa mynd tók Jóhannes Snorras um fyrir utan Danmarkshavn. Eim dúðaður, því frost var þarna um JÓN PÁLSSC HUGLE TÓMSl \ Tímarnir breytast og mennirnir með. Þetta er gömul saga, en svo örar geta breytingarnar orðið — og þau vandamál skapazt, að þess gerist þörf að við endurskoðum afstöðu okkar til ýmissa mála, sem nú þróast á annan veg en áður og ólieillavænlegri. Meðal þeirra vandamála nútím- ans, sem mjög er ofarlega á baugi, er æskan, hin uppvaxandi kynslóð. í þeim umræðum hefur hvorki skort gagnrýni né áfellisdóma í garð æskunnar. En sjaldan á einn sök, þá tveir deila. Æskan á sínar málsbætur, og þau gagnrök hennar eru sterk að meginorsök vandamáls ins sé henni óviðkomandi. Hér sé um að ræða vandamál þeirrar kyn- slóðar, sem nú gegnir því vanda- sama hlutverki að leiða æskuna fyrsta spölinn á þroskabrautinni. Fólk á miðjum aldri man þá daga, er uppeldi æskunnar og nýt- ing tómstunda var engum vand- kvæðum bundið. Daglegt líf ungl- inga var nátengt störfum hinna eldri, við harla fábreytta atvinnu- vegi, sem jafnvel í tómstundum var auðvelt að líkja eftir. Auk þess voru þjóðlegar sagnir, þulur og vikivakar gjarnan ívaf og uppistaða í leikjum þeirra og skemmtunum. Prentað mál var lítið að vöxtum og var lesið upp til agna af ung- um og gömlum á kvöldvökum og næðisstundum. Þjóðin var dreifð 8 21. rnarz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.